Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 47
LAU GARDAGUR II. JANÚAR 2003 Holgarblac? 33V 51 Mini er bíll ársins í Bandaríkjunum Það kom mörgum á óvart síðast- liðinn sunnudag þegar hinn bresk- smíðaði Mini var valinn „Bdl ársins í Bandaríkjunum“ við opnun bíla- sýningarinnar í Detroit á sunnudag. Um valið sáu 49 bílablaðamenn þar í landi. Ekki var síður tekið eftir val- inu á jeppa ársins en hann var einnig evrópskur, hinn nýi XC90 lúxusjeppi frá Volvo. Mini, sem framleiddur er undir hatti BMW, hafði betur í hópi 12 nýrra bíla og má þar nefna hina nýju 7-línu BMW, Honda Accord, Nissan Z350 og Ponti- ac Vibe. Síðan Mini kom á markað í Bandaríkjunum er þegar búið að selja 24.000 bíla sem er meira en helmingi meira en sala gamla bilsins á sjöunda áratugnum. Meðal kepp- enda í trukkaflokki voru Ford Ex- pedition, Honda Element, Hummer H2 og Kia Sorento. Vinningshafamir frá því í fyrra voru Nissan Altima, fyrsti japanski bíllinn til að bera þennan titil, og Chevrolet Trailblaz- er. Við valið er byggt á þáttum eins og frumleika, hönnun, öryggi, akst- urseiginleikum og hagkvæmni. -NG Tilraunajeppi frá Audi Á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit frumsýndi Audi nýjan til- raunajeppa, Audi Pikes Peak Qu- attro. Nafn bílsins er dregið af fjall- inu Pikes Peak sem er 4.300 metra hátt fjall í Klettaíjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. Með Pikes Peak hefur Audi ákveðið að skella sér í slaginn í flokki lúxusjeppa og mun þar án efa keppa við bíla eins og VW Touareg, Porsche Cayanne, BMW X5 og Benz M-línu. Bíllinn er sérstakur útlits og margt vekur athygli í hönnun hans. Hurðarhúnamir koma einungis i ljós þegar réttur ökumaður bílsins nálgast. Útispeglarnir eru hannaðir með það fyrir augum að lýsa upp svæðið í kringum bifreiðina þegar farþegar nálgast hana og fara frá henni. Audi Pikes Peak verður knú- inn V8-vél með tveimur forþjöppum. Audi nýtir hér tækni sem þróuð hef- ur verið í LeMans-kappakstrinum og skilar vélin um 500 hestöflum og nær hámarkstogi, 630 Nm, við 2000 sn./mín. Þetta gerir Audi Pikes Peak kleift að komast frá 1-100 km/klst. á 5,0 sekúndum. Hámarks- hraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Leikur eitt adalhlutverkanna í nýrrí X-men mynd .4L, i n jzw » f ¥ 1 wuf*1 Dodge-mótorhjól með 650 km hámarkshraða Dodge frumsýndi þetta frumlega mótorhjól í Detroit um síðustu helgi. Gripurinn kallast Tomahawk eftir eldflaugaflugskeytinu fræga og er hann drifinn áfram af 8,3 lítra VIO vél, þeirri sömu og er í sportbílnum Dodge Viper. Hjólin eru fjögiu- og fjöðrunin sjálfstæð sem þýðir að þeg- ar hjólið beygir leggjast hjólin mis- langt niður eftir því í hvaða átt það hallast. Að sögn talsmanna Dodge á hjólið að ná hvorki meira né minna en 650 km hraða á klukkustund. Nú er bara að biða eftir því hvort við eigum eftir að sjá þá staðfesta það á saltsléttum Utah fljótlega. -NG Meðal frumsýningargesta á nýaf- staðinni bílasýningu í Los Angeles var einn aðalleikarinn í X-men 2. Leikarahópurinn er álitlegur enda meðleikaramir ekki af verri endan- um, Hugh Jackman og óskarsverð- launahafinn Halle Berry. Leikarinn sem um ræðir stendur þó ekki á tveimur jafnfljótum heldur fjórum hjólum því hér er um sérstaka út- gáfu af nýjum RX-8 sportbíl frá Mazda að ræða sem