Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 32
32
Helgorbloö DV LAUGARDACUR 24. ÁGÚST 2002
„Þcgar ég var í MR og Herranótt var cg alltaf að akemmta á árshátíðum eða að fíflast. Þegar ég fór í Lcikiistarskólann lagði ég það
alveg til hliðar og hugsaði með ntér að það hefði ekkert með leiklist að gera; reyndi að vera injög dramatískur. Það var í rauninni
óvart að ég leiddist inn í grínið aftur. En ég er ánægður með það.“ DV-myndír þök
Að
að
grínast er eins og
reyna við konu
Þorsteirw Guðmundsson hefur vakið
mikla athygli ftjrir leik sinn íkvikmynd-
inni Maður eins og ég. Blaðamaður Helgar-
blaðsins settist niður á BSÍmeð Þorsteini
og ræddi meðal annars við hann um fgndn-
ina, skeggjaðar konur og hunda.
Lékst þú ekki í íslenska draumnum?
„Nei, þetta er fyrsta myndin sem ég leik í. Jón Gnarr var
hins vegar í íslenska draumnum."
Hvemig kom það til að þú fórst inn í þetta verkefni?
„Ég var bara kaliaður í prufu. Ég veit ekki hver átti hug-
myndina að því en ég gruna Jón Gnarr sterklega. Ég fór
heim til strákanna, sat í sófa með Róberti Douglas sem þótt-
ist vera konan mín og við spunnum upp atriði. Ég fékk hlut-
verkið út á það.“
Fyrir að vera maður Róberts Douglas?
„Hann er fín kona; flissandi litil kona.“
Sem var ekki alveg raunin með konuna þína í myndinni?
„Nei, reyndar ekki. Ég lék einhvem allt annan þar. Hlut-
verkið breyttist mikið frá ég var fenginn í það þangað til við
fórum í tökur.“
Fólk er mjög hrifið af þér í þessari mynd.
„Já,“ segir Þorsteinn og verður hálfvandræðalegur á svip-
inn, „ég hef aldrei fengið svona góðar viðtökur og ég hélt ég
myndi aldrei fá þær.“
Lagði kapal í nokkra mánuði
Hvað er langt síðan þú útskrifaðist úr Leiklistarskólan-
um?
„Það em ellefú ár þannig að það var kominn tími á bíó-
mynd.“
Þú hefur ekki leikið mikið á sviði?
„Ég var í nokkrum leikritum eftir að ég útskrifaðist en
fíaraði út úr bransanum og hef lítið komið nálægt sviði síð-
an. Ég lék reyndar í Panódíl fyrir tvo (Play it again Sam)
með Jóni Gnarr og Kötlu Þorgeirsdóttur sem var ekki ósvip-
að og í Maður eins og ég. Bíómyndin er að vissu leyti fram-
hald á þvi samstarfi okkar. Við kunnum orðið vel á hvert
annað.“
Hvað hefurðu þá verið að gera þessi ellefú ár?
„Ég lenti í því að vera atvinnulaus. Ég haföi ekkert að
gera og keypti mér tölvu af því allir vom með tölvur. Ég hélt
það væri örugglega gaman að vera í tölvuleikjum. Ég lagði
Fyrsta hlutverk Þorsteins í Þjóðleikhúsinu var
hlutverk skeggjuðu konunnar í Emil í Kattholti.
Mynd: Þjóðleikhúsið/Grímur Bjarnason
kapal í nokkra mánuði en svo fór ég að hugsa hvort það
væri ekki hægt að skrifa líka. Ég gerði það og framfleytti
mér í ansi langan tíma með því að skrifa leikrit fyrir krakka
og leikstýra þeim. Ég seldi leikrit út um allt land. Ég gerð-
ist leikritaskáld til að lifa af.“
Þú hefðir líklega ekki uppgötvað þá hlið á þér ef þú hefð-
ir verið á kafí í leiklist?
