Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Sport i>v Sextán leikmenn hafa náö að skora 100 mörk fyrir hið fomfræga félag Arsenal í ensku knattspyrn- urnni og það er ekki á hverjum degi eða i hverri viku sem slíkt gerist. Tveir af þeim náðu þó þessum stóru tímamótum í síðustu viku og þeir tveir, Dennis Bergkamp og Thierry Henry, hafa einmitt verið mennim- ir á bak við frábæran sóknarleik síðustu ár. „Það að þeir Bergkamp og Henry ná þessum 100 marka tímamótum í sömu vikunni sýnir hversu frábær- ir framherjar eru hér á ferðinni,“ sagði Arsena Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, eftir að 4-0 útisigur á Birmingham færði liðinu funm stiga forskot á toppnum og tvö mörk komu Henry í 100 marka hópinn. Fljótari en Owen og Shearer Afrek Henrys er öllu merkilegra því á meðan það tók Bergkamp sjö og hálft timabil að skora 100 mörk hefur Henry náð þvi á aðeins þrem- ur og hálfu tímabili og í aðeins 181 leik. Til gamans má nefna hér að það tók Michael Owen 184 leiki að skora 100 mörk fyrir Liverpool og Alan Shearer náði því í 191 leik hjá Newcastle. Henry hefur skorað 72 af mörkun- um í ensku úrvalsdeildinni, 25 hafa komið í Evrópukeppnunum og þrjú í ensku bikarkeppnunum tveimur. „Ég er ekki markaskorari," sagði Henry í viðtali við franska blaðið L'Equipe. „Ég hef aldrei haldið öðru fram enda hugsa ég oft ekki um að skora mörk þegar ég er að spila. Markaskorarar eru leikmenn eins og (Jean-Pierre) Papin, (Bernard) Lacombe, (Michael) Owen eða (Dav- id) Trezeguet. Þeir hugsa allir að- eins um að setja boltann í netið. Mér fmnst gaman að skora en það er hvergi nærri eina takmark mitt í fótboltanum," sagði Henry enn fremur en auk þeirra 14 marka sem kappinn hefur skorað í ensku úr- valsdeildinni í vetur hefur hann átt 7 stoðsendingar. I fyrra var hann markakóngur ensku úrvalsdeildar- innar með 24 mörk í 33 leikjum - nú er hann í 2. sæti, einu marki á eftir James Beattie hjá Southampton. Arsene Wenger keypti Henry fyrir 10,5 milljónir punda frá ítalska liðinu Juventus haustið 1999 og færði hann strax af kantinum inn í stöðu framherja. Byrjunin var Henry nokkuð erflð enda tími aðlög- unar. Hann skoraði ekki í fyrstu átta leikjum sínum og fór oft illa með mörg góð færi. Hef breyst mikið „Ég hef breyst mikið siðan ég kom í enska boltann," segir þessi 25 ára Frakki. „Ég var vissulega í vafa um það í byrjun hvort ég gæti fund- ið mig í enska boltanum, ekki síst þar sem ég náði aðeins að skora þrisvar fyrstu þrjá mánuði mína hjá Arsenal. Ég var einnig í vafa um hvort ég gæti skilað framherjastöð- unni vel en Arsene (Wenger) sagði að ég gæti það. Hann sannfærði mig um að þetta væri staðan fyrir mig og ég á honum mikið að þakka.“ Arsene Wenger á Henry líka mikið að þakka enda kom hann í stað vandræðagemlingsins Nicholas An- elka og fyrir bragðið var allt annað andrúmsloft í kringum aðalsóknar- mann liðsins. „Ég tel hann vera stórskostlegan framherja og hugsið ykkur, hann er ekki nema 25 ára og hefur aðeins spilað þessa stöðu í þrjú ár. Ég hafði trú á því að hann gæti skilaö þess- ari stöðu vel en bjóst engan veginn við því að hann skoraði svo mörg mörk,“ segir Wenger um Henry. Öfugt við Anelka, sem var alltaf að valda vandræðum og reyna að komast