Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 M agasm DV íslenskur rakari vi& Eyrarsund: Er stundum í hlut- verki sálusorgara - segir Selfyssingurinn Ævar Österby „íslendingum sem koma hingað í klippingu til mín er sífellt að fjölga og eru orðnir drjúgur hluti þess fólks sem kemur i stólinn hjá mér. Mest hafa komið átta íslend- ingar í röð,“ segir Ævar Österby, rakari í Kaupmannahöfn. Hann starfaði til íjölda ára við iðn sína á Selfossi og siðar á rak- arastofunni Rauðhettu og úlfinum í Reykjavík. Fyrir um hálfu öðru ári hélt hann utan ásamt Guðbjörgu Odd- nýju Friðriksdóttur, unnustu sinni, og hóf störf á rakarastofu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Hann segir þau una hag sínum ytra afar vel, enda sé i nógu að snúast. Var fljótur að ná dönskunni „Ég er sjálfur Dani að einum Qórða og ólst upp við að hafa dönskuna í eyrum þegar ég var strákur. Kannski var ég ekki mjög kappsamur í dönskunámi í skóla en engu að síður var ég fljótur að ná málinu þegar ég kom hingað út,“ segir Ævar. Hann telur raunar að ekki hafl nógu vel verið staðið að dönsku- kennslu í skólum á íslandi. Náms- efnið hafi ekki og sé ekki gert að- laðandi með þeim hætti sem ætti að vera mögulegt. „Það á ekki að vera lögmál að danska sé leiðinlegasta fagið í skóla. Þvert á móti er hið gagn- stæða vel hægt. En afleiðing þessa er því miður sú að mörgum ís- lendingum sem hingað koma til náms og starfa í Danmörku reyn- ist ekki alltaf auðvelt að fóta sig fyrsta kastið. Að ég tali nú ekki um það fólk sem virðist ekki koma til annars hingað en að lifa ljúfu lífi og spenna bogann hátt,“ segir Ævar. Flestir íslendingarnir spjara sig vel Rakarinn þarf að spjalla við við- skipavini sína um margt, ekki bara veðurspá og pólitík. „Þeir Is- lendingar sem koma hingað spyrja mig oft hvort ég viti hvar hægt sé að fá íbúð á leigu. Sjaldn- ast er ég þess umkominn að veita neina hjálp í þeim efnum, eftir að Með skærin við höndina. „Islendingum sem koma hingað til mín er sífellt að fjölga. Mest hefu.r þetta verið þannig að ég hafi klippt átta íslendinga í röð,“ segir Ævar Osterby, rakari í Kaupmannahöfn. Magasín-mynd sbs hafa flutt milli þrettán ibúða á rúmu ári. Nú, sumir eru að leita sér að vinnu eða hafa lent skávega með einhverjum hætti. En flestir íslendingar í Kaupmannahöfn held ég að spjari sig vel,“ segir Ævar - og sá hópur sem hann tal- ar þar um telur þúsundir. Margir hafa búið 1 borginni við Eyrar- sund í áratugi en aðrir hafa að- eins skemmri viðdvöl - eða á með- an á námi stendur. „Stundum lendi ég í hlutverki sálusorgarans meðan ég er að klippa hárið á fólki. En það er nú ekki oft,“ segir Ævar. „Lífsgæða- kapphlaupið hér er minna en ger- ist heima og ódýrara að lifa hér. Hitt er líka annað að ég held að allir hafl gott af því að búa erlend- is um tíma. Ég finn á eigin skinni að þetta hefur aukið víðsýni mína og ég hef þroskast heilmikið. Að minnsta kosti verður lífssýn mín gagnvart útlendingum önnur þeg- ar ég á endanum sný til baka heim til íslands." -sbs Álagagríman er þriðja bókin í þessum geysispennandi og lestrarhvetjandi flokki hryllingsbóka fyrir 9-14 ára hugrakka krakka. Hún er skelfilega spennandi. VARÚÐ: Þú getur ekki hætt a6'esa- porir J)ú? http://www.salkaforlag.is RaTVn. Skólavörðustíg 4, s: 552 11 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.