Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 34
34
rhlac) H>V
LA.UGARDAGUR II. JANÚAR 2003
Sannfæring
Ingibj argar
Sólrúnar
„Nú opna éq mitt Pandórubox,“ saqði Inqi-
björq Sólrún Gísladóttir ísjónvarpsviðtali,
spurð um hvað hún hefði fram að færa í
stjórnmálum á landsvísu, skömmu eftir að
hún ákvað að bjóða siq fram til Alþinqis.
Nú laqðist að vísu eqmd oq volæði yfir
mannkyn þeqar Pandóra hunsaði fyrirmæli
Seifs oq opnaði boxið sem hann hafði qefið
henni, þanniq að líkinqin var óheppileq. En
hún átti við að þvíleyti að það sem íhefð-
bundnum skilninqi myndi kallast pólitísk
huqmyndafræði Inqibjarqar Sólrúnar hefur
verið heldur lítt sijnileq undanfarin ár íRáð-
húsinu.
Nú hefur hún hins vegar skipt um vettvang og
verður jafnvel pólitískur leiðtogi Samfylkingarinnar
innan skamms. Hvaö hefur hún fram að færa? Hvar
stendur hún í utanríkismálum, umhverfismálum,
skattamálum, velferðarmálum, efnahagsmálum?
Reynslan er vitanlega góð visbending um það. Við
lestur þingskjala frá þingmannsferli hennar 1991 til
1994 kemur fram mynd af kvenréttindakonu sem er
innblásin af vægast sagt eindreginni vinstri-hug-
myndafræði en hverfur síðan inn í æ meira hlutleysi
og gefur á endanum upp á bátinn hugmyndina um
stjómmálamenn sem leiðsögumenn um völl hug-
myndanna.
Tekið skal fram að DV falaðist eftir viðtali við Ingi-
björgu Sólrúnu en því miður reyndist henni ekki
unnt að verða við því. Af nógu er hins vegar að taka.
Á vinstri væng
■ „Pólitískur róluvöllur" Ingibjargar Sólrúnar, eins
og Össur Skarphéðinsson hefur gjarnan kallað það,
var stúdentapólitíkin. Hún var formaður Stúdenta-
ráðs HÍ 1977-78 og svaraði þá Stúdentablaðinu því til
um pólitíska sýn sína að lokatakmarkið væri sósíal-
ismi „þar sem konur jafnt sem karlar eru lausar und-
an arðráni og kúgun".
í borgarstjórn sat hún fyrst fyrir í minnihluta
| 1982-88 fyrir Kvennalistann. Hvað sem um hug-
r myndafræði þess flokks má segja var einkavæðing og
aukin samkeppni ekki efst á óskalistanum; Ingibjörg
Sólrún sagði raunar á borgarstjórnarfundi 1987 að
hún teldi að samkeppni væri „dýr og almennt til leið-
inda“! Hugmyndum um rýmkaðan afgreiðslutíma
verslana var svarað með hugmynd um eina „neyðar-
verslun" í Reykjavík með rýmri afgreiðslutíma og
miklum efasemdum var lýst um verslunarmiðstöð í
Kringlunni.
Síðar sagði Ingibjörg Sólrún á Alþingi að „hug-
myndir um aukna neyslu, eyðslu og þar af leiðandi
veltu og hagvöxt [væru] í hrópandi mótsögn við gild-
ismat Kvennalistans".
Áherslur á þingi
Fyrstu þingmálin sem Ingibjörg Sólrún er skráð
fyrir á Alþingi eru þrjár fyrirspurnir til utanríkisráð-
herra 3. október 1991; allar um hugsanlegan flutning
kjarnorkuvopna um íslenska lögsögu. Og þau þrjú ár
sem hún sat á þingi snerust þau þingmál sem hún var
fyrsti flutningsmaður að nær undantekningarlaust
um utanríkismál eða félagsmál. Ýmsar breytingar á
barnalífeyri, meðlagsgreiðslum og fæðingarorlofi
voru henni mjög hugleiknar, sem og staða samkyn-
hneigðra og atvinnulausra, svo að dæmi séu tekin.
