Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
27
Sport
heimsmeistarakeppnina í Portúgal:
rir skref
- segir Guömundur Guömundsson og varar menn viö að hugsa of langt fram í tímann
Guömundur Guö-
mundsson, landsliös-
þjálfari í handknattleik
var einbeittur á svip-
inn þegar hann til-
kynnti 16 manna hóp
fyrir HM f Portúgal á
blaöamannafundi í
gær. DV-mynd E. Ól
16 manna hópur
Guðmundar á HM
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
valdi í gær sextán manna hóp
fyrir heimsmeistarakeppnina í
Portúgal sem hefst á mánudag-
inn næstkomandi þegar liðið
mætir Áströlum. Hópurinn er
skipaður eftirtöldum leikmönn-
um:
Markveröir:
Guðmundur Hraínkelss. . Conversano
Roland Valur Eradze.........Val
Hornamenn:
Guöjón Valur Sigurðsson .... Essen
Gústaf Bjamason .........Minden
Einar Öm Jónsson WaHau Massenh.
Línumenn:
Sigfús Sigurösson ...Magdeburg
Róbert Sighvatsson......Wetzlar
Útileikmenn:
Gunnar B. Viktorsson......Paris
Rúnar Sigtryggson .... Ciudad Real
Heiömar Felixson........Bidasoa
Snorri S. Guöjónsson........Val
Aron Kristjánsson........Haukum
Sigurður Bjarnason .....Wetzlar
Patrekur Jóhannesson......Essen
Ólafur Stefánsson ...Magdeburg
Dagur Sigurösson.......Wakunaga
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari i handknattleik, valdi í
gær þá sextán leikmenn sem skipa
leikmannahóp íslands á heimsmeist-
aramótinu í Portúgal sem hefst eftir
fimm daga.
Fjórir þessara leikmanna léku ekki
á Evrópumeistaramótinu i Svíþjóð,
þeir Roland Valur Eradze, Snorri
Steinn Guðjónsson, Heiðmar Felixson
og Sigurður Bjamason.
Guðmundur valdi tvo markverði,
Guðmund Hrafnkelsson og Roland
Vcd Eradze en ákvað að skilja Birki
ívar Guðmundsson eftir í viðbragðs-
stöðu heima.
„Við erum ekki fyrsta liðið sem ger-
ir þetta. Svíar hafa tii dæmis gert
þetta alla tíð og ég mat það þannig að
við hefðum meiri not fyrir einn úti-
leikmann í viðbót í stað þriðja mark-
varðarms. Ég hef hins vegar rætt við
Birki ívar og hann mun vera hér
heima í viðbragðsstöðu ef eitthvað
kemur upp á úti,“ sagði Guðmundur
varðandi þessa ákvörðun sína á blaða-
mannafundi í gær.
Guðmundur sagði enn fremur að
hann myndi að öllum líkindum ekki
tilkynna nema fimmtán leikmenn til
leiks þegar mótið byrjaði og reyna að
halda sextánda sætinu í hópnum
lausu eins lengi og nokkur kostur
væri.
Tíu æfingar fyrir HM
Guðmundi var tíðrætt á fundinum
um þann nauma tíma sem liðið hefði
fyrir HM.
„Við höfum aðeins náð tíu æfmgum
í janúar og það segir sig sjálft að það
er í minnsta lagi miðað við alla þá
hluti sem fara þarf yfir,“ sagði Guð-
mundur og nefndi til sögunnar öll
möguleg og ómöguleg atriði í vamar-
og sóknarleik sem gætu hugsanlega
komið upp og liðið hefði þurft að fara
yfir.
Guömundur sagði að liðið hefði lagt
mikla vinnu í að koma 6:0 vörninni,
sem gekk svo vel í Svíþjóð fyrir ári, í
rétt horf að undanförnu en bætti við
að hann væri með annað afbrigði í
pokahominu sem hefði reynst vel á
mótinu í Danmörku.
Mikilvægur Svíaleikur
Guðmundur sagði að leikurinn
gegn Svíum á morgun væri mjög mik-
Uvægur og hann liti á það sem
ögrandi verkefni að mæta því frábæra
liði.
