Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Side 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
DV
Stephen Oake
Lögreglumaðurinn Stephen Oake
sem stunginn var til bana í
aðgerðum lögreglunnar í
Manchester í gærkvöld.
Lögreglumaður
stunginn til bana
Breskur lögreglumaður, Stephen
Oake, var í gærkvöld stunginn til
bana auk þess sem fjórir aðrir
særðust þegar sérsveit lögreglunnar
réðst inn i hús í Crumpsall-hverfi í
norðurhluta Manchester til þess að
handtaka mann grunaðan um aðild
að eiturefnamálinu sem upp kom í
Lundúnum í síðustu viku.
Hinn látni, sem var 40 ára þriggja
barna faðir, var stunginn þegar
lögreglusveitin reyndi að handtaka
þrjá menn af norður-afrískum upp-
runa sem staddir voru í íbúðinni en
þeir munu hafa snúist til vamar
með hnífum.
Maðurinn hlaut stungu i brjóstið
og mun hafa látist á sjúkrahúsi
nokkru seinna.
Lögreglan náði loks að yfirbuga
mennina og eru þeir nú til yfir-
heyrslu hjá lögreglunni.
Breytt stjórnar-
mynstur ESB?
Frakkar og Þjóðverjar munu
leggja tillögu fyrir ESB i dag sem
kveður á um að leiðtogahlutverki
sambandsins verði tvískipt, annars
vegar verði forstjóri framkvæmda-
stjórnar kosinn af Evrópuþinginu
og formaður Evrópuráðsins kosinn
af ráðinu sjálfu, annað hvort til 5
ára eða helming tímabilsins, þar
sem sá hinn sami geti aftur boðið
sig fram í stöðuna.
Nú er forstjóri framkvæmda-
stjómar valinn af meðlimum ESB
og það staðfest á þingi en löndin
skiptast á um að manna formanns-
stólinn á 6 mánaða fresti.
Robert Mugabe
Mugabe segist
ekki á förum
Robert Mugabe, forseti Simbabwe,
mótmælir því að hann sé að hverfa úr
embætti og á leið úr landi eins og
fram kom í fréttum fyrr í vikunni.
Þetta kom fram í ræðu sem forset-
inn hélt í nágrannaríkinu Zambíu, ný-
kominn úr tveggja vikna fríi frá
Malasíu í gær og sagði Mugabe það fá-
ránlegt að hverfa úr embætti svo
snemma eftir að hafa verið endurkjör-
inn.
„Ég er ekki á fórum og mun ekki
segja af mér fyrr en umbótunum er
lokið,“ sagði Mugabe sem haldið
hefur um stjómartaumana í Simbab-
we síðan árið 1980.
James Kelly ræddi við kínverska embættismenn í morgun:
Kína hugsanlegur
vettvangur fundar
Varautanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, James Kelly, er nú staddur
í Kína þar sem hann ræðir við emb-
ættismenn þar í landi vegna kjam-
orkudeilunnar í N-Kóreu. Búist var
við að Kinverjar myndu þrýsta á
Bandaríkjamenn til að funda með N-
Kóreu sem allra fyrst eins og yfir-
völd þarlendis vilja og Bandaríkja-
menn vilja að Kínverjar þrýsti á
bandamenn sína í N-Kóreu um að
láta af kjarnorkuáætlunum sínum.
Kína hefur boöið sig fram í hlut-
verk gestgjafa á fundi Kínverja og
Bandaríkjamanna og þá ráðgera
Rússar að senda sína erindreka til
að reyna að greiða úr flækjunni.
Kelly hitti í morgun kínverskan
kollega sinn, Li Zhaoxing.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti gaf annars í skyn að ríkisstjóm
hans væri reiðubúin að veita N-
Kóreumönnum ýmis hlunnindi
hætti þeir allri kjarnorkustarfsemi í
landinu. Það er því mikil von til
Kelly í Kína
James Kelly ræöir við fréttamenn á
hóteli í Peking í morgun.
þess að embættismenn landanna
geti hist og rætt málið. „Það kemur
ekkert í stað beinna samskiptá,"
sagði Kelly áður en hann hélt á fund
kínverska varautanríkisráðherrans.
Bandaríkjaher greindi annars frá
því í gær að her N-Kóreu væri að
auka eftirlit á hlutlausa svæðinu
sem aðskilur Kóreulöndin tvö. Tals-
maður hersins sagði þó að ekkert
væri að óttast þrátt fyrir aukna
starfsemi á svæðinu.
Annars virtist sem N-Kórea væri
að bæta olíu á eldinn í morgun þeg-
ar KCNA-fréttastofan, málgagn
stjórnvalda, sagði í frétt að Banda-
ríkin, eina landið til að beita kjam-
orkuvopnum í stríði, bæri eitt ríkja
ábyrgð á útbreiðslu þeirra í heimin-
um. Önnur lönd notuðu slík vopn
aðeins í varnartilgangi.
Einnig var sagt að þar sem
Bandaríkjamenn hefðu orðið fyrstir
til að þróa og nota vopnið ættu þeir
að verða fyrstir til að afvopnast.
REUTERS
Mótmælt í Indónesíu
Hundruð Indónesíubúa mótmæltu í morgun hækkuðu verði á ýmsum vörum og þjónustu, eins og eldsneyti, símasam-
skiptum og rafmagni. Þessi mótmælandi reyndi að koma sínum skilaboðum á framfæri með því að brenna dekk og
kiæðast ógnvekjandi grímubúningi.