EES-samningurinn
Fyrstu ræðu sína á Alþingi hélt Ingibjörg Sólrún
16. maí 1991, í umræðum um stöðu viöræðna um evr-
ópskt efnahagssvæði - og þær urðu ófáar eftir það.
Hún sagðist í þess-
ari fyrstu ræðu
hafa efasemdir um
þá „framtíðarsýn
miðstýringar
neyslu og fjár-
magns sem birtist i
þvi sem nú er unn-
ið að innan Evr-
ópska efnahags-
svæðisins". Þessi framtíðarsýn væri „í grundvallarat-
riðum í andstöðu við þaö sem gera þarf til aö tryggja
hag íbúa heimsins, ekki bara Evrópu". Andstaða
hennar var þvi í upphafi fyrst og fremst við það sem
hún kallaði „peningaveldi og skrifræði". Heldur sagð-
ist hún þó kjósa aðild að Evrópubandalaginu en EES
ef aðeins þeir tveir „vondu kostir" stæðu til boða en
afstaða hennar var dálítið sveiflukennd næstu vikur.
í mars 1992 ítrekaði
Ingibjörg Sólrún þó að
hún væri „búin að gera
upp [sinn] hug gagnvart
Evrópubandalaginu“ og
að hún hafnaði því fyrir
sitt leyti.
í ágúst, þegar um-
ræða um sjálfan samn-
inginn hófst á Alþingi,
hafði hins vegar orðið breyting á. Hún taldi að vísu
að rök um ýmis gæði sem EES-aðild hefði í för með
sér væru ekki sannfærandi en mestu meðmælin með
„Það duqa ekki lenqur huqmyndakerfi sem
[...] qeta útskýrt hvers manns vanda á ein-
hvern huqmyndafræðileqan réttan hátt
eins oq frjálshyqqjan hefur qert.“
n. maí 1994
EES-aðild væru þau að
Evrópubandalagið væri
að verða eins og „virki“
sem lokaði æ meira að
sér; það gæti skapað
„umtalsverða erfiðleika
fyrir smáríki eins og ís-
land að verða viðskila
við þá sem eru fyrir
innan virkisveggina“.
í nóvember lagði hún
til ásamt fleiri að EES-
samningurinn yrði bor-
inn undir þjóðina í at-
kvæðagreiöslu og sagði:
„Ég er ekki sannfærð
manneskja í þessu máli.
[...] Það er í rauninni
vafinn sem er mitt hlut-
skipti í málinu og verð-
ur það kannski alla
tíð.“
í desember gekk hún
lengra í átt til samþykk-
is og sagðist telja „eðli-
legt að ísland reyni að
tryggja hagsmuni sina
með samningi um aðild
að Evrópsku efnahags-
svæði“. Hins vegar
mætti deila um hvort
viðunandi samningur
hefði náðst og því
myndi hún ekki treysta
sér til að mæla með
samþykki samningsins.
Nokkrum vikum
seinna, 7. janúar 1993,
sagði hún efnislega að
hún væri sannfærð um
að EES-samningurinn
yrði hvorki sjálfkrafa
til stórkostlegra heilla
né óhjákvæmilega til
óskaplegs tjóns; „miklu
lengra nær sannfæring
mín ekki og það verður
að vera hlutskipti mitt í
þessu máli.“
Tveimur dögum síðar
gekk hún hins vegar
lengst í Evrópuátt þeg-
ar hún sagði: „En við
getum ekki sagt okkur
algjörlega úr lögum
hvorki við EES né EB.“
Vissulega væri sá kost-
ur í stöðunni að standa
utan við, „en mér finnst
það ekki vænlegur kost-
ur miðað við stöðuna
sem uppi er í dag“.
