Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Tveir lögreglumenn báru vitni gegn manni og konu - dómari dæmir:
—
Framburður sambýlis-
fólks felldur í sektamáli
- sakfellt fyrir að aka á of miklum hraða skammt frá Vestfjarðagöngum
Samhljóða framburður sambýlis-
fólks, sem stangaðist á við það sem
tveir lögreglumenn báru, leiddi
ekki til sýknu þegar hraðaksturs-
mál var leitt til lykta fyrir Héraðs-
dómi Vestfjarða. Niðurstaðan er
því að dómurinn tekur mið af því
sem tveir lögreglumenn bera enda
þótt tvö vitni, annað ákærður öku-
maður, beri eindregið á annan
hátt. Ökumaðurinn ber því habann
þó að tveir beri gegn tveimur.
Undir lok ágúst á síðasta ári ók
sambýlisfólk út úr gangamunna
Vestfjarðaganga í Tungudal áleiðis
að ísafirði. Skammt þar fyrir utan
er vegskilti sem sýnir að nú megi
auka hraðann í 90 km á klukku-
stund en aka má á 60 km hraða i og
rétt fyrir utan göngin. Tveir lög-
reglumenn mældu hraða bílsins 83
km á klukkustund þegar hann átti
skammt ófarið að 90 km-skiltinu.
Ökumaðurinn bar hins vegar að
hann hefði verið kominn fram hjá
skiltinu og það gerði sambýliskona
hans einnig - sagði að henni hefði
reyndar sérstaklega verið annt um
gætilegan akstur þar sem börn sátu
aftur í - því hefði hún fylgst með.
Vestfjarðargong.
Konan staðfesti að sambýlismaður-
inn hefði ekki aukið hraðann fyrr
en eftir að bílnum hefði verið ekið
fram hjá umræddu skilti þar sem
heimilað er að auka hraðann á ný
eftir akstur um göngin. Þessu mót-
mæltu hins vegar lögreglumenn-
irnir báðir og sögðu bílinn hafa átt
um 100 metra eftir að skiltinu - bíll
fólksins hefði verið staddur á móts
við tilgreinda vegstiku þegar hraði
hans var mældur.
Héraðsdómur segir í niðurstöðu
sinni að með framburði lögreglu-
mannanna, sem studdur er niður-
stöðu ratsjármælingar á vettvangi,
þyki sannað að ákærði hefði ekið
bilnum á 80 km hraða. „Leggja
verður tO grundvallar eindreginn
framburð lögreglumannanna um
að ákærði hafi þá átt u.þ.b. 100
metra ófarna að umferðarmerki
sem sýnir hækkun á leyfðum há-
markshraða í 90 km á klukku-
stund, þrátt fyrir framburð ákærða
og sambýliskonu hans um að hann
hafi ekki aukið hraðann fyrr en við
umferðarmerkið," segir í niður-
stöðu dómsins.
-Ótt
Sjómanns leitaö
Leitin aö Guömundi Sigurössyni
sjómanni stendur enn á Seyöisfiröi.
Ekkert hefur spurst til Guömundar
síöan aðfaranótt þriöjudagsins.
Kafarar hafa leitaö í Seyöisfjaröarhöfn
og í gær kom varöskip til aöstoöar.
Fundu 310 kannabisplöntur
Viö húsleit lögreglu á Blönduósi á
tveimur stööum í umdæminu fannst
verulegt magn hassplantna. Á öör-
um staönum vou um 16 plöntur
geröar upptækar, Ijósabúnaöur,
nokkurt magn af efni í vinnslu, þrjú
skotvopn og skotfæri. Á hinum
staönum voru 170 plöntur gerðar
upptækar, Ijósabúnaöur, kannabis-
efni, 7 skotvopn og töluvert af skot-
færum. Tveir menn voru handteknir í
þessum aögerðum og hefur veriö
fariö fram á gæsluvarðhald yfir þeim
meöan á rannsókn stendur.
Hvaö ætliö þiö aö gera?
Guömundur Árni Stefánsson spuröi hvaö ríkisstjórnin ætlaöi aö taka til bragös í Ijósi vaxandi atvinnuleysis. Páll Pét-
ursson sat á hægri hönd formanns síns og bræddi meö sér svörin.
Félagsmálaráðherra um vaxandi atvinnuleysi:
Ríkisstjórnin vill
flýta framkvæmdum
„Ríkisstjómin vill flýta útboðum og
koma verklegum framkvæmdum í
gang sem fyrst,“ segir Páll Pétursson
félagsmálaráðherra, spurður um að-
gerðir ríkisstjómarinnar í ljósi vax-
andi atvinnuleysis. Hann segir að með-
al annars hafi samgönguráðherra sent
sínum undirstofhunum sérstök tilmæli
um þetta.
í þessu sambandi má geta þess að
framkvæmdaáætlun í samgöngumál-
um til næstu fjögurra ára var nýverið
samþykkt í ríkisstjóm og er nú til um-
fjöllunar í þingflokkum stjómarflokk-
anna.
