Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 I>V Útlönd 13 Ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs heldur áfram á nýju ári: Fjórir Palestínumenn skotnir til bana í gær - þar af þrír fimmtán ára drengir ísraelskir hermenn skutu í gær fjóra Palestínumenn til bana I tveim- ur aðskildum tilvikum á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum í gær. í fyrra tilvikinu voru þrír drengir vopnaðir hnifum og vírklippum skotnir til bana við Alei Sinai-land- tökubyggðina á Gaza-svæðinu, en að sögn talsmanna ísraelska hersins voru þeir komnir um hundrað metra inn fyrir afgirt svæði þegar þeir voru skotnir. Kennsl hafa þegar verið borin á lík þeirra og reyndust þeir allir fimmtán ára gamlir. í seinna tilvikinu var Palestínu- maður skotinn til bana mitt á milli landtökubyggðanna Yitzhar og Immanuel í nágrenni bæjarins Nablus, en að sögn talsmanna hers- ins reyndist hann bera með sér sprengju í poka sem talið er að hann hafi ætlað að sprengja í annarri land- tökubyggðinni. Atburðirnir áttu sér stað á sama Átökin halda áfram Særöur Palestínumaöur fluttur á sjúkrahús eftir aögeröir gærdagsins. tíma og þúsundir Palestínumannn fognuðu því á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum og Gaza að 38 ár voru liðin frá því Fatah-hreyfmg Yassers Arafat lét fyrst til skarar skriða gegn ísraelum, en það var í misheppnaðri árás á ísraelskt vatns- flutningaskip í eigu ríkisins á nýárs- dag árið 1965. Á meðan Palestínumenn fógnuðu drógu ísraelar liðssveitir sínar út úr bæjum og flóttamannabúðum á um- ræddum svæðum, en liðsmenn vopn- aðara hreyfmga Palestínumanna notuðu tækifærið og gengu um götur vopnaðir árásarrifflum og gerviflug- skeytum. Áður hafði Jóhannes Páll páfi not- að tækifærið til þess að biðja fyrir friði í Mið-Austurlöndum í áramóta- ávarpi og hvatt til þess að fundin yrði friðsamleg lausn með aðstoð al- þjóðsamfélagsins sem fyrst. Blóði hafi verið úthellt allt of lengi í þessu helga fæðingarlandi frelsarans. REUTERSMYND Stingur sér til sunds í Tíber ítalinn Riccardo Russi stingur sér hér til sunds í ánni Tíber í Rómaborg til að fagna nýju ári en þaö érgamall siður Rómverja aö stinga sér til sunds á nýársdag af hinum fjöldamörgu brúm borgarinnar. Mikill fögnuður þegar Lula tók formlega við embætti í gær Luiz Inacio Lula da Silva, eða Lula eins og hann er kallaður heimafyrir, fyrsti vinstrisinnaði for- seti Brasilíu í fjörutíu ár, tók formlega við embætti við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Brasiliu í gær að viðstöddum fulltrúum 119 þjóðalanda og þar á meðal skoð- anabræður hans þeir Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, for- seti Venesúela. Um tvö hundruð þúsund manns fógnuðu embættistöku Lula, eins og hann er kallaður, á götum miðborg- arinnar en miklar væntingar eru gerðar til þessa fyrrum skóburstara og formanns flutningaverkamanna- sambands Brasilíu, sem lofað hefur endurbótun og uppstokkun í stjóm- un landsins, eða „endurreisn virð- ingar þjóðarinnar", eins og hann segir sjálfur. Þúsundir fólks streymdu til höfuðborgarinnar á rútum og Lulu fagnar embættistökunni. einkabílum til þess að vera viðstaddar embættistökuna, sem Lula sjálfur kallaði „veislu þjóðarinnar". Einn þeirra sem komnir voru langt að sagði að þetta væri langþráður draumur þjóð- arinnar sem hefði mátt þola yfirráð gráðugs aðalsins allt frá því árið 1500. í innsetningarræðu sinni sagði Lula að sigur sinn í forsetakosn- ingunum hefði ekki verið sigur einna einstakra kosninga heldur sögulegur sigur fólksins. „Við erum loksins að upplifa draum margra kynslóða á undan okkur sem mistókst að láta drauminn rætast," sagði Lula, sem hlaut 61% stuðning í kosningunum. Að sögn sjónarvotta var embættis- takan mjög tilkomumikil og ruddist fólk í gegnum hindranir lögreglu alveg upp að þjóðþingshúsinu, þar sem athöfnin fór fram, til þess að hylla forsetann, hrópandi „lifi Lula“. Minnti fögnuðurinn helst á tilflnningaþrungin hátíðahöld Brasi- líumanna eftir frækna sigra knattspyrnulandsliðs þjóðarinnar á stórmótum. Munið að slökkva á kertunum Forðist að hafa kerti í dragsúg. Rauði kross íslands V //ÍT SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.