Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
27
DV
Sport
Kim Clijsters frá Belgíu gerði sér lítið fyrir og lagði stigahæstu tenniskonu
heims, Serenu Wiiliams frá Bandaríkjunum, í úrslitum á sterku tennismóti
sem lauk i Los Angeles í fyrrinótt. Clijsters, sem er 19 ára gömul, segir þetta
vera stærsta sigur sinn á keppnisferlinum. Reuters
Lowe gafst upp
Sydney Lowe, þjálfari Memphis
Grizzlies í NBA-deildinni í
körfuknattleik, lét af störfum í gær-
kvöld og kom sú ákvörðun reyndar
fáum á óvart. Liðinu hefur enn ekki
tekist að vinna leik í deildinni og
fannst Lowe orðið tímabært að yflr-
gefa skútuna þegar liðið tapaði sín-
um áttunda leik, fyrir Golden State.
Lowe hefur verið með Memphis í
þrjú og hefur á ýmsu gengið á þeim
tíma. Hubie Brown var útnefndur
þjálfari félagsins og á ekki
öfundsvert verkefni fyrir höndum.
-JKS
- sagði belgíska stúlkan Kim Clijsters
Belgíska stúlkan Kim Clijsters
bar sigur úr býtum á WTA-meist-
aramótinu í tennis sem lauk í Los
Angeles í Bandaríkjunum í fyrri-
nótt. Clijsters sigraði bandarísku
stúlkuna Serenu Williams í úrslita-
leik, 7-5 og 6-3. Þessi árangur er
mikill sigur fyrir belgísku stúlkuna,
Williams var almennt spáð sigri,
hún er í efsta sæti á heimslista
kvenna í tennis en Clijsters í 5. sæti.
Clijsters var þó búin að leika
mjög sannfærandi á þessu lokamóti
tenniskvenna en hún tapaði ekki
einu einasta setti í mótinu. Þetta
var þriðji sigur hennar í síðustu
fjórum mótum sem hún hefur tekið
þátt í. Clijsters er aðeins 19 ára göm-
ul og spá margir henni glæstum
frama á næstum árum en hún æfir
mikið í Bandaríkjunum.
Clijsters sagði að þetta væri tví-
mælalaust stærsti sigur sinn á ferl-
inum og sér liði stórkostlega eftir að
hafa lagt stigahæstu tenniskonu
heims að velli. -JKS
Guömundur Hrafnkelsson, markvöröur Conversano, segir spennandi leik
vera í uppsiglingu þegar ítalska liöiö mætir Haukum á laugardag.
Brasilíumenn
tilkynna
sterkt lið
Heimsmeistarar Brasilíu-
manna í knattspyrnu leika vin-
áttulandsleik gegn Suður-Kóreu-
mönnum í Seoul á miðvikudag í
næstu viku.
Þetta verður fyrsti leikur
Brasilíu frá því í sumar þegar
liöið vann heimsmeistaratitil-
inn.
Markveróir: Dida, AC Milan,
Julio Cesar, Flamengo.
Varnarmenn: Cafu, AS
Roma, Bellitti, Villarreal, Ro-
berto Carlos, Real Madrid, Juan,
Bayer Leverkusen, Anderson,
Gremio.
Midjumenn: Gilberto Silva,
Arsenal, Emerson, AS Roma,
Flavio Conceicao, Real Madrid,
Kleberson, Paranaense, Ronald-
inho, Paris St. Germain, Junin-
ho Pamambucano, Lyon, Ze Ro-
berto.
Sóknarmenn: Bayern
Múnchen, Amoroso, Dortmund,
Franca, Denilson, Real Betis,
Ronaldo, Real Madríd.
-JKS
Conversano mætir Haukum á Asvöllum á laugardag:
Með eðlilegum leik
förum við áfram
- segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður ítalska liðsins
Mikil eftirvænting er fyrir síðari
leik Hauka og ítalska liðsins Con-
versano í Evrópukeppni bikarhafa
sem verður háður á Ásvöllum i
Hafnarflrði á laugardaginn kemur.
Félögin gerðu eins og kunnugt er
jafntefli, 27-27, í fyrri viðureigninni
sem var á Ítalíu um síðustu helgi.
Haukarnir léku þar sinn besta leik
á tímabilinu og kom leikur þeirra
ítalska liðinu í opna skjöldu en ítal-
amir voru nokkuð sigurvissir fyrir
þann leik. I staðinn bíður þeirra
mjög erfitt verkefni í Hafnarfirði
næsta laugardag.
Guðmundur Hrafnkelsson, lands-
liðsmarkvörður og liðsmaður Con-
versano, sagði í samtali við DV í
WTA-meistaramótið í tennis:
Stærsti sigurinn
á mínum ferli
gær að þeir gerðu sér fulla grein
fyrir því að liðsins biði erflður leik-
ur í Hafnarfirði.
„Það hefði óneitanlega verið mun
betra að mæta til síðari leiksins
með einhver mörk í farteskinu en
því er ekki að heilsa. Við hlökkum
allir til að koma tU íslands en það
verður skrýtið að spUa heima gegn
íslensku félagsliði. Leikurinn leggst
annars vel í okkur og það er alveg
ljóst að spennandi leikur er í upp-
siglingu," sagði Guðmundur Hrafn-
kelsson.
Skynsemin fleytti Haukunum
langt í fyrri leiknum
Guðmundur sagði ennfremur að
Haukarnir hefðu leikið mun betur
en búist hafði verið við og skynsam-
ur leikur hefði fleytt þeim langt í
fyrri leiknum um siðustu helgi.
