Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Blaðsíða 34
38 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 DV Nútímadanshátíð í Tjarnarbíói: Kraftarnir samnýttir Nútímadanshátíð - Reykjavík dansfestival - verður haldin í fyrsta sinn dagana 14.-17. nóvem- ber i Tjarnarbíói. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starfandi danshöfundar kynna verk sín en þeir sem standa að há- tíðinni eru meðal fremstu dans- ara og danshöfunda á íslandi. „Við ákváðum að taka höndum saman og samnýta kraftana og ef vel tekst til þá höfum við hug á að gera þetta að árvissum viðburði í Reykjavík, eins og Jasshátíð og Menningarnótt," segir Jóhann Freyr Björgvinsson sem er einn þeirra sjö dansahöfunda sem eiga verk á hátíðinni, en hinir eru: Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Nadia Katrin Banine, Ólöf Ingólfsdóttir, Sveinbjörg Þór- hallsdóttir og Ismo-Pekka Heikin- heimo. Danshöfundamir hafa fengið til liðs við sig ýmsa lista- menn sem koma við sögu í verk- um þeirra, þ.á m. Matthías Hem- stock, Tenu Palmer, Rebekku Rán Samper og Elísabetu Jökulsdótt- ur, auk hóps dansara. Hátíðin er styrkt af: íslandsbanka, Reykja- víkurborg og menningarborgar- sjóði. Passi á þrjár sýningar kost- ar 3500 kr. en hver stök sýning 1.800. Stúdentar fá miðann á 1500 krónur gegn framvísun nemenda- skírteina. Nánari upplýsingar um hátíðina má fá á heimasíðunni: www.dansfestival.co.is Einvalalið danshöfunda og dans- ara sýna verk sín og dansa á Nú- tímadanshátíöinni í Reykjavík. van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Fastur auka- meölimur er Snorri Sigfus Birgisson píanóleikari og tónskáld, sem nýlokið hefur frumsömdu verki fyrir hópinn ■Burtfarartónleikar í Salnum Kl. 16 verður burtfararpróf frá Tónlistarskóla Kópa- vogs í Salnum Kópavogi. Hafdís Vigfúsdóttir þver- flauta, Sólveig Anna Jónsdóttir píanó. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ■Magga Stina og Hringir á Grandrokk Þaö verður alvöru ball á Grandrokk í kvöld þegar * Magga Stína og Hringlr stíga á stokk í fyrsta skipti í langan tíma. Balliö hefst ekki sföar en 23 með upp- hitunaratriðí sem er Call Him Mr. Kid. •Sveitin ■Mát í Borgamesi Mát verður á Búöarkletti Borgarnesi í kvöld. Mát - líklega besta band í heimi. ■Hörður Torfa á Piúnavogi Trúbadorinn Hörður Torfa er um þessar mundir að ferðast um landið og mun hann í kvöld hafa viðkomu í Hótel Framtíö á Djúpavogi. ■Sín á Pollinum Danssveitin Sín skemmtir á Pollinum á Akureyri um helgina. Þetta verður síöasti dansleikur Sín norðan heiöa þetta árið. Danssveitina skipa þau Ester Ágústa sem syngur og raddar, Guðmundur Símonar- son, sem sér um hljómborð, söng og raddir og síð- ast en ekki síst Hermann Ingl Hermannsson sem leikur á grtar, syngur og raddar. Þau lofa brjáluöu stuði alla helgina á Pollinum frá kl. 23 og fram eftir morgni. ■Briánn í Egilsbúð Að lokinni Sólstrandarveislunni í kvöld tekur viö dansleikur með alþjóölegu hljómsveitinni Brjánn og stendur flörið yfir til kl. 3 í nótt. ■írafár i Siailanum á Akurevri Þeir fá sannarlega eitthvað fyrir snúð sinn þeir sem mæta á Sjallann á Akureyri í kvöld. Þangað mætir hljómsveitin írafár og það er ávísun á gott stuð. •Leikhús ■Með fulla vasa af grióti í kvöld