Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 DV Fréttir Krafa sækjandans í Hafnarstrætismálinu á hendur tveimur árásarmönnum: Þeir bera jafna ábyrgð á dauða mannsins - læknir segist ekki geta dæmt um hvor veitti þeim látna hina banvænu áverka Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari sagði fyrir framan þrjá dómara í gær í óvenju þéttskipuð- um dómsal að afleiðingar svokall- aðs Hafnarstrætismáls séu að ungur maður i blóma lífsins sé fallinn frá. Tveir menn, sem setið hafa í gæslu- varðhaldi frá 26. maí og eru ákærð- ir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða unga mannsins dag- inn áður, hafi hvorugur axlað þá ábyrgð sem þeim beri gagnvart hátt- semi sinni. Báðir dragi úr eigin þætti við árásina og að hafa orðið valdir að dauða mannsins. Og ekki nóg með það - heldur reyni þeir að koma sök á hinn látna. Hann hafi verið upphafsmaður hins lang- dregna ofbeldis. Ragnheiður krafðist þess í sókn- arræðu sinni að hinn fjölskipaði héraðsdómur meti það svo að báðir mennimir eigi sök á dauða Magnús- ar Freys Sveinbjömssonar, 22 ára, hinn örlagarika maímorgun. Þetta byggir hún ekki síst á því að skurð- læknirinn Aron Björnsson, sem annaðist Magnús eftir að hann kom inn á Landspítalann, segist alls ekki geta slegið neinu fóstu um það hvor ákærðu það var sem veitti hinum látna höfuð- og heilaáverka sem leiddu hann til dauða rúmri viku síðar. Engu að síður færði sækjand- inn rök fyrir því hvers vegna hún telur að dómurinn eigi að dæma báða mennina ábyrga fyrir dauða Magnúsar heitins. msmm Óttar Sveinsson blaöamaður Náðarhöggið Sækjandinn lýsti framburði vitna sem segja annan árásarmanninn hafa veist að fómarlambinu og veitt því m.a. hnéspörk og skallað það auk annarra högga. Maðurinn hafi gengið á eftir Magnúsi sem hafi hörfað. Árásarmaðurinn hafi slegið hann, náð taki á honum og Magnús, sem hafi átt undir högg að sækja, hafi beðist vægðar. En ákærði hafi haldið áfram með spörkum og sagst ætla að brjóta höfuðkúpuna í hon- um. Eitt vitni hafi borið að svo mik- iff hafi atgangurinn verið að það hafi orðið fyrir bfóðsfettum meðan þetta gerðist. Árásarmaðurinn hafi ekki hætt fyrr en hann hafi verið dreginn ofan af Magnúsi heitnum en þá hafi hann hvatt aðra tif að halda áfram að berja hann. Þegar Ragnheiður lýsti þætti hins unga mannsins sem er ákærður sagði hún að hann hefði tekið tif- hfaup í átt að Magnúsi þegar fyrr- DVWNDIR HARI Segíst talsmaður herferðar gegn ofbeldi Á bak viö bók í fylgd fangavaröa kom hann, hlýddi á framburö læknis og ræöu saksóknara. Sækjandinn segir hann hafa staöiö aö ofsafengnu, hrotta- fengnu og langdregnu ofbeldi meö einbeittum brotavilja. fyrrnefndi maðurinn hefði verið upphafsmaður ofsafenginnaog lang- dreginna átaka, sem hann hætti ekki sjálfviljugur, þrátt fyrir beiðni fómarfambsins um vægð. Auk þess hefði hann hvatt féfaga sinn tif að sparka i Magnús. Hér hafi í senn verið um hrottafengið og hættulegt ofbefdi að ræða. Á sér vart hliðstæðu Sækjandinn sagði að annar mannanna, sá sem er ákærður fyrir hnéspörk, hnefahögg og að hafa skaffað Magnús, sé einnig ákærður fyrir tvær aðrar hrottafegar fikams- árásir í mánuðinum áður en Hafn- arstrætisárásin átti sér stað. „Þetta á sér vart hfiðstæðu ..." sagði Ragnheiður og vísaði tif hinn- ar íslensku réttarfarssögu. Hún sagði að maðurinn hafi þá vísast verið að feita sér að vandræðum með féfögum sínum enda hefði hann skaffað tvo menn á mismunandi tíma en sömu nótt við sama stað. Þetta hafi verið algjörlega tifefnis- lausar