Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 28
* 32 M. agasm FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 DV Árinu eldri Þór Magti- ússon, fv. þjóðminja- vörður, verð- ur 65 ára 18. nóvember. Kornungur var hann skipaður yfir- maður Þjóðminjasafnsins sem hann stýrði í áratugi. Sem ung- ur maður stýrði Þór merkum fornleifarannsóknum í upp- sveitum Árnessýslu - auk þess sem hann hefur um dagana komið að mörgum verkum sem lúta að minjavörslu og merkum munum frá horfinni tíð. Guójón Petersen verður 64 ára 20. nóvember. Hann er skip- stjórnar- menntaður en var í áratugi framkvæmda- stjóri Almannavarna rikisins. Síðar gerðist Guðjón bæjar- stjóri í Snæfellsbæ en eftir að hann kom að nýju til Reykjavík- ur hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands. Arnar Sig- urmundsson verður 59 ára 19. nóvember. Hann er Eyja- maður í húð og hár - og situr þar nú í bæjarstjórn. Fáir þekkja málefni sjávarút- vegsins betur en Arnar, en hann er formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Björn Bjarnason verður 59 ára 14. nóvember. Björn las lög við Háskóla íslands en síð- an starfaði hann lengi í blaðamennsku. 1991 var hann kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokk og i sjö ár, eða fram til síð- asta vors, var hann mennta- málaráðherra. Hjálmar W. Árnason, þingmaður Framsóknar- flokks, veröur 52 ára 15. nóvember. Um árabil var Hjálmari kennari og síðar skólameistari i Keflavík en áður fékkst hann við til að mynda blaðamennsku og var í löggunni. 1995 var hann kjörinn á þing fyrir Framsókn- arflokkinn. Anna Geirsdóttir læknir verður 51 árs 19. nóvember. Læknisfræði nam hún við Háskóla ís- lands og nam síðan heimilislækningar sem sérgrein. Á síðasta kjörtímabili var Anna varaborgarfulltrúi R- listans og tók síðar sæti sem að- almaður. Hún lenti sem ung kona í bílslysi en lét fötlun í kjölfar þess ekki aftra sér frá því að ná langt. Jón H. B. Snorrason verður 48 ára 14.'1 nóvember. Jón er kenn- arasonur frá Skógum undir Eyjafjöllum, las lög en gerðist síðan embættismaður. Sýslumaður Skaftfellinga en síðustu ár hefur hann verið yf- irmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Svanhildur Konráðsdótt- ir, forstöðu- maður Höfuð- borgarstofu, verður 37 ára 18. nóvember. Það batterí er nú verið að setja á laggirnar en því er ætlað að skipulegga ýmsa menningar- viðburði í borginni. Snœbjörn Arngrimsson bókaútgefandi verður 44 ára þann 15. nóv- ember. Hann stýrir forlag- inu Bjarti sem hefur gefið út fjölda verka eftir spútnikskáld- in í íslenskum bókmenntum. Best er Bjartur þó þekktur fyrir útgáfu á bókunum um hinn rammgöldrótta Harry Potter sem runnið hafa út eins og heit- ar lummur hér á landi eins og i öðrum löndum. T. 5 Splunkuný og sjóðheit tilboð Tilboð 1. Árskort í trimform kr. 49.800 (rétt verð kr. 58.800) Tiiboð 2. 5 tíma vikukort aðeins kr. 3.500 (rétt verð kr. 5.250) Tilboð 3. 10 tíma mánaðarkort kr. 5.900 (rétt verð 8.900) Tilboð 4. 15 tíma mánaðarkort kr. 8.500 (rétt verð 12.900) Tilboð 5. 