Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
DV
9
Fréttir
mmmmmmmmmmmmmmmDekk
vddu aðeins það besta
Hjólbarðaverkstæði
Bílabúðar Benna • Reykjavík
Hjólbarðaverkstæði
Sigurjóns • Reykjavík
Nesdekk • Seltjarnarnesi
Dekk og smur • Stykkishólmi
Léttitækni • Blönduósi
Höldur • Akureyri
Bílaþjónustan • Húsavík
Smur og Dekk • Höfn Hornafirði
IB Innflutningsmiðlun • Selfossi
Umboösaöilar:
Sími 590 2000
www.benni.is
Verðbólgan ekki
lægri í fjögur ár
Verðbólga á ársgrundvelli mældist
1,4% í janúar og hefur ekki mælst jafn
lág í fjögur ár. Síðast var verðbólga
1,4% í febrúar 1999 en 1,3% í mánuðin-
um á undan, eða fyrir sléttum fjórum
árum. Hækkun verðlags milli desem-
ber og janúar var í ágætu samræmi við
spár fjármálafyrirtækjanna en þau
spáðu að meðaltali 0,38% breytingu
neysluverðs milli þessara mánaða en
raunin varð 0,36%. Verðbólgan er nú
orðin mun nær neðri þolmörkum verð-
bólgumarkmiðsins (1%) heldur en
verðbólgumarkmiðinu sjálfu (2,5%).
Ingimundur Friðriksson seðlabanka-
stjóri sagði í samtali við Viðskiptablað-
ið að bankinn hefði ekki áhyggjur af
því að verðbólgan færi undir neðri þol-
mörk verðbólgumarkmiðsins. „Gengið
er að vísu nokkru hærra en þegar við
gerðum okkar síð-
ustu verðbólguspá
en ekki það hátt
að hafa þurfi sér-
stakar áhyggjur af
því að neðri þol-
mörkin verði rof-
in,“ sagði Ingi-
mundur. „Verð-
bólga á síðasta
flórðungi liðins
árs var mjög ná-
lægt því sem
bankinn spáði í
síðasta hefti Peningamála."
Bjöm Rúnar Guðmundsson hjá
greiningardeild Búnaðarbankans segir
í samtali við Viðskiptablaðið það mjög
góða spumingu hvort Seðlabankinn
eigi ekki að slaka mgira á klónni og
Seölabankinn.
lækka vexti til að
sporna við styrk-
ingu krónunnar,
enda virðist hann
alveg vera búinn að
hemja verðbólguna.
„Eins og þetta lítur
út frá okkar sjónar-
hóli hér í Búnaðar-
bankanum er lík-
legt að þeir fari að
huga að hækkun
stýrivaxta strax
seinnipart þessa
árs ef af framkvæmdum verður. Við
útilokum þó ekki eina vaxtalækkun í
viðbót áður en til þess kemur. Hugsan-
leg vaxtalækkun fer þó mikiö eftir því
hvemig framþróunin verður núna á
allra næstu mánuðum. Ef þróunin á
vinnumarkaðnum verður eins nei-
kvæð og maður óttast þá held ég að
bankinn lækki vextina einu sinni enn,“
segir Bjöm Rúnar.
Spurður um hugsanlegar vaxtalækk-
anir á næstunni sagði Ingimundur að
verið væri að undirbúa næsta hefti árs-
fjórðungsrits bankans, Peningamála,
sem gefið verður út 10. febrúar nk.
„Við emm þessa dagana að meta stöðu
og horfur í efnahagsmálum fyrir út-
komu Peningamála og að undirbúa
nýja verðbólguspá. Eins og staðan er í
dag á gengi krónunnar og verðbólgu
getur bankinn litið til annarra efna-
hagsþátta í framkvæmd peningastefh-
unnar.“ Þá sagði Ingimundur að í febr-
úarhefti Peningamála yrði birt mat
bankans á áhrifum stóriðjufram-
kvæmda á Austurlandi. -VB
Góð loðnuveiði:
Kringum hálft land
ið með loðnuna
Allgóð loðnuveiði er nú norð-
austur af Langanesi og mörg skip
að fylla sig á þeim slóðum, bæði 1
flottroll og nætur. Faxi RE kom í
gær með 1.440 tonn til löndunar
hjá Faxamjöli í Reykjavík og því
var báturinn búinn að sigla kring-
um hálft landið með aflann. Sigl-
ingin tók 36 tíma.
Kjartan Ólafsson, verksmiðju-
stjóri í Faxamjöli, segir að þetta sé
önnur löndun hjá Faxamjöli á
þessu ári og alls búið að taka við
2.800 tonnum. Allur sá afli er af
Faxa RE sem er eina uppsjávar-
fiskiskip Granda. Kvótinn er í
eigu fyrirtækisins og því reynir
Faxamjöl að nýta sem best allan
loðnuafla bátsins. Fitumagn loðn-
unnar er nú um 10% og mjölmagn
um 18% og því er enn langt í
hrygningu loðnunnar.
Loðnuaflinn var I gær orðinn
234.000 tonn af 410.000 tonna bráða-
birgðakvóta en gert er ráð fyrir að
bætt verði við úthlutun þegar
loðnan fer suður með Suðurland-
inu til hrygingar vestur við Jökul.
