Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Bensínverð:
Hækkun um
tæpar 2 krónur
Essó varð fyrst olíufélaganna til
að hækka eldsneytisverð á nýju ári.
Lítrinn af bensíni hækkaði um kr.
1,90, dísilolíu um kr. 2,00, flotaolíu
um kr. 1,70 og svartolíu um kr. 1,50.
Samkvæmt upplýsingum sem feng-
ust hjá Olís áður en blaðið fór í
prentun var fyrirhuguð verðhækk-
un á svipuðu róli þar. Einnig var
búist við hækkun hjá Skeljungi.
Þessar hækkanir eru sagðar vera í
ljósi þróunar á heimsmarkaðsverði
eldsneytis að undanfomu.
Hækkun heimsmarkaðsverðsins
að undanfomu á sér tvær megin-
ástæður, annars vegar vaxandi órói
í Miðausturlöndum og hins vegar
verkfall í olíuiðnaði i Venesúela sl.
fjórar vikur. -JSS
Forsetinn segir æ fleiri festast í fátæktargildru:
Félagsmálaráðherra
segir forsetann taka
allt of djúpt í árinni
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, sagði í nýársávarpi sinu
að þjóðin hefði notið meiri far-
sældar en áður þekktist, þjóðar-
tekjur vaxið jafnt og þétt og at-
hafnamenn orðið sifellt umsvifa-
meiri um víða veröld. íslendingar
hafl aldrei haft eins mikla fjár-
muni milli handa og því þversögn
að fátækt skuli aukast ár frá ári, æ
fleiri skuli festast í fátæktargildru
en þögn ríki um þessa skuggahlið,
meinið vaxi jafnt og þétt.
„Ég heiti á forystusveit launa-
fólksins sem á liðnu ári var í far-
arbroddi andófsins gegn verðbólg-
unni að veita nú sams konar leið-
sögn í glímunni við fátæktina, að
tengja saman ríkisvald og sveitar-
stjórnir, áhrifafólk í atvinnulífi og
liðssveitir í hjálparstarfi og festa í
sessi endurbætur sem tryggi að ís-
land sé ekki lengur eftirbátur ann-
arra á Norðurlöndum," sagði for-
seti íslands.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að forsetinn hafi tekið
allt of djúpt í árinni, ástandið sé alls
ekki eins dökkt og hann hafi lýst og
hann hafi gert allt of mikiö úr vand-
anum. Félagsmálaráðherra hækk-
aði atvinnuleysisbætur um 5% á
gamlársdag.
„Ég er mjög ánægður með ræðu
forseta tslands og tek undir þau orð
hans að fátækt á íslandi fer vaxandi
þó áhrifamenn í þjóðfélaginu hafi
verið að neita því. Ég hitti marga
menn á nýársdag og þeir voru allir
sammála um að Ólafur Ragnar hefði
þarna tekið á máli sem taka þyrfti
á, og það strax. Við Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, munum ræða
þetta mál í dag. Hjá þjóðfélagshóp-
um sem við erum ekki vön atvinnu-
leysi hjá eru nú kröpp kjör og það
er mikil fjölgun á atvinnuleysisskrá
hjá Eflingu sem og mörgum öðrum
verkalýðsfélögum," segir Halldór
Bjömsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins. -GG
Bubbi fékk
fálkaorðu
Fimmtán íslenskar fálkaorður voru
veittar á Bessastöðum á nýársdag.
Meðal þeirra sem vom sæmdir hinni
íslensku fálkaorðu voru
tónlistarmaðurinn Bubbi. Morthens
fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
Auk Bubba fékk Berglind Ásgeirs-
dóttir, ffamkvæmdastjóri OECD,
orðuna fyrir störf í opinbera þágu og á
alþjóðavettvangi; Elin Rósa Finnboga-
dóttir, Samhjálp kvenna, fyrir störf að
mannúðarmálum; Grímur Gíslason,
fréttaritari á Blöndósi; fyrir störf að fé-
lags- og byggðamálum og Guðmundur
H. Garðarsson, fv. alþingismaður, fyrir
störf í opinbera þágu og að málefhum
launafólks
Þá má nefna að Hulda Jensdóttir
ljósmóðir fékk orðuna fyrir ljósmóður-
störf; Sigrún Júlíusdóttir prófessor, fyr-
ir fræðistörf á sviði félagsvísinda; Sig-
rún Klara Hannesdóttir landsbóka-
vörður, fyrir framlag til bókasafhs- og
upplýsingafræða og loks fékk Sigurður
Demetz Franzson tónlistarmaður
stórriddarakross, fyrir störf í þágu
söngmenntunar. -snæ
—
Islenska fálkaorðan
Forseti íslands veitti fimmtán íslendingum hina íslensku fáikaoröu á nýársdag. Hér er hópurinn viö afhendinguna á
Bessastööum.
TF-LÍF bjargaði sex manna áhöfn að morgni gamlársdags:
Flutningaskipið lcebar sökk í gærkvöld
Norska flutningaskipið Icebar
sökk 1 gærkvöld, um 73 mílur suð-
austur af Dalatanga. Þyrla Land-
helgisgæslunnar bjargaði sex
manna áhöfn skipsins aðfaranótt
gamlársdags. Landhelgisgæslunni
barst tilkynning laust eftir mið-
nætti á mánudagskvöld um að
skipið væri að sökkva.
