Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 18
18
Tilvera
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
I>V
6 fyrstu blööin ókeypis
og vönduö reiknivél aö gjöf...
ef þú svarar innan 10 daga!
Viöskiptablaöiö er sent til áskrifenda á hverjum
miðvikudagsmorgni, stútfullt af traustum fréttum og
fréttaskýringum úr íslensku og erlendu viöskiptalífi.
Vönduö blaöamennska þar sem byggt er á margra ára
reynslu og þekkingu.
Tryggöu þér einstakt áskriftartilboö og fáðu fyrstu
6 blöðin ókeypis og vandaöa reiknivél aö gjöf ef þú
tekur tilboöinu innan 10 daga!
Hringdu strax i síma 5116622__________________________
eða skráðu þig á vb.ÍS!
Film-Undur sýnir Halbe Treppe í Háskólabíói:
✓
Ahætta sem borgaði sig
Næsta kvikmynd á vegum Film-
Undurs er þýska kvikmyndin Halbe
Treppe. Verður hún frumsýnd í Há-
skólabíói í dag. Myndin er sérstök
að því leytinu til að lagt var af staö
án handrits. Handritshöfundar voru
á tökustaö um leið og leikaramir og
síðan var spunnið áfram.
Halbe Treppe, sem er margverð-
launuð, er á gamansömum nótum.
Leikstjóri og handritshöfundur er
Andreas Dresen. Framleiðandi er
Peter Rommel, íslandsvinur sem
hefur framleitt þrjár síðustu kvik-
myndir Friðrik Þórs Friðrikssonar.
Tóku þeir félagar talsverða áhættu
með þessari kvikmynd, sóttu ekki
um neina styrki, notuð aðeins fé
sem þeir áttu inni fyrir síðustu
kvikmynd. Sú áhætta borgaði sig
því myndin hefur notið mikilla vin-
sælda í Þýskalandi sem og víðar.
í aðalhlutverkum eru Steffi
Kúhnert, Gabriela Maria Schmeide,
Thorsten Merten og Axel Prahl.
Meðal verðlauna sem myndin hefur
fengið má nefna Silfurbjörninn í
Berlin fyrr á þessu ári sem besta
kvikmynd. Á kvikmyndahátíðinni í
Chicago var Andreas Dresden val-
inn besti leikstjórinn og hann var
tilnefndur til evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna á þessu ári.
í myndinni segir frá tvennum
vinalegmn hjónum á fertugsaldri
sem búa í Frankfurt. Líf þeirra er í
föstum skorðum en áfangastaðurinn
er óljós. Önnur hjónin eru útvarps-
maðurinn Chris og seinni konan
hans Katrín sem hafa ekki mikið
hvort við annað að segja. Vinur
hans, Uwe, þrælar dag og nótt í
pulsustandinum sínum og gleymir
bæði bömum og Ellen, eiginkonu
sinni. Engin furða að Ellen og Chris
fari að draga sig saman. Þegar þau
eru gripin glóðvolg vakna allir
harkalega úr dvalanum. Hetjumar
okkar neyðast til að endurskoða líf
sitt gaumgæfUega og skyndilega
kemur í Ijós að lítil kraftaverk geta
gerst, jafnvel í borg á borð við
Frankfurt, ef maður aðeins trúir á
þau.
Þeir Andreas Dresen og Peter
Rommel hafa áður starfað saman.
Vandræðaástand
Steffi Kuhnert í hlutverki Ellenar.
Gerðu þeir Nachtgesten árið 1999
sem gerist nóttina sem páfmn dvel-
ur í þýskri stórborg. Var sú kvik-
mynd mjög vinsæl í Þýskalandi og
vann til margra verðlauna. Dresen
fæddist 1963 og gerði sina fyrstu
kvikmynd 1979. Vann síðan næstu
árin sem hljóðmaður við leikhús,
settist á skólabekk og lærði leik-
stjórn frá 1986 til 1991 og hefur í tíu
ár unnið sem handritshöfundur og
leikstjóri. -HK
VGK verkfræðistofa hf.:
Styrkir sambýli
VGK verkfræði-
stofa hf. ákvað á
síðasta ári að gefa
árlega ákveðna
fjárupphæð til góð-
gerðarmála. Á síð-
asta ári var styrk-
ur veittur Mæðra-
styrksnefnd, en nú
í ár var ákveðið að
styrkja Sambýlið
Barðastöðum 35,
sem tekið var í
notkun nú rétt fyr-
ir jólin, meö fjár-
hæð að upphæð kr.
150.000. Það var
Styrkurlnn afhentur
Taliö frá hægri, Ragnar Kristinsson,
stjórnarformaöur VGH, Líney Ólafs-
dóttir forstööukona og Einar Gunn-
laugsson, frá VGK verkfræöistofu.
Ragnar Krist-
insson, stjórn-
arformaður
VGK, sem af-
henti Líneyju
Ólafsdóttur for-
stöðukonu
styrkinn, sem
veitti honum
viðtöku fyrir
hönd Sambýlis-
ins. Sambýlið
Barðastöðum 35
er fyrir fótluð
böm og ung-
menni
26 aðilar
fengu
styrk
Úthlutað var samtals 3,9 milljón-
um króna úr Menningar- og viður-
kenningasjóði Kaupfélags Eyfirð-
inga svf. Styrkþegar eru 26 talsins,
þar af fékk 21 aðili styrk til ýmissa
verkefna og einnig var úthlutað
styrkjum til 5 einstaklinga, yngri en
25 ára, sem allir hafa unnið góð af-
rek í sinum íþróttagreinum. Að
þessu sinni bárust 107 umsóknir um
styrki úr Menningar- og viðurkenn-
ingasjóði KEA og voru 79 þeirra
metnar af Fagráði KEA svf.
Pops á Kringlukránni:
Halda uppi
kyndli gömlu
meistaranna
Sögufræg unglingahljómsveit,
Pops, mun leika fyrir dansi á
Kringlukránni um næstu helgi.
Pops lék á Kringlukránni á síðasta
ári við afbragðsgóðar undirtektir og
ættu allir sem ekki náðu að berja
þessa sögufrægu sveit augum að
nota tækifærið núna og draga fram
dansskóna því þeir félagar lofa
sannkallaðri „sixties" sveiflu annað
kvöld og laugardagskvöld. Ætla þeir
að flytja alla smellina með Bítlun-
um, Stones, Kinks, Small Faces o.fl.
Stefnan er að halda kyndli hinna
gömlu meistara dægurlagatónlistar-
innar hátt á lofti á nýju ári.
Ungir í anda
Meölimir Pops hafa tekiö breytingum frá því þeir komu fyrst fram á sjöunda
áratugnum.