Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Rafpóstur: dvsport@dv.is Marel seldur Framherjinn Marel Baldvinsson, sem leikið hefur með norska liðinu Stabæk, var í gær seldur til belgíska liðsins Lokeren fyrir tæpar 25 milljónir króna. Upphaflega átti Marel að vera i láni hjá Lokeren fram á vorið en forráðamönnum Lokeren leist svo vel á kappann að þeir ákváðu að kaupa hann strax. -ósk íslendingar mæta Svíum á morgun í lokaleik sínum fyrir HM í Portúgal: „Svíagrýlan" er hógvær fyrir HM - Bengt Johansson setur stefnuna á aö tryggja sætið á Ólympíuleikana Fowler til Man. City Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að framherjinn Robbie Fowier gangi til liðs við Manchester City. Leeds, félag Fowlers, og Manchester City hafa komið sér saman um kaup- verð á kappanum, sjö milljónir punda, og Fowler hefur einnig samið við Manchester City um kaup og kjör. Búist er við að gengið verði frá kaupunum í dag. Fowler mun, samkvæmt enskum fjölmiðlum fá tvær milijónir punda frá Leeds fyrir að fara frá félaginu sem virðist vera mikið í mun að losna við hann. Terry Venebles, knatt- spymustjóri liðsins, er þó ekki sáttur við þessa ákvörðun stjóm- ar Leeds og fordæmdi hana í gær. -ósk Petersons með tilboö Handknattleiksmaðurinn Aleksandrs Petersons, sem leik- ur með Gróttu/KR, hefur fengið tilboð frá danska úrvalsdeildar- liðinu Holsterbro. Petersons, sem er borinn og bamfæddur Letti, fékk íslenskan ríkisborg- ararétt fyrir jól og hélt hann út til reynslu hjá Holsterbro á milli jóla og nýárs. Einn af forráða- mönnum Holsterbro sagði í sam- tali við danska fjölmiðla i gær að Petersons og Aron Kristjánsson hefðu fengið samningsdrög og að liðið vænti svars áður en HM hæfxst. -ósk Norðmaður til reynslu hjá KA KA-menn, sem komu liða mest á óvart í Símadeildinni í fyrra, munu fá 24 ára norskan sóknar- leikmann, Steinar Tenden að nafni, tU reynslu. Tenden lék með 3. deUdar liðinu Stryn í Noregi og skoraði 60 mörk í 58 leikjum samkvæmt heimasíðu knattspyrnudeUdar KA. Vignir Þormóðsson, formaður knatt- spymudeUdar KA, sagði í sam- tali við DV-Sport að Tenden kæmi um næstu helgi og yrði í tíu daga tU reynslu. -ósk 1 1 1 1 BIKARINN/ 3. umferð -- aukaleikir Burnley-Grimsby.............4-0 1- 0 Moore (25.), 2-0 Little (79.), 3-0 Blake, vlti (89.), 4-0 Moore (90.). Norwich-Brighton............3-1 0-1 Pethick (49.), 1-1 Mulryne (57.), 2- 1 McVeigh (71.), 3-1 Mulryne (81.). Crewe-Boumemouth............2-2 1-0 Jones (29.), 1-1 Hayter (38.), 1-2 S. Fletcher (98.), 2-2 Sodje (120.). Bournemouth vann í vltaspyrnu- keppni. Dagenham-Plymouth...........2-0 1-0 Shipp (20.), 2-0 McDougald (85.). Millwall-Camhridge..........3-2 0-1 Kitson (58.), 1-1 Claridge, víti (60.), 1-2 Young (61.), 2-2 Robinson (70.), 3-2 Ifffl (77.). Reading-Walsall ............1-1 0-1 Wrack (7.), 1-1 Aranalde, sjálfsm. (32.). Walsall vann i vítaspyrnukeppni. Sunderland-Bolton ..........2-0 1-0 Arca (99.), 2-0 Proctor (100.). íslenska landsliðið í handbolta spU- ar á morgun lokaleik sinn í undirbún- ingnum fyrir Heimsmeistaramótið í Portúgal sem hefst eftir aðeins fimm daga. Mótheijamir eru ekki af verri endanum því líkt og spUað var við heimsmeistara Frakka í lokaleik fyrir EM í fyrra mætir íslenska liðið Evr- ópumeisturum Svía í Landskrona á morgun. Það hefur gengið upp og ofan hjá íslenska landsliðinu í undirbún- ingnum fyrir HM en hjá Svíum hefur dapurt gengi orðið vatn á myUu þeirra sem spá því aö þrettán ára valdatími Svía í alþjóðahandbolta sé á enda runninn. Án sigurs í fjórum leikjum Staða mála hjá sænska landsliðinu hefúr líklega sjaldan verið verri en einmitt nú og Bengt Johannsson og lærisveinar hans keppa að því að geta nefnt leikinn viö ísland upphafspunkt að betra gengi og afar mikilvægan tU að laga leik liðsins. „Venjulega spUum við aldrei leiki í síðustu vikunni fyrir stórmót en það er kannski heppUegt að svo skuli vera nú því við þurfum nauðsynlega á þess- um leik að halda," sagði Bengt við sænska blaðið Expressen. Sænska liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum landsleikjum og fimmta sætið á World Cup í nóvember var liðinu mikU von- birgði. Bengt er einnig hógvær í markmiðs- setningu liðsins fyrir mótið. „Við setj- um stefiiuna á að tryggja okkur inn á Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Þangað æUum við að komast tU að taka þar guUið. Þegar því takmarki er náð get- um við farið að horfa