Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 12
12 Útlönd FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 DV Flak Tricolors Tvö skip hafa tekiö niöri á flakinu úti fyrir ströndum Kent á síöustu tveimur vikum. Annað skipið tek- ur niðri á flakinu Tyrkneska tankskipið Vicky, með um það bil 70 þúsund tonn af eldfimri gasolíu innanborðs, tók í gærkvöld niðri á ílaki norska bíla- flutningaskipsins Tricolor, sem sökk úti fyrir ströndum Kent á Ermarsundsströnd Englands um miðjan síðasta mánuð með um 3000 japanskar lúxusbifreiðar innan- borðs, eftir árekstur við flutninga- skipið Kariba. Vicky, sem í fyrstu stóð fóst en losnaði síðan af sjálfsdáðum, er annað skipið, sem tekur þar niðri á flakinu síðustu tvær vikurnar, en tveimur dögum eftir að Tricolor sökk tók flutningaskipið Nicola niðri á flakinu. Verið er að kanna hugsanlegar skemmdir á botni Vickys, en það var á siglingu með gasolíufarminn frá Antwerpen í Belgíu til New York. Að sögn siglingayfirvalda í Eng- landi kom strandið í gær mjög á óvart þar sem svæðið er bæði merkt og vaktað af eftirlitsskipi. Fyrsta mannaða geimfar Kínverja Kínverk stjómvöld hafa tilkynnt að þau vonist til þess að geta sent sitt fyrsta mannaða geimfar út í geiminn ekki seinna en í lok ársins. Kínverjar yrðu þar með þriðja þjóðin til að senda eigin geimfara út í geiminn á eftir Bandarikjamönn- um og Rússum. Að sögn Yuan Jie, talsmanns kín- versku geimferðastofnunarinnar, sem aðsetur hefur í Shanghai, er undirbúningur á lokastigi og verið að þjálfa tilvonandi geimfara. ísraelar biðja um milljarða aðstoð ísraelsk sendinefnd undir forystu Dovs Weisglass, starfsmannastjóra Ariels Sharons forsætisráðherra, er væntanleg til Washington í vikunni til viðræðna við bandaríska ráða- menn um milljarða dollara efna- hagshjálp til handa ísraelum. Að sögn talsmanns Hvita hússins er búist við því að sendinefndin mun fara fram á allt átta milljaröa dollara hernaðaraðstoð, auk átta til tíu milljarða dollara tryggingalof- orðs vegna væntanlegra lána. Talið er að bandarísk stjórnvöld setji þau skilyrði fyrir efnahagsað- stoðinni að hún verði ekki nýtt tO frekari uppbyggingar á landtöku- svæðunum, en stefna Sharons er að auka verulega við fjárframlög til þeirrar uppbyggingar. Bandarísku herliði fjölgar í Persaflóa - írakar segja einn látinn eftir skotárásir bandamanna Bandaríski herinn hefur sent 15 þúsund hermenn, hið svokallaða Þriðja fótgöngulið, sem hafa verið sérþjálfaðir í stríðsrekstri í eyði- mörk til Persaflóa. Mun það vera í fyrsta heila deildin sem er ílutt á staðinn í undirbúningi Bandaríkja- manna fyrir hugsanleg átök og inn- rás í írak. Greinilegt er að þrátt fyrir að rík- isstjóm George W. Bush Bandaríkja- forseta ítrekar að stríðsrekstur í írak sé ekki ákveðinn fyrir fram, em þeir að búa sig undir það aiira versta. Aðrar vísbendingar um uppbygg- ingu bandaríska hersins í Persaflóa era meðal annarra risasjúkrahússkip sem mun víst leggja af stað til svæðis- ins á alira næstu dögum. Sjóherinn hefur einnig skipað flugmóðurskipi sem var á leiðinni heim frá Persaflóa að vera til taks en búist er við að ails verði 6 slík reiðubúin til taks á svæð- inu innan nokkurra vikna. Bandarískar og breskar herflug- Vopnaeftirlit í írak Starfsmaöur vopnaeftirlits Öryggisráðs SÞ viö störf í Irak í gær. vélar skutu í gær á íraskan flugrad- ar sem hafði flogið inn á bannsvæð- ið í suðurhluta landsins og var hætta á því að tækið gæti rekist á aðra flugvél á svæðinu, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska hernum. írösk yfirvöld segja að flugvélarnar hafi ráðist á borgaralegar byggingar og einn hafi látist. Ekkert var minnst á álíka at- vik í bandarísku skýrslunni. Vopnaeftirlitsmennimir byrjuðu nýja árið í gær með því að skoða fjóra staði, þeirra á meðal eldflauga- verksmiðju og ölgerð, með tilliti til efnavopnaframleiðslu. Eftirlits- mennimir sögðust í gær ætla að fara að nota þyrlur til að auka um- svif sín í landinu. írakar segjast ætla að fara að þessari bandarisku ósk og vinna með þeim þó svo að ut- anríkisráðuneytið hafl lýst yfir óþökk vegna þess að koma með beiðnina á nýársdag sem er opinber frídagur í landinu. REUTERSMYND Páfi flytur áramótaávarp Jóhannes Páli páfi flutti í gær sitt venjubundna áramótaávarp þar sem hann kallaöi meðal annars eftir langþráöum friöi í