Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 Sport james Beattie, Southampton James Beattie skoraði sigurmark Southampton gegn Tottenham á ný- ársdag og er þetta tólfta markið sem hann skorar í deildinni í vetur og er án efa ein af stóru lyklunum að vel- gengni félagsins það sem af er. Þetta fornfræga lið er nú komið á þær slóð- ir sem gamlir stuðningsmenn félags- ins þekkja frá því snemma á síðustu öld. Það er í raun ekki fyrr en á síðasta keppnistímabili sem James Beattie hefur látið á sér kræla í ensku úrvals- deildinni, en þá skoraði hann 11 mörk fyrir Southampton. Hann hefur heldur betur hætt í á þessu tímabili. Beattie er hóf ferilinn sem unglingur hjá Blackbum árið 1994 og skoraði þá 135 mörk fyrir unglingaliðið áður en hann gerði atvinnumannasamning við Blackbum, þá aðeins 17 ára gam- all. Hann lék sinn fyrsta leik i úrvals- deild gegn Arsenal, en hann var síð- an seldur til Southampton sumarið 1998 íyrir um eina milljón punda. Hann lenti í erfiðum ökklameiðslum, en hann náði sér upp úr því og var í kjölfarið kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Það þykir víst að koma Gordons Strachans til liðsins hefur haft mjög jákvæð áhrif á feril Beatties en skot- inn snjalli hefur haft tröllatrú á leik- manninum. -PS James Beattie Fæddur: 27. febrúar 1978. Heimaland: England. Hæð/þyngd: 183 cm/84 kg. Leikstaða: Framherji. Fyrri lið: Blackburn. Deildarleikir/mörk: 123/28. Landsleikir/mörk: engir. Hrós: „Beattie er frábær markaskorari og það er alveg ljóst að andstæðingar okkar geta aldrei verið rólegir á meðan að hann er í vítateignum. Svo klárar hann sín færi,“ segir Gordon Strachan, framkvæmda- stjóri Southampton. Toppslagur nýársdags fór fram á Highbury þegar Arsenal mætti Chelsea í toppbaráttunni: Fimm marka veisla - fjögur mörk á sex mínútna kafla hleyptu spennu í lokamínútur leiksins Arsenal hefur fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Chelsea í miklum markaleik á heimavelli sínum High- bury í Lundúnaslag. Arsenal komst yfir á 9. mínútu með sjálfsmarki Desailly, varnar- manns Chelsea. Eftir það var leikur- inn í járnum, en á 81. mínútu byrj- uðu ósköpin. Á næstu sex mínútum skoruðu leikmenn liðanna fjögur mörk, eða tvö hvort lið. Arsenal komst í 3-0 með mörkum Bronck- horst og Henry og aðeins um átta mínútur eftir af venjulegum leik- tíma. Leikmenn Chelsea voru hins vegar ekki hættir og náðu þeir Mario Stanic og Emmanuel Petit að gera tvö með minútu millibili og skyndilega var kominn mikil spenna í leikinn. Þeir reyndu án af- láts að bæta þriðja markinu við en án árangurs. Mikil samheldni Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, sagði að leik loknum að þarna hefði verið um mjög erfið- an leik að ræða. „Við urðum að grafa djúpt og sýna mikla sam- heldni til að landa þessum sigri. Þegar við komumst 3-0 yfir slökuð- um við á og fljótlega var okkur refs- að. Við vorum orðnir þreyttir og það skapaðist veruleg hætta á aö við myndum missa leikinn niður í jafn- tefli. Ég lít á afrakstur þessa leiks sem jákvæða lexíu.“ Þrátt fyrir tapið bar Claudio Ranieri sig mannalega. „Ég er mjög ánægður með mína menn og þeir lögðu allt í þetta í dag, en svona er knattspyrnan." Enn taplausir heima Southampton er fyrir alvöru farið að blanda sér í toppbaráttuna og lík- lega það lið sem komið hefur hvað mest á óvart í vetur með frammi- stöðu sinni. Þeir hafa enn ekki beð- ið lægri hlut á heimavelli sinum í vetur og á því varð engin breyting í gær. Þeir fengu liö Tottenham í heimsókn og enn á ný var það hinn sjóöheiti James Beattie sem skoraði sigurmark Southampton. Þetta var tólfta mark Beattie i deildinni í vet- ur. Hinn maðurinn á bak við vel- gengni Southampton er fram- kvæmdastjórinn Gordon Strachan. „Þetta voru risar þarna úti og við urðum að standa upp i hárinu á þeim. Þetta var ekki frábær fótbolti, en þarna voru á ferðinni hugrakkir menn og með mikinn karakter." Allardyce bálreiöur Aston Villa vann góðan sigur á Bolton á heimavelli sínum í Birmingham með mörkum frá þeim Dion Dublin, sem virðist hafa fundið netmöskvana að nýju og Darius Vassell. Framkvæmdastjóri Thierry Henry, markahrókur Arsenal, fagnar hér þriöja markinu gegn Chelsea sem reyndist sigurmarkiö í leikn- Bolton, Sam Allardyce kenndi Matt Messias, dómara leiksins, um tapið, en hann vildi meina að Bolton hefði átt að fá víti í stöðunni 1-0, Micheal Okkar menn Guöni Bergsson og félagar hans í Bolton töpuðu fyrir Aston Villa. Guðni lék allan leikinn og var fyrirliði liðsins. Ricketts var að hans mati haldið í teignum. „Ég er enn bálreiður. Þetta var vendipunktur mjög mikilvægs leiks. Þama höfðum við tækifæri til að jafna en þess í stað skoruðu þeir annað mark og hirtu þar með öll stigin í leiknum. Ef þeir geta ekki tekið ákvarðanir sem þessar þá eiga þeir ekki að dæma í úrvalsdeild- inni.“ Graham Taylor, framkvæmda- stjóri Aston Villa, sagðist hafa misst úr eitt hjartaslag í umræddu atviki en var feginn að dómarinn dæmdi ekki. -PS Eiöur Smúri Guöjohnsen kom inn á á 70. mínútu þegar Chelsea tapaöi fyrir toppliöi Arsenal. Lárus Orri Sigurösson og félagar hans í WBA fengu að hvíla á nýársdag þar sem Loftus Road, núverandi heimavöllur Fulham var á floti. Heióar Helguson var í byrjunarliði Watford sem mætti efsta liðinu Portsmouth. Hermann Hreiöarsson lék allan leik- inn þegar hann og hans menn lögðu Millwall að velli, 4-1. ívar Ingimarsson var ekki i leikmannahópi Wolves í 1-1 jafntefli gegn Derby. Bjarni Guöjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði ___ Stoke þegar liðið lagði Preston að velli og léku þeir allan leikinn. Pétur Marteinsson sat hins vegar á varamannabekknum allan leikinn. Brynjar Bjöm skoraði annað marka liösins. -PS Hetjan David Beckham, leikmaður Man. Utd, er hetja helgarinnar. Hann gerði jöfnunarmark liðs síns i erfiðri viðureign liðsins gegn fallkandídötunum í Sunderland. Þetta er annað mark kappans á nokkrum dögum en hann er ný- kominn inn í liöið að nýju eftir meiðsli en hdnn riíbeinsbrotnaði í haust. Þegar Beckham var laus við meiðslin átti hann í mesta basli með að komast inn í liðið að nýju, enda var frammistaða þeirra leik- manna sem leystu meiddar hetjur liðsins af hólmi mjög góð. Hann er nú kominn aftur og sannar með óyggjandi hætti í tvebnur leikjum í röð að hann er lykilmaður í þessu liði. -PS ... skúrkurinn Howard Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Sunderland, er skúrkurinn í upphafi nýs árs. Hann hefur um nokkurt skeið stjórnað liði Sunderland og eru sigurleikimir ekki margir. Það var nú kannski ekki hægt að ætl- ast til Sunderland færi með sigur af hólmi gegn Man. Utd, en á hitt ber að líta að þau eru ekki mörg batamerkin á leik liðsins. í gær tapaöi liðið sínum þriðja leik í röð og ekkert annað en fall virðist blasa við liðinu. -PS Helgin 4.-5. janúar Enska bikarkeppnin Laugardagur 11. janúar Bolton-Fulham Chelsea-Charlton Liverpool-Aston Villa Man. City-Leeds Middlesboro-Southampton Sunderland-Blackbum WBA-Man. Utd West Ham-Newcastle Sunnudagur 12. janúar Tottenham-Everton Birmingham-Arsenal Laugardagur 18. janúar Aston Villa-Tottenham Blackburn-Birmingham Charlton-Bolton Everton-Sunderland Leeds-WBA Newcastle-Man. City Southampton-Liverpool

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.