Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 M agasm DV „Við erum tíu félagar sem eigum þyrluna og það er óhætt að segja að þetta sé skemmtilegt verkfæri," segir Sigurður Ásgeirsson, flug- maöur hjá Landhelgisgæslunni, en þeir félagar tóku sig til fyrir nokkrum árum og keyptu þyrlu er- lendis frá og settu hana saman hér. Þeir eiga fyrirtæki um reksturinn sem heitir íslandsþyrlur ehf. „Þyrlan kom nánast í plastpok- um til landsins og það var griðar- lega vandasamt verk aö setja hana saman. Við byrjuðum á því í febrú- ar 1999 og verkinu lauk í júlí 2001. Samsetningin tók því allt í allt um 16 mánuði og lauslega reiknað hafa farið i þetta á milli 1500 og 2000 klukkustundir. - skemmtilegt verkfæri segir Sig- urður Ásgeirsson, einn 10 eigenda Þyrlan heitir Rotoway 162 R og gerast þyrlur ekki minni. Hún er tveggja manna en farþegar hverju sinni mega ekki vera yfír 95 kíló að þyngd hvor. Heildarþyngd þyrl- unnar með farþegum og eldsneyti er um 680 kíló. „Við rekum þetta alveg prívat og fljúgum ekki meö farþega gegn greiðslu. Af okkur tiu sem eigum þyrluna mega þrir okkar fljúga henni. Við ætluðum að kenna hin- um sjö að fljúga þyrlunni en feng- um ekki leyfi Flugmálastjómar til þess aö kenna mönnum að fljúga heimasmíöaöri þyrlu. Við erum vitanlega ekki kátir með það og væntanlega verða sjömenningamir aö leita sér að kennslu á þyrluna annars staðar,“ segir Sigurður. Varla hægt að skipta um skobun Og Sigurður heldur áfram: „Það er erfitt að fljúga þyrlunni og hún heldur manni svo sannarlega við efnið. Hún er lítil og afar þröngt um tvo farþega. Það er varla hægt að skipta um skoðun inni í vélinni. Á móti kemur hvað þetta er skemmtilegt og gefandi. Við höfum oft farið í Þórsmörk og lengri ferð- ir og þetta gefur manni mikið. Vél- in eyðir um 30 lítrum af eldsneyti á klukkustund en lítrinn kostar um 75 krónur. Hægt er að nota venjulegt bílabensín á þyrluna og það gefur mikla möguleika - enda ______________w þá hægt aö taka eldsneyti raunar hvar sem er á landinu," segir Sigurður. „Þyrluflug er dýrt. Þessi þyrla kostar um 63 þús- und dollara fyrir utan virðisauka- skatt í dag og ég held að þrátt fyrir þann kostnað sé varla hægt að komast í ódýrara þyrluflug í dag. er hvori<| þung ne efnismlkil. Það að flytja mn svona vél er eina leiðin held ég til að Pétur og Páll geti stundaö þetta sport,“ sagði Sigurður Ásgeirsson. -SK Söáö Samsetning þyrlunnar var mlklð vandaverk og tók tangan tíma. Myndir Arni Sæberg Rotoway 162 R Vél: 2,7 lítra, f jór- gengis, vatnskæld Sæti: 2 Hómarksþyngd farþega 95 kg Þurrvigt: 442 kg Heildarþyngd: 680 kg Bensíntankur: 64 lítrar Hómrkshraði v. sjóv- armál: 182 km Hámarkshraói aftur og til hli&ar: 31 km eru allsráöandi inni í þyrlunni og varla hægt aö skipta þar um skoðun aö sögn Siguröar. þyrlunn- ar var miklð vandaverk eins og raunar alit sem vlðkom standsetningu hennar. Heimasmíðuð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.