Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 nv Fréttir Tvísýnar kosningar hjá framsóknarmönnum í Norðausturkjördæmi: Barist um 3. sæti - sem gæti verið þingsæti Forsýning á „Ég lifi“: Mikil eftirvænt- ing í Eyjum Ég lifi, þáttur Margrétar Jónas- dóttur og fleiri um Heimaeyjargosiö 1973, veröur frumsýndur á Stöð 2 annað kvöld. Er þetta fyrsti þáttur- inn af þremur og í honum er sagt frá því sem gerðist sjálfa gosnóttina, aðfaranótt þess 23. janúar 1973. Með þessu er þess minnst að þann 23. janúar nk. eru 30 ár frá upphafi gossins. Forsýningin var í Salnum í Kópa- vogi að viðstöddum aðstandendum þáttanna, forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, borgarstjóran- um, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Þórólfi Árnasyni, verðandi borgar- stjóra, Inga Sigurðssyni, bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum, bæj- arstjórn Vestmannaeyja og fjölda Eyjamanna sem koma við sögu í gerð þáttanna á einn eða annan hátt. Meðal annars sótti Fokker- flugvél fólk til Vestmanneyja gagn- gert á forsýninguna. Almenn ánægja var með þáttinn sem verður að teljast rós í hnappa- gat þeirra sem að þáttagerðinni standa. Mikil eftirvænting er í Vest- mannaeyjum fyrir þáttunum og er hægt að fullyrða að Eyjamenn verða ekki fyrir vonbrigðum því þarna er sögö saga gossins á mjög áhrifamik- inn hátt. -ÓG DV-MYND ÓMAR GAROARSSON Ánægja Fjölmenni var á forsýningu myndarinnar Ég lifi í Salnum í Kópavogi í fyrrakvöid. Á myndinni sjást m.a. Margrét Jónas- dóttir handritshöfundur, Dorrit Mousaieff, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ísiands, Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðausturkjördæmi kem- ur saman i dag, laugardag, að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Bæði aðal- og varamenn eiga kosninga- rétt, eða um 380 manns, og eru um 70% þeirra úr núverandi Norður- landskjördæmi eystra en 30% af Austfjörðum. MUli 30 og 40% þing- fulltrúa koma af Eyjafjarðarsvæð- inu, flestir frá Akureyri. Sífellt fleiri þingfulltrúar hallast á því að Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra hreppi 1. sætið, Jón Kristjáns- son 2. sætið og Þórarinn Egill Sveinsson á Akureyri 3. sætið, Skáki hann þar Dagnýju Jónsdótt- ur, Eskfirðingi og formanni Sam- bands ungra framsóknarmanna, en mjótt kunni að verða á mununum. Aðrir eru ekki taldir eiga mögu- leika I áðumefnd sæti. 3. sætið er sækist eftir 2. til 3. sæti. Um 4. sæt- ið bítast Birkir Jón Jónsson, aðstoð- armaöur ráðherra, Siglufirði, Sigfús Karlsson framkvæmdastjóri, Akur- eyri og Skafti Ingimarsson, formað- ur FUFAN, Akureyri. Eftir 5. sæti sækist Björn Ármann Ólafsson, rekstrarstjóri og bæjarfulltrúi, Austur-Héraöi, 6. sæti Kartrín Ás- grímsdóttir, garðyrkjubóndi, Aust- ur-Héraði, eftir 6. til 10. sæti Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur, Ak- ureyri, 7. sæti Svanhvít Aradóttir þroskaþjálfi, Fjarðabyggð, og 8. sæti Ingólfur Friðriksson skrifstofumað- ur, Austur-Héraði, og Ólafur Níels Eiríksson vélsmiður, Fáskrúðsfirði. Það var því mikið „plottað" í Eyja- firði í gær og spennan nær svo há- marki eftir hádegi í dag frammi á Hrafnagili. -GG líklega þingsæti en þó verður Framsóknar- flokkurinn að bæta við sitt fylgi frá síðustu DV-könnun til þess að það ger- ist. Þá mældist Framsóknar- flokkurinn með liðlega 12% fylgi. Því fer þó fjarri að Þórarinn Egill eigi fylgi Akureyringa „skuldlaust“ að mati margra, t.d. mun eitthvað af yngri þingfulltrúum á Akureyri hafa lýst yfir fylgi við Dagnýju og eins eru fulltrúar úr Dalvíkurbyggð og víðar út með Eyjafirði tvískiptir í afstöðu sinni. Austfiröingar hafa hins vegar staðið þétt við bakið á Dagnýju Jónsdóttur. Bæði Þórarinn Valgerður Sverrisdóttir. og Dagný hafa sagt að þau muni ekki sætta sig við neitt annað en 3. sætið, verði ekki neðar á fram- boðslistanum. Vaxandi óá- nægju hefur gætt með það að kosið skuli í einni kosningu um 10 efstu sæti listans og telja margir heppilegra að kjósa um hvert sæti í einu, eins og gert var í Norðvestur- kjördæmi og gert verður í Suður- kjördæmi 18. janúar nk. Auk þeirra sem áður eru nefndir sækist Daníel U. Árnason varaþingamaður, Reykjavík, eftir 3. sætinu sem og Arngrímur Viðar Ásgeirsson, íþróttakennari á Hallormsstað, sem Jón Kristjánsson. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar: Ahugi á beinu flugi til Kaup- mannahafnar og Parísar Kaupmannahöfn heillar Áhugi er á beinu flugi mili Akureyrar og Kaupmannahafnar. Innbrot í mynd- bandaleigu Botist var inn í myndbandaleigu í Vesturbænum um þrjúleytið í fyrri- nótt. Að sögn lögreglu voru þjófam- ir tveir en þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Ann- ar þeirra náðist þó fljótlega eftir innbrotið og gisti hann fanga- geymslur það sem eftir var nætur og var yfirheyrður í gær. Hins er enn leitað en lögreglan telur að ekki muni líða á löngu þar til hann finn- ist. Þjófarnir höfðu á brott meö sér skiptimynt úr peningakassa og nokkur karton af sígarettum en létu myndböndin eiga sig. Maðurinn sem náðist hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. -ss íslandsbanki: Lækkar vexti íslandsbanki hefur lækkað verð- tryggða vexti bankans um 0,2 pró- sentustig. Auk þess lækkaði bank- inn vexti verðtryggðra útlána 21. desember sl. um 0,1 prósentustig. Frá því i júní hefur íslandsbanki lækkað verðtryggða útlánsvexti um samtals 0,9 prósentustig. Lækkun verðtryggðra útlánsvaxta bankans samsvarar lækkun ávöxt- unarkröfu á markaði á sama tíma- bili. -hlh Unniö er að endurskipulagningu á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Áhersluverkefni félags- ins verður að leiða verkefni um samræmda atvinnustefnu sveitarfé- laganna á Eyjafjarðarsvæðinu til næstu 5 ára í samstarfi við sveitar- stjórnarmenn, fulltrúa fyrirtækja og aðra þátttakendur í atvinnulífinu. Sett verða í forgang sérstök áherslu- verkefni á hverjum tíma, tengd framtíðarsýn í atvinnumálum. Fé- lagið mun verða framkvæmdaraðili sveitarstjóma á verkefnum á sviði atvinnumála og vinna að þróunar- og markaðsverkefnum sem snúa að því að efla svæðið og kynna það sem vænlegt er til fjárfestinga og sam- starfs. Fækkun mun verða í starfs- liði félagsins sem leiða á til hagræð- ingar. Frumkvöðlastuðningi verður hætt og vísað tU Nýsköpunarmið- stöðvar íslands og Frumkvöðlaset- urs Norðurlands. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjaröar hefur reynt að sinna þeim ferðamál- um sem að hefldinni snúa en jafh- framt aðstoða eftir bestu getu ein- stök fyrirtæki og sveitarfélög. AFE hefur auk þess stuðlað að framþróun svæðisins, t.d. með því að auka og styrkja tengslin við nálæg svæði og afla nýrra tengsla erlendis. AFE hef- ur verið í viðræðum við Iceland Ex- press, lággjaldaflugfélagið sem hefur flug í næsta mánuði. Forsvarsmenn Iceland Express hafa lýst áhuga á því að fljúga einu sinni í viku frá Ak- ureyri tU Kaupmannahafnar aUt árið. Einnig hefur verið rætt við for- svarsmenn ferðaskrifstofunnar Terra Nova um flug frá París tU Ak- ureyrar sumarið 2004. -GG Bryndís farin: „Mjög sáttur“ Bryndís Björk Brynjólfsdóttir, stúlk- an sem var í felum í sumarbústað í Grímsnesi með föður sínum, er farin tU Danmerkur, en hún mun dvelja tU vors hjá ffænku sinni sem býr í um 200 km fjarlægð frá móður hennar. Hún mun ganga þar í skóla en koma aftur í vor tU íslands og dvelja hjá foð- ur sínum í Reykjavík. „Ég er mjög sáttur við þessi mála- lok, þetta var það sem ég vUdi og var að leggja áherslu á með því að fara með dóttur mína í felur. Skýrsla sem barst frá Danmörku tU félagsmálayfir- valda í Reykjavík bendir tU að um neyslu hafi verið að ræða á heimUi móður hennar," segir Brynjólfur Jóns- son. Guðrún Frímannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnavemdar Reykja- víkur, segir að leit hafi hafist á mánu- deginum að Bryndísi Björk Brynjólfs- dóttur í samráði mUli Barnavemdar og lögreglu að ósk móður stúlkunnar. Bryndís Björk dvelur nú í Danmörku eftir að Barnavemd hafði afskipti af málinu en verði einhver frekari af- skipti af málinu verði það væntanlega á vegum danskra yfirvalda. -GG Undanskilin kaupskyldu Félagsmálaráðuneytið hefur aflétt kaupskyldu og forkaupsrétti af félags- legum eignaríbúðum í nokkrum sveit- arfélögum. Ákvörðunin er tekin með vísan tU bráðabirgðaákvæðis í lögum um húsnæðismál, nr. 86/2002. Kaup- skylda og forkaupsréttur hefur verið mörgum sveitarfélögum þungur baggi, ekki síst sveitarfélögum á Vestfjörðum sem hafa oft staðið uppi með tómar íbúðir þar sem enginn hefur fundist kaupandinn vegna fólksfækkunar í viðkomandi sveitarfélögum og flutn- ings á höfuðborgarsvæðið. Sveitarfélögin sem ákvörðunin nær tU eru Akraneskaupstaður, Garðabær, GrmdavUíurkaupstaður, Hafnarfjarð- arbær, Kópavogsbær, MosfeUsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg og Seltjamamesbær. -GG DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Kátir sjómenn Kampakátir sjómenn landa loönu í Grindavík. Fyrsta loðnan Fyrsta loðna nýbyrjaðs árs barst Grindvíkingum rétt fyrir helgina og það með miklum krafti. Hefur það ekki gerst oft að loðnu er landað svo snemma árs. Eitt af stærstu skipum íslenska fiskiflotans, VUhelm Þor- steinsson EA 11, kom tU löndunar með um 2.600 tonn og Þorsteinn EA 810 með rúm 2.000 tonn. Slíkur afli er mikil vitaminsprauta fyrir byggðarlagið. -ÞGK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.