Sex menn voru um borð og voru
þeir að fara í björgunarbúninga
um það leyti en þá var komin 30°
lcebar í vanda
Björgunartilraunir færeysks dráttarbáts báru ekki
árangur og sökk skipiö í seint í gærkvöld.
slagsíða á skipið. Þyrluáhöfn
Landhelgisgæslunnar var þegar
kölluð út og fór TF-LÍF í loftið.
Áhöfn norska skipsins hafði kom-
ið sér í björgunarbát er þyrlan
kom á svæðið og var báturinn á
reki 1 sjómílu frá skipinu. Um
klukkan hálfsex um morgiminn
voru allir mennirnir komnir um
borð í þyrluna en þá var komin
40-50° slagsíða á skipið. Ástand
áhafnar var gott, veður var ágætt
á svæðinu en þó
léttur kaldi.
Samkvæmt upp-
lýsingum stjórn-
stöðvar Landhelg-
isgæslunnar hafði
Icebear lagt af
stað frá Neskaup-
stað á sunnudag
með saltsíldar-
farm áleiðis til
Finnlands. Farm-
urinn er metinn á
um 80 milljónir
króna. íslenskur
skipstjóri var á
skipinu, Jens
Jensson, en áhöfn-
in frá Litháen.
Færeyskur drátt-
arbátur hafði unn-
dv-myndir lhg ið að björgun
skipsins þegar það
sökk í gærkvöld.
-snæ
Um borð í TF-Líf
Iffil i
ÍK' Vjm
ii vui Is ......
Áhöfnin var hífö um borö í þyrluna en áöur höföu mennirnir komiö sér í
björgunarbát. Þeir voru heilir á húfi.
mmm i
Slys á Reykjanesi
Þrjú umferðaróhöpp urðu á
Reykjanesi á gamlárskvöld. Rétt fyr-
ir kl. átta um kvöldið varð bílvelta á
Grindavíkurvegi við Seltjöm. Bíll
skemmdist töluvert en ökumann
sakaði minniháttar. Á svipuðum
stað varð annað óhapp rétt eftir
miðnætti en þar urðu engin slys á
fólki. Á Reykjanesbraut valt svo bíll
um kl. 11 en það var minniháttar.
Týndur mótorhjólakappi
Lögreglan í Reykjavík fékk í gær
tilkynningu um týndan mótorhjóla-
kappa sem hafði verið á ferð með fé-
laga sínum fyrir austan borgina.
Þegar félaginn skilaði sér í bæinn
en hann ekki var farið að grennslast
fyrir um hann. Kom þá í ijós að
hann hafði dottið og slasast og fór
hann sér sjálfur upp á slysadeild.
Ryskingar á Húsavík
Nokkuð var um ryskingar á
Húsavík á nýársnótt en þar var ball
með hljómsveit skipaðri heima-
mönnum. Að sögn lögreglunnar á
staðnum var nokkuð um það að
menn kæmu blóðugir og rotaðir út
af ballinu og er hugsanlegt að þrjú
tilfelli verði kærð.
Unglingar meö ólæti
Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að
hafa afskipti af ólátum unglinga við
Garðatorg og í miðbæ Hafnarfjarðar
á nýársnótt. Mikið var um hávaða,
ryskingar og rúðubrot hjá þessum
unglingum. Tvö umferðaróhöpp
komu einnig inn á borð Hafnarfjarð-
arlögreglunnar. Annað varð á
Reykjanesbraut þar sem tveir bílar
skullu saman. Bilarnir eru báðir
mikið skemmdir en meiðsl fólks
ekki alvarleg. Bill keyrði svo á
staur við Lækjargötu á nýársdags-
morgun en ökumaður er ekki alvar-
lega slasaður.
Alvarlegt slys á Sauðárkróki
Ungur karlmaður slasaðist illa á
Sauðárkróki á nýársdagsmorgun.
Pilturinn féll úr ljósastaur og var
hann fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur en hann er talinn al-
varlega slasaður.
Saumspor í Sandgerði
Lögreglan var kölluð að skemmti-
staðnum Vitanum í Sandgerði á ný-
ársdagsmorgun til að skakka slags-
mál. Karlmaður varð að leita lækn-
is eftir stimpingar þar sem saumuð
voru í hann nokkur spor.
Líkamsárás kærð á Akranesi
Nýársnóttin var róstusöm á Akra-
nesi að sögn lögreglu á staðnum. Mik-
ið var um ryskingar í miðbænum
undir morgun og voru tvær fólskuleg-
ar líkamsárásir framdar. Önnur
þeirra hefur nú þegar verið kærð en
þar fékk karlmaður vínflösku í höfuð-
ið og hlaut mikinn skurð af.
Týnd kona
Lögreglan í
Reykjavík lýsir eftir
Guðrúnu Björgu
Svanbjörnsdóttur.
Guðrún er 31 árs,
um 172 cm á hæð og
mjög grannvaxin.
Hún er stuttklippt,
með dökkbrúnt hár
og var síðast þegar hún sást i svörtum
síðum vattjakka með hettu sem er
með loðkanti, bláum gallabuxum og
vínrauðum uppháum skóm. Hún var
með bláan bakpoka á baki og notar
gleraugu. Ekkert hefúr heyrst til Guð-
rúnar siðan um miðnættið 29./30. des-
ember. Þeir sem hafa einhverjar upp-
lýsingar um ferðir Guðrúnar vinsam-
legast hafi samband við lögregluna í
Reykjavík, í síma 569 9012. -SI