Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 Útlönd !OV Offramleiðsla og niðurgreidslur - hamla bættum lífskjörum í þróunarlöndum Valmúaræktun Wöa /' þriöja heiminum snúa bændur sér aö ræktun plantna til framleiöslu fíkniefna þar sem ræktun annarra neysluvara svarar ekki kostnaöi. þjóðavæðingu. Kaffi- og kakó- ræktunin er ekki niðurgreidd, enda fer framleiðslan að mestu eða öllu leyti fram í löndum þar sem stjórnvöld hafa engin tök á að greiða bændum fyr- ir að framleiða. En offramleiðslan og yf- irráðin yfir heims- versluninni halda verðinu niðri og frumframleiðendum fátækum. Dæmi um hvernig niðurgreiðslur ríkra þjóða geta leikið mikilvægar at- vinnugreinar fá- tækra þjóða er hvernig hrísgrjóna- framleiðsla Haiti var lögð í rúst. Offramleiðsla mikið Alþjóðavæðing og frjáls við- skipti eru rekin næstum eins og trúboð og eiga að leysa ýmsan vanda sem veröldin á við að stríða. En þótt meiningin sé góð og viðskipti blómstri sem aldrei fyrr á milli þjóða og heimsálfa er samt víða pottur brotinn og marg- ir bera skarðan hlut frá boröi. Ekki sist þeir sem boðberar við- skiptafrelsisins halda fram að eigi að hagnast mest á alþjóðavæðing- unni, en það eru íbúar margra af fátækustu löndum heims. Meinið er gjarnan það að þeir eiga erfitt með að finna markaði fyrir fram- leiðsluvörur sínar, enda eru ríku þjóðimar sjálfum sér nógar um flest það sem fátæku þjóðirnar eru færar um að framleiða. Þar ofan í kaupið eru efnaðri þjóðir færar um aö greiða niður framleiðslu- vörur, svo sem matvæli, svo að bændur fátæku landanna eru ekki samkeppnisfærir á marglofuðum frjálsum markaði. Reiknað hefur verið út aö ör- birgðarþjóðimar tapi sem svarar milljarði dollara á dag vegna sam- keppni við búvörur þeirra landa sem hafa efni á að greiða sinn landbúnað niður. Er það sex sinn- um hærri upphæð en sem svarar þróunaraðstoð til sömu landa. Sem dæmi er bent á að hung- ursneyðin í Eþíópíu stafi m.a. af lækkandi heimsmarkaðsverði á kaffi. Nú er farið að rækta kaffi og flytja út frá mörgum löndum sem áður þekktu lítið sem ekkert tff kaffiræktar. Má þar nefna Víetnam þar sem eru nú ræktuð um 10 af hundraði af heimsfram- leiðslu kaffis. Styrkir Bandaríkjastjórnar við landbúnað halda við tilvistar- kreppu í mörgum heimshlutum. Þannig halda styrkir við baðmull- arræktina við útflutningserfiö- leikum þeirrar vörutegundar í öðrum löndum. Evrópubandalagið styrkir ríflega nær allan landbún- að og þar er eins og víðar offram- leiðsla á mjólkur- Oddur Ólafsson vörum og mörgu biaöamaöur öðru og engin ástæða til að flytja inn líkar vörur frá öðrum heimsálf- um. Það er meira að segja vel niður- greidd sykurframleiðsla í Evrópu sem veldur útflutningserfiðleikum í löndum sem eru miklu betur til sykurframleiðslu fallin en gróin og rík Evrópulönd. Þrátt fyrir fogur orð um þróun- araðstoð og frjálsa verslun landa á milli eru bæði ríkisstjórnir og öfl- ug fjölþjóöafyrirtæki lagin að koma sér upp alls kyns tollamúr- um og takmörkunum á innflutn- ingi sem annars kunna að skaða eigin framleiðslu og ábatasöm við- skipti. Neysluvörur eins og kakó, kaffi og bananar er aðeins hægt að framleiða í heitu loftslagi og eru ræktunarlöndin því í þeim heims- hlutum sem taldir eru til hinna fá- tækari. En ræktunin á kaffi- og kakóbaunum er hið eina sem er í höndum bænda i þriðja heimin- um. Flutningar og frekari vinnsla afurðanna er á vegum alþjóðavæð- ingarinnar góðu. Á undanförnum árum hefur verðið til bænda lækkað um helm- ing og eru þeir víða orðnir gjald- þrota. Þar kemur frjálsi markað- urinn við sögu því samkeppnin harðnar ár frá ári. Bændur og framkvæmdamenn æ fleiri landa læra að rækta eftirsóttar jurtir og hefja samkeppni um markaðina. Eins og áður er minnst á eru nú tíu af hundraði kaffiframleiðslu heimsins í höndum Víetnama en fyrir nokkrum árum kunnu þar- lendir hvorki að rækta né drekka kaffi. Vafasöm ráögjöf Alþjóðlegar peningastofnanir hafa verið ósparar á ráðleggingar til fátækra þjóða um að rækta nú nóg af kaffi. Afleiðingarnar eru augljósar; offramleiðsla og öflugir