lengra," segir Bengt. ÓlympíuguUið er það eina sem vantar í safiiið en liðið hefúr unnið sex gull á HM og EM síðustu þrettán ár. íslenska landsliðið hefur nú tapað 15 landsleikjum í röð gegn A-liði Svia en átta marka sigur vannst á Belgíumót- inu í vor þar sem aðeins einn leikmað- ur í HM-hópi Svía spUaði með. Það var línumaðurinn Robert Arhenius. Sigur vannst einnig á B-liði Svía I árslok 1988 þannig að A-lið Svía var síðast lagt að veUi í Irún á Spáni 7. ágúst 1988 eða fyrir 15 og hálfu ári. Síðan þá hafa Svíar verið í verðlaunasætum á þrett- án af síðustu fjórtán stórmótum. Mörgum finnst tími kynslóðaskipt- anna loksins runninn upp hjá Bengt Johansson og lærisveinum hans sem hafa reyndar oft áður gert lítið úr slík- um spám. Þegar fyrsti titiUinn vannst á HM í Tékkóslóvakíu var meðalaldur liðsins 25 ár og meðaUandsleikjafjöld- inn 88 leUiir en í HM-hópnum i ár er meðalaldurinn 31 ár og leikreynslan ótrúleg eða 177 leikir á mann (2832 leikir samtals). Fimm leikmenn meö 1990 Fimm leikmanna Svía nú voru með fyrir þrettán árum; Staffan Olsson, Ola Lindgren, Magnus Wislander, Magnus Andersson og Thomas Svensson. Staff- an er elstur, verður 39 ára í mars. Staffan eða „Faxi“ hefúr löngum verið táknmynd Svíagrýlunnar enda ís- lenska landsliðinu áváUt erfiður. Varamaður Staffans í keppninni nú er 19 árum yngri, hinn 20 ára Kim Andersson sem hefur aðeins leikið 17 landsleiki. Andersson leikur með Sávehoft (sem mætir Gróttu/KR í Evr- ópukeppninni) og sló í gegn á World Cup í vetur. Nú er að sjá hvort Svíarnir komast í gang á ný í leiknum gegn Islandi eða hvort Svígrýlan heyrir loksins sögunni tU hjá íslensku strákunum. Tækifærið tU að yfirbuga grýlu hefúr sjaldan verið betra en einmitt nú og það væri ekki slæmt fyrir móralinn og andrúmsloftið innan liðsins ef góð úrslit næðust í þessum leik á morgun. -ÓÓJ KORFUBOLTI J Urslitin og stigahæstu menn í gær: Ármann/Þróttur - Selfoss . 84-74 (11-17, 30-35, 54-47) Einar Hugi Bjamason 25, Leon Per- due 14, Halldór Úlriksson 14, Sveinn Blöndal 11, Karl Guðlaugsson 10 - Gunnlaugur Hafsteinn Erlendsson 38 (36 í síðustu þremur leikhlutunum), Rúnar Pálmason 10. ÍS - Þór Þorl............ 66-84 (11-21, 29-40, 50-58) Björgvin Jónsson 15 (12 fráköst), Að- alsteinn Pálsson 14, Snorri B. Jóns- son 12, Kristinn Harðarson 12 - Jason Harden 23 (5 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 varin skot), Birgir Mikaelsson 13 (8 fráköst, 4 stoðs.), Rúnar Sævarsson 12, Finnur Andrésson 11, Halldór Gunnar Jónsson 10. Staðan í deildinni: Reynir S. 9 8 1 805-672 16 KFÍ 8 7 1 713-650 14 Þór Þ. 11 7 4 855-816 14 Árm./Þrótt. 11 6 5 956-916 12 Fjölnir 9 5 4 746-750 10 Stjarnan 10 4 6 747-738 8 Höttur 8 2 6 508-643 4 Self./Laugd. 9 2 7 669-731 4 ÍS 11 2 9 799-882 4 -ÓÓJ „Við komum heim sem meistarar" - segir Þjóöverjinn Christian Schwarzer Þjóðverjar eru bjartsýnir fyrir HM í Portúgal en þeir eru í riðli með íslandi í keppninni. Liðið vann silfurverðlaun á Evrópumót- inu fyrir ári þar sem flestir álitu þá hafa átt gullið skilið úr úrslita- leiknum gegn Svíum, meira að segja að Bengt Johansson, þjálfari Svia, hefur látið hafa það eftir sér. Christian Schwarzer er bjart- sýnn og spáir því að þýska liðið komið heim með heimsmeistara- titilinn en það eru 25 ár síðan Þjóðverjar unnu hann síðast, 1978 í Danmörku. „Við höfum styrkst mikið, ekki aðeins liðið sem heild heldur líka einstaklingamir. Við erum með mjög góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum," sagði þýski línumaðurinn Schwarzer enn fremur í viðtali við netmiðU- inn Sportl. Góðkunningjar dæma í riðli ís- lands á HM Bandaríska dómaraparið Tugomir Anusic og Thomas Boj- sen eru meðal íjögurra dómara- para sem dæma leikina í B-riðli í Viseu en þar leikur íslenska lands- liöið leiki sína. Anusic og Bojsen eru í hópi íslandsvina og íslensk- um handboltamönnum vel kunnir enda hafa þeir dæmt leiki í bæði EssodeUd karla og kvenna síðustu tvö ár við misjafiian orðstír. Önn- ur pör í riðlinum koma frá Egypta- landi, Slóveníu og Svíþjóð og Kjartan Steinbach er eftirlitsmað- ur riðUsins. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson munu dæma leiki í C- riöli þar sem leika Rússland, Ung- verjaland, Króatía, Argentína, Frakkland og Sádí-Arabía en þetta er einn allra erflðasti riðillinn í keppninni. -ÓÓJ/ósk % DAGAR TIL HM í HANDBOLTA L ANDEBOL, PORTÚGAL 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.