20 tíma 2ja má. kort kr. 12.900 (rétt verð kr. 16.600) Hringdu núna og pantaðu frían prufutíma, stmi 553 3818. Meðal þess sem við bjóðum upp á: Appefsínuhúð Höfum margra ára reynslu í að vínna á appelsínuhúö og eftir 10 tíma meöferö er sýnilegur árangur. Grenningarmeðferð Ef tekið er vel á samsvara 40 minútur (Trímformí kröftugri 10 tíma hreyfíngu. Vöðvabólgumeðferð Byggíst á 30 mín. meðferð I hvert skipti. Þú fínnur strax mun eftír einn tíma, Grindarbotnsvöðvar Þvaglekí er algengt vandamál hjá konum. Tfmar í Trimformi hafa gefið góða raun ef um slappa gríndarbotns- vöðva er að ræða Vöðvaþjálfun i Trímformi er hægt aö þjálfa upp alla vöðva líkamans. Auka vöðvaþol og vöðvamassa. Sláðu til, nýttu þér tilboðin og byrjaðu strax. Við höfurn metnaðinn og reynsluna. Skráðu þig í netklúbbinn okkar, www.trimfonn.is Sendum nýustu tilboðin. Munið vinsælu gjafakortin Sérþjálfað ogfaglært starfsfólk. Tilboðin gilda í nóvember. TRIM /\F0RM Grensásvegi 50 Langur opnunartími Vatn, Fjörmjólk og Grand Marnier á góöri stundu eru mínir eftirlætis- drykkir, segir Linda Hilmarsdóttir hjá líkamsræktarstööinni Hress í Hafnarfiröi, en haldiö er upp á fimmtán ára afmæli stöövarinnar um þessar mundir. Magasín-myndir GVA Eg skylda alla i heilsurækt - segir Linda Hilmarsdóttir hjá Hress í Hafnarfiröi Nafn: Linda Björk Hilmarsdótt- ir. Aldur: 36 ára. Maki: Jón Þórðarson, sem er framkvæmdastjóri Hress. Böm: Ég á tvær skemmtilegar dætur, Nótt sem er fimm ára og Emblu, tveggja ára. Bifreið: Volkswagen Vento ár- gerð 1999. Stendur fyrir sínu en mig dreymir um Toyotu. Uppáhaldsmatur: Allur matur bragðast vel með Borgari og Elínu, vinafólki sem við borðum með einu sinni til tvisvar i viku. Mamma klikkar heldur aldrei á elda- mennskunni. Uppáhalds- drykkur: Vatn, Fjörmjólk og Grand Mamier á góðri stundu. Fallegasti maður sem þú hefur séð utan maka: Bróðir minn, Hjörtur, er fjallmyndarlegur og er á lausu! Uppáhaldssöngvari: Megas og Björk eru ósigrandi í mínum huga. Fallegasti staður á íslandi: Homstrandir, þrátt fyrir aö ég upplifði svæðið í rigningu mestan hluta ferðarinnar. Norðurfjörður á Ströndum er líka í uppáhaldi. Uppáhaldsstaður erlendis: Palanga i Litháen, en þar var ég að dæma á heimsmeistaramóti í þolfimi I ágúst síðastliðnum. Veð- ur, verðlag, veitingastaðir og fólk- iö frábært. Helstu áhugamái: Fjölskyld- an, saumaklúbbar og matarklúbb- ar - og svo þetta sígilda; heilsu- rækt, ferðalög og skíðamennska. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum? Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Eru Hafnfirðingar í góðu formi? Allavega í betra formi en Akureyringar, ætli það sé ekki okkur í Hress að þakka. Eftirlætisfjölmiðill: DV- Magasín er flottur miðill. Svo er ég víst langt leiddur Morgun- blaðsfikill. Með hvaða bók ertu á nátt- borðinu? Hnoðra litla og Drauga- súpuna. Ég les annars bara ævi- sögur, nenni ekki að lesa neitt nema það sé satt. Uppáhaldsrit- höfundur: Bill Philips sem skrif- aði bókina Lík- ami fyrir lifið, sem er algjör heilsuræktar- biblía. Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór? Vinna í sjoppu, það rættist snemma. Ákvað þá frekar að selja heilsu en nammi. Fylgjandi eða andvig ríkis- stjóminni: Fer eftir því hvaða dagur er. Hvert yrði þitt fyrsta verk yrðir þú skipuð einræðisherra á íslandi? Skylda alla til að stunda heilsurækt og lækka þar með kostnað í heilbrigðisgeiran- um. Eitthvert sérstakt markmið fyrir veturinn: Reka sem flesta í heilsurækt. Hvemig lukkaðist afmælis- hátíð Hress? Fullkomlega. Stórt knús fyrir starfsólk og viðskipta- vini Hress. Þau kunna að lifa líf- inu lifandi. Lífsspeki: Vera sönn í því sem ég tek mér fyrir hendur. Megas og Björk eru ósigrandi í huga Lindu Bjarkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.