viðskiptahringar sjá um kaupin og dreifingu og samkeppnin er ekki mikil. Heimsmarkaðsverðið er nú um 55 sent hvert kíló en er 16 sinnum dýrara þegar því er hellt í bollann í veitingahúsi. Samt er verðið ekki talið hátt og kemur það end- anlegum neytanda til góða þegar allt kemur til alls. En sá sem ræktar baunim- ar fær sífellt minna í sinn hlut. Það er því freistandi fyrir kaffibændur að snúa sér heldur að því að rækta kannabisplönt- ur og valmúa til að framleiða úr honum ópíum og heróín því það gefur margfalt betur í aðra hönd en að þræla á kaffi- og kakóökrum og ná ekki einu sinni að selja framleiðsluna fyrir kostnaði. Frjáls heimsverslun Alþjóölegar peningastofnanir hafa veriö ósparar á ráöleggingar til fá- tækra þjóöa um aö rækta nú nóg af kaffi. Afleiðingarnar eru augljósar; offramleiösla og öflugir viöskipta- hringar sjá um kaupin og dreifingu og samkeppnin er ekki mikil. Þótt heimsverslunin sé frjáls og samkeppni eigi að ráða verðlaginu eru það stóru samsteypurnar sem yfirleitt hafa síðasta orðið um verðlagningu, enda eru þœr stœrstu kaupendur og seljendur matvœla. Það þýðir lítið fyrir bœndur og aðra frumframleiðendur að reyna að fá sannvirði fyr- ir vörur sínar þegar stóru kaupendurnir eru nœr einráðir um verðið. Árið 1995 var meðalverð til kaffibænda 4.400 dollarar fyrir hvert tonn. Núna eru greiddir 550 dollarar fyrir tonnið. Frá því að kaffibaunirnar eru tíndar af runnanum og lenda að lokum i hillum stórmarkaða hafa þær að meðaltali skipt 150 sinnum um eigendur. Þarna græða 150 milliliðir á alþjóðavæðingunni. I stórum dráttum fara viðskiptin þannig fram að bóndinn selur stórkaupanda í héraði afurð sína sem aftur selur alþjóðlegu versl- unarfyrirtæki sem enn selur vör- una til dreififyrirtækja margs konar og svo er öll vinnan eftir til að gera þetta að seljanlegri neysluvöru og þar koma ótal milliliðir við sögu. Svo má ekki gleyma öllum flutningafyrirtækj- unum og lánastofnunum og fylk- ingum skriffinna sem allir fá sinn bita af kökunni eða dropa af sop- anum á langri leið frá örsnauöum bændum þriðja heimsins til nægtaborða neyslusamfélaganna. Hverjir ráða verðinu? Þótt heimsverslunin sé frjáls og samkeppni eigi að ráða verðlag- inu eru það stóru samsteypurnar sem yfirleitt hafa síöasta orðið um verðlagningu, enda eru þær stærstu kaupendur og seljendur matvæla. Það þýðir lítið fyrir bændur og aðra frumframleiðend- ur að reyna að fá sannvirði fyrir vörur sínar þegar stóru kaupend- umir eru nær einráðir um verðið. Svo njóta neyslusamfélögin góðs af lágu vöruverði í framleiðslu- löndunum og eru að vonum ánægðir með vel heppnaða al- niðurgreiddra hrís- grjóna í Bandaríkj- unum fyllti markaði af ódýrum hrísgrjónum og engir kaupendur eru að þeirri vörutegund á Haiti og það er borin von að hægt sé að flytja þá vöru úr landi nema með stórtapi. Fátækt og atvinnuleysi haldast þar í hendur við úrræða- lítið stjórnarfar. Offramleiðsla á sykri Sykurframleiðslan í Mozambique er í rúst og í því hörmungarlandi er varla hægt að framleiða neina vöru sem er sam- keppnishæf á heimsmarkaði. Hvað varðar sykurinn, sem er auðræktanlegur í loftslagi í land- inu, verður verslun með hann að keppa við evrópska framleiðslu sykurs sem ein og sér fær árlega sem svarar 1.6 milljörðum dollara í niðurgreiðslur frá ESB. Offram- leiðsla á sykri er i Evrópu og verð- ið á honum lágt, þótt landshættir og veðurlag í álfunni sé mun lak- ara til sykurframleiðslu en í mörgum öðrum löndum sem hæg- lega geta annað allri sykurfram- leiðslu heimsins ef þær ættu ekki í erfiðri samkeppni við lönd sem hafa efni á að greiða sínar land- búnaðarvörur niður og styrkja at- kvæðin í dreifbýlinu. Viða og á mörgum sviðum hefur frjáls verslun og fall tollamúra aukið viðskipti og komið fátækum sem hinum efnaðri til góða. En of- framleiðsla og niðurgreiðslur riku þjóðanna koma illa við þróunar- löndin sem hvorki hafa bolmagn né þekkingu til að taka þátt í al- þjóðavæðingunni af þeim krafti sem nútímaviðskipti krefjast. En vont stjórnarfar og spillt stjórnvöld í þriðja heiminum