Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 33
LAUGARD AGU R II. JANÚAR 2003 Helgarbloö X>"V" 33 Landsbyggðarvargar í stórborginni Ágúst Ármann Þorláksson, skólastjóri og organisti, er ein aðalsprautan í Sólstrandar- veislu sem sýnd verður á Broadway eftir viku. Segja má að þar geri sveitavargurinn innrás í höfuðborgina. Næstkomandi föstudags- kvöld mun hópur tónlist- armanna úr Fjarðabgggð troða upp á Broadwag í Regkjavík og flgtja lög sem útskgra af hverju sumarið er tíminn. DV ræddi við einn af for- sprökkum hópsins, Ágúst Armann Þorláksson, um ferðina til Regkjavíkur, menningu fgrir austan og hans eigin poppsögu. „Það verður sífellt erfiðara að finna nýja titla fyrir sýningamar okkar,“ segir Ágúst Ármann, eða Aggi eins og hann er yfirleitt kallaður, þegar ég spyr hann um tilurð „sólstrandarveislunnar“ sem brátt verður sett upp í höfuðborginni. „Við reynum alltaf að fmna þema eða titil sem er athygl- isverður, eða auglýsingavænn líkt og stundum er sagt. í þetta sinn ákváðum við að flytja tónlist sem fólk tengir við sumarið. Lögin eru eftir Brian Wil- son og Beach Boys, Gypsy Kings og aðra sem hafa verið hugfangnir af sólinni,“ segir Aggi og kemur sér betur fyrir í sófanum, hálfur undir teppi. Þetta er í þrettánda sinn sem tónlistarmenn i Fjarðabyggð setja upp sýningu af þessu tagi en þær eru að öllu jöfnu frumsýndar fyrsta vetrardag og eru orðnar jafn fastur þáttur í tilveru íbúa Fjarða- byggðar og Menningamóttin er höfuðborgarbúum. í fyrra vom Evróvisjónkeppninni gerð skil og árið þar á undan vom flutt lög eftir skemmtikrafta sem frægir voru fyrir að troða upp í Las Vegas, menn eins og Frank Sinatra, Elvis Presley og Tom Jones. Áður hafa Bítlamir verið teknir fyrir, Stuðmenn, soul og fleira og fleira. Sýningamar vekja ávallt at- hygli og óhætt að fullyrða aö flestir íbúar Fjarða- byggðar, hvort sem það eru Norðfirðingar, Reyð- firðingar eða Eskfirðingar, sjá sér fært að mæta. Þaðan fer sýningin til Reykjavíkur þar sem brott- fluttir Austfirðingar og áhugafólk um tónlist fjöl- mennir. Á næsta ári stendur svo til að fara utan, nánar tiltekið til Færeyja og Grænlands. Skenimtun úr grasrótinni Það sem er mest töfrandi við þessa skemmtun er án efa sú staðreynd að hún er alfarið sprottin upp úr grasrótinni. Fæstir sem koma að sýningunni em atvinnutónlistarmenn og standa því á sviðinu af hreinni tónlistarást. Norðfjörður hefur í mörg ár verið þekktm- fyrir öflugt tónlistarlíf og Aggi fuil- yrðir að sýningamar hafi vakið athygli á þessari sérstöðu fjarðarins. „Þær hafa vakið athygli tón- listarmanna og reyndar allra landsmanna á staðn- um,“ segir Aggi. „Og það skiptir ekki síður máli að aörir staðir víðs vegar um landið hafa fetað í fót- spor okkar og sett upp sýningar af svipuðum toga.“ Tónlistarhefðin á Norðfirði er einstök og ég spyr Agga hvort það séu einhveijar haldbærar skýring- ar á þessu. „Ein er vafalaust sú að hér hefur verið rekinn öflugur tónskóli í mörg ár,“ svarar Aggi en hann er einmitt skólastjóri Tónskólans i Neskaupstað og kirkjuorganisti staðarins. „Við höfum aldrei haft neina fordóma gagnvart popptónlist og leggjum ríka áherslu á að kenna nemendum þá tónlist sem þeir hafa sjáifir áhuga á. Önnur skýring á þessu er hijómsveitarmenningin. Síðustu fimmtíu árin hafa alltaf verið hljómsveitir starfandi á Norðfirði þar sem ungir tónlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa kunnáttu sína í samspili við aðra sem er auðvitaö allt annað en að sitja einn inni í herbergi og gutla,“ útskýrir hann. „Þar fyrir utan gátu Austfirðingar náð útvarps- stöðvum frá Evrópu sem spiluðu nýjustu rokktón- listina,“ heldur Aggi áfram og á þar við Radio Caroline og fleiri stöðvar sem sendu út frá Lúx- emburg. „Ég man að ég spilaði í hljómsveit á útihátíð í Atlavík sumarið 1967 ásamt hljómsveitinni Dúmbó og Steina. Nokkrum dögum fyrir hátíðina pikkuð- um við upp All You Need Is Love með Bítlunum, sem þá var glænýtt, og spiluðum það á fyrsta kvöldinu, degi áður en það var frumflutt í íslenska útvarpinu.“ Það þarf vart að taka það fram að Dúmbó og Steini horfðu á Austfirðingana furðu lostnir. Misst niarga frábæra tónlistarmenn Fyrir nokkrum árum stofhaði áhugafólk um tónlist á Norðfirði Blús-, rokk og jassklúbbinn á Nesi (Biján) sem heldur reglulega félagskvöld í húsnæði sínu, Blúskjallaranum. Þar hafa fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar troðið upp, menn eins og Bjöm Thorodd- sen, Gunnar Þórðarson og fyrr á þessu ári kom sjálf- ur Chicago Beau og skemmti Norðfirðingum með æsi- legri og ekta blústónlist. „Markmiðið með stofnun Biján var upphaflega að flytja reglulega tónlist með heimamönnum en seinna meir höfúm við lagt jafh mikla áherslu á að flytja inn þekkta tónlistamenn." Síðustu ár hefúr Biján haft umsjón með uppsetn- ingu rokksýninganna og fyrir vikið er félagsskapur- inn nú handhafi menningarverðlauna Sambands austfirskra sveitarfélaga. „Við erum afskaplega ánægð með verðlaunin. Þau sýna að fólk er þakklátt fyrir störf okkar,“ segir Aggi grobbinn. Flest bendir til þess að það muni fjölga hratt og mikið í Fiarðabyggð á næstu árum með tilkomu ál- versins. Aggi segir að þetta muni virka sem vítamín- sprauta fyrir tónlistarlífið. „Fólksfækkun er það versta sem getur komið fyrir tónlistarmenn," segir hann. „Maður fmnur strax fyrir því þegar fólki fækk- ar, bæði koma færri til að hlusta og síðan höfúm við auðvitað misst marga frábæra tónlistarmenn suður til Reykjavíkur." Eilífðarunginennið Aggi Aggi hefúr verið með ólæknandi tónlistardellu frá því að hann man eftir sér. Hann er alinn upp á Skorrastað í Norðfjarðarsveit þar sem mikið var sungið og snemma lærði hann á hijóðfæri. Þegar bylt- ing Bítlanna hófst, fyrir tæplega fjörutíu árum, breytt- ist allt hjá honum eins og svo mörgum ungum tón- listamönnum á þessum tíma. Aggi er og verður einn mesti Bítlaaðdáandi á íslandi þó að hann hafi ekki op- inberaö delluna með jafii áberandi hætti og Ingólfúr Margeirsson. „Þeir eru einfaldlega bestu lagasmiðir poppsins," fúllyrðir Aggi, „og bandið var svo þétt að það var ekki hægt að smeygja títuprjóni á milli þeirra," segir hann og talar nú af svo miklum þunga að ég færi mig örlítið fjær honum. Auðvitað eru fleiri hljómsveitir í uppáhaldi: Stones, Beach boys, Crosby, Stills og Nash og svo auðvitað Hljómar og Trúbrot. Hann skellir nýju safhplötunni með Trúbroti á fóninn og spilar nokkur vel valin lög til að færa sönnur á þá fullyrðingu að Gunnar Jökull hafi verið besti trommuleikari í heimi. Ég kinka kolli til samþykkis. Aggi var sjálfur í hljómsveitarbransanum í mörg ár. Frægust þeirra hljómsveita sem Aggi hefur spilað í er án efa stórsveitin Amon Ra en í henni steig söngv- arinn Eiríkur Hauksson sín fyrstu skref og í henni var líka álrisinn Smári Geirsson sem söng og blés í saxófón. Hljómsveitin starfaði frá 1970 til 1981 og spO- aði lög af ýmsum toga en það leynir sér ekki að stolt- astur er hann af djassrokkinu í anda Blood, Sweat and Tears og Chicago sem þeir fluttu af mikilli innlif- un. Hljómsveitin starfaði eingöngu á Norðfirði yfir sumartímann og náði því aldrei að „meika það“ á landsvísu. Ég spyr Agga hvort hann sé ekki með neinn „aldrei fór ég suður-komplex"? „Nei,“ svarar Aggi um hæl. „Við vorum aldrei all- ir í Reykjavík á sama tíma þannig að það var ekkert um það að ræða að slá í gegn.“ Málið er útrætt og við slúttum viðtalinu. Næstu klukkutímana læt ég fara vel um mig á heimili Agga og hlusta á litríkar hljóm- sveitarsögur sem hann dælir úr sér af mikilli snilld. Allir sem þekKja gamla hljómsveitartöffara vita hvað ég er að tala um. - JKÁ Ódýrt til útlanda Terra Nova-Sól heldur áfram að bjóða íslendingum ódýr fargjöld til Evrópu í samvinnu við erlend flugfélög sem viðurkennd eru fyrir gæði og góða þjónustu. Neðangreind verð eru pr. flugsæti með flugvallasköttum. UN Dusseldorf Verö frá 27.500 kr. Munchen Verð frá 27.500 kr. ^EROIiOVD Berlín Verö frá 27.500 kr. Vín Verð frá 29.500 kr. ® Condor Frankfurt Verð frá 27.500 kr. Munchen Verð frá 27.500 kr. París Verð frá 27.800 kr. NÁNARIUPPL ÝSINGAR HJÁ SÖLUFÓLKI M TERRA NOUA -^ol y -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyl 3A • 110 Reykjavik Sími: 591 9000 - wwww.terranova.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.