Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
Jóhannes frá Betis?
Mál gætu þróast þannig að Jóhannes
Karl Guðjónsson, sem er á mála hjá
spænska liðinu Real Betis, fari frá félag-
inu á næstunni en nokkur félög hafa
lýst yfir áhuga á að fá hann til sín. Jó-
hannes Karl hefur lítið sem ekkert feng-
ið að leika með liðinu í vetur en hann
gekk til Real Betis í fyrra og gerði þá
fimm ára samning. Lið á Englandi hafa
verið með fyrirspumir og er enska úr-
valsdeildarliðið Charlton nefnt þar til
sögunnar. Talið er að Jóhannes Karl sé
falur fyrir 300 milljónir en Real Betis
greiddi 500 milljónir fyrir hann á sínum
tíma.
-JKS
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnu-
kona úr KR.
Eiöur Smári Guöjohnsen, knatt-
spyrnumaöur hjá Cheisea.
^ccboff
Guöni Bergsson, knattspyrnumaö-
ur hjá Bolton.
Jón Arnar Magnússon, tugþrautar-
mabur úr Breiöabliki.
Jón Arnór Stefánsson, körfubolta-
maöur hjá Trier.
íþróttamaður ársins 2002:
Kjörinu verður
lýst í kvöld
- fer fram í beinni sjónvarpsútsendingu á Grand Hóteli
Kjöri á iþróttamanni ársins
2002 verður lýst á Grand Hóteli í
Reykjavík í kvöld. Þetta er í 47.
skipti sem Samtök íþróttafrétta-
manna standa að kjörinu síöan
þau voru stofnuð 1956. Athöfnin í
kvöld hefst klukkan 19 en hluti
hennar verður í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 og RÚV.
Tíu efstu í kjörinu í
stafsrófsröö
Eftirtaldir tíu íþróttamenn
urðu í efsta sæti í kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna 2002 og eru
nöfn þeirra í stafsrófsröð. Ásthild-
ur Helgadóttir, knattspyrnukona
úr KR, Eiður Smári Guðjonsen,
knattspyrnumaður úr Chelsea,
Guðni Bergsson, knattspyrnu-
maður úr Bolton, Jón Arnar
Magnússon, tugþrautarmaður úr
Breiðabliki, Jón Arnór Stefáns-
son, körfuboltamaður hjá Trier,
Kristín Rós Hákonardóttir, sund-
kona úr Fjölni, Ólafur Stefánsson,
handknattleiksmaður hjá Magde-
burg, Ólöf María Jónsdóttir,
kylfingur úr Keili, Rúnar Alex-
andersson, fimleikamaður úr
Gerplu, og Örn Arnarson, sund-
maður úr ÍRB.
Ásthildur Helgadóttir er ein
fremsta knattspyrnukona lands-
ins og einn burðarásinn í íslenska
kvennalandsliðinu. Hún varð ís-
landsmeistari með KR og lék stórt
hlutverk í landsliðinu sem náði
góðum árangri í forkeppni heims-
meistarakeppninnar og var ná-
lægt því að komast i úrslitakeppn-
ina en beið nauman ósigur gegn
Englendingum.
Eiður Smári Guðjohnsen lék
frábærlega vel með Chelsea á síð-
asta tímabili. Hann var maðurinn
á bak við sigur íslenska landsliðs-
ins á Litháum og skoraði tvö
mörk í umræddum leik. Eiður
Smári er einn besti knattspyrnu-
maður landsins.
Guðni Bergsson er fyrirliði
Bolton og var kjörinn besti leik-
maður liðsins á síðasta tímabili.
Hann fer fyrir sínum mönnum
einnig í vetur en var frá keppni
um nokkurra vikna skeið vegna
meiðsla en er kominn í slaginn á
ný og stendur ávallt fyrir sínu.
Jón Arnar Magnússon náði
einni sinni bestu tugþraut á síð-
asta ári og sýndi og sannaði að
hann er enn í hópi sterkustu tug-
þrautarmanna heims í dag. Það
verður spennandi að fylgjast með
honum á næsta tímabili en hann
hefur tekið stefnuna á Ólympiu-
leikana í Aþenu 2004.
Jón Arnór Stefánsson fór út í
atvinnvunennskuna á sl. hausti og
leikur með þýska liðinu Trier.
Hann hefur verið besti leikmaður
liðsins í vetur og var valinn leik-
maður nóvembermánaðar í deild-
inni sem undirstrikar frammi-
stöðu hans með liðinu. Hann á
mikla framtíð fyrir sér sem körfu-
boltamaður.