og víðar eiga í mörgum tilfellum ekki síður sök á hve illa gengur að þróa atvinnugreinar og gera þær samkeppnishæfar í alþjóðavæð- ingunni. Það er óréttmætt að skella allri sök á hörmungum og afturfor þróunarríkja á stjórnir og fyrirtækjasamsteypur efnaðri þjóða. En reynandi væri að leyfa þeim vesælli að keppa á alþjóða- markaði á samkeppnisgrundvelli en ekki við niðurgreidda ofram- leiðslu tæknivæddasta hluta heims. En hvað segja bændur þá og eru neytendur reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir steikina, salatið og kaffisopann til að létta lífsbar- áttu fólks hinum megin á jarðar- kringlunni? (Að hluta byggt á Guardian) Neituðu að strippa aftur Hópur karlstripp- ara neitaði alfarið að koma fram á árlegri nýársskemmtun enska Wood Green Wanderers kvenna- liðsins i ruðningi, eft- ir að hafa orðið fyrir áreiti á síðustu nýársskemmtun liðsins í fyrra. Þegar umboðsmaður þeirra lét þá vita að þeir væru aftur bókaðir hjá stelpunum í ár, neituðu þeir alfarið að mæta og sögðu að síðast hefði allt far- ið úr böndunum. Þeir hefðu þurft að flýja af hólmi eftir að stelpurnar hefðu farið að káfa á þeim og jafnvel nudda sér upp við þá en hefðu þó haldið það út þangað til þær voru famar að beita þá grófum ruðningsbrögðum og keyra þá í gólfið eins og á keppnisvellinum. Að sögn talsmanns stripphópsins fór bjórinn eitthvað illa í stelpurnar og eftir nokkrar könnur hefðu þær ekkert ráðið við hormónaflæðið. „Það kom ekki tU greina af okkar hálfu aö mæta aftur á skemmtun hjá þeim þrátt fyrir að þær hefðu ögrað okkur og sagt að við værum bara skræfur en ekki alvöru karlmenn. Eftir fyrri reynslu vorum við ákveðnir í að taka ekki áskoruninni," sagði talsmaður- inn Gemsi í þorskmaga Hollenskur sjó- maður, Werner Bol, fann nýlega GMS- sima í maga þorsks sem hann veiddi úti fyrir ströndum Hol- lands. Bol, sem er vél- stjóri á strandferða- skipi, var á frívakt þegar honum datt í hug að renna fyrir fisk. „Ég sat og lét mér leiðast og af því að færið var við hendina þá lét ég það flakka í sjóinn. Ég þurfti ekki lengi að bíða því stærð- ar þorskur var kominn á áður en ég vissi af,“ sagði Bol. Hann sagðist hafa gert strax að fiskinum og þá hefði þessi líka skín- andi guli GMS-sími rúUað út á borð úr maga þorsksins. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum,“ sagði Bol, sem tók tók símann í sundur og þreif hann. „Það ótrúlega er að hann virk- ar. Aðeins minnið er ónýtt og þess vegna get ég ekki rakið hver eigand- inn er,“ sagði Bol, sem sett hefur aug- lýsingu í „tapað/fundið“ í einu hol- lensku dagblaðanna. Selja snjó til Síberíu Breskt fyrirtæki sem framleiðir gervi- snjó selur fram- leiðslu sína tU ólík- legustu stað í heim- inum og nú síðast tU Síberíu sem þekkt er fyrir aUt annað en snjóleysi. Stærsti markaðurinn er þó í kvik- myndaborginni HoUywood þar sem eðalsnjór er sjaldséður en gervisnjór- inn er helst notaður við kvikmynda- gerð, í auglýsingar og gluggaútstiU- ingar, tU jólaskrauts og síðast en ekki síst tU að kítta í götin á vetraríþrótta- mótum þegar mótshaldarar hafa gefist upp við að bíða eftir hretinu. Sendingin tU Síberíu er þó ekki ætl- að tU útinotkunar því það er þarlend- ur næturklúbbur sem ætlar að nota hann tU skreytinga innandyra, svona rétt tU að gera andrúmsloftið þjóð- legra. Framkvæmdastjóri snjófyrirtækis- ins, sem kaUar sjálfan sig „yfirsnjó- karlinn", sagði að þessi hugmynd Sí- beríumannanna væri sú geggjaðasta sem hann hefði nokkru sinni orðið vitni að. „Hugsið ykkur bara að vaða snjóinn upp í ökkia á bamum og renna sér svo fótskriðu út á dansgólf- ið. Þetta er eins og að selja eskimóum snjó eða brasUíumönnum kaffi," sagði | yfirsnjókarlinn. Aðspurður hvemig snjórinn væri framleiddur sagði hann að þetta væri bresk uppfinning en uppskriftin væri leyndarmál. „Ég get þó lofað ykkar að hann bráönar ekki. Við framleiðum nú 168 mismunandi tegundir af snjó og auk þess alls konar hluti úr snjó, eins og snjókarla og grýlukerti," sagði yfirsnjókarlinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.