Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 1
 SÍMf S i ■ Á ■ A HRAÐFERÐ I HOLLYWOOD. BLS. 21 L/a DAGBLAÐIÐ VISIR 1. TBL. - 93. ARG. - FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 2003 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Flugeldaskothríðin: Svipuð og í fyrra Flugeldaskothriöin var svipuð þessi áramót og þau síðustu og áramótin þar á undan sem þýðir að skotið hafi verið fyrir um og yfir 100 milljónir króna. Slysa- varnafélagið Landsbjörg flutti inn um 300 tonn af flugeldum i ár eins og undanfarin ár. Valgeir Elías- son upplýsingafulltrúi segir að miðað við lagerstöðuna nú geti menn ekki annað en verið sáttir, mest af flugeldunum hafi selst. Góða flugeldasölu þetta árið má ekki sist þakka góðu veðri á gamlárskvöld en víða voru menn úti á skyrtunni að fagna nýju ári. Þeim sem hyggjast geyma flug- elda milli áramóta er bent á að sé rakastigið rétt má geyma suma flugelda í allt að þrjú ár án þess að það komi niður á gæðum þeirra eða öryggi. -hlh Stærsta einkavæðing Minni árstíðabundin verðbólga en áður á íslandi: i Verðbólgan minni ; en á evrusvæðinu ENSKI BOLTINN: Fimm marka veisla á Highbury 27 og 28 sögunnar Á síðasta degi nýliðins árs var skrifað undir stærstu einkavæðingu i sögu íslenska ríkisins þegar gengið var frá kaupum Samsonar eignar- haldsfélags ehf. um á 45,8% hlut í Landsbanka íslands. í samkomulaginu eru ákvæði um að útlán, sem hugsanlega innheimtast ekki, verði endur- metin þegar seinni greiðslan vegna kaupanna verður innt af hendi. Það getur hugsanlega þýtt lækkun á söluverði bank- ans um 6-700 milljónir króna ef eignir bankans reynast rýrari en talið hefur verið. Helstu atriði samkomulags- ins frá því í haust voru að af- hending hlutabréfanna og greiðsla vegna kaupa Samson- ar á 45,8% hlut í bankanum yrði tvískipt. Annars vegar Kaupþing spáir því að vísitala neysluverðs hækki minna í janúar að þessu sinni en venja er um ára- mót, eða um 0,3%. Samkvæmt því reynist verðbólgan á nýliðnu ári (frá janúar 2002 til janúar 2003) hafa ver- ið 1,4%. í spá Kaupþings er bent á að þetta sé langt undir verðbólgumark- miði Seðlabankans og jafnframt langt undir meðaltalsverðbólgu inn- an Evrusvæðisins, sem er 2,2%. Til samanburðar má einnig nefna að tólf-mánaða verðbólga var 2% í síð- ustu mælingu í desember og fer því hratt lækkandi gangi spáin eftir. Seðlabankinn lækkaði vexti síðast 12. desember. Þá sagði bankinn að raunstýrivextir væru orðnir nærri því sem til lengdar gætu verið jafn- vægisvextir og engu væri hægt að spá um næstu skref í þeim efnum. Ekki náðist í Birgi ísleif Gunnars- son Seðlabankastjóra í morgun. Verðbólga er jafnan heldur rífleg í janúar vegna árstíðabundinna sveiflna, eða 0,5% að meðaltali síð- ustu tíu ár. Að þessu sinni vegur það hins vegar upp á móti að krón- an hefur styrkst umtalsvert í vetur og janúarútsölur byrja óvenju- snemma, segir í verðbólguspá Kaup- þings. Helstu óvissuþáttur spárinnar er eldsneytisverð. í henni er gert ráð fyrir að bensínlítrinn hækki um 1,5 til 2 krónur um áramótin en hækk- un sem Olíufélagið hefur tilkynnt er innan þeirra marka eða 1,9 krónur. -ÓTG Kaupsamningurinn handsalaður á gamlársdag. 33,3% hlutafjár í kjölfar undir- ritunar kaupsamnings og hins vegar 12,5% að ári liðnu. Meðalgengi hlutabréfa í við- skiptunum 19. október var 3,91. Það er 12% hærra gengi en í út- boði ríkisins í júní á sfðasta ári. Eftir þessi viðskipti verður eignarhlutur ríkisins í Lands- bankanum um 2,5%. -HKr. IÞROTTAMAÐUR ÁRSINS 2002: Ólafur Stefáns- son meðal tilnefndra Nyju ari y Tl •- •] '"'v“ Vel viðraði um áramólin víöast hvar á *' •• *.■ i* / • lándimi og áðstæöur.hinar bestu til að sTdóta flugeldtím. Var mikilfen^l,e^t að sjá himrnTnri : yfir höfuðborgarsvæðinu þegar klukkan nálg- « • * aðist tólf á riiiðnætti þar sem flugeldum Var skotið stanslaust á loft. Þessi mynd er Jekin, að Borgarspítalanum frá Kópavógslðffqtribg er lýsandi fyrir skotgleðina. FLEIRI TOMMUR FYRIR KRONUNA UTV3028 UNITED is www sm 28’ Nicam Stereó sjónvarp með textavarpi og 2 Scart tengjum. % ■;i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.