Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 37
LAU GARDAGUR II. JANÚAR 2003 //f? /c) a rh la ö 41 Fríða Rún Þórðardóttir hefur haft íþróttir sem lífsstíl frá barnsaldri. Hún lærði næringarfræði og starfar við að leiöbeina fólki sem vill breyta uin lífsstíl. en afmörkuðum átökum. Það mega ekki vera þessar öfgar sem margir lenda í. Það þarf hver og einn að finna þann takt sem hann þolir og getur haldið út. Það þýðir heldur ekkert að byrja að æfa sex sinnum í viku með ógurlegum látum og þurfa svo að hætta vegna meiðsla eða springa á limminu. Flestar stöðvar bjóða upp á leiðbeiningu og leiðsögn sem fólk ætti að nýta sér.“ - Hver eru þá algengustu mistökin sem fólk gerir? „Að fara of geyst af stað og ætla sér ekki um of við æfingar og einnig að taka ekki mataræðið í gegn í skrefum, ekki má breyta öllu í einu.“ Eldd vigta of oft - Hvað er raunhæft að ætla sér að léttast mikið í grenningarátaki sem stendur í t.d. þrjá mánuði? „Það er erfitt að segja því fólk er misjafnlega statt og misjafnlega vöðvamikið. Það er raunhæft að miða við 500-1000 grömm í viku í þyngdartap. Eðlilegt er léttast mest fyrstu vikuna. Mikilvægast er að léttast hægt og hægt á kostnað fitunnar en ekki vöðvanna. Mjög mik- ilvægt er að fara í fitumælingu í upphafi svo hægt sé að mæla framfarir. Ég ráðlegg fólki að vigta sig ekki á hverjum einasta degi. Það virkar letjandi fremur en hvetjandi og fólk fær þetta á sinnið. Það er nóg að vigta sig einu sinni í viku og taka ummálsmælingar og fitumælingu einu sinni í mánuði. Það sem skiptir mestu máli er aukin vellíðan, úthald og styrkur en ekki eingöngu þyngdartap." - Fríða bendir einnig á að mikilvægt sé að nýta sér fjölbreytta hreyfingu, fara í sund eða í gönguferðir og út að skokka ef fólk getur. Allt slíkt eykur fjölbreytni Hófsemi og hættulegir kúrar Sennilega er afar hátt hlutfall íslensku þjóðarinnar að telja hitaeiningar um þess- ar mundir og regna að ná afsér þeim aukakílóum sem hátíðahöld jóla og ára- móta hafa tilhneigingu til að bæta á okk- ur. Fríða Rún Þórðardóttir er næringar- fræðingur og hefur atuinnu af að leið- beina fólki íþessari baráttu. Það er mjög líklegt að stér hluti þjóðarinnar sé i ein- hvers konar heilsuræktarátaki um þessar mundir eða gæti mikils aðhalds í mat og drykk eftir stórhátíðir jóla og áramóta. Friða Rún Þórðardóttir er næringar- fræðingur og einkaþjálfari sem starfar í World Class og er alvön að leiðbeina fólki á hinni grýttu braut sem liggur til heilbrigðs lifernis. DV spurði Fríðu Rún hvernig hún færi að því? „Ég byrja á því að taka fæðusögu fólks sem gengur út á að meta hvaö fólk borðar. Við ráðleggjum fólk að borða morgunmat milli 7 og 8, bita klukkan 10 og svo hádegismat um 12. Síðan er síðdegisbiti um fjögurleyt- ið og síðan er kvöldmatur og ef til vill eitthvað létt um níuleytið um kvöldið," segir Fríða Rún þar sem við , sitjum í kaffistofu World Class í kliðnum frá glamr- andi lóðum, suðandi hlaupabrettum og másandi fólki. Það er karfa með piparkökum á borðinu og svitalykt af flestum sem ganga fram hjá. Að minnsta kosti þeim sem eru að fara út úr salnum. Hvað ertu að borða? „Ef fólk lætur líða of langt á milli mála, borðar t.d. ekkert frá hádegi fram á kvöld þá borðar það gjarnan of mikið í kvöldmat og er svo nartandi fram eftir öllu kvöldi. Mikilvægt er að vita hvort fólk tekur