Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 47
LAU GARDAGUR II. JANÚAR 2003 Holgarblac? 33V 51 Mini er bíll ársins í Bandaríkjunum Það kom mörgum á óvart síðast- liðinn sunnudag þegar hinn bresk- smíðaði Mini var valinn „Bdl ársins í Bandaríkjunum“ við opnun bíla- sýningarinnar í Detroit á sunnudag. Um valið sáu 49 bílablaðamenn þar í landi. Ekki var síður tekið eftir val- inu á jeppa ársins en hann var einnig evrópskur, hinn nýi XC90 lúxusjeppi frá Volvo. Mini, sem framleiddur er undir hatti BMW, hafði betur í hópi 12 nýrra bíla og má þar nefna hina nýju 7-línu BMW, Honda Accord, Nissan Z350 og Ponti- ac Vibe. Síðan Mini kom á markað í Bandaríkjunum er þegar búið að selja 24.000 bíla sem er meira en helmingi meira en sala gamla bilsins á sjöunda áratugnum. Meðal kepp- enda í trukkaflokki voru Ford Ex- pedition, Honda Element, Hummer H2 og Kia Sorento. Vinningshafamir frá því í fyrra voru Nissan Altima, fyrsti japanski bíllinn til að bera þennan titil, og Chevrolet Trailblaz- er. Við valið er byggt á þáttum eins og frumleika, hönnun, öryggi, akst- urseiginleikum og hagkvæmni. -NG Tilraunajeppi frá Audi Á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit frumsýndi Audi nýjan til- raunajeppa, Audi Pikes Peak Qu- attro. Nafn bílsins er dregið af fjall- inu Pikes Peak sem er 4.300 metra hátt fjall í Klettaíjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. Með Pikes Peak hefur Audi ákveðið að skella sér í slaginn í flokki lúxusjeppa og mun þar án efa keppa við bíla eins og VW Touareg, Porsche Cayanne, BMW X5 og Benz M-línu. Bíllinn er sérstakur útlits og margt vekur athygli í hönnun hans. Hurðarhúnamir koma einungis i ljós þegar réttur ökumaður bílsins nálgast. Útispeglarnir eru hannaðir með það fyrir augum að lýsa upp svæðið í kringum bifreiðina þegar farþegar nálgast hana og fara frá henni. Audi Pikes Peak verður knú- inn V8-vél með tveimur forþjöppum. Audi nýtir hér tækni sem þróuð hef- ur verið í LeMans-kappakstrinum og skilar vélin um 500 hestöflum og nær hámarkstogi, 630 Nm, við 2000 sn./mín. Þetta gerir Audi Pikes Peak kleift að komast frá 1-100 km/klst. á 5,0 sekúndum. Hámarks- hraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Leikur eitt adalhlutverkanna í nýrrí X-men mynd .4L, i n jzw » f ¥ 1 wuf*1 Dodge-mótorhjól með 650 km hámarkshraða Dodge frumsýndi þetta frumlega mótorhjól í Detroit um síðustu helgi. Gripurinn kallast Tomahawk eftir eldflaugaflugskeytinu fræga og er hann drifinn áfram af 8,3 lítra VIO vél, þeirri sömu og er í sportbílnum Dodge Viper. Hjólin eru fjögiu- og fjöðrunin sjálfstæð sem þýðir að þeg- ar hjólið beygir leggjast hjólin mis- langt niður eftir því í hvaða átt það hallast. Að sögn talsmanna Dodge á hjólið að ná hvorki meira né minna en 650 km hraða á klukkustund. Nú er bara að biða eftir því hvort við eigum eftir að sjá þá staðfesta það á saltsléttum Utah fljótlega. -NG Meðal frumsýningargesta á nýaf- staðinni bílasýningu í Los Angeles var einn aðalleikarinn í X-men 2. Leikarahópurinn er álitlegur enda meðleikaramir ekki af verri endan- um, Hugh Jackman og óskarsverð- launahafinn Halle Berry. Leikarinn sem um ræðir stendur þó ekki á tveimur jafnfljótum heldur fjórum hjólum því hér er um sérstaka út- gáfu af nýjum RX-8 sportbíl frá Mazda að ræða