Samt sat hún hjá við
atkvæðagreiðslu um
EES-samninginn 12.
janúar; það var annars
vegar vegna kröfu um
að hann yrði borinn
undir þjóðaratkvæöi og
hins vegar vegna vafa
um að hann stæðist
stjómarskrá.
Eltki nuka
kaupmátt
Andúð á „neyslusam-
félaginu" var áberandi í
málflutningi Ingibjargar
Sólrúnar þessi ár á
þingi og gekk á tíðum
býsna langt.
í einni af fyrstu þing-
ræðum sínum í maí 1991
sagði hún að lífskjör
fólks væru mjög misjöfn
á íslandi, en að því yrði
„ekki breytt með því að
auka það sem við höfum
úr að spila, heldur með
því að stokka .spilin og
gefa upp á nýtt“.
í sömu ræðu sagði
hún framtíð okkar
byggjast á að við „sætt-
um okkur við að minna sé betra“. Evrópska efnahags-
svæðið byggði tilveru sína á „aukinni framleiðslu,
aukinni neyslu og auknum hagvexti; við verðum að
snúa af þessari braut“.
Lengst í þessum efnum gekk hún liklega í mars 1992
þar sem hún sagði að til þess að jörðin þyldi að þriðji
heimurinn eignaðist allur bíla og ísskápa þyrftu Vest-
urlandabúar að læra að minna væri betra: „Við þurf-
um ekki að auka kaupmáttinn á Vesturlöndum, hann
Senn borgarstjóri. Eftir
nær þriggja ára setu á Al-
þingi er Ingibjörg Sólrún
árið 1994 á leið í kosn-
ingaslag sem borgarstjóra-
efni Reykjavíkurlistans.
L/\UG/
er ærinn, en honum er bara misskipt."
í mars 1993 sagði hún að á jörðinni rikti „lögmálið
um takmarkaðan vöxt“ og „ef okkur skilst þetta ekki
fljótlega hrynur hið vestræna velferðarríki senn til
grunna líkt og alræðiskerfið fyrir austan".
í apríl dró hún þó aðeins úr og sagði: „[...] það er
ekki mín skoðun að við þurfum að afneita hagvexti.
Hagvöxtur og hagvöxtur er sitt hvað en við þurfum að
beygja hagvöxtinn undir sjálfbæra þróun og ef það er
gert er hann ekki skaðlegur, en ef hann er ekki beygð-
ur undir sjálfbæra þróun þá getur hann unnið óbæt-
anlegt tjón.“
Umhverfismál
Ingibjörg Sólrún mælti sem eindreginn umhverfis-
verndarsinni á Alþingi. 16. apríl 1993 sagði hún að
umhverfismálin væru orðin „alfa og ómega allra
hluta og ég held að við þurfum að beygja pólitíska
stefnumörkun á nær öllum sviðum undir umhverfis-
málin“.
Kvennalistinn hafði í kosningabaráttunni 1991 lýst
afdráttarlausri andstöðu við fyrirhugað álver á Keil-
isnesi. Eftir kosningar hóf flokkurinn hins vegar
þreifingar um myndun vinstristjórnar og sagðist ekki
myndu láta stranda á álversmálinu - og raunar ekki
heldur á aðild aö EES, sem flokkurinn var þó andvíg-
ur. Ingibjörg Sólrún sagði í viðtali við Morgunblaðið
að samningsstaða flokksins væri veik í ljósi fylgistaps
í kosningunum en að reynt yrði að hafa áhrif á bæði
.þessi mál til góðs ef til stjórnarmyndunar kæmi.
Nokkrum mánuðum eftir kosningar datt álverið
upp fyrir og sagði þá Ingibjörg Sólrún á Alþingi: [...]
við erum sannfærðar um, nú eins og áður, að meng-
andi stóriðjustefna er ekki í þágu framtíðarinnar.
Þessi stefna takmarkar þvert á móti möguleika okkar
í framtíðinni."
