Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 Fréttir ÐV Guöjón Lúðvík Hjörleifsson. Bergvinsson. Þróunarfélagiö í Eyjum: „Lítur illa út“ Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja og stjóm- arformaður Þróunarfélags Vest- mannaeyja, sagði i samtali við DV í gær að hann kviði engu um framtíð félagsins, sem hefði staðið að mörgum góðum hlutum fyrir bæjarbúa og mundi gera áfram. Varðandi óreiðu á bókhaldi og þrem týndum möppum með fylgiskjölum sagði Guðjón að þar væri um að ræða mannleg mistök starfsmanns. Hann taldi að hægt yrði að finna til eftir öðrum leiðum þau fylgiskjöl sem vantaði. „Ég mun ræöa þetta mál nánar eft- ir stjórnarfund í Þróunarfélaginu í dag og eftir fund með bæjarstjórninni í næstu viku,“ sagði Guðjón. Lúðvik Bergvinsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi í Eyjum, sagði í gær að málefni Þróunarfélagsins væru grafalvarleg og að óskað væri eftir skýrslu stjórnarformannsins um at- hugasemdir endurskoðendanna. „Það er mikilvægt að hann skýri sitt mál og að því loknu þurfi að taka ákvarð- anir. Ég vil forðast að fella dóma, en vissulega lítur þetta illa út,“ sagði Lúðvík Bergvinsson. -JBP Vill afnema skatt af barnafötum Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokks í Reykjaneskjör- dæmi, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fjármála- ráðherra verði falið að kanna hvort fella megi niður virðisauka- skatt af barnaföt- Páll Magnússon. Páll Magnús- son segir að í stjórnarsáttmála ríkisstjómarinn- ar sé fjallað um að taka á meintum jaðarsköttum og hann vill láta kanna hvort þessi jaðaráhrif bitni ekki einna helst á fjölskyldufólki með ung börn. „Þetta er einfóld að- ferð til þess að koma til móts við þennan hóp sem stendur í dag und- ir stærstum hluta af tekjuskatti ein- staklinga. Ég hef einnig lagt fram fyrirspurn til íjármálaráðherra þar sem ég vil fá svör við því hvort markmið um lækkun jaðarskatta hafi náðst. Afnám skattsins mundi auka verslun með barnafot innan- lands sem mundi skila ríkinu aftur tekjum í formi skatts af verslun," segir Páll Magnússon. Um líkur þess að þetta mál næði fram að ganga sagðist Páll alltaf ganga bjart- sýnn til verks. -GG Tal meö talsímaþjónustu Talsímaþjónusta Tals var tekin form- lega í gaghiö í gær en þaö geröi Guöni Ágústsson iandbúnaöarráö- herra. Viö þaö tækifæri var saga tai- símaþjónustu á ísiandi rakin í stuttu máli og áhugavert myndefni sem henni tengist sýnt. Enn fremur voru mótmæli bænda gegn símanum snemma á síöustu öld rifjuö upþ. Á myndinni eru Guöni, sem hefur orö- iö meö símann á lofti, og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Stuttar fréttir Sérkennilegt Bjami Ármanns- son, forstjóri íslands- banka, segir ummæli Valgerðar Sverris- dóttur viðskiptaráð- herra um að sam- keppni milli við- skiptabankanna sé ekki virk afar sér- kennileg. Stöð 2 greindi frá Vinni ekki í frii Félag íslenskra atvinnuflugmanna beindi nýlega þeim tilmælum til flug- manna sem starfa hjá Flugleiðum að þeir tækju ekki að sér vinnu á frídög- um. Að mati FÍA hafa Flugleiðir geng- ið allt of langt við fækkun flugmanna. Mbl. sagði frá. Styr um nýbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar: Uppbygging á Rafha lóðinni í uppnámi - ekkert byggt að óbreyttu, segir eigandinn Jón Valur Smárason, eigandi Rafha- húsanna svokölluðu í Hafnarfirði, segir að áform um að rífa húsin og byggja þar upp að nýju séu nú í uppnámi vegna takmarkana bæjaryfirvalda á fjölda íbúða sem þar megi koma. „Að óbreyttu verður því ekkert úr fyrirhuguðum byggingaráformum Gígant ehf.,“ sagði Jón Valur í samtali við DV. Skipulags- og byggingamefnd sam- þykkti í gær að miða við að á þessum stað verði byggð fjögur hús. Tvö af þeim austari verði upp á fjórar hæðir en vest- ari húsin verði þrjár hæðir. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að full sam- staða hafi verið í ráðinu um þessa nið- urstöðu. Verktakinn fór hins vegar fram á að byggja upp á fjórar og fímm hæðir og er hvert húsapar því lækkað um eina hæð. Jón Valur segir að fest hafl verið kaup á Rafha-húsunum, sem eru um 7000 fermetrar, fyrir um ári með það í huga að byggja þar 125 ibúða hús. Farið var i að kaupa rekstraraðila út úr hús- unum til að hægt væri að hefjast handa sem fyrst. Unnið var nýtt deiliskipulag og auglýst, en ekki hafl tekist að ganga frá afgreiðslu málsins fyrir kosningam- ar í vor. Nýr meirihluti hafl síðan viljað skoða málin að nýju og niðurstaðan þýði að þama megi ekki byggja meira en 80 íbúðir. - „Það þýðir einfaldlega að það borgar sig ekki að rífa húsin til að byggja þama upp að nýju. Við munum því reyna að fá leigjendur í húsin aftur og skoða svo málið að nýju eftm flmm ár eða svo.“ Þrátt fyrir andstöðu við byggingar- áform Gígant ehf., er líka mikil óánægja með að ekki skuli driflð í að fjarlægja húsin sem era mörgum Hafnfirðingum þymir í augum. Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri segir þetta mjög viðkvæmt svæði í hjarta bæjarins. „Menn hafa ekki ver- ið sáttir við þær tillögur um uppbygg- ingu verkataka sem hafa verið kynntar. Það er hins vegar full samstaða í skipu- lags- og byggingamefnd um þær útlínur bygginga sem menn vilja hafa á þessu svæði. Það eru auðvitað bæjaryfirvöld sem fara með skipulagsmál í bænum og hafa um það að segja,“ segir Lúðvik Geirsson. -HKr. Uppsögn staðfest Uppsögn oddvita og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Ágústs Þórs Bragasonar, úr starfi mnhverfis- og æskulýðsfulltrúa bæjarins, var staðfest á bæjarstjómarfundi á Blönduósi í gærkvöld um leið og tillaga um breytt skipurit fyrir Blönduósbæ var sam- þyWít með atkvæðum meirihluta H- lista og Hnjúka gegn tveimur atkvæð- um sjálfstæðismanna. Mbl. sagði frá. Fór eftir reglum Jakob Frímann Magnússon hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að stuðningsmenn sínir í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi farið í einu og öllu að þeim leik- reglum sem fulltrúaráð flokksins hafi sett. DV-MYND HH Liggur brotin á gjörgæslu Bílveita Kona og sonur hennar sluppu ómeidd þegar fólksbill þeirra valt á Norðurlandsvegi, við bæinn Vatnshom í Húnaþingi vestra. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi var ising á vegin- um. I beygju missti konan stjóm á bif- reiðinni sem hentist út af veginum og valt eina og hálfa veltu. Bíllinn er tal- inn ónýtur eftir. Tíu ára gömul stúlka liggur mikið slösuð á gjörgæsludeild Landspítal- ans eftir bílslys í gær. Stúlkan varð fyrir bíl á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar um klukk- an 16 síðdegis. Læknir á gjörgæslu- deild sagði í samtali við DV í morg- un að líðan stúlkunnar væri eftir at- vikum. Hún mjaðmagrindarbrotnaði. Tildrög slyssins munu þau að stúlkan fór yfir Miklubraut i norðurátt, framhjá bílum sem biðu á beygjurein og kom þannig skyndilega fram fyrir bíl sem ekið var vestur Miklubraut á grænu ljósi. Bilstjórinn náði ekki að stöðva og varð ákeyrslan mjög harkaleg - stúlkan kastaðist um 30 metra. Stúlkan var með vinkonu sinni og var sú síðamefnda einnig flutt á slysadeild ásamt bílstjór- anum en bæði urðu fyrir áfaili. -aþ Niðurstöður Sigríðar Björnsdóttur, sérfræðings í hrossasjúkdómum: Spatt stafar af arf- gengum veikleika - ekki rakið til álags eða annarra