sýnir Þjóðleikhúslð verkið Með fulta vasa af grjóti eftir Marie Jones. Leikendur eru Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guönason en leikritið er nýtt irskt verðlaunaleikrit sem nú fer sigurför um leik- húsheiminn. Sýningin hefst kl 20 á stóra sviðinu. ■Viktoria og Georg f Vlktoria og Georg er nýtt leikverk eftir Ólaf Hauk Sím- onarson sem hefur verið lýst sem sterku verki um ólgandi ást og innri sársauka. Sýningin hefst kl 20 og er á lltla sviði Þjóðleikhússins. ■Með vifið i lúkunum Borgarieikhúsið sýnir í kvöld leikritið Með vifið í lúk- unum eftir Ray Cooney. Sýning kvöldsins hefst kl 20 og er á stóra sviðinu i Borgarlelkhúslnu. ■Jón og Hólmfriður i kvöld kl 20 verður á nýja sviði Borgarieikhússins sýnt leikritið Jón og Hólmfríður, frekar erótísku leik- riti í þremur þáttum. Leikstjóri er Halldóra Geirharðs- dóttir. ■Heroingur og Hinn fullkomni maður Á þriðju hæö Borgarieikhússinn verða í kvöld sýndir tveir einleikir. Annars vegar Herping eftir Auði Har- alds og hins vegar Hinn fullkomni maður eftir Mika- el Torfason. Sýningin hefst kl 20. ■Rakarinn í Sevilla íslenska óperan sýnir í kvöld kl 19 Rakarann í Sevilla eftir Rossini. ■Kvetch Leikhópurinn á senunnl sýnir i Vesturporti leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff. Sýning kvöldsins hefst kl 21. ■Bevglur með öliu Leikverkið Beyglur með óllu verður sýnt i Iðnó i kvöld, kl. 21 og aftur kl 23. Það er tilvalið að skella sér á Tjarnarbakkann á undan þar sem boðið er upp á sérstakan beyglumatseðil. ■Skvfall Nemendaleikhús leiklistardeildar Listaháskólans sýnir um þesasr mundir Skýfall eftir Sergi Belbel. Leikritið gerist á þaki skrifstofuhúsnæðis þar sem starfsmenn fyrirtækis laumast til að reykja. Sýnt er í Smiðjunni við Klapparsb'g og hefst sýningin kl 20. ■Grettissaga Hafnarfarðarieikhúsið sýnir Grettissögu, leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu, i kvöld kl 20. •Opnanir ■Minni og flugur í Galleri Skugga Rósa og Stella opna sýningar i Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, kl. 16. Sýningarnar standa til 1. des. næstkomandi og er galleríið opið frá 13-17 alla daga nema mánudaga. Á efri hæö sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir verkið MINNI. Rósa hefur verið virk í list- sköpun og sýningarhaldi frá því að hún útskrifaðist og starfar nú um stundir með listhópnum Viðhöfn sem hefur vinnustofur á Laugavegi 25 og rekur með- al annars Opna galleríið. Flugufótur nefnist sýning i klefa og kjallara Gallerís Skugga, en þar sýnir Stella Sigurgeirsdóttir verk unnin i ólíka miðla; gifs, plast, bývax, pappír og hljóð. Öll tengjast verkin ftugnaríkinu á einn eða annan hátt og má segja að Stella kapp- kosti að koma flugum i höfuð áhorfenda. ■Kvrr birta - heilög birta Kl. 15 veröur opnuð i Ustasafríi Kópavogs sýning sem ber heitið Kyrr birta - heilög birta. Sýningar- stjóri er Guðbergur Bergsson rithöfundur. Á sýning- una hefur Guðbergur valið fimm listamenn með tilliti til þess hvemig þeir nota birtuna í verkum sínum. Þeir eru Ásgerður Búadóttir, Brynhildur Þorgeirs- dóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, Hringur Jóhannes- son og Vilhjálmur Þorberg Bergsson. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. ■íslensk samtímalist í Listasafni íslands verður stærsta sýning á islenskri samtímalíst sem efnt hefúr verið til opnuö. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýningin árin 1980-2000. Verkin eru öll í eigu safrísins en fæst þeirra hafa ver- ið sýnd þar áður. •Síðustu forvöð ■PastelmvmMr í Man i Ustasalnum Man er sýning á áður óþekktum pastelmyndum Jóhannesar Geirs frá Endurminninga- timabili hans, 1963-70. •Uppákomur ■Nviar barnabækur Bókelskir krakkar ættu að kíkja viö í Bókabúð Máls og menningar kl. 11 og hlýða á upplestur úr nýjum barnabókum. M.a má heyra sögur af draugum og drekum á staðnum. jóður til Ellvar Kl. 20 verða tónleikar í Salnum Kópavogi, Óður til Ellyjar - í minningu Ellyjar Vilhjálms þar sem Guðrún Gunnarsdóttir syngur vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms. ■Nútímadanshátíd Kl. 20.30 verður flutt verkiö Bylting hinna miðaldra á Nútimadanshátíöinni i Tjarnarbíó. Höfundar Ólöf Ingólfs og IsmoRekka. Miðasala í síma 561.0280 kl 20. Leikendur eru þeir Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Björn Hlynur Haraldsson. Leikstjórn er í höndum Þórhildar Þórleifsdóttur. ■HONK! Lióti andarunginn Borgarleikhúsið sýnir Honk! Ljóta andarungann, gamansöngleik fyrir alla flölskylduna . Verkið byggir á sögunni um Ijóta andarungann eftir H.C. Andersen og fer Felix Bergsson með hlutverk Ljóta og Edda Heiðrún Backman leikur mömmu hans.. Sýningin er á stóra sviðinu og hefst kl 14. ■Rakarinn í Sevilla íslenska óperan sýnir í kvöld kl 19 Rakarann í Sevilla eftir Rossini. Hljómsveitarstjóri er Helge Dorsch og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason. tvetch Leikhópurinn á senunni sýnir í Vesturporti ieikritið Kvetch eftir Steven Berkoff. Sýning kvöldsins hefst kl 21. ■Benedikt búátfur Draumasmiðjan sýnir ævintýrið um Benedikt búálf og vinkonu hans, Dídí mannabarn, í Loftkastalanum í dag kl 14. ■Muggut Kómediuleikhúsið sýnir einleikinn Mugg á Nýja sviði Borgarieikhússins í kvöld kl 20. ■Hin smvriandi iómfirú Hin smytjandi jómfrij er nýtt leikverk sem verður sýnt í Iðnó í kvöld kl 20. Leikari er Charlotte Beving en leikstjóri Benedikt Eriingsson. •Opnanir ■Fínn sunnudagsrúntur List-og menningarhúsið á Stokkseyri er opiö laugar- daga og sunnudaga frá kl: 14-17 . Þar sýnir Elfar Guðni listmálari, Daníel útskurðarmaður er með sína fallegu hluti og Þórdis og Katrin eru með leirmuni og hinar vinsælu tepokamyndir. Einnig má sjá hið ógleymanlega listaverk Brennlð þið vitar á staðnum sem er til sýnis í tengslum við minningarstofu Páls ísólfssonar. , I M . . ^ mánudagur 18/11 •Tónleikar ■Kristinn og Jónas í Salnum g Jónas Ingi- rrgtónleikum í efur að geyma Miðasala haf- Kl. 20 flytja Kristinn Sigmundsson mundarson uppáhaldslög sín á sö Salnum í tilefni af útgáfu disks sem h öll helstu uppáhaldslög þeirra félaga. in. Miðaverð kr. 2.000. þrlSlu«‘aSu' ,9/11 •Uppákomur ■Lesíð úr nvium bókum úr eftirfarandi okkar, Kartar <kað í stæði, Lebert:Crazy, 3jörn Thorodd- eykjavík. Kl. 20 verður á Súfistanum lesið upp þókum: Steindór J. Eriingsson:Genin hlusta aldrei og konur geta ekki ba Ævar Örn Jósepsson:TAxi, Benjamín Thorstein Thomsen: Aldrei aftur nörd. sen leikur af hljómdiski sínum Jazz i R •fundir og