frá félaginu, hefur Henry sýnt Lundúnaliðinu mikla hollustu og nú síðasta í október lýsti hann því yfir að hann vildi klára feril sinn hjá félaginu. Horföi á Wright-spóluna Ian Wright á félagsmetið hjá Arsenal, skoraði 185 mörk í 288 leikjum. Henry á nokkuð í að ná Wright og segist sjálfur ekki vera að elta nein met. „Þegar ég kom til félagsins horfði ég á myndband með bestu mörkum Wright. Hann er partur af sögu fé- lagsins og herra Arsenal. Ég er ekki að spila fyrir Arsenal til að setja met,“ segir Henry og hollusta hans kemur enn frekar fram þegar hann bætir við: „Ég er samningsbundinn félaginu i hjarta mínu og til þess að ég fari frá Arsenal þarf félagið að reka mig.“ Ferill Thierry Henry Fæddur: 17. ágúst 1977 Hæð: . 188 sm Þyngd: . . 83 kg Landsleikir: Frakkland 42 (14 mörk) Deildarleikir: 1994-95 Mónakó ... 8 leikir/3 mörk 1995-96 Mónakó . . .18/3 1996-97 Mónakó . . . 36/9 1997-98 Mónakó .. . 30/4 1998-99 Mónakó . . . 13/1 . . . 16/3 1999-2000 Arsenal . . 31/17 2000-01 Arsenal . . 35/17 2001-02 Arsenal . . 33/24 2002-03 Arsenal . . 22/14 Heildartölur með Arsenal Enska deildin .. 121 leikur/72 mörk Meistaradeildin . 36/18 UEFA-bikarinn ... 8/7 Enski bikarinn . . . 12/2 Enski deildarbikarinn ... 2/1 Góðgerðarskjöldurinn .. . ... 2/0 Samtals 181/100 ^ Thierry Henry hefur skoraö 100 mörk erek markas - segir Frakkinn eftir að 100. mark hans A Jóhannes Karl Guöjónsson sést hér i leik meö islenska landsliöinu gegn Norömönnum í Bodo i Noregi í maí i fyrra. Hann skoraöi þá stórglæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, af 40 metra færi. nnes Karl á il Aston Villa ember á síðasta ári í jafnteflisleik gegn Valencia, og sagði í viðtali á dögunum að hann væri orðinn langþreyttur á bekkjarsetunni í sól- inni á Spáni. Það hefur reyndar ekki hjálpað honum að Real Betis hefur verið á ágætis skriði í deildinni og er nú í flmmta sæti með 27 stig. Jóhannes Karl varð dýrasti ís- lenski knattspymumaðurinn þegar hann var keyptur til Betis frá hol- lenska liðinu Waalwijk fyrir 670 milljónir i byrjun september árið 2001 en hefur aðeins leikið 12 leiki með Real Betis síðan þá, þar af fimm í byrjunarliðinu. Jóhannes Karl hefur lýst því yfir að hann hafl mikinn áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni og svo gæti farið að draumur hans yrði að veruleika á næstu dögum. Ekki náðist i Jóhannes Karl í gær þrátt fyrir margítrekaðar tfl- raunir. -ósk Hann hefur aðeins leikið í tvær mínútur með Real Betis í spænsku deildinni á þessu tímabfli, 9. nóv- Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem leikur með spænska liðinu Real Betis, heldur í dag til Engiands þar sem hann mun æfa með enska úrvalsdeildar liðinu Aston Villa næstu daga, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV- Sports. Þessar sömu heimildir herma að full alvara riki meðal forráða- manna Aston Villa um aö fá Jó- hannes Karl í raöir liðsins sem hef- ur átt í basli í deildinni í vetur. Jóhannes Karl hefur verið að leita sér að nýju félagi frá þvi að leikmannamarkaðurinn í Evrópu var opnaður 1. janúar og meðal annars verið orðaður við enska lið- ið Charlton og þýska liðið Borussia Dortmund. Tvær mínútur í vetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.