Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003
JOV
Fréttir
Fæddist sama dag og gosið hófst:
Mamma sa eyjuna fyrir
sér sundursprungna
- segir Vestmannaeyingurinn Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir
„Mamma var á Fæðingardeild
Landspítalans og komin með hríð-
ir þegar byrjaði að gjósa. Hún var
færð milli stofa og það var slökkt
á útvarpinu til aö reyna að útiloka
að hún fengi fréttimar og kæmist
í uppnám í miðri fæðingu." Þetta
segir Vestmannaeyingurinn Jó-
hanna Eldborg Hilmarsdóttir sem
fæddist sama dag og gosið hófst í
Heimaey. Hún er nú húsfreyja í
Hafnarfirði, móðir tveggja stráka,
sjö og eins árs, sjúkraliði að
mennt og starfar á leikskóla.
Þótt hún muni að sjálfsögðu ekki
þá örlagaatburði sem gerðust í
Vestmannaeyjum fyrir þrjátiu
árum hefur hún heyrt sagt frá þeim
af tilfmningu og getur lýst þeim
ljóslega og þeirri aðstöðu sem for-
eldrar hennar, Hilmar Jónasson og
Ester Ámadóttir, voru í. „Pabbi
vann á vörabil á bílastöð í Eyjum
og mamma er leikskólakennari.
Pabbi kom í bæinn meö mömmu en
þá var ekki til siðs að feður væru
viðstaddir fæðingar svo meðan
mamma var að rembast uppi á fæð-
ingardeild var hann úti á flugvelli
um nóttina að taka á móti foreldr-
um sínum og öðrum ættingjum sem
voru að flýja gosið. Annars ætlaði
amma nú ekkert að fara úr Eyjum.
Hún bauð björgunarmönnum bara
upp á kaffi og það þurfti hálfpart-
inn að flytja hana með valdi.“
Móðurina fór að gruna
Jóhanna Eldborg kveðst hafa
fæðst kl. 12.20 á hádegi en svo lengi
tókst ekki að leyna móður hennar
ástandinu í Eyjum. „Um kl. átta um
morguninn var mömmu farið að
gruna að eitthvað væri að gerast.
Hún varð vör við svo mikla flugum-
ferð og þungaflutninga um Hring-
brautina. Sjúklingar frá Eyjum
voru líka farnir að koma inn á
Landspítalann. Hún gekk á lækn-
ana og þeir tjáðu henni hvers kyns
var. Sögðu að Helgafell væri farið
að gjósa og hún sá fyrir sér eyjuna
sína sundursprungna. Hélt samt
sínu striki og ég fæddist um hádeg-
iö,“ segir Jóhanna Eldborg.
Þar sem faðir Jóhönnu Eldborgar
Stór nöfn með merkingar
Spurð hvort hún hafi verið skírð
hér í Reykjavík kveðst Jóhanna Eld-
borg ekki hafa verið ausin vatni á
hefðbundinn hátt heldur hafi henni
verið gefið nafnið þegar hún var
nokkurra daga gömul. „Jóhönnu-
nafnið er eftir systur hans pabba, sem
lést lítil stúlka og Eldborgarnafnið er
tilkomið út af gosinu, svo þetta eru
stór nöfn með miklar merkingar,"
segir hún.
Jóhanna Eldborg kveðst hafa farið
í fyrsta skipti út i Eyjar á þjóðhátíð-
ina 1973, þegar hún var sex mánaða,
og svo flutt með fjölskyldunni í októ-
ber sama ár. „Við komumst samt ekki
inn í okkar hús fyrr en í byrjun nóv-
ember. Það heitir Mjölnir og er við
Skólaveginn. Það var allt á kafi og
bara strompurinn upp úr eftir gosið
en var handmokað upp. Amma og afl
áttu annað hús við Skólaveginn, að-
eins neðar, og þau fluttu líka þangað
og bjuggu þar ævina út. En foreldrar
mínir voru í Eyjum þar til ég var 14
ára og bróðir minn 11, þá fluttum við
öll upp á land,“ segir Jóhanna Eld-
borg.
Eins og styrjaldarástand
Jóhanna Eldborg segir mikið talað
um gosið nú. Þar komi meðal annars
til þáttaröðin á Stöð tvö. Sjálf kveðst
hún ekki hafa séð þættina enn en þeir
hafi verið teknir upp fyrir hana. „Um-
ræðan í kjölfar þáttanna hefur verið
mjög merkileg finnst mér og nokkuð
á öðrum nótum en fyrir tíu árum. Þá
snerist hún svo mikið um hvernig
stjórnvöld hefðu brugðist við og
hvernig björgunin gekk, nú er meira
spáð í hvernig fólkinu leið.“ En hvað
hefur hún heyrt sjálf um líðan fólks-
ins?
„Þetta var rosalega erfiður tími.
Pabbi hefur lýst honum eins og styrj-
aldarástandi. Það eina sem menn
hugsuðu var að hafa daginn af og lifa
næstu vakt. Fólk var mjög tætt og
lengi að ná sér eftir þetta,“ segir hún
og bætir við. „Það sem gerði foreldr-
um mínum og öðrum auðveldara að
flytja aftur út í Eyjar var sú stórkost-
lega staðreynd að ekkert maiyitjón
varð af völdum gossins." -Gun.
Fagnar stórafmæli
„Fótk var mjög tætt og lengi aö ná sér eftir þetta, “ segir Jóhanna Eldborg um
afleiöingar gossins.
var vörubílstjóri, eins og áður seg-
ir, þá var honum ekki lengi til set-
unnar boðið í landi. Strax daginn
eftir að dóttirin fæddist þurfti hann
að byrja aö skipuleggja verðmæta-
söfnunina í Eyjum og sjálfur dreif
hann sig út þangað þann 25. janúar.
„Hann rétt kíkti á mig áður en
hann hóf björgunarstarfið og var að
mestu úti í Eyjum það sem eftir var
vetrar," segir Jóhanna Eldborg og
heldur áfram: „Við mæðgur voram
hins vegar hjá móðurömmu minni,
á Bergþórugötu 25, ásamt fóður-
ömmu minni og afa. