Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 19
18 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 23 I M agasm DV I>V M agasm eru wm& Ég vinn mínar sögur til dæmis ekki meö því móti aö mæta á lögregiustööina niöri á Hverflsgötu til þess aö kynna mér starfsaöferölrnar þar á bæ. Mlg minnir aö Colln Dexter hafl oröaö þetta svo aö hann vlldi ekkl kynna sér slíka hlutl í smáatrlðum, slíkt myndi beinlínis hefta sig. Þessu er ég sammála. sMmm i ■ ' - , ekki fiarlægir „Þegar ég skrifaði mína fyrstu skáldsögu, Syni duftsins, gerði ég mér í raun enga grein fyrir að hún væri glæpasaga. Sú bókmennta- hefð hafði ekki fest rætur hér á landi, kannski vegna þess að menn óttuðust að slík- ar bækur væru hallærislegar í íslenskum veruleika. Nú held ég að sá ótti sé horfmn. Nú erum við íslendingar fyrir löngu komnir inn í alþjóðlegt umhverfi, þar sem til dæmis glæpir eru okkur ekki lengur jafn fjarlægir og áður. En hvaö varðar velgengni bóka minna þá skiptir að mínu viti meginmáli um allar sögur að þær séu í senn spennandi og skemmtilegar. Flaski menn á þessu megin- atriði þá missa bækurnar líka marks,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þríeykið og jólasveinninn Þessa dagana er að koma út sjötta bók Arn- alds, sem hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með fremstu höfundum á íslensku skálda- þingi. Bækur hans hafa hlotið almennt lof. Á því er engin undantekning varðandi nýju bókina, Röddina. Þar rær höfundur sem fyrr á mið glæpa- sagna og þríeyki lögreglmnannanna Erlend- ar, Sigurðar Óla og Elínborgar fær sérstætt morðmál til rannsóknar. Að þessu sinni á hóteli í Reykjavík þar sem húsvörðurinn finnst myrtur í jólasveinabúningi. Lögreglan setur af stað umfangsmikla rannsókn og grennslast meðal annars fyrir um æsku hús- varðarins er var umkomulaus maður. Sú könnunarferð kemur mönnum á réttu slóð- ina. „Inn í þetta blanda ég persónulegri sögu Erlendar rannsóknarlögreglumanns. Dapur- legri reynslu hans frá bernskuárum sem raunar er þess valdandi að hann tekur öll mál sem hann fæst viö í starfi sínu mjög inn á sig. Hann er rammíslenskur karakter og svolítið sérstakur mað- ur,“ segir höfundur. Skuggasögur °g stílbrögó Röddin er ekki bara saga mn jóla- sveininn sem finnst - —m - háspennuhöfundurinn Arnaldur Ind- riðason heldur áfram - og er nú með sína sjöttu skáldsögu t myrtur á hóteli. Inn í söguna flétt- ast síðan ýmsir hliðarvinklar þar sem skugga- sögur mann- lífsins eru dregnar fram, svo sem ein- elti, vændi, eiturlyf og misþyrmingar á börnum. Nokkuö sem við teljum til helsta Ijótleika samfélagsins. „Þetta er bæði hugs- að sem stílbragð, en einnig er ég með þessu að undirstrika að bakgrunnur morðmáls getur verið býsna flók- inn,“ segir Arnald- ur. „Sjálfur hef ég alltaf viljað skrifa samfélagslegar frásagnir og sög- ur af því sem er í deiglunni. Inn í þessa bók „Glæpasamfelagiö her er i grundvallaratriö- um ekki frábrugðiö því sem erlendis er. Þegar ég var aö byrja aö skrifa mínar skáldsögur sögöu menn aö þetta og hitt gæti aldrei gerst á íslandi. Á síöustu misserum hafa veriö aö gerast voveiflegir atburöir meö mikið til sama hætti hér og í öörum löndum.