Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 HelQctrblaö X>V <45 Þótt sambúð hers oq þjóðar á íslandi á árum seinni heims- styrjaldarinnar væri oftast friðsamleg bar stundum skugqa á. Hermenn frömdu stundum ótrúlega harðneskjuleg afbrot sem fóru langt gfir þau mörk sem Islend- ingar höfðu kgnnst. Eitt þeirra war hrottaleg hópnauðg- un nálægt Baldurs- haqakampi. Hermenn fremja hópnauðgun Á þessura slóðum rétt ofan við efstu niörk núverandi byggðar í Seláshverfi stóð braggaliverfi, kennt við Baldurs- haga. I>ar í nágrenninu frömdu fjórir bandarískir hermenn hópnauðgun árið 1941 þegar J>eir réðust að hjónura á leið heim úr berjamó. DV-mynd Ilnri Island var hernumið í seinni heimsstyrjöldinni þann 10. maí 1940 þegar breskt herlið gekk hér á land. Margt hefur verið ritað um áhrif hersetunnar á íslenskt þjóðlíf, framfarir og samfélagsgerð en sennilega er sanngjamt að segja að þá árum stríðs- ins hafi ísland verið togað inn í nútímann á meiri hraða en önnur samfélög í Evrópu eða á Norður- löndum. Breski herinn réð ekki lengi lögum og lofum á Is- landi því bandarískir hermenn leystu þá bresku af hólmi fljótlega og sumarið 1941 var ísland hersetið af bandarískum her í stað þess breska. Þessi návist erlendra hermanna breytti mjög mörgu í íslensku samfélagi og meðal þess sem breyttist var hlutfall kynja í landinu þar sem fjöldi karlmanna mun hafa fjórfaldast í hlutfalli við kon- ur. Af þessu leiddi að samskipti kynjanna voru einn helsti ásteytingarsteinn setuliðs og heimamanna þótt oftast væri það í góðu. Út af þessu brá stundum og nú verður sagt frá ein- um hrottalegasta afbroti stríðsáranna sem var hópnauðgun fjögurra bandarískra hermanna á ís- lenskri húsmóður utan aifaraleiðar. Á heimleið úr berjamó Málavextir voru með þeim hætti að kvöldið 31. ágúst árið 1941 voru hjón úr Reykjavík á heimleið úr berjamó einhvers staðar i nágrenni Hólmsár. Rétt ofan við efstu mörk núverandi byggðar í Selási var stórt braggahverfi sem var kennt við Baldurshaga og kallað Baldurshagakampur. Hjónin voru stödd í hrauni rétt við bæinn á Hólmi þegar fjórir hermenn urðu á vegi þeirra. Þeir ávörp- uðu manninn sem ekki skildi ensku en taldi að þeir væru að spyrja hvað klukkan væri og sýndi þeim úr sitt. Síðan héldu hjónin áfram göngu sinni en her- mennirnir fylgdu í humátt á eftir þeim. Skyndilega réðust tveir þeirra að manninum, börðu hann í höf- uðið og vörpuðu honum til jarðar og héldu honum fostum. Hinir tveir réðust á konuna og hélt annar henni niðri og fyrir munn hennar meðan hinn hafði samfarir við hana. Síðan skiptu þeir um hlutverk og þar á eftir leystu þeir af hólmi þá sem héldu mann- inum niðri og þessari hrottalegu aðför linnti ekki fyrr en allir hermennirnir fjórir höfðu haft „full- komið samræði" við konuna. Síðan slepptu þeir fórnarlömbum sfnum sem flýttu sér sem mest þau máttu að leita skjóls í sum- arbústað þama í grenndinni og flutti eigandi hans þau til sakadómarans i Reykjavík sem tók skýrslu af þeim um atburði. Síðan voru hjónin bæði flutt til læknis sem skoðaði þau. I vottorði hans segir um áverka: „Maðurinn ... var mikið blóðugur i andliti og blóð- storka í báðum nösum enda nefbroddurinn dálítið þrútinn. Engar skeinur fundust á andlitinu og hefur blóðið því stafað frá því að honum hafa blætt nasir eftir áverka. Hakan var einnig nokkuð þrútin og aum. Aftan á hnakka neðan til og ofan á hálsi, eink- um vinstra megi, var rauðleitur þroti og töluverð eymsli eins og eftir högg. Á hér um bil miðjum hvirfli vinstra megin var kúla á stærð við stóran sveskjustein, auðsjáanlega eftir högg.