Mið-Austurlöndum. Hér á myndinni sjáum viö páfa í bakgrunni í miöri ræöu þar sem hann horfir á styttu af Jesúbarninu í jötunni. S-Kóreumenn og Kínverjar ræðast við vegna N-Kóreu Suður-Kóreumenn sendu erind- reka sinn til Kína í gær til að reyna að sannfæra helsta bandamann N- Kóreu, Kínverja, um að reyna að fá þá fyrrnefndu til að láta af hvers kyns kjarnorkuáætlunum. í morgun hittust svo aðstoðarutanríkisráð- herra S-Kóreu, Lee Tae-shik, og kín- verskur kollegi hans, Wang Yi, til að ræða ástandið, þá sérstaklega þá spennu sem ríkir milli N-Kóreu og Bandaríkjanna. Mun fundurinn hafa staðið yfir í tvo tíma. N-Kórea hefur aftur sett í gang kjarnorkuver sem legið hafa í dvala siðan 1994 en þar er það mögulegt að framleiða plútóníum, nothæft í vopn. Þeir hafa um leið rekið eftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna úr landi sem hafa haft eftirlit með starfseminni. Yfirvöld hafa að und- anförnu hvatt þjóðiina til aö byggja REUTERS Samúöarfullur Bush Þrátt fyrir leiöindi í Noröur-Kóreu munu Bandartkjamenn áfram senda neyöarmatarpakka til landsins. upp „öfluga þjóð“ og einnig ná- granna sina í suðri til að ganga í lið með sér til að berjast gegn banda- rískri yfirgangsemi. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, hafa heimtað beinar við- ræður við yfirvöld í Washington og samkomulag um að vera ekki með stríðsrekstur hver í annarra garð. Bandaríkjamenn hafa svarað þeim þreifingum alfarið neitandi þar sem það sé ekki þeirra stefna að verð- launa menn fyrir slæma hegðun. Hins vegar sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti i vikunni að ástandið væri diplómatiskt, ekki hemaðarlegt. „Ég lit á ástandið í N- Kóreu þannig að hægt verði að leysa með diplómatískum leiðum," sagði Bush. Alþjóða kjamorkumálastofn- unin í Vínarborg býst við skýrslu um ástandið 6. janúar næstkomandi. Rabbani aftur fram Fyrrverandi forseti Afganistan, Burha- nuddin Rabbani, hef- ur sagt að hann og Jamiat-e-Islami fylk- ing hans muni bjóða fram í forsetakosning- unum á næsta ári. Hann tapaði fyrir Hamid Karzai þegar sá síðarnefndi var kjörinn forseti til bráðabirgða. Sveigjanlegur vinnutími Bretar myndu frekar vilja eiga þess kost að hafa vinnutíma sveigj- anlegan eða fá afnot af fyrirtækisbíl eða meðlimakort í líkamsræktar- stöð I stað launahækkunar frá vinnuveitEmda sínrnn, eftir því sem fram kemur í nýlegri könnun. 28 létust í Mexíkó Ólöglegur sölubás með flugeldum sprakk í loft upp á mánudag með hrikalegum afleiðingum. Eftir nokk- urt þóf hafa yfirvöld gefið út tölu látinna sem 28, en áður höfðu borist fregnir um að sú tala væri hærri. Bandaríkjamenn kæra Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur kært Hughes rafmagnsfyrir- tækið og flugvélaframleiðandann Boeing fyrir að hafa deilt viðkvæm- um upplýsingum um geimferðir með Kínverjum á 10. áratugnum sem heföi getað gert Kínverjum kleift að fmstilla eldflaugar sínar. Japanir hylla keisara Þusundir Japana uröu vitni aö hinu hefðbundna ára- mótaávarpi Jap- P /'****' iM anskeisara á nýárs- \ dag í Tókíó og er það fyrsta opinbera verk hans síðan hann greindist með krabbamein í síðasta mánuði. Landsmönnum létti að sjá hinn 69 ára gamla keisara léttan í lund og hressan í skapi. Óvissa um 3700 manns Eftir að fellibylur skall á eyjum í suðurhluta Kyrrahafs fyrir 5 dögum var ekki vitað um afdrif 3700 manns sem þar búa. Þó glæddust vonir í morgun þegar ástralskar flugvélar flugu yfir svæðið og sáu að líf var með eyjaskeggjum, þó svo að eyði- legging væri mikil. Mubarak hitti Blair Forsætisráðherra Breta, Tony Blair, hitti Hosni Mubarak, Egypta- landsforseta í gær og áttu þeir í óform- legum viðræðum og snæddu saman í um 2 tíma. Mun um- ræðuefni þeirra hafa verið um ástandið í Miðausturlöndum. Bæklingum dreift Bæklingum hefur verið dreift í Afganistan þar sem lýst er eftir og varað við Osama bin Laden, talibön- unum og þeirra fylgismönnum. Verkfallsmenn fá sér frí Leiðtogar verk- fallsaðgerðanna í Venesúela lýstu gærdaginn og dag- inn í dag hvíldar- daga en um leið boðuðu þeir til mikilla átaka um helgina í baráttu þeirra gegn Hugo Chavez forseta og hans mönnum. Milljónir manna hafa farið í verkföll og mótmælt en Chavez hefur engan bilbug látið á sér finna og er ekki að sjá aö hann muni gefa eftir í náinni framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.