Palestínumenn lofa drögum
aö nýrri stjórnarskrá
Palestínska viðræðunefndin, sem
þátt tók í friðarráðstefnunni í Lund-
únum í gær í gegnum myndbands-
kerfí vegna ferðabanns ísraels-
manna, fordæmdi ítrekaðar sjálfs-
morðsárásir palestínskra öfgahópa
á ísraelska borgara að undanfómu
og lofaði um leið markvissum end-
urbótum og uppstokkun í palest-
ínsku heimastjórninni.
Þeir gagnrýndu einnig þær þving-
anir sem ísraelar beittu á heima-
stjórnarsvæðunum á meðan viðræð-
umar fóru fram en auk Palestínu-
manna tóku fulltrúar fjóreykisins
svokallaða, þ.e.a.s, fulltrúar Rússa,
Bandaríkajamanna, Evrópusam-
bandsins og Sameinuðu þjóðanna,
þátt í viðræðunum sem bresk
stjórnvöld boðuðu til.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að viðræð-
Jack Straw
Jack Straw, utanríkisráðherra Bret-
lands, segir að viðræðurnar í
Lundúnum um Palestínumálin hafi
verið uppbyggilegar.
umar hefðu verið uppbyggilegar og
að palestínska viðræðunefndin
hefði lofað að leggja innan tveggja
vikna fram drög að nýrri stjórnar-
skrá.
Straw sagði að þvinganir ísra-
esmanna á heimastjómarsvæðum
Palestínumanna hefðu vissulega
valdið vandræðum en þær væru þó
engin afsökun fyrir því að upp-
stokkunin færi ekki fram.
Hann harmaði einnig að ísraelsk
stjórnvöld hefðu sett ferðabann á
palestínsku viðræðunefndina en
sagði að myndbandstæknin hefði
bjargað málinu og að árangurinn
hefði verið viðunandi.
Hann hældi palestínsku heima-
stjóminni fyrir góðan árangur viö
efnahagsuppbyggingu en sagði að
hraða þyrfti frekari umbótum í
dómskerfinu.
Einn særður í átökum
Einn særðist
vegna skotsára sem
hann hlaut í átök-
um andstæðinga
Hugo Chavez
Venesúelaforseta og
lögreglu í Caracas í
gær. Á sama tíma
brennimerkti
Chavez andstæðinga sína sem
hryðjuverkamenn sem ekki væri
hægt að semja við undir nokkrum
kringmnstæðum. Verkfallsaðgerðir
andstæðinga hans hafa staðið yfir í
6 vikur.
Banna aðstoð
Bandarísk yfirvöld hafa bannað
alla bandaríska aðstoð gagnvart
herdeild í kólumbíska flughemum
þar sem viðkomandi deild mun hafa
reynt að tefja rannsókn á sprengju-
tilræði sem varð 17 borgurum að
bana. Bandaríkin styðja Kólumbíu-
her um 2 milljarða Bandaríkjadala
ár hvert.
Valdez-olían skemmir enn
Enn er að finna litla olíuflekki
eftir lekann úr Exxon Valdez við
Alaska árið 1989 sem gefa frá sér
skaðleg efni út í umhverfið. Vís-
indamenn greindu frá þessu á gær.
Alls láku 42 milljónir lítra olíu úr
skipinu.
Tekið á innflutningsvanda
Evrópusambandið hefur í hyggju
að koma á gagnagrunni fingrafara
til að spoma við þeirri þróun að
ólöglegir innflytjendur komist inn á
svæði ESB. Gagnagrunnurinn á að
koma í veg fyrir að sami maðurinn
geti sótt tvisvar um pólitískt hæli
hjá ESB-ríki.
Paul Monash látinn
Kvikmyndafram-
leiðandinn Paul
Monash lést á
þriðjudag, 86 ára að
aldri. Hann stóð á
bak við gerð sögu-
frægra mynda eins
Butch Cassidy and
the Sundance Kid
með Robert Redford og Paul Newm-
an í aðalhlutverkum. Hann var
einnig mikill áhrifamaður í fram-
leiðslu skemmtiefnis í bandarísku
sjónvarpi.
Miltisbrandur á ný?
Póstþjónusta Bandaríkjanna til-
kynnti í gær að bréf sem líklegt er
að innihaldi miltisbrand hafi fund-
ist í síunarferli þeirra fyrir nokkru.
Teknar eru stikkprufur á þeim pósti
sem fara á skrifstofur og heimili
háttsettra embættismanna í land-
inu. Er þetta sagt vera einangrað til-
vik en enginn hefur enn verið hand-
tekinn vegna þeirra miltisbrands-
bréfa sem send voru eftir 11. sept-
ember árið 2001.
Áfram líflátið í Texas
Fyrsta líflát ársins i Texas átti sér
stað á þriðjudag. Þá var líflátinn
maður sem var sakfelldur fyrir að
myrða aldrað par og dóttur þeirra í
vopnuðu ráni fyrir 10 árum.
Parísarfundur hefst í dag
Leiðtogar stríðandi aðila á Ffla-
beinsströnd í Afríku hittast í fyrsta
sinn í París í dag á sáttarfundi sínum
en undirritað var vopnahlé fyrr í vik-
unni. Óttast er að mikil upplausn
verði i Vestur-Afriku verði engin
lausn fundin á vandanum.