„Haukarnir náðu mjög góðum
leik á Ítalíu en það sama verður
hins vegar ekki sagt um okkur. Við
vorum að leika illa og eigum mun
meira inni. Ef við leikum af eðli-
legri getu í Hafnarfirði eigum við að
klára dæmið og komast áfram í
keppninni,“ sagði Guðmundur.
Engir stuðningsmenn Conversa-
no fylgja liðinu til íslands. Ferðalag-
ið til íslands er bæði langt og dýrt
en áhangendur liðsins eru samt
mjög duglegir að fylgja liðinu í úti-
leiki og láta sig þá ekki muna um að
keyra í 10-15 klukktíma.
Conversano kemur til Islands
sídegis á fostudag og heldur síðan af
landi brott á sunnudagsmorgun.
Leið liðsins liggur til Modena á
Ítalíu en þar ætlar það að dvelja
fram á miðvikudag en þá leikur
liðið gegn Modena í ítölsku 1.
deildinni.
Dómarar leiksins á laugardag
koma frá Noregi, Abrhamsen og
Kristiansen. Þeir hafa nokkrum
sinnum dæmt hér á landi.
Eftirlitsmaður leiksins kemur frá
Danmörku.
-JKS
Vicario hætt
Spænska tennisdrottningin
Arantxa Sanchaez-Vicario hefur
ákveðið að hætta að keppa sem at-
vinnumaður í íþróttinni. Þetta var
tilkynnt opinberlega í Barcelona í
gær þar sem Vicario er borin og
bamfædd. Þessi ákvöröun hefur
legið í loftinu alllengi en Vicario,
sem orðin er þrítug að aldri, tók af
skarið í gær
Vicario er í hópi fremstu
tennisspilara sögunnar og sigur-
sælasti Spánverjinn í þessari vin-
sælu íþróttagrein. Hún vann til
tvennra silfurverðlauna á Ólymp-
íuleikunum í Barcelona 1992 og að
auki einna bronsverðlauna. Á ferl-
inum vann hún 29 mót og 67 sinn-
um í tvíliðaleik. -JKS
Geir og Eggert
eftirlitsmenn UEFA
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sem á sæti í framkvæmda-
nefnd UEFA, og Geir Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri KSÍ,
verða eftirlitsmenn á þremur
leikjum í Evrópukeppninni í
þessari viku. Eggert var sérstak-
ur sendifulltrúi UEFA á leik
Arsenal og PSV Eindhoven á
Highbury í gærkvöld og í kvöld
verður hann mættur á Old Traf-
ford í sömu erindagjörðum þar
sem eigast við Manchester
United og Bayer Leverkusen í
meistaradeild Evrópu.
Geir verður eftirlitsmaður á
leik Fulham og Dinamo Zagreb á
Loftus Road í Lundúnum. Ful-
ham vann fyrri leik liðanna í
Króatíu.
-JKS
BLÍ heiðrar sex
einstaklinga
Blaksamband íslands sæmdi í
gær sex einstaklinga heiðurs-
merki sambandsins úr gulli. At-
höfnin fór fram í tengslum við 30
ára afmælisveislu sambandsins.
Þeir sem heiðraðir voru eru
Berglind Þórhallsdóttir, Björg-
úlfur Jóhannesson, Leifur Harð-
arson, Petrún Jónsdóttir, Skjöld-
ur Vatnar Bjömsson og Þorvald-
ur Sigurðsson.
Um síðustu helgi var Þorvarð-
ur Bragi Sigfússon, varaformað-
ur BLÍ, kosinn gjaldkeri C-þjóða
Evrópusambandsins á fundi Evr-
ópusambands blakþjóða.
-JKS
Samningi við
Tómas Inga sagt upp
Knattspyrnuráð ÍBV hefur
sagt upp samningi sínum við
Tómas Inga Tómasson en hann
hefur leikið með félag-
inu sl. þrjú ár. Samn-
ingurinn var uppsegj-
anlegur þar sem báðir
aðilar gátu sagt hon-
um upp á ákveðnum
tímapunkti eins og fram kemur
á fréttavef Eyjafrétta.
Tómas Ingi skoraði þrjú mörk
í 15 leikjum með ÍBV í Síma-
deildinni á síðasta tímabili. Ekki
þykir óliklegt að félög falist eftir
kröftum leikmannsins sem er 33
ára gamall og býr yflr mikilli
reynslu.
-JKS
Góður lokahringur
dugði ekki til
Birgir Leifur Hafþórsson átti
góðan lokasprett á úrtökumóti
fyrir Evrópumótaröðina sem
fram fór á Spáni í gær. Birgir
Leifur lék lokahringinn á 71
höggi eða einu undir pari og því
samtals á 225 höggum (77-77-71).
Mótið var mjög sterkt sem sést
best á því að síðasti maður til að
fara áfram lék á 208 höggum eða
á átta höggum undir pari.
-JKS
Viduka og Mills
ekki með Leeds
Enska úrvalsdeildarliðið
Leeds United hélt til Ítalíu í
morgun en annað kvöld mætir
liðið Hapoel Tel Aviv í síðari
leik liðanna í UEFA-bikamum.
Danny Mills fór ekki með í ferð-
ina af fjölskylduástæðum og af
sömu ástæðum lék hann ekki
með gegn West Ham um síðustu
helgi. Mark Viduka var gefið frí
vegna þess að konan hans á von
á fyrsta bami þeirra hjóna þessa
dagana.
Leeds mætir því vængbrotið
til leiks en auk Viduka og Mills
vantar nokkra sterka leikmenn
sem eiga í meiðslum. Leeds
vann fyrri leikinn á Elland
Road, 1-0, svo róöurinn gæti orð-
ið erfiður annað kvöld. -JKS