„Við fáum svör við öllum okkar
spurningum gegn Svíum og vitum
upp á hár hvar við stöndum eftir þann
leik. Þess vegna var svo mikUvægt að
fá þennan leik gegn þessu sterka liði.“
Hvíld á réttum forsendum
Guðmundur ræddi einnig um hug-
arfarið sem menn þyrftu að mæta
með tU leiks á HM. Hann sagði að um-
ræðan hefði að ákveðnu leyti snúist
um að hægt væri að hvUa lykilmenn í
hinum svoköUuðu léttu leikjum, gegn
liðum sem væru fyrirfram talm vera
lakari en ísland. Hann varaði hins
vegar við slíku hugarfari og sagði að
menn yrðu að vinna sig inn í þá stöðu
að hvUa menn.
„Við munum mæta i fyrsta leik
með okkar sterkasta lið og ekki hugsa
lengra. Við tökum þetta mót skref fyr-
ir skref, einn leUc í einu, enda enginn
leikur mikUvægri en næsti leikur.
Það þýðir ekki að horfa of langt fram
á veginn. Þá missa menn sjónar á
aðalmarkmiðinu.
Markmiðið er að komast tU Aþenu
en það verður erfitt." -ósk
DAGAR TIL HM í HANDBOLTA
( ANDEBOL, PORTÚGAL 2003
Róbert og
Birkir ívar út
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson,
sem leikur með danska liðinu Árhus,
og markvörður Hauka, Birkir ívar
Guömundsson, fara ekki með íslenska
landsliðinu á heimsmeistaramótinu í
Portúgal. Þeir voru báðir í átján
manna hópi Guðmundar Guðmunds-
sonar en duttu síðan út þegar Guð-
mundur fækkaði í 16 manna hóp í
gær. Ekki er hægt að segja að þetta
val Guömundar hafi komið mikið á
óvart því að hvorki Róbert né Birkir
ívar hafa mikið fengið að spreyta sig í
undanfómum æfingaleikjum. -ósk
Ótrúlegur viðsnúningur í rekstri HSI:
Allt annað
umhverfi
- segir Guðmundur Ingvarsson formaður
Handknattleikssamband ís-
lands hefur átt í miklum fjárhags-
vandræðum undanfarin ár og ver-
ið gífurlega skuldsett. Þegar verst
lét skuldaði sambandið tæpar 200
milljónir en nú er svo komið að
forystumenn sambandsins hafa
náð að losa sig við skuldahalann
og að sögn Guðmundar Ingvars-
sonar, formanns HSÍ, er stefnt að
því að sambandið sýni jákvæða
eiginfjárstöðu á ársþinginu í mars
í fyrsta sinn í ansi langan tíma.
DV-Sport ræddi við Guðmund
Ingvarsson i gær og spurði hann
út í fjárhag sambandsins og fram-
tíðarhorfur í þeim efnum.
„Okkur hefur tekist að ná utan
um skuldimar, þökk sé góðum ár-
angri liðsins. Áhugi styrktaraðila
hefur aukist til mikilla muna og
það er eiginlega alveg ótrúlegt að
hugsa til þeirrar vakningar sem
varð í íslensku þjóðfélagi eftir
Evrópumeistaramótið í Svíþjóð í
fyrra. Þá voru allir boðnir og bún-
ir til að styrkja okkur og það
hafði aö sjálfsögðu þau áhrif að
okkur tókst að greiða niður
stóran hluta skuldanna. Það stefn-
ir í að við verðum með jákvæða
eiginfjárstöðu á ársþinginu í mars
sem er frábært fyrir alla hreyfing-
una,“ sagði Guðmundur.
„Þetta er allt annað umhverfi
til að vinna í og landsliðið nýtur
góðs af því með betri undirbún-
ingi. Það er hins vegar alltaf erfitt
að láta enda ná saman. Hvert ár
er botnlaus barátta og það er al-
veg á hreinu að við höfum ekki
sama bolmagn og nágrannaþjóð-
imar. Við gætum aldrei borgað
bónusa eins og þau en sem betur
fer skilja leikmenn íslenska
liðsins aðstöðu okkar og vinna
með okkur.“ -ósk
HSÍ og Vátryggingafélag íslands skrifuðu undir samstarfssamning á
blaðamannafundinum 1 gær og hér sést Guðmundur Ingvarsson, formaður
HSÍ, (fjær á myndinni) skrifa undir samninginn. DV-mynd E. Ól