Sú viðbót gæti numið allt að
600.000 tonnum. Spáð er brælu á
miðunum fyrir norðaustan landið
næstu daga. -GG
Kræklingarækt að byrja í Hrísey:
Nóg af holdmikl
um kræklingi
Árlega er úthlutað um 22 millj-
ónum króna úr sjóði til eldis sjáv-
ardýra. Hingað til hefur það fyrst
og fremst verið Fiskeldi Eyjafjarð-
ar sem hefur fengið úthlutað úr
sjóðnum en í ár bar svo við að
sjávarútvegsfyrirtækin Grandi,
ÚA, Gunnvör og Síldarvinnslan
fengu úthlutað úr sjóðnum 19,1
milljón króna. Á sama tíma hefur
fyrirtækið Norðurskel, sem m.a.
stunda kræklingarækt og rann-
sóknir í Eyjafirði, sótt um þrjú ár
I röð, en án þess að fá úthlutun
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra stýrir einn úthlutun úr
sjóðnum en áður var það gert af
fjögurra manna nefnd.
Framkvæmdastjóri Norðurskelj-
ar, Víðir Björnsson, segir að farið
hafi verið fram á eðlileg framlög til
greinarinnar en litlum skilningi
verið mætt. M.a. hafi verið farið
fram á styrk úr sjóði til eldis sjávar-
dýra án árangurs, en styrkur veitt-
ur til fyrirtækja sem samtals skila 4
milljörðum króna í rekstrarhagnað.
Farið hafi verið fram á styrk frá
Byggðastofnun til kaupa á vélum
frá Spáni eða Portúgal.
„Við sem erum í kræklingnum
erum að fara fram á svipaða upp-
byggingarstyrki og aðrar eldisgrein-
ar á landinu hafa fengið. Það er nóg
af kræklingi í Eyjafirði en þetta
gengur út á ákveðinn kílóafjölda á
hvem metra af ræktunarbandi og
það kemur miklu betur út en við
þorðum að vona. Heilnæmisathug-
un fyrir Eyjafjörð kemur einnig frá-
bærlega út en við ætlum að reyna
að senda kræklinginn út í skelinni.
Vinnslan verður í Hrísey, og það er
mikilvægt að skjóta fleiri stoðum
undir atvinnulífið þar eftir að KEA
fór þaðan með allan kvótann," segir
Víðir Bjömsson í Hrísey. -GG
DVA1YND E.0L.
Krlngum hálft landiö meö aflann
Faxi RE landaöi 1.440 tonnum af loönu í gær hjá Faxamjöli eftir 36 tíma siglingu
afmiöunum fyrir noröaustan land. Siglt er því kringum hálft landiö. Á myndinni
hefur Faxi RE slegiö af þegar hann nálgast mynni Reykjavíkurhafnar.
Methagnað-
ur hjá Baugi
Hagnaður Baugs Group skv. níu
mánaða uppgjöri, sem nær frá mars til
loka nóvember á síðasta ári, nam 8,8
milljörðum króna
eftir skatta. Skapað-
istsá hagnaður ein-
BAUGUR göngu af erlendri
fjárfestingu félagsins
í gegnum Baug ID, og
þá sérstaklega af söluhagnaði vegna
bresku verslunarkeðjunnar Arcadia.
Þrátt fyrir ótrúlega góðan hagnað á
tímabilinu er hagnaður samstæðunnar
engu að síður undir væntingum sem
skýrist einkum af því að tap er af versl-
unarrekstri bæði hér heima og í
Bandaríkjunum og t.d. er neikvæð
framlegð af rekstri verslana félagsins á
íslandi þótt Baugur sé markaðsráðandi
aðili á innlendum matvörumarkaði.
Greiningardeild Kaupþings telur
slæma afkomu í Bandaríkjunum eink-
um hafa slæm áhrif en í þeim hluta
starfseminnar nam tap félagsins 892
milljónum króna. Tap Baugs íslands
nemur 297 milljónum króna en hins
vegar nam hagnaður af Baugi ID ein-
um saman rúmum 10 milljörðum
króna. Vegna dapurrar afkomu í
rekstri félagsins eru greiningardeildir
Búnaðarbankans og íslandsbanka sam-
mála um að uppgjör félagsins sé undir
væntingum. -vb
Staða Vatnajökuls
þjóðgarðs rædd
Háskólasetrið á Homafirði, Fram-
haldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
og Menningarmiðstöð Hornafjarðar
halda málþing um Vatnajökulsþjóð-
garð og Jöklasetur á Hornaflrði föstu-
daginn 17. janúar n.k. kl. 15-19. Mál-
þingið verður haldið í ráðstefnusal
Nýheima á Höfn og er öllum opið.
Umræðan um þjóðgarða eykst
stöðugt í þjóðfélaginu. Nú þegar ári
fjalla er lokið eru sjálfsagt margir að
velta fyrir sér hvar stofnun Vatnajök-
ulsþjóðarðs er á vegi stödd. Á málþing-
inu verður gerð grein fyrir stöðu og
horfum þjóðgarðsverkefnisins og rædd-
ar hugmyndir um eflingu rannsókna og
atvinnutækifæra sem Vatnajökulsþjóð-
garður hefði í för með sér. -aþ
iiÍWl iW'Ú. S fl Wil 'ÁM Ktf: úlÉ
HEILDARVIÐSKIPTI 4.033 m.kr.
- Hlutabréf 851 m.kr.
- Ríkisbréf 1.067 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTI
0 Ker 298 m.kr.
£ Pharmaco 172 m.kr.
© Landsbanki 62 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© Marel 5,7%
© Kaldbakur 2,6%
© Bakkavör 2,5%
MESTA LÆKKUN
© Austurbakki 7,0%
© Þorm. rammi-Sæb. 4,3%
© Tryggingamiðstöðin 2,0%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.343 stig
- Breyting o 0,37%