“ Magasín-myndir GVA flétta ég saman fjórum sögum en grunnstef þeirra allra er samband foreldra og barna og hvaða afleið- ingar það get- ur haft séu kröfur til barnanna of miklar eða óeðlilegar." Umfram allt annað segist Arnaldur þó hafa reynt að skrifa sögu sem hefði eitthvað fram að færa um það samfé- lag sem við búum í og geymdi litskrúð- ugt gallerí söguper- sóna. „Ákveðið sak- leysi sem áður tengdist glæpum á íslandi er horfið. Glæpasamfélagið hér er í grundvallaratrið- um ekki frábrugðið því sem erlendis er. Þegar ég var að byrja að skrifa mínar skáldsögur sögðu menn að þetta og hitt gæti aldrei gerst á íslandi. Á síðustu misserum hafa verið að gerast voveiflegir atburðir með mikið til sama hætti hér og í öðrum löndum.“ Sannleikurinn heftir mig Rithöfundar skrifa sögur sínar út frá ýmsum sjónarhomum. Sumir taka mið af sannsögulegum atburðum og spinna út frá þeim. Aðrir höfundar skrifa hins vegar hreina og klára fantasíu sem á sér ekki stoð í staðreyndum nema að óvem- legu leyti. „Það sem ég skrifa er hreinn og klár skáld- skapur og ég vil ekki hafa það öðruvísi. Ég vinn mínar sögur til dæmis ekki með því móti að mæta á lögreglustöðina niðri á Hverfisgötu til þess að kynna mér starfsað- ferðirnar þar á bæ. Mig minnir að Colin Dexter hafi orðað þetta svo að hann vildi ekki kynna sér slíka hluti í smáatriðum, slíkt myndi beinlínis hefta sig. Þessu er ég sammála. Um margt sem ég er að skrifa þarf ég að hafa frjálsar hendur og skáldaleyfi til að túlka. Ég er ekki að leita að bláköldum staðreyndum varðandi lögreglurannsóknir í sögiun mínum, nema þá að mjög takmörkuðu leyti.“ Miskunnarleysi misindismanna En hvað með bókmenntaefni í sönnum sög- um samtímans. í Helgarblaði DV sl. laugar- dag var rætt við foreldra þrettán ára drengs sem var tekinn norður í landi við að selja hass. Hann var í slagtogi með sér eldri manni sem liggur undir grun um misnotkun á drengjum. í sama blaði var rætt við föður sem er kominn í krossferð gegn handrukkur- um. Einhver myndi ætla að fyrir rithöfund væri mikið og bitastætt efni í svona sögum. „Þetta eru auðvitað hörmulegar sögur en ég veit ekki hvort rithöfundar sjá beinlínis einhvern efnivið í þeim. Þetta sem þú vitnar til er kannski merki um hvað samfélagið hér hefur breyst óskaplega mikið á fáum árum. Hvað harka fíkniefnaheimsins er að verða allsráöandi og lögmál hans eru óbilgirni og miskunnarleysi. Foreldrar bama sem fara út af sporinu eru famir að verja sig með því að vígbúast. Þessi mál era að mestu leyti hulin almenningi, nema hvað þau gjósa einstöku sinnum upp í fjölmiðlum. Ég átta mig raun- ar ekki á því hvaðan þetta miskunnarleysi er komið eða hvað er til ráða gegn þessu? Sjálf- ur hefði ég trúað að misindismennimir væra ekki svo margir og samfélagið ekki svo stórt að lögreglan ætti að geta ráðiö við vandamál- ið. Hins vegar tek ég fram að ég þekki þenn- an veruleika aðeins út frá frásögnum fjöl- miðla. Ég er enginn sérfræðingur í þessum málaflokki þó að ég skrifi glæpasögur.