Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 16
Kjallari FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 2003 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nýir tímar í pólitik Reykjavíkurlistinn er ekki samur eftir sviptivinda siöustu dægra. Sár borgarstjóri hefur neyðst til að láta af völdum sín- um og situr eftir eins og hver annar borgarfulltrúi úti i sal og veit sem er að hann á ekki aftur- kvæmt í eina valdamestu stöðu sem nokkur islenskur stjórnmálamaður getur hugsað sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur skilið Reykjavíkurlist- ann eftir í sárum en tókst að hefta mestu blæðinguna á síðustu stundu. Spurt er hvort sárið muni gróa að fullu. Við þessari spurningu er ekki einhlítt svar. Og efamál hvort tíminn lækni sárið. Það eru ríflega þrjú ár til næstu borgarstjórnarkosninga sem er óratimi i pólitik. Nýr og næsta ópólitískur borgarstjóri á eftir að setja svip sinn á borgarmálefnin og borgarfulltrúar þeirra fylkinga sem mynda Reykjavíkurlistann eiga eftir að ná áttum eftir það áfall sem samstarfið varð vissulega fyrir við lok siðasta árs. Áttundi maður á listanum er skyndilega orðinn óbreyttur fulltrúi og gerbreyttur pólitíkus. Ljóst má vera að mikið gekk á innan raða Reykjavíkur- listans á síðustu dögum gamla ársins. Litlu mátti muna að samstarfið liði undir lok. Aldrei hefur verið jafnaugljóst að Reykjavíkurlistinn er myndaður af fjórum ólíkum öfl- um; framsóknarmönnum, vinstri mönnum, jafnaðarmönn- um og óháðum. Og til að flækja málið enn frekar reyndist einn á meðal hinna óháðu vera háðastur allra. Ingibjörg Sólrún var ekki lengur það sameiningartákn sem sam- staða var um innan R-listans að hún væri. Á næstu misserum kemur i ljós hvort Reykjavikurlist- inn er eitthvað meira en Ingibjörg ein. Löngum hefur ver- ið sagt að glæsilegan árangur þessa kosningabandalags i höfuðborginni megi rekja til pólitískra yfirburða fráfar- andi borgarstjóra; án hans hefði samstarfið aldrei náð þeirri festu sem þarf til að sannfæra kjósendur, án Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði listinn aldrei náð þeim trúverðugleika sem almenningur veltir fyrir sér þegar hann mundar blýantinn i kjörklefanum. Á næstu misserum kemur í ljós hver ræður innan Reykjavikurlistans. Ingibjörg Sólrún hefur verið óskorað- ur foringi listans i nærfellt áratug og aðrir stjómmála- menn, sem hafa setið í borgarstjórn af hálfu R-listans, hafa jafnan verið henni að baki þó þeir hafi verið framar á listanum. Um þetta hefur ekki verið deilt. Ingibjörg hef- ur með pólitískum sjarma og ákveðni sinni haldið borgar- stjórnarflokknum saman og stjórnað embættismönnum af festu. Hún hefur verið imynd R-listans. Á næstu misserum kemur i ljós hvort tími smákónga- veldis sé hafinn innan Reykjavíkurlistans eða hvort borg- arfulltrúar fylkja sér að baki nýjum borgarstjóra sem er þó - ólikt Ingibjörgu - ekki pólitískur leiðtogi heldur verk- legur framkvæmdastjóri. Á þessu er grundvallarmunur i íslenskri pólitík. Og á þessu er það eina fordæmi i póli- tískri sögu Reykjavíkur sem allir vinstri menn vilja gleyma. Þórólfur Árnason er ekki öfundaður af hlutskipti sínu. Hans er að púsla saman pólitísk brot og beyglur. Á næstu misserum kemur i ljós hver trúverðugleiki Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur er í islenskri lands- málapólitík. Næstu mánuðir eru mælikvarði á raunveru- legan styrk hennar í stjórnmálum hér á landi. Hún hefur gefið höggstað á sér. Tilkynning hennar um framboð til þings var klaufaleg. íslenskir kjósendur eru hins vegar til alls liklegir. Þeir geta auðveldlega haldið henni á vara- mannabekknum í íslenskri pólitík nema flokkurinn sjálf- ur gripi til sinna ráða. Sem er liklegt. Sigmundur Ernir DV Skoðun R-listinn er forystulaus Akranes - hnignandi bæjarfélag? Málefni aldraðra - tímamótasamþykkt yrði ráðin borgarstjóri á vegum R- listans. Ingibjörg Sólrún og Kvenna- listinn, sem þá var pólitískur vett- vangur hennar, höfnuðu þessari til- lögu. „Kvennalistinn fer ekki að setja sína bestu konu í baráttusæti og svo þegar til kastanna kæmi þá ætti hún að vera valdalaus," sagði Guðrún Ögmundsdóttir af þessu til- efni. Málamiðlun varð sú formregla, að Ingibjörg Sólrún væri „utan flokka" í borgarstjórn og borgarstjóri með atkvæðisrétti, eins og hún orðaði það. Með ákvörðun sinni hinn 18. desember sl. um þingframboð fyrir Samfylkinguna braut Ingibjörg Sól- rún þessa reglu og verður því að víkja að kröfu samstarfsmanna sinna. Án atkvæðisréttar Vegna reynslunnar af Ingibjörgu Sólrúnu og ákvörðunar hennar um að ganga bæði á svig við loforð sin við kjósendur um að fara ekki þing- framboð og formreglu R-listans, varð niðurstaðan sú við brotthvarf hennar úr stóli borgarstjóra, að R- Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kynnir stefnuskrá sína í apríl sl. „Grundvall- arreglur R-listans voru ekki aðeins settar Ingi- bjögu Sólrúnu til höfuðs, heldur til að tryggja festu við margflokka stjórn á Reykjavík. Þessar reglur gilda ekki lengur: R-list- inn er forystulaust rekald. “ listinn réð borgarstjóra án atkvæðis- réttar til starfa fyrir sig. Horfið er aftur til þess tíma, þeg- ar vinstri menn stjómuðu borginni og Egill Skúli Ingibergsson var ráð- inn borgarstjóri. Hvað sem leið störfum og vilja Egils Skúla voru stjómarhættirnir 1978 til 1982 í mol- um vegna pólitísks sundurlyndis og bitnuðu illa á Reykjavíkurborg. Enginn málsvari Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var á umsömdum forsendum málsvari R- listans og bjó við þær sérkennilegu aðstæður í íjórflokkaumhverfi, að þrír flokkanna gagnrýndu hana aldrei opinberlega. Þeir mæltu frek- ar upp í henni ranghugmyndirnar, sem urðu henni að falli, þegar hún hélt, að henni væri fært að svíkja eigin loforð og sniðganga umsamdar leikreglur, af því að annars byggi hún við óbærilega kúgun. Nú er allt óvíst um málsvöm fyr- ir R-listann. Hver talar í umboði hans? Til hvers eigum við, sem sitj- um í borgarstjóm, að snúa okkur til að fá svar um póltíska afstöðu R-list- ans? Grundvallarreglur R-listans voru ekki aðeins settar Ingibjögu Sólrúnu til höfuðs, heldur til að tryggja festu við margflokka stjóm á Reykjavík. Þessar reglur gilda ekki lengur: R-listinn er forystulaust rekald. Hann er minnisvarði um pólitískt dómgreindarleysi, plástur yfir sárið, sem varð til við afsögn Ingibjargar Sólrúnar. R-listinn er síst af öllu stjómtæki í þágu Reyk- víkinga og Reykjavíkurborgar. framtak einstaklingsins til góðra verka. Þó