fyrirlestrar ■Skioulag bvggðar á íslandi Sagnfræðingafélagið stendur fyrir hádegisveröar- fúndi í Norræna húsinu milli kl. 1205 og 13 alla sriðjudaga þar sem fjallað er um hvað er borg?. Fyr- rlesari dagsins er Trausti Valsson skipulagsfræðing- ur og fjallar hann um Skipulag byggðar á Islandi og útkomu yfiiTitsrits. ■Garðar Garðars á Celtic Cross Trúbadorinn Garðar Garöars verður með gítarinn á lofti á Celtic Cross í kvöld. ■Karíus og Baktus í dag sýnir Þjóðleikhúsið hið margþekkta þarnaleikrit Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner. Sýning dags- ins hefst kl 14 en sýnt er á litla sviðinu. •Tónleikar ■Hallveig í Egilsstaðakirkiu Hallveig Rúnarsdóttir sópran heldur einsöngstónleika í Egilsstaðakirkju kl. 20. Hallveig er útskrifuð frá Guildhall School of Music and Drama í London. Meöleikari hennar á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson. ■Mozart að mestu Aðrir tónleikar srarfsársins í tónleikaröð Triós Reykjavikur og Hafnarborgar, verða haldnir í kvöld kl. 20.Þessir tónleikar munu hafa á sér létt og nota- legt yfirbragö með kertaljósum og afslappaðri stemningu sem er tilvalið á þessum árstíma þegar aðventan nálgast ■Sinfoníuhliómsveit Norðurtands Sinfóníuhljómsveit Norðuriands heldur tónleika í Gleráridrkju á Akureyri kl. 16. Á efnisskrá að þessu sinni eru tvö stórverk frá 19. öld. Fiðlukonsert í Ddúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es- dúr op. 55, NEroicai eftir Ludwig van Beethoven Tíbrá í Salnum Kl. 20 verða Tíbrá tónleikar í Salnum í Kópavogi. Miðasala Salarins, Hamraborg 6, Kópavogi er opin virka daga kl. 9.00-16.00 og klukkustund fýrir alla tónleika. •Klassík ■Kórtónleikar Kl. 17 verða kórtónleikar í Hallgrimskirkju. Flutt verður kantatan NSaint Nicolasi eftir B. Britten. Flytjendur: Garðar Thor Cortes tenór, Skólakór Kárs- ness, stjórnandi: Þórunn Bjómsdóttir, Dómkórinn, kammerhljómsveit, stjómandi: Marteinn H. Friöriks- son. Aðgangur 1.500 kr. í forsölu, 2.000 kr. við inn- ganginn.Aðgöngumiðar eru seldir í Dómkirkjunni alla virka daga milli kl. 10 og 17. •Sveitin ■Hörður Torfa í Höfn Trúbadorinn Hórður Torfa er um þessar mundir að ferðast um landið og mun hann i kvöld hafa viðkomu í Pakkhúsinu á Höfn i Homafirði. •Leikhús ■Hafti Bllli Þjóðlelkhúsið sýnir á stóra sviðinu leikritiö Halti Billi eftir Martin McDonagh. Þetta ku vera safarikt og heillandi verk um kynlega kvisti, sorgir og drauma i litlu sveitasamfélagi. Sýning kvöldsins hefst kl 20. ■Jón Oddur og Jón Biarni í dag sýnir Þjóðleikhúsið leikritið um þá bræður Jón Odd og Jón Bjama en flestir ættu að kannast viö pilt- ana úr sögum Guðrúnar Helgadóttur. Sýningin er á stóra sviðinu og hefst kl 14. ■Sölumaður devr Eitt fraegasta leikverk 20. aldarinnar, Sólumaður deyr eftir Arthur Miller, er sýnt á stóra sviðinu í kvöld •Síöustu forvöö ■Ame Jacobsen á Kiarvalstöðum Aðdáendur fagurrar og nytsamlegrar hönnunar eiga von á góðum glaðningi á sýningu á munum Ame Jac- obsen, eins merkasta arkitekts 20. aldarinnar, en sýningu á verkum hans lýkur í Listasafríi Reykjavíkur n Kjarvalsstöðum i dag. Þetta er fyrsta yfirgripsmikla sýningin sem haldin er á hönnunarverkum Arne Jac- obsen á íslandi en þar gefur m.a. að líta borðbúnað, húsgógn, Ijós