fæðubót- arefni, vítamín og steinefni. Við skoðum neyslu skyndibita, sælgætis og gosdrykkja, hvernig mataræði dagsins er samsett, hvernig álagi fólk er undir og fleira í lífsstíl þess. Það þarf einnig að skoða hvernig fólk hreyfir sig og hvenær. Margir koma í byrjun árs í mælingar þar sem um- mál, líkamsfita og líkamlegt ástand er metið og síðan eru mælingarnar endurteknar eftir ákveðinn tíma. Þetta eru allt þættir sem eru lagðir til grundvallar í okkar ráðgjöf um heilbrigt líferni og heilsusamlegt og því æfingaplani sem við leggjum áherslu á.“ - Fríða segir að sumir sleppi ýmsum mikilvægum fæðutegundum úr fæðunni og borði t.d. ekki brauð eða mjólkurvörur, jafnvel ekki kjöt og fisk, og þetta allt þurfi að skoða og vega og meta með tilliti til þess hvort líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast „Síðan leggjum við fram áætlun sem auðveldar fólki að velja hentugar fæðutegundir, t.d. undanrennu í staðinn fyrir nýmjólk og léttara og fituminna viðbit og álegg. Síöan fær fólk leiðbeiningar um matreiðslu. Svo hjálpum við fólki við að leita sér upplýsinga og fræðslu um næringu og mataræði. Það getur þurft að hjálpa fólki sem er með sérþarfir, eins og ofnæmi, við að byggja upp mataræði sem það getur haldið sig við og er fullnægjandi næringarlega séð. Fólk kemur hingað til þess að byggja sig upp eða grenna sig það er misjafnt hverjar áherslurnar eru og það þarf að taka tillit til þarfa og markmiða hvers og eins. Þetta er í hnotskurn mitt starf en þar fyrir utan sinni ég öðrum verkefnum." Allir í megrun - Er það rétt að það séu allir í líkamsrækt i janúar? „Kannski ekki allir. Margir ákveða að byrja í janú- ar og aðsóknin eykst mjög mikið. Svo virðast margir taka sér tak í byrjun september líka og þá verður ann- ar toppur í mætingu. Okkur finnst samt að þessar sveiflur séu að jafnast nokkuð út og aðsóknin sé að verða jafnari yfir árið. Stöðugt fleiri átta sig á því að það er líka hægt að æfa um helgar. Það er mjög hentugt t.d. fyrir hjón og pör að koma hingað um helgar og gefa sér þá aðeins meiri tíma og slaka á í pottinum eða fara með börnin í sund. Ekki má gleyma því að börnin þurfa líka að hreyfa sig.“ Þjóðin fitnar - Þótt sanngjarnt sé að segja að heilsubylgja hafi gengið yfir ísland síðustu tíu ár þar sem alls kyns hreyfing og heilbrigður lífsstíll nýtur vaxandi vin- sælda. Þetta sést glöggt í vaxandi aðsókn að líkams- ræktarstöðvum og aukinni þátttöku í hvers kyns al- menningsíþróttum. Samt heyrist úr öðrum áttum að íslensk þjóð fari heldur fitnandi. Er þetta tilfellið? „Já þjóðin er almennt að fitna, bæði börn og full- orðnir. Þaö er margt sem veldur. Aukin neysla skyndi- bita hefur sín áhrif, aukin þægindi sem felast í því að við hreyfum okkur miklu minna. Börn t.d. sitja við sjónvarp og tölvuleiki í stað þess að hlaupa úti eins og næsta kynslóð á undan gerði. Hreyfingarleysi er al- mennara en áður var.“ - Eru þá allir skyndibitar óhollir? „Það fer allt eftir magni og samhengi. Hamborgari getur verið hollur út af fyrir sig en það sem er sett á hann gerir hann oft fituríkan. Það sama á við um pits- ur. Þar skiptir áleggið öllu máli.Franskar kartöflur eru fitandi matur en það er í lagi að borða litla skammta af og til. Það er sótt að fólki í auglýsingum um stærri skammta fyrir minna verð.