Velferð og sliattar
Sem fyrr segir einbeitti Ingibjörg Sólrún sér hvað
mest að úrbótum á sviöi barnalífeyris, meðlags, fæð-
ingarorlofs og fleiri velferðarmála, sem náðu þó fæst-
ar fram að ganga eins og títt er með tillögur stjórnar-
andstæðinga.
Vert er að hafa í huga að allan tímann var Ingi-
björg Sólrún í stjórnarandstöðu við Alþýðuflokkinn
og tókst þar oft á við Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra. í maí 1993 sagðist hún orðin „þreytt á
þulu“ Jóhönnu um tekjujöfnun, enda hefði láglauna-
fólki snarfjölgað. „Það hefur gerst á því tímabili sem
Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra,"
sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við að þótt Jóhanna
vildi vel „þá getur hún ekki spilað fritt“.
í heilbrigðismálum sagðist hún sammála því að
draga þyrfti úr kostnaði, einkum með því að minnka
lyfjanotkun og lækka lyfjakostnað. Hún taldi frjáls-
ræði í lyfjaverslun hins vegar ekki leiðina til þess og
sagði i febrúar 1994: „Því skyldu allir lyfsalar vera
frjálsir að því að setja upp lyfjaverslun? Ég get ekki
séð nein sérstök rök fyrir því.“
Henni þótti vegið að barnafólki í breytingum á
skattkerfinu í desember 1991 og endaöi þrumandi
gagnrýnisræöu á stjórnvöld með því að segja: „Og ég
nenni ekki að hlusta í þingsalnum á hjal um velferð
á varanlegum grunni þegar vegið er að sjálfum
grunninum."
„Breiöu bökin“ skyldu bera meira. í umræðum um
fjárlög gagnrýndi hún að í þeim væri „enginn fjár-
magnstekjuskattur, ekkert hátekjuskattsþrep, ekki
hærri virðisaukaskattur á lúxusvörur; ekkert sem
orða mætti við réttlæti".
Um leið gagnrýndi hún „vel stönduga karlmenn
með vinnukonuútsvar" og taldi löngu tímabært að á
þessum „skattsvikum" væri „tekið af einhverri
hörku“.
Sighvatur, Össur o.fl.
í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 10.
október 1991 skoraði Össur Skarphéðinsson á þing-
konur Kvennalistans að „siða nú til óknyttadrengi
stjórnarandstöðunnar í anda hinnar fornu mæðra-
hyggju". Ingibjörg Sólrún svaraði að bragði: „Ég mun
auðvitað leitast við að taka hann og aðra drengi móð-
urlega á kné mér en hann verður svo að meta það
hvort kné mitt er nógu virðulegt til þess að bera
hann.“ Athyglisvert í ljósi tiðinda síðustu daga!
í apríl 1992 sagði hún svo um Össur þegar hann
hafði krafist þess af stjórnarandstöðunni að liðka fyr-
ir afgreiðslu EES-samningsins: „Ég verð að segja að
maðurinn er úr hófi fram léttúöugur, sem kemur
kannski ekki að sök svona prívat, en það kemur svo
sannarlega að sök í pólitík."
Um Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
sagði Ingibjörg Sólrún í janúar 1993 að þegar hann
hefði flutt mál sitt „fékk ég að reyna að það er ekki
alltaf tekið út með sældinni að eiga tilfallandi mál-
efnalega samstöðu með pólitískum villimönnum. Svo
smekklaus er málflutningurinn stundum, ekki síst í
garð kvenna."
Snörpust voru þó
orðaskiptin við Sig-
hvat Björgvinsson FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐl’
RDAGUR II. JANÚAR 2003 Helgarhlctö JöV 3o •>
Þingmál
Hér eru talin upp öll þingmál sem
Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutn-
ingsmaður að, nema fyrirspumir
til ráðherra, allt þingsetutímabil
hennar, 13. maí 1991 til 13. júní
1994. Hún var vitanlega með-
flutningsmaður að fleiri málum.