fíkamsárásir. „Ofsafengin, fangdregin og brota- viljinn einbeittur," sagði sækjand- inn um þátt mannsins í Hafnar- strætisárásinni. Hér er um að ræða unga manninn sem forseti ísfands vísaði tif í áramótaávarpi sínu en forsetinn sagði hann í bréfi tif sín hafa hvatt tif herferðar gegn ofbeldi. Dómur gengur væntanfega innan þriggja vikna. Ofsafengið og iangdregið Sækjandinn visaði eftir þetta tif orða Arons skurðfæknis sem sagði að ekki væri hægt að segja hvort eitt eða ffeiri högg hefðu feitt tif dauða Magnúsar. Með hliðsjón af þessu sé því rökrétt að dómurinn dæmi báða mennina ábyrga fyrir dauða hans með hfiðsjón af framan- greindri atburðarás og fýsingum vitna og fyrirfiggjandi myndbandi lögregfu. Læknir bíður eftir að fara í vitnastúku ÞegarAron Björnsson, skurðlæknir á Landspítalanum, svaraöi spurningum dóm- ara, sækjanda og verjenda, sagöi hann ekki hægt að fullyröa hvor hinna ákæröu heföi veitt hinum látna, 22 ára manni, áverka sem leiddu hann til dauöa. Sækj- andinn sagöi aö í Ijósi þess bæru ákæröu báöir ábyrgö á dauöa hans. nefndi maðurinn var búinn að ganga fengi í skrokk á honum. Magnús hafi snúið baki í hann eða til hfiðar. „Magnús er að standa bfóðugur og vankaður á fætur,“ sagði Ragnheiður og var að vísa tii framburðar vitna um það þegar síð- arnefndi árásarmaðurinn tók tif- hlaup og sparkaði ofanvert í líkama hans - í andlit, háls eða brjóst, sam- kvæmt vitnum. Fómarfambið féll eftir þetta máttlaust í götuna og vitni heyrðu brothljóð þegar höfuð- ið nam við jörðu. Lýsingar sækjand- ans hljómuðu í takt við það þegar verið er að veita einhverjum náðar- höggið. Eftir þetta hreyfði Magnús sig ekki. Ragnheiður sagði langlíklegast að höfuðkúpubrot sem hann hlaut hefði verið afleiðing af umræddu sparki. Árásarmennimir beri sameigin- lega áhyrgð. Sækjandinn lagði síðan út frá því að ef umrætt spark verður metið hin endanlega og banvæna árás þá verði aldrei fram hjá því horft að 98 kærðir fyrir árásir á lögreglu árið 2001: Ofbeldi gegn laganna vörðum fer minnkandi - í fimmtíu tilvikum urðu lögreglumenn fyrir meiðslum Ofbeldismálum gegn lögreglu hefur fækkað nokkuð en árið 2001 vom mál af því tagi 81 talsins - alls voru 98 kærðir, 82 karlar og 16 konur. Þetta kemur fram í nýrri úttekt embættis ríkislögreglu- stjóra. í málaskrá lögreglu eru fyrrgreind mál flokkuð sem brot gegn valdstjórninni og getur há- marksrefsing numið allt að átta ára fangelsi. í flestum málanna má rekja upp- haflð til þess að fyrirmælum lög- reglu var ekki hlýtt, eða í 60% til- vikanna. Fyrirvaralausar árásir á lögreglumenn vom í 20% tilvika, tæplega 10% þegar lögregla var hindruð i starfi, hótanir voru í 6% tilvika og annað í 4% tilvika. Lögreglumenn meiddust í fimm- tíu tilvikum; sextán fengu hnefa- högg, ellefu voru bitnir og níu hlutu spörk. Átta lögreglumenn slösuðust í átökum við handtekna menn, þrír voru skallaðir og þrír meiddust þegar vopnum var beitt. í úttekt ríkislögreglustjórans eru tekin dæmi af ofbeldi gegn lög- reglu. í einu dæmanna segir frá lögreglumönnum sem voru sendir að skóla vegna rúðubrota. Ung- lingsdrengir voru grunaðir um verknaðinn. Lögreglumenn fundu drengina og urðu átök við hand- töku þeirra. „Þegar lögreglumaður var með einn drengjanna í tökum og var að færa hann í handjárn kom 15 ára piltur og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Piltur- inn komst undan á hlaupum en borgarar hlupu á eftir honum og sáu til hans þar sem hann hoppaði Lögreglumenn að störfum / fimmtíu tilvikum slösuöust lög- reglumenn í starfí áriö 2001. niður