kemur á mark- að á næsta ári. Leikstjóri myndar- innar, Brian Singer, vann náið með hönnuðum Mazda með það fyrir augum að gera bílinn að einum að- alleikara myndarinnar. Einnig var upphaflegu handriti breytt með það fyrir augum. RX-8 á eflaust eftir að taka sig vel út í hlutverki ofurhetj- unnar. Undir húddinu er öflugur er yfir 300 hestöfl og skilar þessum Wankel-mótor af Renesis-gerð sem litla bíl því vel áfram. -NG Tveir nýir Mustang-sportbílar í Detroit Ford frumsýnir á bíla- sýningunni í Detroit tvo nýja Mustang tilrauna- sportbíla, Mustang GT og Coupé. Ford Mustang hefur verið vinsæll í gegnum tíð- ina síðan hann var fyrst kynntur fyrir 39 árum en síðan þá hafa 8 milljónir Mustangbíla verið fram- leiddar. Siðan fyrsti bíllinn kom á markað árið 1964 er þetta í þriðja skipti sem hann fær nýtt andlit sem ætla má að verði endanleg útgáfa hans þegar hann fer á markað á næsta ári. Ytri auð- kenni, eins og langur vélarsalur og stutt skott, halda sér, einnig C-laga loftinntökin á hliðunum og þrískipt afturljósin. Fyrsti Mustang sport- bfllinn þróaöist upp úr tilraunabíl sem kallaðist Mustang 1. Við hönn- un nýja bílsins skoðuðu hönnuðir upphaflegu teikningarnar mikið og voru uppnumdir af krafti þeirra, enda sóttu þeir sinn innblástm- mik- ið í þær. Líkt og Mustang 1 og Must- ang Mach 1 sýningarbíllinn frá 1968 eru nýju Mustangbílamir að þeirra mati fágæt hönnun sem höfðar til allra bílaáhugamanna. Vélina í bíl- unum ættu líka margir að kannast við, 4,6 litra MOD V8 sem er yfir 300 hestöfl. -NG Toyota frumsýnir tvinnjeppling Á mánudaginn frumsýndi Toyota nýjan tvinnbíl/jeppling á bílasýn- ingunni í Detroit. Það var enginn annar en forstjóri Toyota Motor Corp., Fujio Cho, sem kynnti bílinn, en hann byggist á nýrri tækni sem þeir hjá Toyota kalla „Hybrid Synergy Drive“. Kerfið er fyrsta fjöldaframleidda tvinnkerfi i bíla í dag og er grunnurinn ný 3,3 lítra V6- vél sem ásamt rafmótorunum skilar svipuðu afli og V8-vél. Bíllinn eyðir ámóta og lítill fjölskyldubíll og verð- ur því sparneytnasti jepplingurinn þegar hann kemur á markað. Skipt- ingar í bílnum eru hnökralausar, með stiglausri CVT-sjálfskiptingu, og fjórhjóladrifið er rafstýrt eins og bremsukerfið. -NG Cadillac SRX kemur á markað en Cadillac sýndi nýjustu útgáfu SRX-tilraunabílsins í Detroit á þriðjudag en hann er lúxusjeppi sem byggist á hönnun CTS- og Vizon-tilraunabílanna og vænta má fljótlega á markað. Bíllinn er ein- rýmisbill og þar af leiðandi ekki byggður á grind og er hann aðeins lægri heldur hinn dæmigerði jepp- lingur. Hann verður þvi eflaust sportlegur í akstri enda verður hægt að velja um annaðhvort aftur- drif eða fjórhjóladrif í bilinn. Vél- amar verða V6 og V8 af Northstar- gerð. Lúxusjeppar og jepplingar eru ört vaxandi markaður í Bandarikj- unum en á síðasta ári seldust yfir 200.000 slíkir bílar. Áætlað er að markaðurinn aukist í um 350.000 ekki Saab bíla á þessu ári en í Bandaríkjunum er von á 14 nýjum módelum á mark- aö á næstunni. Við frumsýningu bílsins var einnig sagt frá því að GM hefði ákveðið að leggja á hilluna sjö sæta jeppa frá Saab sem byggja átti á sama undirvagni og SRX. Ástæðan var sögð vera mikill kostnaður vegna breytinga, enda um ólíka framleiðendur að ræða. -NG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.