og textifefni svo eitthvað sé nefríL Þá verða sýndar áður óbirtar myndir og skissur eftir Ame Jacobsen og einnig Ijósmyndir af tveimur fræg- um íslendingum í stólum eftir hann. ■Rióður í ASÍ Sýningu Önnu Þóru Karlsdóttur, Rjóður/Clear-cuts, lýkur í Listasafni ASÍ í dag. Á sýningunni eru flókaskúlptúrar og flókalágmyndir þar sem hún vinn- ur með hugmyndir um skilin milli nýtingar og rányrkju eða notkunar og misnotkunar í viðu samhengi. ■Hringsiá á Sevðisfirði Myndlistarsýningunni „Hringsjá" lýkur í Menningar- miðstóðinni Skaftfelli á Seyöisfiröi í dag. Þar sýna átta listamenn sem allir útskrifuðust frá Listaháskóla íslands voriö 2001. Listamennirnir eru: Amfinnur Amazeen, Bryndis Eria Hjálmaisdóttir, Baldur Geir Bragason, Efin Helena Evertsdóttir, Fjölnir Bjöm Hlynsson, Markús Þór Andrésson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. •Uppákomur ■Danshátið i Tiamarbió Nútímadanshátíðin heldur áfram í Tjarnarbíói. Kl. 17 verða flutt verkin Rosered eftir Jóhann Frey og í draumi eftir Nadiu. Kl. 20.30 veröur flutt verkiö Bylting hinna miðaldra eftir Ólöfú og Ismo. Nánari upplýsingar má finna inni á heimasíðunni www. dans- festival.com. Miðasala í sfma 561.0280 •Fyrir börn ■Ókeypis bió Hjálp! Ég er fiskur er mynd sem sýnd verður í Norræna húsinu í dag kl.14. Myndin er dönsk og er 80 mín löng.Það er alltaf notalegt að kíkja í Norræna húsið með bömin um helgar. Á bókasafninu er úrval norrænna bóka, myndbanda og geisladiska jafrít fyr- ir börn og fullorðna og bamahellirinn alltaf vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Ókeypis aðgangur. Kaffistof- an er opin. •Bió ■Bíósalur MÍR Tundurskeytafiugvélin nefnist rússnesk kvikmynd sem verður sýnd i bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, kl. 15. Aðgangur er ókeypis. mtðvlkudagu'j 1 H •Tónleikar ■Háskólatónleikar í Norræna húsinu Á háskólatónleikunum sem hejast í Norræna húsinu kl. 12.30 leikur Lín Wei á fiölu og Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó verk eftlr Gabriel Fau. ■Píanótónleikar Kl. 20 verða píanótónleikar í Salnum. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur verk eftir Bach, Brahms, Rachmaninoff, Ravel og Prokofieff. Miðaverö kr. 1.500. ■Utgáfutónleikar Örkumls á Vídalín Hljómsveitin Örkuml heldur útgáfutónleika á Vídalín klukkan 21.30 í kvöld. Þröngskrfan Við gleymdum kom út á dögunum og hyggjast Örkumlsmenn skemmta gestum af því tilefríi. Ásamt þeim koma fram Heiða og Amar Eggert. Aðgangseyrir er 700 kr. og fylgir þröngskifan með. •Leikhús ■Stúdentaleikhúsið setur upp íbúð Soiu Stúdentaleikhúsið sýnir verkið íbúð Soju eftir Mikhaíl Búlgakof í Vesturporti kl. 21. Leikritið hefúr ekki ver- ið sett upp áður á íslandi. ■Með fulla vasa af grióti í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið verkið Með fulla vasa af grjótl eftir Marie Jones. Sýningin hefst kl 20 á stóra sviðinu. ■Rémeö og Júlía Borgarleikhúsið í samvinnu viö Vesturport sýnir hiö klassíska leikverk eftir William Shakespeare, Rómeu og Júliu, á litla sviðinu í dag kl 17. •Síöustu forvöö ■Clockwise I norran samvinna Sýningin CLOCKWISE, sem lýkur í Norræna húsinu í dag, einkennist jafnt af kimni sem þunglyndl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.