Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 M agasm DV Tolli ég í tískunni? Tolli ég í tískunni. Er ég „in“ eins og tíðkast að segja í dag. Hvaö get ég gert til að vera töff og falla í kramið hjá „djett settinu" (þotuliðinu). Fyrir utan það að þurfa að vera falleg, vel vaxin og hress er gott að hafa ákveðna þætti í huga svo vel megi tU takast að vera „inni“ en ekki „úti“. Nr. 1 Að búa í 101 Reykjavík. Það er mjög smart og þú hækkar í virðingarstiganum, sérstaklega ef þú ert að gera upp gamalt hús, funkis-hús í Þingholtunum er líka góður kostur. Nr. 2 Eiga böm sem eru helst á einkarekn- um leikskóla, ásamt því að eiga stóran, falleg- an hreinræktaðan hund. Ef barn er á leiðinni skal muna að panta ungbamasund meðan bamið er enn í móðurkviði. (Mjög vinsælt). Nr. 3 Gott er að vera markaðsstjóri hjá verðbréfafyrirtæki eða í tölvugeiranum, vinna við sjónvarp eöa fjölmiðlun. Einnig er flott að vera í einhverju námi tengdu við- skiptum. Nr. 4 Nú er tíminn tU að keyra á Golf eða Póló með númerunum Hress 1 og Hress 2 í innanbæjarsnattið, jeppinn bíður heima. En munið að skv. auglýsingu frá Heklu forðum daga má bara faUegt fólk aka þessum bilum. Nr. 5 Ekki sofa í náttfotum, það er hræði- lega haUærislegt, (aUir sem eru „in“ sofa í engu) enda vinsæl spuming í blööum og greinUegt að enginn á flónelsnáttfót tU að kúra í. JVr. 6 Borða sushi, þetta er einfaldlega eitt- hvað sem ekki má klikka á, það er litið nið- ur á fólk sem ekki finnst sushi gott. Ég mæli því með að vera nakin(n) uppi í rúmi meö Sushi á litlum bakka. Nr. 7 Sódavatn, fólk horflr á þig og hugs- ar, ein(n) sem passar upp á línumar. Gott er að hafa Myoplex heilsusúkkulaði við hönd- ina, þá veit fólk að þú æfir reglulega og spyr ömgglega nánar út í það. Að panta vatn með klaka er ekki góður leikur, alltaf skal panta vatn án klaka og helst volgt. Þetta vita allir sem hafa á annað borð eitthvað í koUinum. Nr. 8 Borða á réttu stöðunum, Sticks and Sushi og Tapasbarinn er gott dæmi um þetta. Á eftir má svo láta sjá sig á Nasa og Thor- valdsen bar. Hverfisbarinn er líka vinsæll og þar er hægt að sjá ýmsa svipi i andlitum fólks sem það hefur æft í speglinum heima. Nr. 9 Gott er að þekkja einhvern úr sjón- varpinu til að kasta kveðju á, en aUra best að þekkja einhvem frægan og geta kysst við- komandi 3 kossum. Nr. 10 Síminn er lykilatriði, sérstaklega „coverið". Gott er að eiga nokkur í stU við hin ýmsu „sittídress" eins og HaUdór Kiljan orðaði það. Á næstunni segir mér samt hug- ur aö það veröi frekar í tísku að vera ekki með síma. Mun það benda til mikilla vin- sælda. Nr. 11 HeimUiö, best er að sérpanta frá út- löndum, eitthvað sem enginn annar á og þá getur nú verið að „Innlit-Útlit" komi í heim- sókn. StUhreint yfirbragð, ljósir veggir ásamt sérhannaðri lýsingu frá sérstakri rafljósa- verslun. Samspil ljóss og skugga skipta meg- inmáli þegar maður lætur fara vel um sig í kuldalegu alrými nýstárlega arkitektsins. En þetta er nú útúrdúr, hver segir að manni eigi að líða vel, „lúkkið" skiptir öUu eins og orð- takið enska segir „beauty is pam“. Nr. 12 Ef par er í giftingarhugleiðingum, þá er nú ekki sama hvar brúðkaup vort skal standa. Allar úthverfakirkjur eru óspennandi kostur, Háteigskirkja er hins vegar „inni“ núna og helst einhver prestur sem tekur hlut- ina ekki of alvarlega, þá er líka auðveldara að skUja því þessi prestur skUur aUt svo vel. BrúðarkjóUínn skal vera ofsalega faUegur en mjög „plain“, engan marengskjól fyrir þá sem voru að festa kaup á íbúð í 101 Reykjavík. Nr. 13 Að líta út fyrir að vera afslappaður og hamingjusamur með nýjustu klippinguna frá Mojo og Monroe. Vera í snjáðum gaUabux- um, ekki of finn heldur töff í Kringlunni. Verið spennt fyrir alls kyns kaffidrykkjum, þó þér liki ekki kaffi þá er þetta veigamikið atriði og gæti komið þér í koU. Nr. 14 Úpsi, búpsí, ég gleymdi næstum heilsuræktarstöðvunutn. Fólk verður að æfa jóga, það er langflottast og enginn maður með mönnum sem ekki stundar það. Slíkt gefur góða hvUd og slökun og fólk getur bókstaflega flogið út úr líkamanum og horft á hvað því líður vel, þó það sé á námskeiði gegn kvíöa, streitu og fælni. Það fennir fljótt í tískusporin, fylgist vel með ... Vinsælustu úrin í írak í dag bera mynd af Saddam Husseln. Steve Martin. 