Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 Skoðun Ty\r ipurning dagsins Hlemmur: Hvaða hlut finnst þér vænst um? Jóel Grettir Kristjánsson, 12 ára: Tölvuna mína, því mér finnst gaman í henni. Tómas Magnússon, 12 ára: Stóllinn minn heima er uppáhaldið. Alexander Lúövíksson, 12 ára: PC-töivuna mína. Ólafur Már Sigurösson, 12 ára: Rúmið mitt, mér finnst svo gott aö sofa. Hörður Valur Guömundsson, 12 ára: Bangsann minn sem ég er búinn að eiga síðan ég var lítill. §¥ *• \| ■ Kolbeinn Tumi Kárason, 11 ára: PC-tölvuna mína, hún er mjög góð. Niðurlæging út yfir gröf og dauða Beðið um aö myndin yröi ekki sýnd opinberlega. - Því var neitað. Móðir og systkini skrifa: Hannes Þór dó 33 ára, 17. des. árið 2000. - Við aðstandendur Hannesar Þórs viljum koma því á framfæri að kvikmyndin Hlemmur er sýnd al- farið í okkar óþökk. Þegar við, í gegnum íjölmiðla, fengum vitneskju um sýningu mynd- arinnar fórum við fram á það við Ólaf Sveinsson að myndin yrði ekki sýnd opinberiega. Hann vildi ekki verða við þeirri bón. Þá báðum við um að ákveðin atriði yrðu klippt úr myndinni. Því var einnig neitað. í myndinni er dregin upp mynd af Hannesi þar sem hann var mjög illa á sig kominn, bæði andlega og likamiega. Það virðist mörgum finn- ast nánast gamanmál. í dagblaðs- grein í Fréttablaðinu er Ómari og Hannesi líkt við Gög og Gokke - „slá þeim jafnvel við“. Þekkt fjöl- miðlakona lét þau orð falla í út- varpsþætti um ákveðið atriði í myndinni, þar sem Ómar og Hann- es ræða saman; „að þetta væri alveg óborganleg sena, enginn leikari gæti hafa gert þetta betur“. Einmitt! Grátlegt hörmungarlíf getur enginn gert svona raunverulegt, nema þol- andinn sjálfur. Hann er einfaldlega ekki að leika. Fjallað er um myndina eins og þeir sem fram í henni koma séu að leika hlutverk, séu ekki raunveru- legt fólk. Eða eins og komist er að orði í Morgunblaðsgrein; „Tveir af aðalviðfangsefnum Hlemms krist- alla breiddina: Ómar er seiglan upp- „Við erum þess fullviss að Hannes Þór hefði aldrei viljað sýna sig þannig á sig kominn sem hann er í myndinni, fyrir framan al- þjóð. Þarna er verið að vega að œru látins manns. “ máluð, úrræðagóður og ódrepandi, en Hannes vinur hans er á hinn bóginn blaktandi strá í vindi og hniginn í valinn í lokin.“ - Lesend- ur sem áhorfendur, athugið að Hannes Þór dó ekki fyrir myndavél- ina. Hans dauði var raunverulegur. Ólafur Sveinsson telur sig hafa samþykki Hannesar fyrir mynda- tökunni og vitnar í þá staðreynd að Hannes sé í myndinni. í einu atriði i seinni hluta myndarinnar er farið upp í Gufuneskirkjugarð að gröf Hannesar, án vitundar okkar að- standenda. Varla hefur Ólafur feng- ið samþykki Hannesar fyrir því! Áfengissýki er sjúkdómur, sem Hannes Þór barðist við í mörg ár, harðri baráttu. Hann á ástvini, sem létu sér annt um hann og reyndu eftir mætti að aðstoða hann. Það var barátta sem bar ekki þann ár- angur sem óskir og vonir stóðu til. Hannes var orðinn mjög veikur mörgum mánuðum fyrir andlát sitt og þar af leiðandi, og eins og sést og heyrist raunar í myndinni, ekki fær um að taka stórar ákvarðanir. Hannes getur í dag ekki svarað fyr- ir sig sjálfur. Þess vegna viljum við, hans nánustu aðstandendur, við sem þekktum hann best, láta í okk- ur heyra. Við erum þess fullviss að Hannes Þór hefði aldrei viljað sýna sig þannig á sig kominn sem hann er í myndinni, fyrir framan alþjóð. Þarna er verið að vega að æru látins manns. - Velta sér upp úr og gera sér mat úr ógæfu hans. Þjóð í hörðu landi Ómar Smári Kristinsson skrifar: „Ég vil elska mitt land“ segir í kvæði einu. í þessu felst dálítill efi. Það að vilja og það að