„Nei. Ég skrifaði eina smásögu í menntaskóla og hún
vann einhverja samkeppni. Ég bauð vinum mípum út að
drekka en lagði skrifm svo á hilluna. Ég hef samt alltaf haft
áhuga á bókmenntum."
Skeggjaða konan
Þessi karakter sem þú leikur í myndinni, Addi, á hann
einhveija fyrirmynd?
„Ekki beinlínis nema þá sjálfan mig. Þegar við byijuðum
að æfa bað ég um hjálp við að skapa þennan karakter og það
hjálpuðu mér allir. Leikaramir voru hjálplegir við að koma
með hugmyndir. Það komu margar vondar hugmyndir en
lika aðrar góðar. Ég græddi mikið á þessu samstarfí.“
Þannig að þessi óákveðni í karaktemum tengist kannski
tilurð hans?
„Kannski, svona eftir á að hyggja. Ég reyndi líka að fylgj-
ast með því sem hinir vom að gera og spila á móti því og
ná vinarsambandi milli mín og Jóns án þess að við yrðum
eins. Ég held líka að Jón hafi tekið mið af mér.“
Afi þinn og nafiii, Þorsteinn Ö. Stephensen, er einn mesti
dramatiski leikari íslenskrar leiklistarsögu. Vom miklar
vaentmgar bundnar við þig þegar þú varst að útskrifast?
„Ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir mig að dæma um
það. Kannski hafa verið væntingar um að ég yrði á svipuð-
um nótum og hann en ég hef aldrei verið það. Fyrir mér var
Þorsteinn Ö. Stephensen maður sem ég þekkti persónulega,
afi Skafi eins og hann var kallaður af okkur krökkunum.
Hann hjálpaði mér heilmikið í leiklistinni og hefði orðið fyr-
ir vonbrigðum ef ég hefði apað eftir honum. Hann var mjög
skynsamur maður.“
Mamma þín er leikari, pabbi þinn, afi og allt helsta
frændfólk. Ertu ekki nánast alinn upp i leikhúsi?
„Ég er ekki leikarabam í þeim skilningi að ég hafi verið
í aukahlutverkum í öllum sýningum. Það var mikið talað
um leikhús á heimilinu og á gagnrýnan hátt, stundum nei-
kvæðan. Það var örugglega ágætt.“
Þú hefur sem sagt ekki verið að leika Emil og Idu?
„Nei, en fýrsta hlutverkið mitt var í Emil í Kattholti og
þar lék ég skeggjuðu konuna og hest.“
Hvað varstu gamall þegar þú lékst skeggjaða konu?
„24 ára og það var fínt. Ég var strax settur í svona skrýt-
in hlutverk."
Spilað með fólk
Langaði þig einhvem tima að verða dramatískur leikari?
„Mig langaði það á sínum tima. Þegar ég var í MR og
Herranótt var ég alltaf að skemmta á árshátíðum eða að fifl-
ast. Þegar ég fór í Leiklistarskólann lagði ég það alveg til
hliðar og hugsaði með mér að það hefði ekkert með leiklist
að gera; reyndi að vera mjög dramatískur. Það var í raun-
inni óvart að ég leiddist inn í grínið aftur. En ég er ánægð-
ur með það.“
Er litið niður á grínið í leiklistinni?
„Ég held að það sé einstaklingsbundið. Sumir leikarar
hafa fúllan skilning á því hvað það er erfitt en aðrir skilja
það ekki alveg, kannski þeir sem geta það ekki! Og þó, ekki
alltaf."
Nú er það þannig að böm grenja þegar þau fæðast en það
er ekki fyrr en seinna sem þau læra að hlæja.
„Þetta gengur svolítið út á það að hafa áhrif á fólk. Leik-
arinn þarf að stjóma því hvemig hópi fólks líður. Ef maður
ætlar að hafa þau áhrif á fólk að það verði leitt og fari að
gráta verður fýrst að vekja samúð fólks. Og það gerir mað-
ur með því að kalla fram bros. Leikarinn er svolítið að spila
með fólk. Maður getur verið algjörlega tilfinningalaus á
sviðinu ef það hentar. Þetta má ekki verða runk; þannig að
maður sé sjálfur að upplifa allt en enginn annar. Þá getur
maður alveg eins setið heima í stofú aleinn."
