Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 DV M agasm JPV forlag gefur út lífsreynslusögu Jacqueline Pascarl: Lifsreynslan mótar okkur - segir höfundurinn í viötali viö DV-Magasín Ævisagan Vonin deyr aldrei ijallar um stormasamt hjónaband Jacqueline Pascarl í íslömsku samfélagi, skilnaðinn við eiginmanninn, sem var malasískur prins, og þá skelfingu sem hertekur líf hennar þegar hann rænir bömum þeirra. Bókin hefur nú verið gef- in út af JVP forlagi, í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Koma aldei í stað eldri barna Jacqueline segist í viðtali ekki hafa séð bömin sín, sem nú eru sautján og nitján ára, síöan þeim var rænt og ekkert samband getað haft við þau. Hún segist þó aldrei hafa gefist upp. Jacqueline hefur fundið hamingjuna á ný. Hún er gift áströlskum manni, á nítján mánaða gamla dóttur og von er á fjórða fjöl- skyldumeðlimnum. „Ég vil taka það fram að nýju börnin mín munu aldrei koma í stað eldri bamanna," segir hún - en bæt- ir við að hún verði að sætta sig við að bömin séu alin upp i íslömsku samfélagi, við hefðir þess og trúvenjur. „Ég er mjög hamingjusöm núna.“ Er í barnsburðarleyfi Jacqueline hefur vakið mikla athygli vegna þátt- töku í starfi CARE-hjálparsamtakanna. „Ég er í barnsburðarleyfi sem stendur en er þó enn talsmaður CARE. Starf mitt fyrir samtökin hjálpaði mér að snúa neikvæðninni upp í jákvæðni með því að hjálpa öðram foreldrum að bjarga sínum bömum,“ segir Jacqueline. Hún er ekki einungis talsmaður samtakanna held- ur hefur hún einnig starfað á vettvangi. Hún hefur unnið mikið með börnum, sem sjúkraliði, keyrt vöru- bíla og veitt áfallahjálp á átakasvæð- um í Bosníu og Makedóníu. Jacqueline tók einnig þátt í björgun- arstarfí í Tyrklandi eftir stóra jarð- skjálftann árið 1999. Get ekki skilib við fortíðina „Ég er stolt af að geta unnið á þessu sviði og hjálpað þeim sem þurfa á að- stoð að halda," segir Jacqueline og segir engan geta sagt skilið við fortíð sina. „Lífsreynsla okkar mótar okkur og gerir okkur að þvi sem við erum,“ segir hún. Jacqueline segist vera ákaflega spennt vegna útgáfu bókarinnar á Is- landi. „Mig hefur lengi dreymt um að koma til íslands en ég má ekki ferðast vegna heilsu- farslegra ástæðna. Ég er ófrísk á ný og á við hjart- veiki að stríða samfara því,“ segir hún. Jacqueline segist hafa lagt stund á íslenska tungu í rúmt ár og fmnst slæmt að hafa ekki fengið tækifæri til að æfa sig. Hún talar þegar sjö tungumál, mismun- andi vel. -shs Dr.Barman's SUPER&BRUSH Verðlaunaður tannbursti "Bright Smiles, Bright Futures Award" "1 st. Health Education Award" 31 Tennurnar hreinastar með SUPERBRUSH í samanburðar prófunum er bestur árangur með SUPERBRUSH í öllum aldurshópum. “Journal of Clinical Periodontology" mm Tvískiptur bursti Extra mjúk hár fyrir tannhold. Stifari hár fyrir tennur. Auðveldara að bursta erfiðustu fleti tannanna. 3 stærðir. Börn 0-6 ára, 6-12 ára og fullorðnir. Meðmæli tannlækna Dreifing: Celsus - Sími 551 5995 Fæstí apótekum! ArmúU 17, IOB ReykJaviU Sölunámskeið sem skila árangri SÖLUSKÓLI GUNNARSANDRA Sími 8228855 www.sga.is % \ T í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.