“ Konan reyndist vera með dálitla hruflu á vinstri kinn og efri vörin var marin vinstra megin. Aðrir áverkar fundust ekki á henni enda „kvaðst hún hvergi meidd annars staðar." Tveir fengu 20 ára fangelsi Daginn eftir var farið með hjónin í fylgd herlög- reglumanna i svonefndan Baldurshaga Camp og voru þar hermenn látnir ganga fyrir þau. Þar báru þau kennsl á þrjá af árásarmönnunum. Yfirheyrsla sem fylgdi í kjölfarið leiddi til þess að allir fjórir sökudólgarnir játuðu og voru dæmdir af herrétti. Tveir þeirra fengu 20 ára fangelsisvist, einn 15 ára og einn 10 ára fangelsi. Allir voru þeir sviptir her- mannasæmd og reknir úr herdeiidinni með skömm. í kjölfar þessara hrottalegu atburða fylgdi lang- vinnt málaþref þar sem hjónin kostuðu kapps að fá dæmdar bætur fyrir það tjón og niðurlægingu sem þau töldu að þessir atburðir hefðu valdið sér. Fyrst i stað munu lög sem málið vörðuðu ekki hafa verið skýr en það var ekki fyrr en í október 1945 sem skaðabótamál hjónanna var tekið fyrir í bæjarþingi Reykjavíkur. Þar er vitnað til laga frá 1943 sem kveða á um að ríkisstjórn íslands sé skylt að bæta íslenskum rikisborgurum tjón sem þeir hafa beðið eða kunna að bíða vegna aðgerða hemaðaryfirvalda hér á landi eða af völdum manna úr herliði þeirra. Það kemur fram i bæjarþingi að fyrir árásina vann konan sem hermennirnir nauðguðu í niður- suðuverksmiðju og hafði þar allt að 100 krónur í laun á viku. Eftir árásina hafði hún ekkert sálar- þrek til að vinna utan heimilis. Hún gerði því kröfu um vinnulaun í 20 ár á þeim launum sem hún hafði notið og bætur fyrir andlegar og líkamlegar þjáning- ar, sálarkvalir og niðurlægingu auk fataskemmda, meðala og læknishjálpar. Samtals námu bótakröfur konunnar henni til handa rúmum 124 þúsund krónum. Þessu mótmælti ríkið og sagði ekkert örorkumat liggja fyrir. Grær aldrei sem heilt í dómsniðurstöðum segir um þetta: „Það er upp komið í málinu að verknaður þessi var fljótlega á al- menningsvitorði og hlýtur slík vitneskja að raska nokkuð högum konunnar. Auk þess má ætla að at- vik sem þetta hljóti að vekja minnimáttarkennd og draga úr sjálfsbjargarviðleitni." Konan bar fyrir dóminum að árásin sjálf hefði haft djúpstæð áhrif á taugakerfi hennar og sálarlíf. Hún sé ávallt hrædd og búist við árás á sig svo og þjáist hún af svefnleysi. Hún hafí dregið sig út úr öllu félagslífi og samneyti við fólk þar sem henni finnist það líta á sig sem sérstakt viðundur og hún jafnvel kenna hæðni i fari þess. Helgi Tómasson geðlæknir var ómyrkur í máli í áliti sínu um heilsufar konunnar en hann segir: „Mundi ég telja að hjá flestum myndi slíkt áfall, sem þetta fólk hefur orðið fyrir, aldrei gróa sem heilt, þótt auðvitað sé erfitt að segja um hvernig gangur dulverkana (complexa) verður á framtíðar- hug fólks. En mér virðist að hér hafi verið um slíkt andlegt svöðusár að ræða að gersamlega sé hlægi- legt að miða bætur eða bótakröfur við líkamlega áverka, fataskemmdir og þess háttar ómerkileg aukaatriði. Hvað á þetta að kosta? Eiginmaður konunnar fór fram á samtals 57 þús- und krónur í miskabætur og sagðist hafa verið frá vinnu í mánuð vegna árásarinnar. Hann segir það vera sér kvalræði að vera í fjölmenni þar sem þessi' atburður sé kunnur og því sjái engan endi á at- vinnuörðugleikum hans í framtíðinni vegna þessa. í dómsskjölum má sjá fróðlegan samanburð um breyttan efnahag vegna komu hersins en þar má sjá að árslaun eiginmannsins voru 3500 krónur árið 1939 en hækkuðu jafnt og þétt og voru komin í 212 þúsund árið 1944. Hann fer því fram á um þaö bil fjögurra mánaða laun sér til handa og nema kröfur hans um þriðjungi af kröfum eiginkonunnar. Samtals námu bótakröfur hjónanna 182 þúsund krónum sem eru samkvæmt þessu um það bil 10 mánaða laun miðað viö laun eiginmannsins eins og þau eru árið áöur en dómurinn er kveðinn upp. Bæj- arþing Reykjavíkur var hjónunum ekki alveg sam- mála og ákvað að hæfilegar bætur til konunnar væru 30 þúsund og bætur eiginmannsins væru 10 þúsund. Þessu vildu hjónin engan veginn ima og áfrýjuðu dóminum til Hæstaréttar. Hæstiréttur dæmdi ekki fyrr en i desember 1946, eða fimm og hálfu ári eftir árásina. Hæstiréttur tvöfaldaði bótagreiðslur hjón- anna og dæmdi þeim samtals 80 þúsund krónur í miskabætur fyrir utan málskostnað. Það nær þó varla nema 6 mánaða launum verkamanns og án ábyrgöar má giska á að þetta samsvari 6-800 þúsund krónum í dag. Getur hver sett sig í spor hjónanna og metið hvort slíkt væru nógar fébætur fyrir atburð eins og þennan. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.