leyfi ég mér að efast um að einstaklings- framtakið sé á nokkum hátt rýrara hér á Akranesi í sam- anburði við önnur svæði landsins. Akranes er vinsæll viðkomustaður margra ferðamanna. Slíkt er ekki að undra þar sem hér er ein- stakt fuglalíf, Langisandur sem tvímælalaust er ein að- gengilegasta og sérstæðasta sandströnd landsins, ein- stakt safn safna í Görðum, mikið og fjölbreytt íþrótta- starf og áfram mætti telja. Sveitarfélagið hefur stutt lengi og dyggilega við ferða- þjónustu með beinni þátt- töku og stuðningi við ýmsa starfsemi sem vissulega flokkast undir ferðaþjón- ustu. „Þakklátari“ gestir Segja má að það sem eink- um hefur breyst eftir að Akraborgin hætti siglingum yfir sundin er að Skagamenn þurfa meira að hafa fyrir því að fá ferðamenn i bæinn, sökum þess að þjóðleiðin um hann, áleiðis í ferj- una, var lögð af sem slík. Við þurf- um og erum að benda á sérstöðu í ferðaþjónustu okkar og erum stolt af því sem við gerum vel í því sam- bandi en erum alltaf tilbúin að gera betur. Ég er þess fullviss að ferðamenn sem hingað koma í dag skilja mun meira eftir sig í samfélaginu og eru „þakklátari" gestir en þeir sem áður Langisandur sem tvímœlalaust er ein aðgengilegasta og sérstœðasta sandströnd landsins, einstakt safn safna á Görðum, mikið og fjöl- breytt íþróttastarf og áfram mœtti telja. “ - Frá safnasvœðinu á Görðum á Akranesi. fyrr fóru einungis hér í gegn vegna þess að þeir þurftu að ferðast með Akraborginni til eða frá Reykjavík. En nóg um ferðaþjónustu að sinni því um það verður ekki deilt að hún er meiri en ritari lesendabréfsins í DV vill halda fram að hún sé. Mikilvægi verksmiðjunnar Það er rétt sem bréfritari bendir á að vissulega hefur bæjarráð Akra- ness ályktað um mikilvægi Sements- verksmiðjunnar sem berst um þess- ar mundir fyrir tilveru sinni. Hvaða bæjarfélag myndi ekki gera slíkt við aðstæður sem þær sem nú eru uppi til að verja hagsmuni rótgróins og góðs fyrirtækis sem samtals veitir á annað hundrað manns atvinnu í sveitarfélaginu? Það vita allir sem kynnt hafa sér málefni Sementsverksmiðjunnar að hún berst nú við óvæga samkeppni og, að mínu áliti, ólögleg undirboð á verði sements frá erlendu stórfyrir- tæki sem ætlar sér með tímabundn- um niðurgreiðslum og öðr- um ráðum að knésetja ís- lenska framleiðandann. Það vita einnig allir sem kynnt hafa sér þessi mál að Sem- entsverksmiðjan er þjóð- hagslega hagkvæmt fyrir- tæki, nýtir innlenda orku og islenskt hráefni að mestu leyti, skapar mikla atvinnu hér á landi og framleiðir úrvalsvöru á sambærilegu verði og er- lendis. - Allir vita að verð- ið á innflutta sementinu mun hækka svo tugum pró- senta nemur ef framleiðsla SV leggst niður og danski framleiðandinn verður einn á markaði. Könnun Markaðsráðs Fyrirsögn lesendabréfs- ins, þar sem segir að Akra- nes sé hnignandi bæjarfé- lag, er beinlínis röng og leitt að sjá slíka fyrirsögn í dagblaði. Ætla ég að nefna nokkur atriði máli mínu til staðfestingar. Til marks um það hefur þeim sem hér kjósa að búa verið að fjölga stöðugt síðan 1996. Hér búa tæplega 5.600 ibúar og láta vel af vist sinni í bænum ef marka má könnun sem Markaðsráð Akra- ness lét gera sl. vor á viðhorfi íbúa til ýmissar þjónustu í bænum. Á Akranesi er óvenjulega fjöl- breytt atvinnulíf, góð uppeldisskil- yrði og samfélag sem íbúar eru ánægðir með. Því er staðhæfmg um að Akranes sé hnignandi bæjarfélag algjörlega úr lausu lofti gripin. „Greiðslur rikis til rekstrarkostnaðar hafa ekki tekið tillit til hus- nœðiskostnaðar og hafa sjálfseignarstofnanimar orðið að standa straum af viðhaldi auk aðildar sinnar að fjárfestingu. - Ákveðið er að fjölga vistrýmum um 150-200 á nœstu 2-3 árum.