sem kemur á mark- að á næsta ári. Leikstjóri myndar- innar, Brian Singer, vann náið með hönnuðum Mazda með það fyrir augum að gera bílinn að einum að- alleikara myndarinnar. Einnig var upphaflegu handriti breytt með það fyrir augum. RX-8 á eflaust eftir að taka sig vel út í hlutverki ofurhetj- unnar. Undir húddinu er öflugur er yfir 300 hestöfl og skilar þessum Wankel-mótor af Renesis-gerð sem litla bíl því vel áfram. -NG Tveir nýir Mustang-sportbílar í Detroit Ford frumsýnir á bíla- sýningunni í Detroit tvo nýja Mustang tilrauna- sportbíla, Mustang GT og Coupé. Ford Mustang hefur verið vinsæll í gegnum tíð- ina síðan hann var fyrst kynntur fyrir 39 árum en síðan þá hafa 8 milljónir Mustangbíla verið fram- leiddar. Siðan fyrsti bíllinn kom á markað árið 1964 er þetta í þriðja skipti sem hann fær nýtt andlit sem ætla má að verði endanleg útgáfa hans þegar hann fer á markað á næsta ári. Ytri auð- kenni, eins og langur vélarsalur og stutt skott, halda sér, einnig C-laga loftinntökin á hliðunum og þrískipt afturljósin. Fyrsti Mustang sport- bfllinn þróaöist upp úr tilraunabíl sem kallaðist Mustang 1. Við hönn- un nýja bílsins skoðuðu hönnuðir upphaflegu teikningarnar mikið og voru uppnumdir af krafti þeirra, enda sóttu þeir sinn innblástm- mik- ið í þær. Líkt og Mustang 1 og Must- ang Mach 1 sýningarbíllinn frá 1968 eru nýju Mustangbílamir að þeirra mati fágæt hönnun sem höfðar til allra bílaáhugamanna. Vélina í bíl- unum ættu líka margir að kannast við, 4,6 litra MOD V8 sem er yfir 300 hestöfl. -NG Toyota frumsýnir tvinnjeppling Á mánudaginn frumsýndi Toyota nýjan tvinnbíl/jeppling á bílasýn- ingunni í Detroit. Það var enginn annar en forstjóri Toyota Motor Corp., Fujio Cho, sem kynnti bílinn, en hann byggist á nýrri tækni sem þeir hjá Toyota kalla „Hybrid Synergy Drive“. Kerfið er fyrsta fjöldaframleidda tvinnkerfi i bíla í dag og er grunnurinn ný 3,3 lítra V6- vél sem ásamt rafmótorunum skilar svipuðu afli og V8-vél. Bíllinn eyðir ámóta og lítill fjölskyldubíll og verð- ur því sparneytnasti jepplingurinn þegar hann kemur á markað. Skipt- ingar í bílnum eru hnökralausar, með stiglausri CVT-sjálfskiptingu, og fjórhjóladrifið er rafstýrt eins og bremsukerfið. -NG Cadillac SRX kemur á markað en Cadillac sýndi nýjustu útgáfu SRX-tilraunabílsins í Detroit á þriðjudag en hann er lúxusjeppi sem byggist á hönnun CTS- og Vizon-tilraunabílanna og vænta má fljótlega á markað. Bíllinn er ein- rýmisbill og þar af leiðandi ekki byggður á grind og er hann aðeins lægri heldur hinn dæmigerði jepp- lingur. Hann verður þvi eflaust sportlegur í akstri enda verður hægt að velja um annaðhvort aftur- drif eða fjórhjóladrif í bilinn. Vél- amar verða V6 og V8 af Northstar- gerð. Lúxusjeppar og jepplingar eru ört vaxandi markaður í Bandarikj- unum en á síðasta ári seldust yfir 200.000 slíkir bílar. Áætlað er að markaðurinn aukist í um 350.000 ekki Saab bíla á þessu ári en í Bandaríkjunum er von á 14 nýjum módelum á mark- aö á næstunni. Við frumsýningu bílsins var einnig sagt frá því að GM hefði ákveðið að leggja á hilluna sjö sæta jeppa frá Saab sem byggja átti á sama undirvagni og SRX. Ástæðan var sögð vera mikill kostnaður vegna breytinga, enda um ólíka framleiðendur að ræða. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.