Kristín Rós Hákonardóttir kór-
ónaði glæsilegt keppnisár þegar
hún vann þrenn gullverðlaun og
tvenn silfurverðlaun á heims-
meistaramótinu í Argentínu
skömmu fyrir jól. Hún er hand-
hafi margra íslandsmeta og
heimsmeta. Það kom því engum á
óvart þegar hún var kjörin
iþróttakona ársins hjá fötluðum á
dögunum.
Ólafur Stefánsson stóð fyrir
sínu á síðasta ári og er hann tví-
mælalaust einn fremsti hand-
knattleiksmaður í heiminum í
dag. Hann var markahæstur á
Evrópumótinu í Svíþjóð, Evrópu-
meistari með Magdeburg og var
síðan kosinn besti leikmaðurinn í
þýsku úrvalsdeildinni að loknu
síðasta timabili.
Ólöf María Jónsdóttir varð ís-
landsmeistari i golfi á sl. sumri.
Hún hélt síðan til Bandaríkjanna
og hefur leikið mjög vel á mótum
þar í vetur.
Rúnar Alexandersson komst í
átta manna úrslit á heimsmeist-
aramótinu í Ungverjalandi og það
hefur engum íslenskum fimleika-
manni tekist áður. Rúnar er án
nokkurs vafa fremsti fimleika-
maður landsins.
Örn Arnarson varð Evrópu-
meistari í 200 metra baksundi á
Evrópumótinu innanhúss í 25
metra laug í Þýskalandi. Þrotlaus-
ar æfingar í haust hafa komið
honum í hóp bestu baksunds-
manna í heiminum í dag.
Athygli vekur að bræður, Ólaf-
ur og Jón Arnór Stefánssynir, eru
á listanum í fyrsta skipti í 35 ár.
Handknattleiksmennirnir Geir og
Örn Hallsteinssynir voru í hópi
tíu efstu 1967.
Allir fá veglega bókagjöf frá
Eddu miðlun
Tíu efstu íþróttamennirnir í
kjörinu í kvöld fá allir veglega
bókagjöf frá Eddu miðlun en þrír
efstu fá að auki verðlaunagripi og
flugmiða frá Flugleiðum.
Vilhjálmur Einarsson frjáls-
íþróttamaður hefur oftast verið
kjörinn íþróttamaður ársins eða
alls fimm sinnum. Hann var fyrst
kjörinn 1956 og síðan tvö ár þar á
eftir. Hann sigraði í kjörinu 1960
og 1961. Örn Arnarson hefur þrí-
vegis hlotið þessa eftirsóttu nafn-
bót, 1998, 1999 og í þriðja skiptið í
fyrra.
Konur hafa alls unnið styttuna
góðu þrisvar sinnum og sú síðasta
sem gerði það var Vala Flosadótt-
ir, árið 2000, er hún hafði nælt sér
í brons á Ólympíuleikunum í
Sydney sama ár.
Sú fyrsta sem hlaut þennan tit-
il var handknattleikskonan Sig-
ríður Sigurðardóttir, árið 1964.
Sundkonan Ragnheiður Runólfs-
dóttir frá Akranesi varð síðan
önnur konan er hún hlaut nafn-
bótina 1990.
Félagsmenn SÍ 21
Félagsmenn í Samtökum
íþróttafréttamanna eru 21 að tölu,
frá Morgunblaðinu, DV, Ríkisút-
varpinu (útvarpi og sjónvarpi) og
íslenska útvarpsfélaginu (Stöð 2,
Bylgjunni, Sýn og Sögu). At-
kvæðagreiðslan er leynileg og set-
ur hver félagsmaður saman lista
með nöfnum tíu íþróttamanna.
Talning fer fram hjá Sýslumann-
inum í Reykjavík. Efsti maður á
listanum fær 20 stig, annað sætið
15 stig, þriðja 10 stig og fjórða
sætið 8 stig og síðan koll af kolli
en 10 maður á listanum fær eitt
stig. -JKS
Örn Arnarson sundmaöur var kjörinn íþróttama&ur ársins í fyrra en alls
hefur hann verið kjörinn íþróttamaður ársins þrisvar sinnum.
Kristín Rós Hókonardóttir, sund-
kona úr Fjölni.
Olafur Stefánsson, handknattleiks-
maður hjá Magdeburg
Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr
Keili.
Rúnar Alexandersson, fimleikamað-
ur úr Gerplu.
Örn Arnarson, sundmaður úr ÍBR.