7.12.91:
Staða samkynheigðra
Þingsályktunartillaga þess efnis að skipuð yrði nefnd
sem skyldi leggja til aðgerðir til að útrýma misrétti gagn-
vart samkynhneigðum. Tillagan var samþykkt samhljóða
á Alþingi í mai 1992 og nefndin skipuð af forsætisráðherra
í mars 1993.
(ISG, Össur Skarphéðinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Guðrún
Helgadóttir, Einar K. Guðfinnsson)
16.3.92:
Barnalífeyrir
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almanna-
tryggingar, þess efnis að barnalífeyrir - og þar með einnig
upphæð meðlags - yrði hækkaður til samræmis við
„raunverulegan framfærslukostnað", ekki sist til þess að
tryggja að báðir foreldrar legðu jafnmikið af mörkum til
framfærslu barns við sambúðarslit. Frumvarpið varð
ekki útrætt.
(ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kristín Einarsdóttir, Kristín
Ástgeirsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir)
8.4.92:
Starfsmenntun í atvinnulífinu
Breytingartillaga við lagafrumvarp er varðaði skipan
starfsmenntaráðs. Tillagan var felld.
(ISG)
29.4.92:
Friverslunarsamningur EFTA við Tyrkland
Tillaga til rökstuddrar dagskrár þess efnis að því yrði
frestað að fullgilda fyrir íslands hönd fríverslunarsamn-
ing EFTA við Tyrkland og í staðinn yrðu fordæmd mann-
réttindabrot stjórnvalda í Tyrklandi gegn Kúrdum. Tillag-
an var felld og samningurinn fullgiltur.
(ISG, Ólafur Ragnar Grímsson)
9.5.92:
Kynferðisbrot
Breytingartillaga við lagafrumvarp dómsmálaráðherra
um almenn hegningarlög, þess efnis að ekki yrði lengur
refsivert að stunda vændi sér til framfærslu. Tillagan var
felld.
(ISG, Anna Ólafsdóttir Bjömsson)
24.8.92:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn
Þingsályktunartillaga um aö bera skyldi EES-samning-
inn undir þjóðaratkvæði. Tillagan var felld.
(ISG, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson,
Kristin Einarsdóttir, Páll Pétursson, Ragnar Amalds.)
26.11.92:
Meðlagsgreiðslur og barnalífeyrir
Tvö lagafrumvörp, annars vegar um að ábyrgð hins op-
inbera á greiðslum meðlags yrði ekki takmörkuð við lög-
bundna lágmarksfjárhæð heldur fullt meðlag samkvæmt
úrskurði og hins vegar tillaga um að barnalífeyrir yrði
hækkaður til samræmis við „raunverulegan framfærslu-
kostnað". Hvorugt frumvarpanna varð útrætt.
(ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ágústa Gísladóttir, Kristín
Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir)
7.12.92:
Evrópska efnahagssvæðið
Nefndarálit annars minnihluta utanríkismálanefndar -
þ.e. ISG - þess efnis að EES-samningnum fylgdu bæði
kostir og gallar og rétt væri að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um hann. (ISG)
19.12.92:
Rekstrarframlög framkvæmdasjóðs aldraðra
Nefndarálit annars minnihluta heilbrigðis- og trygg-
inganefndar - þ.e. ISG - þar sem lýst var andstöðu við að
verkefni Framkvæmdasjóðs aldraöra væru aukin án þess
að tekjur hans væru jafnframt auknar. (ISG)
25.3.93:
Staða brotaþola við meðferð kynferðisafbrotamála
Þingsályktunartillaga um að dómsmálaráhðerra verði
falið að leggja fram lagafrumvarp sem styrki stöðu brota-
þola við meðferð kynferðisafbrotamála í samræmi við til-
lögur nefndar sem fjallað hafði um málið. Alþingi sam-
þykkti samhljóða að vísa málinu til ríkisstjórnar.
(ISG, Ingibjörg Pálmadóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Mar-
grét Frímannsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Valgerður Sverris-
dóttir, Guðrún Helgadóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir)