Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 30
30 Heílcjcirblað DV LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 Daginn sem fjallið var sigrað Hans Reck og Sigurður Sumarliðason urðu fgrstir manna til þess að ganga á Herðubreið svo witað sé. Það mun hafa gerst 13. ágúst 1908. Þetta afrek var tengt Islandsleiðangri sem átti sér sorglega forsögu. Ef fjall getur slegið í gegn þá má segja að Herðu- breið hafi slegið í gegn í sumar þegar hún var kosin fjall þjóðarinnar. Á sumri sem leið efndi Landvernd, í samvinnu við Náttúrufræðistofnun íslands og DV, til atkvæðagreiðslu meðal almennings hvert teldist vera þjóðarfjall íslands og Herðubreið sigraði með yf- irburðum þar sem 48,11% þátttakenda voru á þessari skoðun og Hekla, sem varð i öðru sæti, fékk aðeins 15,8% atkvæða svo hér var um allnokkra yfirburði að ræða. Herðubreið er 1682 metra hátt stapafjall sem er inni á miðju hálendi íslands, norðan Vatnajökuls. Fjallið hefur skýrt einkenni stapafjalla sem er klettakragi sem nær hringinn í kringum fjallið efst. Þetta gerir fjallið afar erfitt uppgöngu enda héldu menn lengi vel að það væri ókleift með öllu. í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens, sem fór um þessar slóðir 1882, er þó leitt getum að því að komast megi upp á fjallið og bent á stað sem líklega er núverandi uppganga. Er þetta flugdreki? Árið 1872 hafði verið gerð tilraun til þess að klífa Qallið og þar voru á ferð breski landkönnuðurinn Ric- hard F. Burton og fylgdarmaður hans, Kristján Bjarnason úr Mývatnssveit, en á þessum árum voru rannsóknarleiðangrar um ísland mjög vinsælir af breskum aðalsmönnum en þeir höfðu alltaf heima- menn með sér til fulltingis. Þeir Burton og Kristján þurftu frá að hverfa vegna grjóthruns og líklega hafa þeir ekki verið á réttum slóðum. Árið 1881 var bandarískur ævintýramaður að nafni William Lee Howard á ferð á þessum slóðum og hann hélt því fram að hann hefði klifið fjallið en menn hafa bæði þá og síðar neitað að trúa frásögn hans enda með talsverðum ýkjublæ. Howard sagðist hafa notað flugdreka með áföstu akkeri sem hann beindi upp í klettana og þegar akkerið festist vó hann sig áfram upp á kaðlinum. Slíkur búnaður hefur hvorki fyrr né síðar þekkst sem nothæft hjálpartæki við fjallgöngur. Howard sagði hins vegar að fjallið væri eldfjall og gíg- ur væri á toppi þess. Það gat hann ekki vitað nema ganga á fjallið nema þetta hafi verið ágiskun hjá hon- um. Leiðangur sorgar Hverfum nú aftur til sumarsins 1908 þegar lítill leiðang'ur kemur að kvöldi 11. ágúst í Herðubreiðar- lindir. Þetta er undarlegt sambland af rannsóknar- leiðangri og sorgarför því tilefni fararinnar er sorg og missir. Þarna eru á ferð Ina von Grumbkov, þýsk listakona, og doktor Hans Reck, þýskur jarðfræðing- ur. Þau höfðu komið um öræfi íslands þvert um Sprengisand og voru á leið I Öskju. Með þeim í för var Sigurður Sumarliðason, einn harðsnúnasti fylgd- armaður erlendra ferðamanna á íslenskum fjöllum á þessum tíma, Sigtryggur ísleifsson frá Akureyri, sem var aðstoðarmaður Sigurðar og hestasveinn, og Helgi Jónsson, gamall maður frá Haganesi í Mývatnssveit sem hafði verið fenginn sérstaklega til leiðsagnar í Öskjuferðinni. Árið áður, nánar tiltekið 10. júlí 1907, hafði orðið sviplegt slys í Öskju þegar tveir ungir menn, Walther von Knebel jarðfræðingur og Max Rudloff listmálari, hurfu sporlaust í Öskjuvatn þar sem þeir voru á báti við mælingar. Hvorki fannst tangur né tötur af bát þeirra eða föggum annað en tjaldið sem þeir skildu eftir á bakkanum. Með þeim í för var ungur jarð- fræðinemi, Hans Spethmann, sem beið í fimm langa dagá aleinn í Öskju eftir slysið uns fylgdarmaður þeirra sneri aftur á tilsettum tíma. Hvað gerðist í Öskju? Mikið var skrifað og rætt um slys þetta bæði á ís- landi og í Þýskalandi og fannst mönnum þá eins og nú margt óútskýrt í sambandi við það. Flestir kenndu bátnum um sem var úr segldúk og var fluttur inn eft- ir á hestum og mun hafa nuddast illa í þeim leiðangri. Þessa mynd málaði Ina von Grumbkov af Herðubreið