Var að fara á hausinn
Þú byijaði i fýrra með Betri starfsmaður á 20 mínútum.
„Já, það kom til vegna nákvæmlega sömu aðstæðna og
þegar ég skrifaði bamaleikrit: ég var að fara á hausinn. Ég
bjó til smá fýrirlestur sem ég fór með í fýrirtæki og það
reddaði mér. Ég hef farið i hátt í hundrað fýrirtæki."
Nú hefurðu aöallega farið i fyrirtæki á vinnutíma og mað-
ur hefur á tilfinningunni að það sé auðveldara að láta fólk
hlæja á kvöldin en í hádeginu. Svo hlýtur líka að vera mis-
jafii mórall í fýrirtækjum?
„Nei, það er ekki erfitt. Fólk tekur sér frí frá vinnu, fær
sér kafli eða pitsu og þá er það tilbúið að skemmta sér sam-
an. Á flestum vinnustöðum er líka góður mórall. Svo er eng-
inn fullur og allir taka vel eftir. Ég mæli með því að gera
þetta svona, það er á margan hátt betra.“
Er ekki erfiðara að ná sambandi við fólk?
„Alls ekki. Fólk er mjög jákvætt fýrir svona uppákomum.
Fyrirtæki og starfsmenn era alltaf að leita að einhveiju
sniðugu og þetta er mjög hentug leið. Ég hitti á eitthvað sem
gekk upp. Ég var heppinn."
Þér hefúr ekki dottið í hug að fara inn á heimili með Betri
maki á 20 mínútum?
„Já, því ekki það?“
Það hlýtur að vera markaður fýrir það?
„Já, ég er til í að gera allan fjandann. Ég er samt bund-
inn af því að fólk borgi og ég veit ekki hvemig fjölskyldur
myndu taka því að fá mig inn í stofú.“
Fyndin ljóð eru sjaldgæf
Era fleiri kvikmyndir á döfinni?
„Já og nei. Ég leik pínulítið hlutverk í Stellu í framboði,
er á hvíta tjaldinu í 20 sekúndur. Svo er ég að skrifa kvik-
myndahandrit með Siguijóni Kjartanssyni sem við ætlum
að sækja um styrk fyrir í haust. Við ætlum að bjóða okkur
fram og sjá hvort við megum vera með.“
Og síðan hef ég heyrt að þú sért að gefa út bók?
„Já, ég er að gefa út aðra bók mína hjá Máli og menningu.
Hún heitir Hundabókin og í henni era smásögur."
Af hveiju Hundabókin?
„Það er viss þráður i bókinni sem fjallar um dýrslegt eöli
fólks og hvemig við litum á okkur sem siðaða dýrategund.
En það er bara partur af bókinni sem fjallar um það. Það er
margt annað í henni."
Er þetta fýndin bók?
„Já, já, ég er ekki að svíkja það i sjálfúm mér að vera
fýndinn. Það er ekkert sem ég skammast min fýrir. Ég reyni
að nýta mér þá reynslu en ég er ekki að binda mig við það.“
Er nokkuð gefið út mikið af íýndnum bókum á íslandi?
„Nei, ég held ekkL“
Af hveiju heldurðu að það sé?
„Er það ekki bara af því að það era til svo fáir sem era
fýndnir? Æi, ég veit það ekki. Ég er ekki alveg marktækur
því ég les ekki mikið af íslenskum bókum. Ég les aðallega
útlenskar skáldsögur og íslensk ljóð.“
Ljóð era oftast ekki fýndin.
„Nei, fýndin Ijóð era sjaldgæf, það er helst að Þórarinn
Eldjám yrki fýndin ljóð.“