1 ' ^ -v Martin stjórnar Oskar Gamanleikarinn og skemmtikrafturinn Steve Martin mun verða kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer snemma á næsta ári. Þetta veröur 75. hátíðin sem er sú mesta þegar kvikmyndimar eru annars vegar. Martin er ekki alls ókunnugur því að kynna hátíöina. Það gerði hann fyrir tveimur árum. „Ég er mjög ánægður með að vera kynnir að þessu sinni þvi ótti í bland við ógleði hefur alltaf oröiö þess valdandi að ég léttist," sagði Martin. Leikkonan Whoopi Goldberg var kynnir á Óskamum í fyrra og þótti takast vel upp. Þá hefur Billy Crystal oft slegið í gegn í hlutverki kynnis á hátíðinni sem þykir erfitt starf í meira lagi. - sem fann þó moróingjann og færöi fyrir rétt Illræmdur morðingi er kominn bak við lás og slá í Þýskalandi eftir langa og stranga leit lögregl- unnar í smábænum Giessen. Thorsten Volk er ákærður fyr- ir að hafa rænt og myrt átta ára telpu. Á flótta undan lögreglunni brá hann á það ráð að kveikja í andlitinu á sér. Þrátt fyrir að hann afmyndaðist í framan tókst lögreglunni að hafa uppi á glæpamanninum og er hann nú fyrir rétti. Morðið vakti mikinn óhug og reiði í Þýskalandi en það var framið í maí í fyrra og voru margir orðnir efins um að morðinginn myndi finnast. Thorsten Volk rændi og myrti átta ára stúlku í Þýskalandi. Lögreglan fann hann þrátt fyrir íkvelkjuna. Sneggsta par í heimi Marion Jones og kærastinn hennar Tlm Montgomery. Þau eiga heimsmetin í ÍOO metra hlaupl karla J kvenna. Mynd- in var tekln þeg- ar þau hjón kynntu nýtt svissneskt úr í Hong Kong á dögunum. meðal karla á þessu ári. Reyndar er ekkert öruggt þegar ástamál Jones eru annars vegar því henni hefur ekki haldist mjög vel á karlmönnum upp á síðkastið. Bandarískir hlauparar eiga nú um stundir heimsmetin í 100 metra hlaupi kvenna og karla. Svo skemmtilega vill til að heimsmethafarnir eru verðandi hjón og því með réttu hægt að tala um sneggstu hjónakorn í heiminum eða í það minnsta sneggsta par heimsins í dag. Marion Jones á heimsmetið í 100 metra hlaupi kvenna. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð í spretthlaupum kvenna og verðandi eiginmaður hennar setti heimsmet Brenndi sig i í framan á flótta undan lögreglunni Shania Twain kom fram í fyrsta skipti í tvö ár og vaktl mikla hrifningu aö venju. Twain sló í gegn Bandaríska kántrýsöngkonan Shania Twain kom fram í fyrsta skipti í tvö ár á mikilli verð- launahátíð kántrýlistamanna í Nashville í Tennessee á dögun- um. Twain er ein þekktasta kán- trýsöngkona Bandaríkjamanna en hefur ekkert komið fram op- inberlega í tvö ár eftir að hún eignaðist bam. Twain söng nokkur lög á hátíðinni og heill- aði alla upp úr skónum. Tígurinn sem er tallnn hafa myrt fimm manns. Meö fimm líf á samviskunni Tígrisdýrið á myndinni hér að ofan var nýlega gómað á Indónesíu eftir mikinn eltinga- leik. Dýrið er síður en svo með hreina samvisku því talið er að það hafi orðið fimm manns að bana á undanfórnum vikum óg mánuðum. Það er nú komið bak við lás og slá í dýrgarði og óvíst er hvort það fær að lifa mikið lengur. Allt gengur út á Saddam írakar elska fátt meira en Saddam Hussein forseta sinn. Myndin hér að neðan var tek- in í úraverslun í Bagdad og eins og sjá má er mynd af Hussein á öllum úrunum. Almenningur í Bagdad hefur keypt þessi úr í stórum stíl eins og gefur að skilja enda gengur lífið þar út á að lofa forseta sinn í tíma og ótíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.