af háum bakka og fótbrotn- aði við það. Pilturinn var fluttur á slysadeild vegna áverkanna. Sama var með lögreglumanninn en hann hlaut heilahristing og yfirborðs- áverka á enni. Gleraugu hans brotnuðu og föt rifnuðu. Pilturinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en fullnustu refsingar var frestað," segir í úttekt ríkislög- reglustjóra. Annað dæmi er gefið af lög- reglumönnum sem stöðvuðu öku- mann vegna gruns um ölvun við akstur. „Kona sem var farþegi í bifreiðinni hlýddi ekki fyrirmæl- um lögreglu um að koma út. Hún réðst síðan á lögreglumann og beit hann í handlegg. Lögreglumaður- inn fékk mar. Konan var dæmd til að greiða 60.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og að greiða verjanda sínum 80.000 krónur í málsvarnar- laun,“ segir í úttektinni. -aþ DVJvlYND HAFÐÍS ERLA BOGADÓTTIR Loksins snjór! Eftir einmuna tíö, hlýindi og snjó- leysi um landið allt kom aö því. Þaö fór aö kólna og snjóa. Þaö var erfitt aö fá litlu stúlkurnar inn úr snjón- um, enda mikiö að gera viö snjó- karlageröina, loksins þegar snjórinn lét sjá sig á Egilsstööum. DV hitti telpurnar þegar verkinu var aö Ijúka og eölilega voru þær stoltar af afreki sínu, fyrsta snjókarli vetrar- ins. 8 stiga frost var á Héraöi í morgun svo karlinn ætti aö standa næstu daga! Víöa snjóaöi á landinu í morgun, jafnt vestra, nyröra sem eystra, og var jafnvel slydda á Suðurnesjum. Gripinn með þýfi Ungur maður var gripinn með þýfi í bíl sínum um eittleytið í nótt. Maðurinn ók sem leið lá eftir Vest- urlandsvegi þegar lögregla stöðvaði hann. Við eftirgrennslan urðu lög- reglumenn þess varir að ýmis tækjabúnaður var í bifreiðinni. Kom i ljós að þar voru skjávarpar og önnur tæki sem stolið hafði ver- ið úr Tækniháskóla íslands skömmu áður. Að sögn lögreglu hefur Tæknihá- skólinn endurheimt tækjabúnað sinn en ungi maðurinn var færður i fangageymslur þar sem hann gisti í nótt. Hann verður yfirheyrður í dag. -aþ Hundur veldur árekstri Árekstur varð á Kringlumýrar- braut, á móts við Nesti, um tíuleyt- ið í gærkvöld. Tildrög slyssins voru þau að hundur hljóp yfir brautina og sveigði ökumaður skyndilega frá til að keyra ekki á skepnuna. Við það fékk hann bif- reið aftan á sig. Ökumennirnir sluppu báðir ómeiddir úr árekstr- inum og héldu heimleiðis. Hundur- inn elti hins vegar annan öku- manninn alla leið að heimOi hans í Kópavogi. Haft var samband við lögreglu sem sótti hundinn og kom fyrir í hundageymslu. Að sögn lög- reglunnar hefur eigandi gefið sig fram - hann sagði hundinn hafa sloppið út snemma í gærkvöld. - Hvolsvöllur: Annast allar lög- reglusektir Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mun eftirleiðis annast útprentun og út- sendingar allra lögreglusekta á landinu. Þetta er í samræmi við ákvörðun alþingis. Frá því nýtt sektarkerfi lögregl- unnar var tekið í notkun þann 1. janúar 1998 sá ríkislögreglustjórinn um að prenta út greiðsluseðla, ítrek- anir vegna sektarboða og sektar- gerða sem og viðvarana vegna um- ferðarpunkta fyrir öll lögregluemb- ætti landsins. Fjöldi sekta hefur farið vaxandi með hverju ári og á nýliðnu ári varð enn fjölgun, sé miðað við bráðabirgðatölur úr sektarkerfmu. Á árinu 2002 voru samkvæmt bráða- birgðatölum sendir út 38.299 greiðsluseðlar vegna sekta fyrir um- feröarlagabrot og 11.604 ítrekanir vegna greiðsluseðla sem ekki voru greiddir innan 30 daga frá dagsetn- ingu seðilsins. Rikislögreglustjórinn mun eftir sem áður hafa umsjón með sektar- kerfinu á landsvísu. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.