Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 DV Fréttir Ólafur hættir Ólafur Öm Haraldsson alþingis- maður hefur ákveðið að hætta þing- mennsku í vor. Mun hann því ekki skipa sæti á lista Framsókn- arflokksins í kosningunum í vor. Ólafur nefndir þrjár ástæður fyrir þessari ákvörðun siimi. I fyrsta lagi segir hann þessum áfanga í lífi sínu lokið og tími til komninn að snúa sér að þeim næsta en hann hefur gjaman viljað skipta lífsferli sinum í áfanga. í öðru lagi er ákvörðunin vegna per- sónu- og einkamála. Og í þriðja lagi segir Ólafur Öm að hann finni vilja meðal borgarbúa að ungt fólk bjóði sig fram í í stjómmálum og vonar að ákvörðun sín skapi þeim yngri svigrúm. Þrátt fyrir þetta ætlar Ólafur Öm áfram að styðja framsóknarmenn i kosningabaráttimni. -hlh Reykjanesbær: 213 án vinnu Atvinnuleysi er að verða mikið vandamál í Reykjanesbæ, og á Suðumesjum öllum, en íbúar em órólegir vegna stöðunnar sem fer versn- andi. 312 manns eru nú á atvinnu- leysisskrá eða 3%. Einn af viðmælendum DV segir að verslunum fari fækkandi og ger- ist það hratt en Suðumesjabúar sækja meira í höfuðborgina, í Smáralindina og í Hafnarfjörðinn til að versla. Fjölmörg hús í bænum, þar sem einu sinni voru verslanir, standa nú auð. Ketill Jósefsson, at- vinnuráðgjafi bæjarins, segir að konur séu í miklum meirihluta af þeim sem atvinnulausir em „Það eru þó aðeins þrír af þessum 312 sem hafa verið atvinnulausir í meira en sex mánuði og er þvi ekki um langtímaatvinnuleysi að ræða sem verður að teljast jákvætt en mikil hreyfmg er á atvinnumark- aðnum," segir Ámi Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar. Ámi segist þó hafa áhyggjur af því að það muni fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en sex mánuði. „Sveitarfélag- ið þarf að huga að þeim sem upplifa langtímaatvinnuleysi en við erum undir það búin. Við stefnum við aö því að hella 800 milljónum króna út i samfélagið, ráða fólk til timabund- inna átaksverkefna," segir Ámi -ss Árnl Slgfússon. Sýknaður fyrir kynferðisafbrot gagnvart stjúpdóttur sinni: Málinu áfrýjað til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað máli manns, sem sýknaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdótt- ur sinni, fæddri 1983, til Hæsta- réttar. Maðurinn var ákærður fyr- ir að hafa frá árinu 1988 eða 1989, er stúlkan var fimm til sex ára, til ársins 2000, er hún var tæplega 18 ára, nær daglega nauðgað henni. Dómarar í málinu voru Valtýr Sig- urðsson dómsformaður, Logi Guð- brandsson og Pétur Guðgeirsson. Meirihluti dómara, tveir af þrem- ur, taldi að sannanir fyrir sekt mannsins væm ekki nógar til að sakfella hann. Valtýr Sigurðsson Héraösdómur Reykjavíkur Kynferöisbrotamáil hefur veriö áfrýjaö til Hæstaréttar. vildi hins vegar sakfella manninn og segir hann í dómnum að þegar allt sé virt telur dómurinn sannað með vitnisburði stúlkunnar, sem fær stoð af vitnisburðum sem rakt- ir hafa verið og öðrum gögnum málsins, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um að hafa haft við hana samræði eða önnur kynferðismök með þeim hætti og á þeim stöðum er í ákæra greinir. Eru brot hans réttilega heimfærð til refsiákvæða. Þeir Pétur Guðgeirsson og Logi Guð- brandsson voru á öðru máli og var maðurinn því sýknaður í Héraðs- dómi. -ss Ótrúlegt veður Þaö gerist ekki oft aö verslunarmenn geti látiö fötin standa úti á slá í janúarmánuöi án þess aö snjói á þau. Þaö var hins