gera er ekki það sama. Skyldi þetta vera dæmi- gert fyrir íslendinga? Ástarjátning- ar af þessu tagi heyrir maður helst þegar þeir eru fullir að skemmta sér, t.d. á Kanarí, langt frá sínu kalda landi. Mig er farið að gruna að þrátt fyrir allt þjóðarstoltið þá ríki visst hatur til landsins. Þjóðin virðist vera að hefna sín á þeirri óblíðu náttúru sem bjó henni svo þröngan kost lengst af. Það hafa ekki fæðst margar kyn- slóðir síðan flestir sem hér bjuggu voru kaldir og svangir. Danskurinn jók á eymdina. Því hefur þjóðin ekki heldur gleymt alveg. Það er „Þeir sem fara í dag að skoða náttúru íslands hríf- ast líka (stígi þeir út úr jeppanum), jafnvel svo að þeir elska sitt land. - Meira að segja þjóðirnar sem frömdu hroðaverk hver á annarri í seinni heimsstyrj- öldinni hafa friðmœlst. “ nánast skylda meðal íslenskra skólanema að láta dönskunámið pirra sig. Þeir sem fara í dag til Danmerkur eru flestir stórhrifnir af fólki, menningu og tungu þess lands. Þeir sem fara í dag að skoða náttúru íslands hrífast lika (stígi þeir út úr jeppanum), jafnvel svo að þeir elska sitt land. - Meira að segja þjóðirnar sem frömdu hroðaverk hver á annarri í seinni heimsstyrj- öldinni hafa friðmælst. Langvarandi kuldi og hungur virðist þó sitja fastar í genunum en stríðsógnin. Stór hluti þjóðarinnar virðist ekki geta skilið að í rauninni sé ekki hægt að elska sitt land. Hjá þeim eru orðin umhverfissinni og náttúruverndarsinni að verða að skammaryrðum og heyrast yfírleitt með hinu hvimleiða forskeyti „svokölluðu". Það sem getur ekki verið alvöru er bara „svokallað", og svo þurfum við að „sigrast á nátt- úruöflunum." En er nú ekki kom- inn tími til að grafa stríðsöxina - og það án þess að nota til þess stórvirk- ar vinnuvélar? Smákóngaveldi á ný? Mikið lán var það fyrir Þórólf Árnason að tapa í keppninni við Óskar Magnússon um for- stjórastólinn í Islandssima. Með fullri virðingu fyrir símafyrirtækinu er borgarstjórastóllinn mun merkúegri. Þórólfur ætti að halda honum næstu þrjú árin, ef smákóngar innan Reykjavík- urlistans halda sig á mottunni. Nýi borgarstjór- inn þarf þó að taka á honum stóra sínum til þess að svo verði. Þar verða meðal annarra innan- borðs maður með sært stolt fyrir sína hönd og annarra vandamanna eins og Stefán Jón Haf- stein. Hann er særður fyrir hönd fráfarandi borgarstjóra en ekki síður sina eigin enda gerði hann sér vonir um stólinn mjúka, þótt síðar yrði. Aðgát skal höfð Þá verður Þórólfur að gæta sín á Árna Þór, leiðtoga vinstri-grænna. Hann sá borgarstjóra- stólinn i seilingarfjarlægð þessa jóladaga. Sú minning hverfur ekki auðveldlega úr huganum. Þá er ótalinn framsóknarforkólfurinn, Alfreð Þorsteinsson. Hann hrakti Ingibjörgu Sólrúnu úr stólnum með dyggum stuðningi Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þeir framsóknarbræður sáu ofsjónum yfir gengi Sól- rúnar og um leið hörmulegri framsóknarstöðu í höfuðborginni. Þar stefnir að óbreyttu í að flokk- urinn nái ekki manni inn í þingkosningunum. Það þætti saga til næsta bæjar félli formaðurinn í kjördæminu norður. Þórólfur Ámason, væntanlegur borgarstjóri, gerði því rétt í því að nota tímann nú á nýbyrj- uðu ári til þess að lesa sér til um borgarstjómar- meirihluta vinstri manna i höfuðborginni árin 1978-82. Þá var fenginn til borgarstjórastarfans prýðilegur maður, og verkfræðingur likt og Þórólfur, Egill Skúli Ingibergsson. Þrátt fyrir mannkosti náði hann aldrei tökum á smákóng- um borgarstjómar sem réðu ferðinni. Aðalborg- arstjóri var foringi allaballa, forseti borgarstjórn- ar, auk fjölda annarra smærri borgarstjóra. Borgarstjórnarmeirihlutinn