“ Með ýmis járn í eldinum Misjöfn verða morgunverkin, hermir Lax- dæla að Guðrún Ósvifursdóttir hafi sagt. Á meðan karlar hennar fóra af bæ til mann- viga sat hún sjálf heima á bæ og spann tólf álna garn. Og sagan endurtekur sig. Á með- an hrottarnir halda áfram í myrkraverkum sínum fer Arnaldur sjálfur snemma á fætur, sest við tölvuna og skrifar um Ijótleika sam- félags þeirra. Úr þeim flóka spinnur hann sögur sem njóta hylli alþjóðar. „Ég sest yfirleitt viö tölvuna um klukkan níu á morgnaná og meðan kona og börn era af bæ verður mér oft mjög mikið úr verki. Reyni að vinna skipulega og beiti mig aga og þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Arnaldur sem er með ýmis jám í eldinum. í samstarfi við Óskar Jónasson er hann að skrifa kvik- myndahandrit, hefúr gripið í gerð útvarps- leikrita og nú er hann kominn af stað með enn eina skáldsöguna sem að er stefnt að komi út fyrir þarnæstu jól. Þar fær áðurnefnt þríeyki lögreglumanna enn eitt morðmálið til úrlausnar. Segist höfundurinn vera kominn með grófar útlínur að sögunni, en vill ekki tíunda efniviðinn frekar. Hratt og knappt Nú þegar hafa tveir kvikmyndagerðar- menn tryggt sé rétt á því að filma sögur Arn- alds. Baltasar Kormákur, sem um sl. helgi var aðlaður í bak og fyrir vegna Hafsins, ætl- ar að gera kvikmynd úr Mýrinni. Þá hefur Snorri Þórisson í skoðun að kvikmynda Napóleonsskjölin. Má ætla að sögur Arnalds séu góður efni- viður í kvikmyndir, enda stíllinn knappur og myndrænn. Kannski er ekki við öðru að bú- ast af manni sem árum saman hefur skrifað um kvikmyndir og er raunar gjörkunnugur þeim menningarheimi. „Ég sæki mikið í bíó- myndir og það er margt í því frásagnarformi sem heldur mér föngnum. Þessa sér ábyggi- lega stað i stílnum mínum sem menn segja aö sé hraður og knappur og laus við mála- lengingar," segir Arnaldur. Aðspurður segir hann að margir meistarar kvikmyndanna hafi haft áhrif á sig og sinn frásagnarmáta og nefnir þar Alfred Hitchcock, Martin Scorsese og Pólverjann Kieslowskí Sonur skáldsins Faðir Arnalds var Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Öðrum skáldum fremur gerði hann aldahvörfin miklu upp úr seinna stríði að efnivið í bókum sínum. Skrifaði sögur af fólkinu sem flutti úr sveitinni á mölina í leit að betra lífi þegar þjóðfélagið allt haföi enda- skipti með því peningaflæði sem stríðið skóp. „Pabbi gekk í gegnum miklar breytingar sem urðu á samfélaginu á áranum eftir stríð. Hann gat ekki annað en skrifað um það við- fangsefni og gerði það að mínu mati vel. Ég vona að mér takist ekki síður upp í mínum skrifum. Ef eitthvaö sameiginlegt er í sögum okkar held ég að það sé mannlegi þátturinn. Ég held að við finnum báðir sterkt til með persónum okkar,“ segir Arnaldur og heldur áfram: „Þessari breytingu sem varð á samfélaginu þegar fólk fór í straumum aö flytja af lands- byggðinni í bæinn er fjarri því lokið. Við höf- um á undanfórnum árum fyllt heilu hverfin hér á Reykjavíkursvæðinu af fólki sem er að flytja af landsbyggðinni vegna afleiðinga kvótakerfisins, en inn á þá þróun kem ég meðal annars í bók minni, Dauðarósum. Það sem er nýstárlegt í þessu er aö nú er verið að reyna að festa fólk með álveri og virkjunar- framkvæmdum, með tilheyrandi röskun á náttúranni og raunar mörgu öðru. Mér finnst þetta undarlegt og velti fyrir mér hvernig þjóðin getur staðið undir svo trölls- legum aðgerðum til þess að halda fólki í byggð.“ -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.