“ - Er þetta þá varnarbarátta þrátt fyrir aukið aðgengi að upplýsingum um næringarfræði og aukinni vitund um nauðsyn heilbrigðs lifernis? „Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þjóð- in er einnig að eldast og við hreyfum okkur að öllu jöfnu minna en áður.“ Megrunarkúrar mistakast - Ég hef heyrt næringarfræðinga tala mjög gegn skyndikúrum og átaksverkefnum eins og þeim sem nú virðast standa yfir. Ert þú meðal þeirra sem telja það óhollt? „Mergunarkúrar eru úreltir og dæmdir til að mis- takast. Það verður að gera heilsurækt að lífsstíl frekar og dregur úr leiða en staðreyndin er sú að of margir sem stunda likamsrækt reglulega leiðist hún en leggja það á sig vegna heilsufarslegs ávinnings. Gef mér þolinmæði - strax - Má ég draga af þessu öllu þá ályktun að fólk skorti þolinmæði til að gera heilsurækt að liffstíl? „Fólk er oft mjög óþolinmótt. Það vill fá árangur strax. Þetta er eitthvað sem er í menningu okkar en það þarf þolinmæði og það verður að gefa líkamanum færi á að aðlagast breyttum lífsstíl og umgangast hann af ást og virðingu." - Nálgast konur líkamsrækt með einhvern veginn öðrum hætti en karlar? „Það er erfitt að alhæfa en mér finnst karlar vera viljugri að fara í tækin og styrkja sig en konurnar sækja meira í pallaleikfimi og eróbik. Þær mættu gjarnan sækja meira í tækjaþjálfun. Hitt er svo annað mál að allt sem varðar aukakiló taka konur meira inn á sig en karlar. Þær eru almennt með aukakílóin meira á heilanum en karlar. Það verður að setja sér raunhæf markmið með öllum æfingum og hafa bæði lokamarkmið og skammtíma- markmið með æfingunum." Fríða fyrirniynd - Fríða Rún er sjálf allgóð fyrirmynd um heilbrigt líferni en það má samt segja með nokkrum rétti að hún sé varla raunhæf fyrirmynd fyrir venjulegt fólk og það viðurkennir hún fúslega. „Ég hef verið á kafi í íþróttum síðan ég var barn og íþróttir eru fyrir mér miklu meira en áhugamál, þær eru lífsstíll og íþróttirnar hafa gert mér margt kleift í námi og starfi." Fríða Rún hefur keppt í hlaupum síðan hún var barn, í meira en 20 ár, og gerir enn fyrir félag sitt, ÍR. Hún byrjaði í styttri hlaupum, stökkum og köstum en helstu greinar hennar nú eru millivegalengdir, 800, 1500 og 5000 metrar. Hún keppir einnig í 10 kílómetra hlaupi og fer í hálfmaraþon endrum og sinnum. Hlaup- in gerðu henni kleift að komast til náms við bandarísk- an háskóla þar sem hún keppti í hlaupum fyrir skól- ann og lærði næringarfræði. „Margir misskilja þennan líffstíl og halda að ég sé alltaf á brettinu og úti að hlaupa til að halda mér grannri en það er ekki svo. Ég er afreksmanneskja í íþróttum og er búin að vera i landsliði íslands í 14 ár.“ Hættulegur kúr - Við ljúkum samtali okkar á því að minnast á tísku- megrunarkúra sem skjóta alltaf upp kollinum annað slagið og fara eins og eldur í sinu um samfélagið og eru taldir allra meina bót. Einn þeirra sem nú nýtur vinsælda er kenndur við dr. Atkins og Fríða segir að ýmislegt sé athugavert við hann. „Þessi tiltekni kúr er beinlínis hættulegur þeim sem stríða við hjartasjúkdóma og hækkaða blóðfitu. Einnig er neikvættt þegar fólki er ráðlagt að borða ekki brauð eins og gert er t.d. í þessum kúr. Brauð með of feitu áleggi og of mikið brauð á kostnað fjölbreytni í fæðu- vali er ekki hoilt. Brauð í hófi er hollt og við eigum ekki að hætta að borða það.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.