Það var Guðmundur Ámi Stefáns-
son, þingmaður Samfylkingarinnar,
sem vakti máls á vaxandi atvinnuleysi
á Alþingi í gær. Hann sagði að hátt í
5.500 atvinnulausir einstaklingar létu
sér fátt um fmnast þegar þingmenn
ræddu um mótvægisaðgerðir gegn
þenslu sem hugsanlega yrði á vinnu-
markaði eftir tvö til þrjú ár í kjölfar
stóriðjuframkvæmda; mestu skipti að
nú væri spáð 3,5 til 4% atvinnuleysi á
landsvísu í janúar. Hann sagði flesta
kannast við vandann frá fyrstu hendi,
til dæmis hefðu um 30 manns sótt um
stöðu í tölvudeild sjálfs Alþingis, og
spurði hvað ríkisstjómin ætlaði til
bragðs að taka.
Páll Pétursson sagði ótvírætt að því
miður væri atvinnuleysi vaxandi og
nefndi ýmsar hugsanlegar ástæður fyr-
ir því; sagði að meðal annars hefði hag-
ræðing i sjávarútvegi leitt til fækkunar
starfa. Um aðgerðir ríkissfjómarmnar
sagði Páil að hún vildi flýta fram-
kvæmdum.
• „Samgönguráðherra hefur sérstak-
lega sent sínum undirstofhunum til-
mæli þar um,“ sagði Páll og nefndi líka
önnur úrræði: „Atvinnuleysistrygginga-
sjóður er tilbúinn að styrkja átaksverk-
efni sem sveitarfélög eða fýrirtæki vilja
leggja í og viö reynum að stýra atvinnu-
leyfum til útlendinga," sagði Páll. -ÓTG
EES-samningur ónýtur?
Kjartan Jóhanns-
son, sendiherra ís-
lands hjá Evrópusam-
bandinu, segir að
samningurinn um
Evrópska efnahags-
svæðið verði ónýtur
ef ekki takist samn-
ingar milli ESB og
EFTA um aðlögun EES-samningsins að
stærra Evrópusambandi. Stefán Már
Stefánsson lagaprófessor er þessu
ósammmála. - RÚV greindi frá.
Þörf á vaxtalækkun
Samtök atvinnulífsins, SA, telja að
raungengi krónunnar hafi hækkað
„ískyggilega mikið“ að undanfómu og
svo mjög að verulega sé farið að
þrengja að samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins. - Mbl. greindi frá.
Vegabréfi stoliö
Lögreglan í Njarðvik rannsakar nú
innbrot í hús í Njarðvík í vikunni.
Brotist var inn og stolið vegabréfi tólf
ára stúlku en deilt er um forræði henn-
ar. - RÚV greindi frá.
Flóttamenn til Akureyrar
Akureyrarbær hefur, i samvinnu við
Rauða kross íslands, ákveðið að taka á
móti 24 flóttamönnum frá fyrrum lýð-
veldum Júgóslavíu. Fólkið hefur búið í
flóttamannabúðum síðastliðin 6-8 ár,
án allra nútímaþæginda. Um er að
ræða 6 fjölskyldur, 13 fullorðna og 11
böm, af serbneskum uppruna.
Reisa iðngarða
Fyrirhugað er að reisa iðngarða í
Súðavík, á Langeyri, skammt innan
við byggðarlagið, á þessu og næsta ári.
Er ætlunin að byggja fimm einingar.
Álnám á Akureyri
Háskólinn á Akureyri er í samvinnu
við nokkra aðila að skoða hvort hægt
sé að koma á fót alþjóðlegri háskóla-
deild á Akureyri, á sviði málmfræðslu.
Hugsanlegt er að álfyrirtækin Alcoa og
Atlantsál setji upp sérstakar rannsókn-
armiðstöðvar um áltækni, í samvinnu
við Háskólann. - RÚV greindi frá.
20 ár frá snjóflóðunum
Tuttugu ár em liðin i dag frá því að
tvö krapa- og snjóflóð féllu á kauptúnið
á Patreksfirði. Fjórir létust og á fjórða
tug manna missti heimili sín. EÍóðin
eyðilögðu fjögur hús og önnur mann-
virki og bifreiðar.
Hert lög við peningaþvætti
Ríkisstjómin leggur til í nýju frum-
varpi að gildissvið laga gegn peninga-
þvætti verði rýmkað. Framvegis munu
lögin einnig taka til þeirra sem hafa
milligöngu um kaup og sölu fasteigna,
skipa, eðalmálma og listaverka. -HKr.
f ókus
ES3
A MORGUN
Virkjun?
ÚLgf.l I ! I
pf sí '4
f Fókus á morgur
er rætt við ungt fóli
um skoðun þess é
fyrirhugaðri Kára
hnjúkavirkjun oí
settur fram stað
reyndapakki urr
hana. Skiptar skoð
anir eru að sjálf
sögðu um málið eins og hjá þjóðinn:
ailri. Við ræðum við nokkra snjó
brettakappa sem hafa verið á fullu :
allan vetur þrátt fýrir snjóleysið og
fjöllum um óvæntar vinsældir skjald
armerkisins okkar nýverið. Þá er aí
finna í blaðinu úttekt á helstu popp
söngkonum heims sem birtast okkui
sífellt í sjónvarpinu, karlmenn ert
spurðir um hvemig er að kyssa konui
með varalit og við kennum fólki ai
búa til sinn eigin þorramat.