Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 36
A O Helqarhlacf I>"V LAUGARDAGU R II. JANÚAR 2003 Þingmál 27.4.93: Aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES) Nefndarálit minnihluta utanríkismálanefndar sem fól í sér andstöðu við að Alþingi lýsti yfir stuðningi við aukaaðild Islands að VES. (ISG, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Páll Pétursson) 29.4.93: Húsnæðisstofnun ríkisins Nefndarálit og breytingartillögur minnihluta félags- málanefndar við frumvarp félagsmálaráðherra um lán- veitingar til endurbóta á félagslegu húsnæði og kaupa á almennum kaupleiguíbúðum. Tillögurnar voru felldar. (ISG, Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ingibjörg Pálmadóttir) 8.5.93: Atvinnuleysistryggingar Breytingartillaga minnihluta heilbrigðis- og trygginga- nefndar við frumvarp um atvinnuleysistryggingar, aðal- lega þess efnis aö bótaréttur héldist óskertur þótt ekki væri sótt um vinnu, svo fremi sem framvísað væri lækn- isvottorði um að viðkomandi gæti ekki stundað þá vinnu sem i boði væri. Tillagan var felld. (ISG, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frí- mannsdóttir) 11.10.93: Fæðingarorlof og biðlaun alþingismanna Lagafrumvarp þess efnis að þingmönnum yrði tryggð- ur fæðingarréttur (konum í 6 mánuði en körlum í 1) og hins vegar að réttur þeirra til biðlauna félli niður segðu þeir af sér fyrir lok kjörtímabils. Frumvörpin urðu ekki útrædd. (ISG, Margrét Frímannsdóttir, Valgeröur Sverrisdóttir) 11.10.93: Biðlaun ráðherra Lagafrumvarp þess efnis að réttur ráðherra til bið- launa félli niður segðu þeir af sér fyrir lok kjörtímabils. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Margrét Frímannsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir) 23.11.93: Kosið í prófkjöri Kvennalistans fyrir borgarstjórnarkosningar 1986. Skipun nefndar til að kanna útlánatöp Lagafrumvarp þess efnis að skipuð yrði nefnd til að kanna útlánatöp helstu innlánsstofnana, fjárfestingar- lánasjóða atvinnuveganna og Byggðastofnunar næstu árin á undan, meðal annars hvort þau mætti rekja til óeðlilegra viðskiptahátta á borð við óeðlilegan pólitískan þrýsting til að greiða fyrir lánveitingum. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson) 15.2.94: Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna í fjarvistum vegna barnsburðar Lagafrumvarp þess efnis að í reglugerð um rétt ríkis- starfsmanna til launagreiðslna í fjarvistum vegna barns- burðar skyldi ekki einungis kveöa á um rétt „kvenna" heldur ríkisstarfsmanna almennt. Ákvæðið hafði leitt til þess að sumir karlar áttu engan rétt á slíkum greiðslum. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) 24.2.94: Skipunartími forstjóra Tryggingastofunar Lagafrumvarp þess efnis að skipun forstjóra og nokk- urra æðstu starfsmanna Tryggingastofnunar yrði ekki ótímabundin heldur til fjögurra ára. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgeröur Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) 26.4.94: Lenging fæðingarorlofs Lagafrumvarp þess efnis að mæðrum yrði greiddur fæðingarstyrkur í 9 mánuði í stað 6 og að auki í 1 mán- uð fyrir áætlaðan fæðingardag. Frumvarpið komst ekki á dagskrá. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) Endur fyrir löngu kemur Ingibjörg Sólriín við á tjarnarbakkanum á leið frá Alþingi yfir í borgarstjórastólinn Sannfæring Ingibjargar Sólrúnar FRAMHALD AF OPNU Þröngsýni er eitt en sé víðsýnin aukin nógu mikið hlýtur að mega gera ráð fyrir að á endanum tapist miðið og jafnvel sannfæringin - og hlutverk fundar- stjórans taki við. Skýrasta vísbendingin um að það sé hið eiginlega hlutverk stjórnmálamannsins að mati Ingibjargar Sólrúnar eru ummæli í umræðum um ut- anríkismál 16. mars 1993. Þar sagði hún að sér fyndist brenna við í umræð- unni að stjórnmálamönnum leyfðist ekki að „hugsa upphátt" heldur væri þess krafist að þeir kæmu fram með hugmyndir sínar „fullmótaðar og skotheldar" „[...] og þeir eigi sérstaklega í pólitík að vera eins konar leiðsögumenn, þeir eigi að koma fram sem leið- sögumenn og visa lýðnum veginn með einhverjum hætti. Þetta er ekki mín pólitíska sýn.“ -ÓTG Á fyrsta ári í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1982. Nýr borgarstjóri, Davíð Oddsson, er í ræðupúlti en Ingibjörg Sólrún lætur sér fátt um finnast. heilbrigðisráðherra. I desember 1991 sagði hún um hann, vegna niðurskurðar á framlögum til Landa- kotsspítala, að hann virtist hafa „heldur suðrænt geðslag. Hann verður nú að fá sína vendettu, fá sina hefnd.“ í apríl 1993 sagði hún um Sighvat: „Ég hef aldrei kynnst nokkrum ráðherra, ég vil næstum segja manni, sem sýnir eins mikla lítilsvirðingu þeim sem hann á þó að starfa með [...] við gerðum við hann ein- hvers konar gentlemen’s agreement, þó maður eigi auðvitað ekki að gera það nema við gentle-menn [...].“ Sighvatur taldi Ingibjörgu Sólrúnu heldur auðsær- anlega fyrst ummæli hans hefðu sært hana en hún svaraði að bragði að „hæstvirtur ráðherra særði mig ekki með þessum ummælum. Það þurfa nefnilega ein- hverjar tilfinningar að vera á milli fólks til að sær- indi geti átt sér stað.“ Ekki leiðsögumenn Vitanlega hefur afstaða Ingibjargar Sólrúnar til ýmissa mála breyst á áratug en af þingferlinum að dæma virðist ljóst að hún hefði átt jafn vel eða betur heima í flokki Vinstri-grænna en Samfylkingarinnar. Ákvörðun hennar er örugglega til marks um breyttar áherslur. Ýmis ummæli hennar á Alþingi gefa líka innsýn í hvert hún telur - eða taldi aö minnsta kosti þá - að hlutverk stjórnmálamanna ætti að vera; sem sagt að þeir hafi jafnvel átt að vera nokkurs konar fundar- stjórar þjóðmálaumræðunnar frekar en eindregnir málsvarar sjónarmiða. Henni verður tíðrætt um að menn eigi að hefja sig „upp úr hjólförum" umræðunnar og vottar jafnvel fyrir gagnrýni á þá sem flytja mál sitt af festu. Kannski var það dæmi um að komast „upp úr hjólför- unum“ þegar hún hóf eitt sinn ræðu sína svona: „Virðulegur forseti. Ég verð að byrja að gera þá játn- ingu að ég hef ekkert óskaplega miklar skoðanir á því frumvarpi sem leggur fyrir um breytingu á lögum um Hæstarétt. Mér sýnist þó af lestri þessa frumvarps [...] að þetta sé vel athugunarvirði og það geti í raun- inni orkað tvímælis eins og þessu er háttað í dag ..." í utandagskrárumræðum í janúar 1994 um atvinnu- leysi sagði hún að umræðan opinberaði ráðleysi stjórnmálamanna: „Ég ætla svo sem ekkert að undir- skilja sjálfa mig frá því en stjórnmálamenn eru ráð- lausir i þessum málum," sagði hún og bætti við að nauðsynlegt væri að menn færu að „hugsa nýjar hugsanir í þessum málum og afleggi þröngsýnina og afleggi kreddur markaðshugsunarinnar sem hér tröll- ríður öllu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.