“ sem rekstrarvandi hefur verið að aukast. Með þeirri samþykkt sem gerð var er Framkvæmdasjóði ætlað stærra hlutverk. Hingað til hefur Framkvæmdasjóður ekki tekið þátt í húsnæðiskostnaði umfram áður- nefnd 40%. Nú er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái það hlutverk að greiða öldrunarstofnunum húsnæðisfram- lag, leiguígildi sem standi undir við- haldskostnaði og stærstum hluta af fjárfestingarkostnaði nýrra hjúkrun- arheimila. Greiðslur ríkis til rekstrarkostn- aðar hafa ekki tekið tillit til húsnæð- iskostnaðar og hafa sjálfseignarstofn- anirnar orðið að standa straum af viðhaldi auk aðildar sinnar að fjár- festingu. Þetta er í raun ótrúlegt fyr- irkomulag sem hefur á nokkrum árum sett stofnanirnar í erfiða bóndabeygju. Hér er því um gríðar- lega mikilvæga samþykkt að ræða. Fjölþjónustukjarnar Starfshópurinn sem vann að þessu mikilvæga máli bendir á að nauðsyn þess „að þjónusta öldrunarstofnana verði ekki bundin við rekstur hjúkr- unar- eða dvalar- heimila, dagdeildar eða þjónustuíbúða, heldur geti hag- kvæmni og þjónusta verið hvað mest með þvi að bjóða þjónustu á öllum þessum sviðum. Heimaþjónusta í aðliggjandi hverfl getur fallið mjög vel að slíkri starfsemi." Ályktað er um mik- ilvægi þess að einn aðili verði ábyrgur fyrir heimaþjónustu og heimahjúkrun. Jafnframt er farið inn á hugsanlega eiginQármögnun einstaklinga við uppbyggingu hjúkr- unarheimila svipað og Búmenn og Bú- seti hafa við bygg- ingar sínar, þár sem aðili leggur fram nokkurt fé í upphafi en fær endurgreitt þegar flutt er úr húsnæðinu. Þá þarf að skoða samhengi vistunarmats og for- gangs að hjúkrunarrými. - Ákveðið er að fjölga vistrýmum um 150-200 á næstu 2-3 árum. í greinargerð starfshópsins koma fram mörg atriði sem verða að teljast valda tímamótum ef komast til fram- kvæmda. Mörg þessara atriða hafa komið fram áður í áætlunum Mark- arholts sem nú vinnur að byggingu fjölþjónustukjarna í Mörkinni í Reykjavík. Frumkvæði Landssam- bands aldraðra og samstarf þess við ríkisstjórn er að bera árangur í þess- um mikilvæga málaflokki. Fyrsti fundur í borgar- stjórn Reykjavíkur á nýju ári er í dag, fimmtudag- inn 2. janúar. Rætt verður í annað sinn um b- hluta fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003, en svo einkennilega var staðið að því að leggja fram fjárhagsáætl- unina að þessu sinni, að hún er af- greidd í tveimur bútum. Leituðu embættismenn borgarinnar til fé- lagsmálaráðuneytisins til að kanna, hvort þessi bútasaumur væri leyfl- legur. Fengu þeir grænt ljós á hann með veikum lögfræðilegum rök- stuðningi. Að sjálfsögðu eiga borgar- fulltrúar kröfu á að sjá fjárhagsáætl- unina í heild strax við fyrri umræðu hennar. Þegar ég fór fram á, að félags- málaráðuneytið svaraði því skrif- lega, hvort rétt væri að málum stað- ið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar, lá ég undir ámæli frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fráfar- andi borgarstjóra, fyrir að hafa hug- ann of mikið við formið. Síðan hef- ur það gerst, að hún er fallin úr stóli borgarstjóra, af því að hún braut gegn þeirri formreglu R-listans, að hún væri borgarstjóri utan stjóm- málaflokka. - Brotið framdi hún með því að samþykkja setu á lista Samfylkingarinnar í þingkosning- unum 10. maí í vor. Skýr regla Til að átta sig á mikilvægi þessar- ar formreglu innan R-listans er nauðsynlegt að rifja upp umræður um skipulag listans við upphaf hans í janúar 1994. Þá voru hugmyndir um, að næði Ingibjörg Sólrún kjöri sem áttundi maður listans, afsalaði hún sér borgarfulltrúaembættinu en um hafi heimsóknir ferðamanna til Akraness lagst af eða svo vitnað sé orðrétt í lesendabréfið: „Nú koma engir ferðamenn til Akraness, aka bara eða hjóla fram hjá.“ Hér gætir mikils misskilnings hjá bréfritara og ber þess merki að við- komandi hefur verið búsettur lengi utan bæjarins. Það er nefnilega mat manna sem starfa við ferðaþjónustu á Akranesi að ferðamönnum þar hafi fjölgað verulega að undanfomu. Því til staðfestingar má nefna mikla aukningu í afþreyingu af ýmsu tagi, svo sem golfíþróttina á glæsilegum 18 holu golfvelli, 15.000 gesti á margrómuðu Safnasvæði að Görð- um, um 5 þúsund gesti á írskum dögum í sumar og mikla þátttöku í ýmsum viðburðum sem staðið er fyrir hér í bæjarfélaginu. Bréfritari sem vill ekki láta nafn sitt koma fram setur beinlinis fram kolranga fullyrðingu sem þessa, hann á að vita betur ef hann fylgist eitthvað með því sem á Akranesi er að gerast. Vinsæll viðkomustaður Síðar í lesendabréfi burtflutta Skagamannsins segir: „Akranesbær berst nú fyrir vonlausum rekstri Sementsverksmiðjunnar sem ekki á neinn rétt á sér lengur þegar mun ódýrara sement má fá á markaðn- um. Sjálfskaparvítið er dæmigert fyrir Akranes sem hefði getað orðið vinsæll ferðamannabær hefði rétt verið haldið á málum. En svona er þróunin víðar á landsbyggðinni þar sem einkaframtakið skortir sár- lega.“ Svo mörg voru þau orð. Vissulega skortir víða meira Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Um miðjan nóvember gengu Landssamband eldri borgara og ríkið frá tímamótasamþykkt um málefni aldraðra. Mikil- vægt samkomulag náðist bæði um kjör aldraðra og alhliða þjónustu fyrir Talið er að um 300 manns séu í mjög brýnni þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili. Þessi þörf hefur verið að vaxa á undanfómum árum og veldur margt. Lítið hefur gerst í byggingu hjúkrunarheimila á síð- ustu árum jafnhliða þvi að þjóðin er að eldast, æ stærri hluti nær 80 ára aldri og þar yfir og þarfnast þessarar aðstoðar. Það kerfi sem notað hefur verið við byggingu hjúkrunarheim- ila er úrelt og vandamálin blasa við. Framkvæmdasjóður aldraðra. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætl- að að fjármagna 40% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Viðkomandi sveitarfélag leggur oft til 15% en þær stofnanir, sjálfseignarstofnanir, sem undanfarið hafa reist slík heimili, hafa lagt til 45%. Þessa fjár hafa þær aflað með ýmsu móti, rekstri happ- drættis, rekstri kvikmyndahúss og gjafa. Undanfarið hefur orðið æ ljósara að þessar stofnanir eru komnar í þrot með öflun stofnfjár auk þess Björn Bjarnason alþingismaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Magnús Magnússon markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaupstaðar Þegar líða tók á lesturinn fór ég að efast um hversu jákvæðar þessar taugar voru og varð loks nokkuð sannfærður um að viðkomandi bréf- ritara væri talsvert í nöp við samfé- lagið sem hann var fluttur frá, enda skrifa menn ekki nafnlaus bréf af þessu tagi nema vera ósáttir eða/og illa fyrir kaUaðir. Akraborgin og ferðamenn Bréfritari segist sakna Akraborg- arinnar því með ferð með henni hafi jafnan verið hægt að slappa af og njóta góðra veitinga. Tek ég undir það að eftirsjá er að skipinu en aðr- ar og e.t.v. greiðari samgönguleiðir hafa tekið við síðan. Segir bréfritari að eftir að Akraborgin hætti sigling- í DV mánudaginn 9. desember síöastliöinn var birt lesendabréf undir fyrirsögninni „Hnignandi bæjarfélag. Bréfritari segist í upphafi bréfs síns vera fluttur frá Akranesi fyrir nokkru en hafi þangað taugar. nv Ummæli Þarna gabbaði ég ykkur! „Samstarfsflokkar borgarstjóra og Samfylkingarinnar gátu óhræddir dregið þá ályktun [af yf- irlýsingum Ingibjargar Sólrúnar fyrir kosningamar í vor] að borgarstjóri hygðist ekki bjóða sig fram til þings fyrir Samfylk- inguna árið 2003. Hefðu þeir eftir sem áður heimtað formlega yflrlýsingu um það hefðu þeir sýnt henni ruddaskap og yfirgang. Það hefði líka skapað þá kennd meðal al- mennings að í Reykjavíkurlistan- um ríkti enginn trúnaður milli manna: Hann væri ormagryfja þar sem hver væri að leita leiða til að leika á aðra. Þannig hafa Reykvík- ingar ekki litið á Reykjavíkurlist- ann hingað til. Borgarstjóri hefur hins vegar upplýst núna að þannig leit hún á málið. Hún kemur fram og segir efnislega: Haha, þið höfðuð ekkert skriflegt. Þarna gabbaði ég ykkur. Svo er hún hissa á því að njóta ekki lengur trausts." Ármann Jakobsson á Múrnum.is. Vandræðamálið leyst? „[Ingibjörg Sólrún] getur, ef henni býðst tækifæri til af hendi Samfylkingarinnar, stefnt á leið- togasæti og þannig leitt kosninga- baráttu Samfylkingarinnar í vor. Með slíkri sætaskipan myndi hún ekki einungis styrkja forystu Sam- fylkingarinnar, heldur gæti hún einnig leyst það sem hefur verið nokkuð vandræðamál fyrir Sam- fylkinguna - að brjóta upp „Þjóð- vakalistann" í Reykjavík suður.“ Svanborg Sigmarsdóttir á Kreml.is. Sjáumst þá! „Vertu sæl Ingibjörg, það verður gaman að mæta þér í landsmálun- um - við erum þér ekki alveg ókunnugir." Gestur Kr. Gestsson, formaður Fram- sóknarfélags Reykjavlkurkjördæmis norður, á Hriflu.is. Allir tapa „Með afsögn Ingibjargar Sólrún- ar hefur formlegt samstarf um list- ann verið plástrað til endingar út kjörtímabilið, en ekki stund- inni lengur. Innihaldið er brostið, enda gat hún ekki dulið gremju sína i gær. Allir málsaðil- ar hafa tapað. Miðað við útkomuna hefði verið skynsamlegra að tala við samstarfs- flokkana á undan ákvörðun, gera það strax i haust, fara þá í prófkjör og taka efsta sæti í öðru kjördæmi borgarinnar. Það hefði hámarkað gróða Samfylkingarinnar og lág- markað tjón Reykjavíkurlistans." Jónas Kristjánsson á vef sínum. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.