Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 36
40 Helgarblaö X>V LAUOARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 Gunnar Karlsson: „f myndinni eru fjörutíu þúsund rammar og ég er búinn að fara í gegnum alla þessa ramma Lit!a lirfan ljóta að opna auöun 1 fyrsta sinn’ Það er hin fimm ára leik- mörgum sinnum og tékka á liverju einasta smáatriði. Við skulum orða það þannig að ég hafi ekki farið í mörg kona lris Gunnarsdóttir sem les fyrir lirfuna. Fjölmargir leikarar ljá rödd afmælisboð að undanförnu." DV-mynd: Sigurður Jökull sína '«>'ndinni og segir Gunnar að allir bestu leikarar þjóðarinnar hafi viljað taka þátt í henni. Meðal annarra leikara eru Þórhallur Sigurðsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Þetta er hugsjóna- Á fimmtudaginn í næstu wiku verður frumsýnd fyrsta ís- heitir Litla lirfan Ijóta lirfuna ljótu og ætla að gefa hana ungunum sínurn. Það Svala Björgvinsdóttir og Björgvin Halldórsson sem lesa fyrir þrastaparið. Litla lirfan ljóta lendir í ýms- um hremmingum. Hún er lögð í einelti af suðandi bý- flugu, leiðinleg bjalla lætur hana ekki í friði og eins og það sé ekki nóg þá er gömul og grimm könguló á höttun- um eftir henni. Þetta er nokkuó djörf hugmynd aó leggja út í þessa vinnw „Jú, jú. Konan mín spurði mig að því um daginn af hverju ég væri að þessu og ég svaraði henni einfaldlega að ég vissi það ekki. Þetta er eitthvað sem ég verð að klára og ég ákvað þegar ég byijaði að hugsa ekkert út í þetta frekar því þá hefði ég örugglega hætt við.“ Ertu þá búinn aö vera launalaus síóustu árin? „Ég er búinn að vera svona launaléttur skulum við segja. Þetta er hugsjónastarf. Við erum að skapa tækifæri til að halda eitthvað áfram.“ Þrettán tíinar á dag Hefuröu alltaf haft mikinn áhuga á því aó búa til teikni- mytid? „Já, ég hef alltaf haft gaman af þeim. Mér fmnst gömlu svart-hvítu Disney-teiknimyndimar skemmtilegar, þær eru eitthvað svo sakleysislegar. Ég var aö uppgötva það um dag- inn að mín myndlist er ekki venjuleg. Ég er alltaf að búa til einhvem heim sem ég get lifað mig inn í frekar en að vera að mála svona dæmigerð málverk. í þessari mynd er ég að búa til einhvem heim sem ég hef lifað mig inn í síöustu árin.“ Þú ert ekki farinn aó hlakka til aö kúpla þig út úr honum? „Jú, ég er farinn að hlakka til að fara heim og hitta fjöl- skyldu mína. Ég er búinn að vera eins og sjómaður á ver- tíð. Þetta er bara það mikil vinna að ég varð að leggja þetta á mig. Vinnudagurinn hefur verið þrettán tímar á hverjum einasta degi allt síðasta ár. í myndinni em fjörutíu þúsund rammar og ég er búinn að fara í gegnum alla þessa ramma mörgum sinnum og tékka á hverju einasta smáatriði. Við skulum orða það þannig að ég hafi ekki farið í mörg afinæl- isboð.“ -JKÁ lenska tölvuqerða teiknimyndin. Myndin Þrestirnir grípa eru þau feðgin oq er eftir Gunnar Karlsson oq byqqð á Bcnedikt Erlingsson er sögumaðurinn. DV-mvnd: Sigurður Jökull söqu Friðriks Frlinqs- sonar. DV hitti Gunn- ar fyrir stuttu oq saqði frá myndinni sem hann hefur eytt starfsorku sinni í síð- ustu fimm ár. Það era sjö ár síðan hugmyndin kviknaði en upphaflega ætlaði Frið- rik að biðja Gunnar um að mynd- skreyta bókina en hann er lands- þekktur fyrir myndskreytingar sín- ar. „Mér leist ekkert á það í fyrstu,“ segir Gunnar. „Þetta er svo mikil vinna og ég var nýbúinn að mynd- skreyta bók sem tók marga mánuði og fékk einhvem hundrað þúsund kall fyrir vikið. Ég vildi gera ein- hveijar hreyfunyndir líka. Sjálf vinnan byrjaði áriðl997. Við erum ekki með stóran hóp og vinnan gekk hægt. Á meðan við vorum að vinna að myndinni vora gerð- ar nokkrar pöddumyndir og það sló mig örlítið út af laginu. Við erum í samkeppni við sex hundruð manna lið og þeir vora bara á undan okkur. Það tók svolítinn tima að fmna sérstakan stíl þannig að fólk héldi ekki að við værum bara að herma eftir.