Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 Fréttir______________________________________PV Ungur maður fær 50 þúsund krónur í sekt og hálfs árs ökuleyfissviptingu: Dæmdur fyrir að aka undir amfetamínáhrifum - kom upp um sig með einkennilegri framkomu á flugvellinum á Isafirði 26 ára Vestfirðingur hefur með dómi verið sviptur ökuréttindum í hálft ár auk þess sem honum er gert að greiða 50 þúsund króna sekt fyrir að aka undir greinilegum áhrifum am- fetamíns og róandi lyfja frá Bolungar- vík að flugvellinum á ísafirði í lok nóvember. Fáttítt er að fólk sé svipt og sektað með svo afdrifarikum hætti fyr- ir akstur undir áhrifum fíkniefna - maðurinn var fundinn sekur um aö vera „ófær um að stjórna ökutækinu örugglega vegna neyslu örvandi og deyfandi efna ..." eins og sagði í ákæru. Undir kvöld miðvikudaginn 4. sept- ember var hringt til lögreglunnar á ísafírði utan af flugvelli og frá því greint að inn í flugstöðina væri kom- inn ungur maður sem hegðaði sér undarlega. Hefði hann hlaupið um og rekið upp hávær öskur af og til. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist mað- urinn órólegur og bar greinileg merki þess að vera undir áhrifum áfengis eða lyfja. Augu hans voru rauð og framburður óskýr og ruglingslegur. Héit maðurinn athygli mjög stutt er reynt var að ræða við hann og virtist sem hann væri í öðrum heimi. Þegar komið var með manninn á lögreglustöðina var tekið blóðsýni úr honum. Læknir sem það framkvæmdi lýsti því svo að maðurinn sæti saman- hnipraður meö starandi augu og fjar- ræn. Hreyfingar væru hægar og stífar. Göngulagið væri óöruggt eins og jafn- vægi skorti. Maðurinn svaraði spum- ingum seint en loks er það gerðist væru svörin engu að síður skilmerki- leg. Blóðsýni sýndu að maðurinn hafði neytt amfetamíns en einnig deyfandi efna. í matsgerð dósents á blóðniður- stöðu sagði að styrkur amfetamíns í blóði væri langt umfram það sem sé notað til lækninga og gera mætti ráð fyrir að ökumaðurinn hefði ekki getað stjómað bifreið með öruggum hætti. Maðurinn játaði að hafa ekið frá Bolungarvík sem leið lá eftir Djúpvegi um Óshlíð, í gegn hjá Hnífsdal, áfram um Eyrarhlíð, um Krókinn og inn á Skutulsfjarðarbraut og síðan að flug- vellinum. -Ótt Hér hefst borunin Fulltrúar tólf verktakafyrirtækja sem bjóöa saman í fimm hópum í nýjustu jarðgöng landsins voru mættir í Reyöarfirði í gærdag og skoöuöu sig um. í næsta mánuöi veröa tilboöin opnuö. ; 'A'?/' * - ■•- ---;—7 DV-MYNDIR GÞ Borkjarnar skoöaöir Borsýni úr fjallinu voru skoöuö í gær eftir fund hjá Vegageröinni á Reyöarfiröi. Tilboð í jarðgöng á Austurlandi opnuð í næsta mánuði: Verktakarnir skoða gangamunna í Reyðarfirði í gær mættu fulltrúar þeirra fímm verktaka sem valdir voru í forvali til að bjóða í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar til Reyðarfjarðar. Þar var haldinn stuttur fundur en að honum loknum var farið í rútu að ganga- munnunum beggja vegna fíallsins og allar aðstæður skoðaðar. Verktakamir fimm eru ístak hf., Skánska AB, Pihl AS sem eru saman í liði, þá em Veidekke AS, Krafttak ehf., Eykt ehf. og Héraðsverk ehf., í þriðja lagi éru NCC AS og íslenskir aðalverktakar hf.; þá kemur breski verktakarisinn Balfour Betty Major Projects; og loks Scandinavian Rock Grup AS ásamt Arnarfelli ehf. Ekki var annað að heyra en menn væru spenntir fyrir verkefninu. Um miðjan næsta mánuð kemur síðan í ljós hver hreppir verkið en þá verða tilboðin opnuð. -GÞ/JBP HM SMS-leikur DV og Smart: Fullt af veglegum verðlaunum í boði - heitar HM-fréttir í boði með SMS HM SMS-leikur DV og Smart fer fram samfara heimsmeistara- keppninni í handbolta í Portúgal. Til að taka þátt þarf eigandi GSM- síma einungis að senda SMS- skeytið HM á sitt þjónustunúmer, þ.e. 1415 hjá Tali, 1848 hjá Sfman- um og Íslandssími gluggi nýtt. Hvert SMS í þessum leik kostar 99 krónur. í HM-pottinum er leikjatölva, Nokia-símar, vörur frá Adidas, áskriftir að DV, Stjömusnakk og DVD-myndir. Allir sem senda SMS í leiknum fá poka af Stjömu- snakki sem þeir geta nálgast í af- greiðslu DV, Skaftahlíð 24. Þann 5. febrúar verður síðan dregið í HM- leiknum og HM-fréttapottinum, sem sagt er frá hér að neðan. Nýjustu HM-fréttir Með því að senda SMS-skeytið HM FRÉTT á ofangreind númer gefst fólki kostur á að fylgjast með strákunum okkar í Portúgal og um leið að vinna til verðlauna. Sá sem sendir þetta skeyti fær frétt- imar með SMS frá íþróttablaða- mönnum DV um leið og þær ger- ast. Það kostar 99 krónur að skrá sig fyrir þjónustunni en 45 krónur að taka á móti hverri HM-frétt. Þeir sem skrá sig fyrir þessari SMS-fréttaþjónustu geta unnið áskrift að DV, Nokia-síma, Stjörnusnakk og vörur frá Adidas. Þeir sem vilja ekki lengur fá sendar fréttir af HM með þessum hætti senda SMS-skeytið HM FRÉTT STOPP á fyrrgreind þjón- ustunúmer. -hlh Vegleglr vinnlngar í HM SMS-leik DV og Smart Jónína Ósk Lárusdóttir, auglýsingadeild DV, meö fangiö fullt afsnakki. Allir sem taka þátt í HM SMS-leik DV og Smart fá slíkan poka aö launum. Öfærð í Eyjum Töluverð ófærð var í Vestmanna- eyjum í nótt vegna ofankomu og skafrennings. Kalla þurfti út mokst- urstæki til að halda helstu leiðum opnum. Að sögn lögreglu var snjór- inn aðallega niðri í bænum, hann hafði ekki fest ofar í byggðinni vegna hvassviðris. í dag eru liðin 30 ár frá upphafi eldgoss í Vestmanna- eyjum og voru menn sammála um að snjórinn væri í öllum tilvikum skárri en askan sem sem rigndi yfir bæinn 23. janúar 1973. -hlh Gripnir með sjónvörp Tveir menn voru gripnir þar sem þeir voru að bera sjónvarpstæki út af Hótel Cabin í Borgartúni upp úr miðnætti í nótt. Tækin voru ekki í notkun í herbergjum þegar atvikið varð. Mennimir höfðu tekið fíögur tæki þegar næturvörður varð þeirra var og gerði lögreglu viðvart. Menn- irnir, sem voru ölvaðir, voru hand- teknir og gistu fangageymslur í nótt. Þeir verða yfirheyrðir í dag. -hlh Tvö innbrot Tvö innbrot voru framin í Reykjavík í nótt en í hvorugu þeirra hafðist nokkuð upp úr krafsinu. í fyrra tilvikinu var hurð á hár- greiðslustofu í Vesturbænum spennt upp. Rótað var á stofunni en einskis saknað eftir á. Þá var hurð spennt upp í Sundhöll Reykjavíkur en þar var sama sagan, engu var sýnilega stolið. -hlh DVWND E.ÓL. Fékk nýsköpunarverðlaun Oddgeir Haröarson hlaut í gær nýsköpunarveröiaun forseta íslands. Veröiaunin voru veitt fyrir hönnun myndgreiningarbúnaöar til aö telja oggreina mýflugur og önnur ferskvatnsbotndýr. Oddgeir hannaði búnaöinn í samvinnu viö Vaka DNG. Búnaö sem þennan má nota í fleira en smádýratalningu. Vaki DNG hefur m.a. notaö hann til að telja fólk í verslunarmiðstöövum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.