Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 DV Þaö var mikiö um dýrðir í Þjóðleikhúsinu sl. sunnudags- kvöld þegar Edduverðlaun islensks sjónvarps- og kvikmynda- gerðarfólks voru þar afhent. Fáum kom á óvart sigursæld Hafsins, kvikmyndar Baltasars Kormáks. Vann sú mynd til átta verölauna og það í fjölmörgum flokkum. En Eddan er ekki bara uppskeruhátíð, heldur líka einskonar árshátíð fólk í þeirri vaxandi atvinnugrein sem kvikmyndaiðnaðurinn er. „Við erum afar ángæð með hvemig tU tókst og raunar rign- ir hamingjuóskunum yfir okkur, meðal annars frá fólki sem fylgdist með þessu í sjónvarpinu,“ segir Þórey Vilhjálmsdótt- ir framkvæmdastjóri Eddunnar. Hún segir heUdarmynd hátíðarinnar hafa verið góðar - fyrir svo utan að ýmis óvænt atvik hafi kryddað hana með skemmtUegum hætti. -sbs Hafið var valin kvikmynd árslns - og hér sést Dorrit Moussaieff, heitkona forseta íslands, afhenta stórleikaranum Baltasar verðlaunin góðu. Þetta er í fyrsta sinn sem Dorrit kemur fram í opinberu hlutverki á hátíðarstundu - og heyra máttl á mæli hennar að hún er að ná ágætum á íslensku máli. Magasín-myndir: kö. Eyþór Arnaids í góðum félagsskap - en nánast allt fína fólkið í bænum mættl á Eddu-hátíðina, sem er alþekkt fyrir glæsileika. Baltasar Kormákur var slgurvegari kvöldsins en mynd hans Hafið vann til átta verðlauna. Sjálfur var Baltasar útnefndur leikstjóri ársins og Hafiö besta mynd ársins. Elva Osk Olafsdóttir, leikkona ársins í aukahlutverki - ásamt Stéfáni Baldurssyni þjóðlelkhússtjóra. Stórsjarmörrinn og sjónvarpsmaðurinn Friðrlk Weisshappel í góðum félagsskap fagurra kvenna, þelrra Rósu Bjarkar Brynjóifsdóttur og Ingibjargar Stefánsdóttur sem er tll hægri. Fjármálaráðherrann í góðum félagsskap. . Snorri Már Skúlason, umsjónarmaður Islands í dag, í fjörugum umræðum áðu en herlegheitin hófust. Rúnar Júlíusson og stórsöngvarinn Hrelmur fóru á kostum á Eddunnl - og slóu í gegn. Baltasar Kormákur og Jón Ólafsson höfðu ástæðu til að fagna. Úti á lífinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.