“ Um hvaö fjallar myndin? „Hún fjallar um litla vera sem er lögð í einelti og þykir frekar ljót. Sagan er svipuð sögunni um litla ljóta andarung- ann. Veran er lítil lirfa sem breytist svo í fiðrildi. Þetta er eiginlega þroskasaga lftils bams sem hittir hina og þessa karaktera. Það er saklaust og sér ekki alveg i gegnum alla. Þetta er mjög góð saga hjá Friðriki og heldur vel. Benedikt bróðir hans las hana inn á segulband og síðan spilaði ég hana fyrir bömin mín og þau sátu alveg stíf þótt það væri eitthvað spennandi í sjónvarpinu. Þá sá ég að sagan virkaði. Hún er hæg en það er mjög auðvelt að lifa sig inn í hana.“ Er einhver stór og mikill boóskapur? „Já, já. Þaö er mikill og góður boðskapur í henni sem bömin skilja. Það er eiginlega bara kjami lífsins sem kem- ur þama fram. Vissir hlutir í lífinu gera mann hamingju- saman og kannski ekki þessir hlutir sem margir halda. Þama kemur fram mannbætandi speki en ég held að ég ætti ekkert að fjölyrða um þetta. Ég get ekki ljóstrað öllu upp.“ Á Litla lirfan Ijóta sér einhverja fyr- irmynd? „Já.“ (Löng þögn) Sem þú œtlar ekki aö gefa upp, eóa hvaó? „Það væri gaman ef einhver þekkti sjálfan sig í henni. Vitaskuld er fyrirmynd að einhverju leyti. Ég á strák sem er þriggja ára og ég er dálítið að kópera þessi bamalegu við- brögð. En þessi vera á að vera ljót og það var örlítið erfitt að búa til figúra sem átti að vera ljót en er samt sæt. Og þar af leiðandi er erfitt fyrir mig að benda á einhvem ákveðinn og segja að hann sé fyrirmyndin. Aðalatriðið er auðvitað að maður les karakterinn úr textanum og vinnur hann þannig." Baniaefni sem vit er í „Við erum mjög ánægðir með þetta en skiljanlega er kominn smáskjálfti í mann. En það era allir að gera sitt besta, það er alveg ljóst. Björgvin Halldórsson og dóttir hans Svala syngja eitt lag sem mér finnst alveg frábært og Vil- hjálmur Guðjónsson semur tónlistina. Allir sem starfa við myndina era að leggja sig hundrað og fimmtíu prósent fram.“ Þetta erfyrsta íslenska teiknimyndin, ekki satt? „Jú, svona alvöra teiknimyndin. Við erum allir Islend- ingar sem vinnum að myndinni og það er ekkert gert er- lendis. Við eigum svo margar sögur á Islandi sem þarf að myndskreyta og erum að reyna að búa til atvinnutækifæri í þesum bransa á íslandi. Við erum reyndar búnir að skrifa tuttugu og sex framhaldsþætti sem era sjónvarpsþættir. Ætlunin er sú að tengja þá heimspekikennslu bama. Svona bamaefni sem vit er í." „Þetta er greinilega íslensk mynd þótt það bitni ekki beint á gæðum hennar," heldur Gunnar áfram. „Það er ein- hver íslensk tilfmning yfir henni sem ég get ekki skilgreint. Ég veit hvað er islenskt við myndina en ég get ekki al- mennilega bent á það. Þetta er svona svipað og þegar mað- ur er á gangi í öllu mannhafmu í Manhattan og maður get- ur bent á íslendinginn í mergöinni. Þeir era bara öðruvísi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.