í umræddum leiðangri sumarið 1908. Málverkið komst síðar í eigu íslendinga og mun vera á einkaheimili í Reykjavík. Aðrir töldu slíkt af og frá en bátar af þessu tagi voru þrautreyndir víða í heiminum við erfiðar aðstæður. Flestir töldu að grjóthrun hefði grandað bátnum en stöðug skriðuföll voru úr bröttum hlíðum vatnsins. Vatnið sjálft er bæði ískalt, enda í tæplega 1000 metra hæð yfir sjó, og hyldjúpt og er samkvæmt síðari tíma mælingum með dýpstu vötnum landsins. Þessi leyndardómur varð til þess að draga Inu von Grumbkov til íslands sumarið eftir en hún var unnusta Knebels sem drukknaði með Rudloff. Henni til fulltingis var Reck sendur en þau fengu styrk til fararinnar frá þýskum vísindamönnum sem fýsti að varpa ljósi á afdrif Knebels sem var þekktur fyrir ís- landsrannsóknir sínar og hafði dvalist hér á landi nokkrum sinnum áður allt frá sumrinu 1905 áður en hann mætti dauða sínum á því sem kallað hefur ver- ið „eyðilegasti staður á jarðríki". Unaðsfögur vin Leiðangur Inu og Hans kom í Herðubreiðarlindir eftir erfitt ferðalag um Mývatnsöræfi en þessa daga gekk á með snjókomu á þessum slóðum og gránaði í fjöll í Mývatnssveit þegar þau lögðu af stað. Vindur var nógu hvass til þess að rífa upp sandstorma þegar ekki snjóaði. Þau urðu því að vonum fegin að komast í Herðubreiðarlindir og fá þar haga fyrir hestana og skjól fyrir tjöldin á blómskrýddum bökkum. „Herðu- breiðarlindir eru unaðsfögur vin í míluvíðum auðn- um Ódáðahrauns," segir Ina í ferðabók sinni, ísafold, ferðamyndir frá íslandi sem var gefin út í Berlín 1909 og Haraldur Sigurðsson þýddi og Bókaklúbbur Arnar og Örlygs gaf út 1982. Ina von Grumbkov hélt kyrru fyrir í tjaldstað næsta dag meðan karlmennirnir fóru að Kollóttu- dyngju, norðan og vestan Herðubreiðar, til jarðfræði- rannsókna. Þann dag var stormur svo mikill að tjöld- in voru næstum fokin og ekki sá út úr augum fyrir sandroki. Daginn eftir lægði og gerði bjart og fagurt veður. Þennan dag átti að nota til að hvíla hestana áður en lagt yrði í næsta áfanga inn í Öskju en Hans Reck gat ekki unnað sjálfum sér hvíldar. „Var nokkuð að undra þó leyndardómar hinnar 1660 m háu Herðubreiðar freistuðu þrautseigra ungra krafta hans. Enn hafði enginn klifið risaháa móbergs- veggina í hlíðum hennar. Enginn mannlegur fótur hafði stigið á koll hennar. Fjallið var fram að þessu talið ógengt og enginn hafði reynt að glíma við það.“ Þannig lýsir Ina viðhorfi Recks og klukkan átta að morgni hurfu hann og Sigurður Sumarliðason úr tjaldbúðum og gengu á vit fjallsins. Ina gekk í blíð- viðri með bökkum Jökulsár og festi náttúrufegurðina á mynd. Um sólarlagsbil varð vart mannaferða og þar voru Sigurður og Hans komnir aftur sigrihrósandi. Ina lýsir innreið þeirra. „Sjaldgæf fegurð litadýrðar blasti við. Yfir breiða grassléttuna og hraunin fyrir handan glampaði rós- rautt skin sólarinnar á Vatnajökul í 60 km fjarska til suðvesturs. í suðri var röð móbergshnúka sem svip- aði til Keilis á Reykjanesi þar sem þeir risu yfir flata auðnina eins og svartir pýramídar með eirlitum roða. Til austurs voru fjarlæg ókunn fjöll í rauðbleiku skini. Á meðan Kollóttadyngja virtist vera að leysast upp í svífandi móðu við geislaskinið í vestri, komu þeir báðir út úr kolsvörtu hrauninu og riðu yfir sól- fáða ána, hreyknir og glaðir - Herðubreið var sigruð." Þeir Hans og Sigurður settust með félögum sínum og skýrðu frá afrekum dagsins og bentu á vörðu sem þeir höfðu hlaðið á fjallinu og sást vel í sjónauka. Við grípum aftur niður í frásögn Inu: „Þegar komið var langleiðina á brún fjallsins varð á kafla fyrir þeim svart hraun undir lóðréttum hamraveggnum í upsum fjallsins, rétt áður en þeir komust upp. Til öryggis höfðu þeir sett upp sólgler- augu svo þeir blinduðust ekki á sólglitrandi jöklinum sem samkvæmt landabréfinu átti að þekja alla há- sléttuna þar uppi. Hvílík undrun! Við auganu blasti aðeins svart hraun og óhreinar fannir á stangli þar sem þeir væntu ósnortins hreinleika jökulfannanna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.