þá var því skipaður fjölda borgarstjóra í stað borgarfulltrúa. Svo gæti farið nú gæti Þórólfur sín ekki á söfnuðinum. Spurt aö leikslokum Þvi má heldur ekki gleyma að borgarstjóri til nærri níu ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, situr áfram á fulltrúabekknum i borgarstjóminni. Hætt er við að hún gefi eftirmanni sínum illt auga standi hann sig ekki að mati hins fallna foringja. Þórólfur, fyrrum Talforstjóri, endaði með betra djobb en kollega Óskar Magnússon. í þeim efnum spyrjá menn þó að leikslokum. Skynsam- legt væri fyrir borgarstjórann nýja að lemja leift- ursnöggt í hausinn á borgarfulltrúunum sem ganga með starfið hans í maganum. Ella er hætt við að hann standi vígamóður upp i lok kjör- tímabilsins - eða jafnvel fyrr. CyflXfi Risarnir f atvinnulífinu. - Sameinaðir undir þrýstingi. Þrýst á SÍF og SH? Þórður Guðmundsson skrifar: Sums staðar virðist sem nauð reki til sameiningar islenskra fyrirtækja nú um stundir. Víst er þó vænlegra að tvö skyld fyrirtæki sameinist en leggi upp laupana. En oft sýnist sem raunveruleg þumalskrúfa sé ástæðan fyrir sameiningu. Það virðist t.d. eiga við risana tvo í íslensku athafnalífi, SÍF og SH. Augljóst er að viðskipta- vinir þessara stærstu íslensku fyrir- tækja beita nýrri taktík sem er krafa um sífellt lækkað verð og tryggingu fyrir stöðugri afhendingu á magni. Það má því segja að líftaugin sem kann að halda þessum risum á floti sé einungis sameining. Ekki bjóðandi ÞK skrifar. Ég fór í Smárabíó nú um hátíðarnar og sá Hringadóttinssögu. Ágætis mynd, en að þurfa að horfa á tæplega háftíma skjá- og auglýsingamyndir, að mestu frá bíóinu sjálfu, á undan er ekki líðandi. Lét fjöldi áhorfenda í Ijós óánægju sína. Er það fullmikið á yfir þriggja tíma mynd. Þetta auglýsingafargan mætti standa yfir i 10 mínútur í mesta lagi, á meðan fólk er að koma sér fyrir, en það er eins og margir þurfl að birgja sig upp á síðustu stundu. En kannski er fólk farið að reikna með þessu og kemur bara hálftíma seinna, þegar þetta er yflrstaðið? Hvar eru fuglar? - Allir í felum? Samfylking í felum Þröstur hringdi: Ótækt er hvernig fjölmiðlamir standa sig í upphlaupi borgarstjórans sem ætlar að taka stökk yfir í Samfylk- inguna. Hvers vegna er ekki rætt við formann Samfylkingarinnar, þingkon- urnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Bryn- dísi Hlöðversdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og jafnvel fleiri i Sam- fylkingunni? Þeim líður áreiðanlega ekki vel við þessi tíðindi af Ingibjörgu Sólrúnu. Hún rýrir verulega mögu- leika þessara kvenna auðnist Samfylk- ingunni að fá fylgi til stjómarmyndun- ar. Ekki verða allir ráðherrar úr Reykjavík. Ingibjörg yrði örugglega fyrst nefnd til sögunnar í ráðherrastól, ásamt Össuri, og þá er ekkert rúm fyr- ir fleiri konur úr Reykjavík. Sjálfshól á Sögu Páll Ólafsson skrifar: Útvarp Saga er einn skemmtilegasti talmiðillinn sem maður á aögang að, flölbreytt viðtöl og oftast um viðburði dags í erli og ferli þjóðar. Það stakk því i stúf við fyrri þætti þegar okkur bauðst áheyrn að einu mesta sjálfshóli sem sögur fara af á svona talmiðli, þegar Hallgrímur Thorsteinsson ræddi við útgáfustjórann, sem telur sig kominn með einkaleyfi á þjóð- skáldinu Laxness, og svo hins vegar þegar Ingvi Hrafn Jónsson fékk fyrr- verandi forseta lýðveldisins til skrafs um sjálfa sig í framhaldstengdum þátt- um. - Þetta var mikil leiðindatugga og einstaklega hjákátleg í báðum tilvik- um. Svona viðtöl missa marks að flestu leyti, því nóg er komið af sjálfs- hóli beggja þessara einstaklinga. : Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.