Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 M agasm DV ''T Hjón úr Reykjavík lóta drauminn rætast í Ameríku: loksins farin ab sjó til sólar eftir nærri fjögurra ára puö íslensk hjón, þau Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Magnús Garðarsson, eru nú eftir tjögurra ára þrotlausa vinnu að hasla sé völl á Flórída í Bandaríkjunum. Þar hafa þau sett upp bátasmiðju og haflð framleiðslu á svokölluðum „gægjubátum" eða „Sea Peeper“ sem aðeins eru ætlaðir fyrir einn mann. Bátar þessir eru nokkuð sérstakir en á þeim er glerkúla svo fylgjast má með botninum og sjávarlifi í kringum bátinn, án þess að þurfa nokkum tíma að bleyta sig. Eignarað- ili með þeim að fyrirtækinu, sem heit- ir Sea Peeper America LLC, er Hilmar Viktorsson endurskoðandi. Tilvalið á baðstrandirnar Magnús hafði orð fyrir þeim hjónum þegar blaðamaður og ljósmyndari DV tóku á þeim hús á íslenska heimili þeirra í Reykjavik. Hann er aðeins í stuttu stoppi á íslandi því bátaverk- smiðjan á Flórída tekur nú tíma hans allan. Magnús segir að markmiðið sé að selja þessa báta, sem eru rafknúnir, á hótel, baðstrandir og á bátaleigur. Hver bátar ber vel 250 kíló og kostar um 4.500 dollara stykkið, eða um 390.000 krónur íslenskar. Hann segist reikna með að þetta sé leigt út fyrir um 30 dollara á klukkustund eða um 2.600 krónur. Auðvelt er að stjóma bátunum og er stýrt með „Joystick" eða „gleði- gandi" likt og notaðir eru við tölvu- leiki. Lítur Magnús ekki síst til þeirr- ar staðreyndar að svokallaðar sjóþotur hafa á siðustu einu og hálfu ári verið bannaðar á vötnum í 350 skemmtigörð- um í Bandaríkjunum vegna mengunar og slysahættu. Liklegt sé að þær verði bannaðar mun víðar og þá geti gægju- bátamir að einhverju leyti fyllt það skarð. Úr matreiðslu í bótasmí&i „Við fórum bæði út til Flórída í Bandaríkjunum í nám árið 1994. Ingi- björg kláraði grafíska hönnun og ég fór í hótelstjómun. Þar var ég i tvö ár en þá fékk ég áhuga á þessum bát sem allt hefur snúist um síðan í rúm þrjú og hálft ár.“ Seldi húsið og lagði allt undir Ingibjörg lærir nú fjölmiðlun í Reykjavík. Magnús, sem er menntaður Auðvelt er að flytja bátana. Ef rafgeymarnir fjórir eru teknir úr er hver bátur aðelns tveggja manna tak. Frakkar vilja framleiðsluleyfi Erlendis hafa menn meiri trú á þessu og nú er ég að fá fyrirspurnir frá Marseille í Frakklandi en þeir vilja nú kaupa af mér framleiðsluleyfið fyrir Evrópu." Þá er faðir Magnúsar búinn að sýna þessa hugmynd á Spáni og hef- ur hlotið góðar viðtökur. Hefur gengið á ýmsu Magnús segir að búið sé að ganga öll út,“ segir Magnús. Hann vill þó að framtíðarstaðsetn- ing verksmiðjunnar verði á einhverj- um eyjum í Karibahafínu fremur en í Bandaríkjunum. Hann segist samt vera nokkuð öruggur þar sem hann er nú staðsettur og með fjóra menn í vinnu. Magnús er þegar kominn með fleiri áform á prjónana og aðra hönnun að bát með gagnsæjum botni fyrir sportveiðimenn. -HKr. matreiðslumaður, hafði hugsað sér aö með því að bæta við sig hótelstjómun- arþættinum gæti hann slitið sig frá kokkeríinu. „Þá gæti ég loks sett upp bindi og rifið kjaft - en ég fann mig einhvern veginn aldrei í því hlutverki eftir að hafa eytt öllum þessum tima og pen- ingum í námið. Þá rakst ég á bækling um þennan bát í mars 1999 og sló til og keypti hugmyndina. Ég seldi húsið mitt á Flórída og lagði allt undir.“ Þarna var um að ræða kaup á bæði hugmyndinni og frumgerð af þessum bát sem er ættaður frá Kanada. Mikil þróunarvinna hefur síðan farið fram við bátinn sem tekið hefur töluverðum breytingum. Magnús segir að það hafi þó tekið talsverðan tíma að komast í gang og fá fjölskylduna til að sættast á þetta. Til Bahama „í júní 1999 var ég komin í samband við Bahama-eyjar og í samband við stjórnmálamenn þar sem ætluðu að hjálpa okkur að flytja verksmiðjuna og opna hana á Bahama. Þar var hug- myndin að skapa störf á lítilli eyju með 10 þúsund íbúum. Þar ætluðum við að opna verksmiðju sem skapaði tólf manns vinnu. Hugmyndin var að við settumst þar að og Ingibjörg ætlaði að vinna sem ráðgjafi í túristamálum fyr- ir túristaráöið á Bahama. Allt til andskotans Við vorum að vinna með stjóminni og lögfræðing- um að því að koma þessu á fót. Vorum við búin að fá sam- þykki fyrir láni til að opna verksmiðjuna og frítt húsnæði í þrjú ár. Allt gekk þetta rosalega vel. Ég flaug fram og til baka miili Miami og Bahama og allt var að smella saman. Mánudaginn 14. september 1999 áttum við að mæta á fund með stjóm- inni i hádeginu en þannl2. september skall á eyjunum fellibylurinn Floyd og þurrkaði allt út. Það fór bókstaflega allt til andskotans og ekki stóð lengur steinn yfir steini. Ekkert varð þvi af fundinum góða. Allir okkar draumar og allt sem við Magnús Garðarsson og Inglbjörg Guömundsdóttir í stofunni heima i Magasín-mynd ÞÖK Reykjavík ásamt hundinum Freckles. voram byrjuð að byggja þama upp fauk á haf út. Bahama-búar gátu ekki einu sinni hjálpað sér sjálfir. Við fór- um þvi í hjálparstarfið með þeim. Við fengum mat, vatn og brauð gefins á Mi- ami og flugum með það yfir. í þessu stóðum við í sex vikur, þar tO kon- » gleymdist ég bara í öllu Thermo Plus- ævintýrinu sem þá kom upp og átti að bjarga byggðarlaginu. Þá fór ég til Ólafsfjarðar og var Ásgeir Ásgeirsson bæjarstjóri mjög spenntur. Það varð þó an fékk nóg. Hún vildi komast á stað þar sem öryggið væri meira. Þá ákvað hún í endaðan október að fara heim til íslands. Neitabi að gefast upp Ég neitaði að gefast upp og fór til Flórída, leitaði þar að vöruhúsi og byrjaði upp á nýtt. Ég bjó þá i sendi- ferðabílnum mínum. Síðan er ég bú- inn að vera að byggja þetta upp hægt og rólega. Nú er ég kominn með 100 báta á lager og byrjaði að selja fyrstu bátana fyrir um mánuði sið- an. - Það er því loksins farið að sjá til sólar.“ ekk- ert meira úr hlutunum þar heldur. Nú, ég leitaði líka til Nýsköp- unarsjóðs, Atvinnuþróunarfélags Ak- ureyrar og fleiri aðila en alls staðar var sama sagan og því fór ég aftur ti ýmislegt á við að fá leyfi bandariskra yfirvalda varðandi rekstrarleyfi fyrir verksmiðjuna og fleira sem tók heilt ár að fá samþykkt. Þá ekki síst varðandi það að fá samþykki fyrir öllu er varð- ar smíðina á bátunum hjá bandarísku strandgæslunni. Þeir verði að gefa sína bless- un á öliu sem flýtur og þeir hafi einmitt verið að gefa endanlegt samþykki sitt í síðustu viku. Guðmund- ur segir að íslenska sendiráðið i Washington hafi reynst honum betra en ekkert, en Jón Baidvin Hannibalsson sendiherra hafi leiðbeint honum vel í gegnum bandaríska stjórnkerfið. „Við erum með heimili hér á is- landi, en sonur okkar, Sigurður Ágúst Magnússon, 17 ára, er í kvikmynda- námi hér heima en hann var líka í skóla á Bahama áður en fellibylurinn skall þar yfir. í skólanum er hann reyndar kallaður Siggi Bahama. Sjálf- ur hef ég búið í verksmiðjunni úti mestan tímann, en flutti þaðan í venju- legt íbúðarhúsnæði fyrir mánuði síð- Ung stúlka prufukeyrir gægjubát fyrirtæksins á bandariskrl sólarströnd. Þessi er meö sólskyggnl og öllu tilheyrandi. Hlegið í Útflutningsráði Magnús segist hafa komið til ís- lands í desember 1999 þar sem hann dvaldist í tvo mánuði við til að leita að fjármagni til að endumeisa fyrir- tækið. Hann fór m.a. í Útflutnings- ráð, en ungir kraftmiklir menn þar á bæ hafi hlegið upp í opið geðið á honum. „Þeir sögðu mér bara að fara til Spánar eða Portúgals en ég hafði þá hugsað mér að búa bátana til hér heima og flytja þá út á mark- að í Evrópu. Gleymdist í Thermo Plus- ævintýrinu Nú, þá fór ég í Reykjanesbæ þar sem mér var vel tekið. Það var fund- ur eftir fund með ráðamönnum og skrifað undir viljayfirlýsingu. Síðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.