umhverfisþátta eins og talið var Spatt í íslenskum hrossum er arf- gengur veikleiki samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar Sigriðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossa- sjúkdóma. Sigríður kveðst hins veg- ar hafna kenningunni um að álag orsaki spatt, þar sem rannsóknin hafi ekki sýnt fram á að tamning, þjálfun eða notkun á hrossunum til reiðar hefði áhrif á spattmyndun. Fyrstu stig sjúkdómsins hafi til að mynda fundist hjá ótömdum tripp- um. Niðurstöðu rannsóknar Sigríðar á þessum hvimleiða hrossasjúk- dómi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af hestafólki og rækt- endum. Þær liggja nú fyrir og hefur Sigríður varið doktorsritgerð sína á grunni rannsóknarinnar. Spatt er algengur sjúkdómur í hækilliðum hrossa og lýsir sér i kölkun eða slit- gigt í flötum liðum hækilsins. Sigríður kveðst ekki útiloka að sá arfgengi veikleiki sem valdi spatti DVWND GVA Ungir og gamlir Sþattmyndun er algeng í eldri hross- um en hefur fundist í veturgömlum trippum. Niöurstaöa rannsóknarinn- ar kemur mjög á óvart. geti legið í byggingu eða hreyfinga- fræði hækilsins. Spatt sé mjög al- gengt og aukist tíðni þess línulega með aldri frá því að vera 18 prósent í sex vetra hrossum upp í 54 prósent hjá tólf vetra hrossum. Rannsóknin náði ekki til hrossa eldri en tólf vetra. „Við lítum á að vandinn sé sá hvað hross fái sjúkdóminn ung,“ segir Sigríður. „Faraldsfræðirann- sóknin tók yngst til 6 vetra hrossa. Síðan skoðaði ég yngri hross með beinafræðilegri rannsókn. Ég fann að spatt getur verið byrjað að mynd- ast í veturgömlum trippum og að þróun sjúkdómsins byrjar að jafn- aði fyrir tamningu. Þá er um að ræða breytingar sem ekki sjást á röntgenmyndum. Siðan þróast þetta áfram hjá sumum hrossum en ekki hjá öllum." Sigríður segir að helmingur þeirra hrossa sem fái spatt fmni ekki fyrir því. Ekki sé hreyfmg í umræddum lið, þannig að spattið leiði ekki alltaf til helti, en fari svo komi heltin venjulega fram seint á ævinni. Sum þeirra geti jafnað sig eða batni við meðhöndlun, en flest verði þau ónýt til brúks. Því sé full ástæða til að fyrirbyggja þennan sjúkdóm með kynbótum. -JSS Eiga mörg málverk Búnaðarbanki og Landsbanki eiga samtals á annað þúsund málverk. í húsakynnum bankanna er að fmna mörg fágætustu myndlistarverk þjóðar- innar. Mbl. sagði frá. Keyptu í Tetra Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola hefur keypt tæplega 20% hlut í fyrirtækinu Tetra-íslandi. Selja OR-hlut Bæjarráð Garða- bæjar hefur lagt til að heimfia bæjarstjóra að ganga til viðræðna um sölu á eignarhlut bæjarins í Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutur- inn er metinn á um _________ 190 milljónir króna og hefur OR tekið jákvætt í að kaupa hlutinn. Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri segir fyrhhugaða sölu ekkert hafa með þjónustu OR á svæðinu að gera. Sigur gegn Mexíkó Eftir frekar dapran kafla hjá ís- lenska karlalandsliðinu í skák á Ólympíuskákmótinu kom langþráð- m- sigur í 10. umferð þegar Mexíkan- ar vom lagðir að velli, 2 1/2 -1 1/2. Hannes Hlifar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson sigruðu í sínum skákum og hefur Hannes Hlífar náð 6 1/2 vinningi í 8 skákum á fyrsta borði og samsvarar árangur hans 2771 skák- stigi og hafa aðeins 8 skákmenn náð betri árangri. Kvennaliðið tapaði fyr- ir Brasilíu, 1/2-2 1/2, þar sem Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir gerði jafh- tefli. í 11. umferð mætir karlaliðið Perú en kvennaliðið mætir írak. Is- lenska karlalandsliðið er í 43. sæti. -HK/jss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.