vegar hægt í veöurblíöunni í gær en hitinn fór upp í átta gráöur í Reykjavík. Veturinn hefur veriö meö eindæmum góöur og nýliöinn desembermánuöur var meö þeim hlýjustu síöan mælingar hófust áriö 1749. Nýju útliti DV vel tekið - blaðið uppselt víða um land Lesendur DV hafa eflaust tekið eftir því aö útlitsbreytingar hafa veriö gerðar á útsíðum blaðsins og var það selt á 100 krónur alla síð- ustu viku. Blaöið rokseldist og ekki bar á öðra en lesendur tækju breyt- ingunum vel. Þórir Sigurbjömsson er eigandi verslunarinnar Vísis. „Fólk hefur tekið þessum útlits- breytingum DV mjög vel og íinnst blaðið vera framandi en um leið spennandi. Þá hefur fólk sérstak- lega glaðst yfir því hvað blaðið hef- ur veriö á góðu verði í vikunni enda hefur það rokið út,“ segir Þórir, en blaðið seldist upp hjá honum í gær. Blaðið seldist vel víöa um land og segir Dóra Torfadóttir, verslunar- stjóri London, í Austurstrætinu, að DV hafi klárast á klukkutíma í verslun hennar og hafi hún þurft að panta meira. „Útlitið er grípandi og fólk var hrifið, svo ekki sé talað um verðið sem fólk var alsælt með,“ segir Dóra. Blaðið seldist upp víða um landið og þurftu fjölmargar verslanir að panta meira. -ss DVWYNDIR E.ÓL Þurftu aö panta meira. Lesendur DV hafa eflaust tekiö eftir útlitsbreytingu á útsíöum blaösins. Lesendur tóku breytingunum vel enda blaöiö uppselt víöa á landinu. Iz&hiSjZíMjlLLt og REYKJAVÍK AKUREYRI Sðlariag í kvöld 16.08 15.30 Sólarupprás á morgun 11.02 11.07 Síödegisflóö 12.44 17.17 Árdeglsflóð á morgun 0124 05.57 Veöríö &-y|Jil ý4-<£)v v vs-ÍS ,-gs » V Svalast norðaustan til Suölæg átt, víða 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld en styttir upp austanlands í nótt. Hiti 0 til 9 stig, svalast norðaustan til. Fremur hæg breytileg átt, skýjaö og rigning eða slydda með köflum, einkum norðan til. Hiti 0 til 6 stig. I^rij Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur ’W Hiti I til 3' Hiti 0° til 5" Vindur: vindur: Víndur: 5-10 ">/s 3-8«™/* 5-10 mA * * w Suöaustan 5-10 Suðvestan 3-8 Norölæg eða m/s og slydda m/s og skúrir breytlleg 6tt, noróan til en eða él sunnan snjókoma eða él annars suð- og vestan tll, en norðan til, en vestanátt, viða léttskýjað skýjað með 8-13 m/s og norðaustan- og köflum og rigning eða austanlands. úrkomulítlö skúrir. Kólnandi veður. sunnan til. Hlti 0-6 stig. Katt f veðri. Tlfjilijjuij m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-15 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 psHKí AKUREYRI alskýjaö 5 BERGSSTAÐIR skýjaö 4 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 8 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 1 KIRKJUBÆJARKL. rigning 4 KEFLAVÍK rigning 7 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK súld 7 STÓRHÖFDI rigning 7 BERGEN skýjaö 2 HELSINKI heiöskírt 23 KAUPMANNAHÓFN léttskýjaö -4 ÓSLÓ alskýjaö -6 STOKKHÓLMUR -10 ÞÓRSHÖFN skúr 6 ÞRÁNDHEIMUR snjóél -4 ALGARVE léttskýjaö 9 AMSTERDAM alskýjaö -3 BARCELONA skýjaö 9 BERLÍN kornsnjór -5 CHICAGO alskýjað -4 DUBLIN skýjaö 4 HALIFAX alskýjað -8 FRANKFURT snjókoma -4 HAMBORG mistur -5 JAN MAYEN skafrenningur -7 LONDON léttskýjaö 5 LÚXEMBORG léttskýjaö -6 MALLORCA súld 9 MONTREAL alskýjaö -17 NARSSARSSUAQ skýjaö 9 NEW YORK léttskýjað 6 ORLANDO hálfskýjaö 12 PARÍS snjókoma -2 VÍN snjókoma -6 WASHINGTON hálfskýjaö 4 WINNIPEG heiöskírt -19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.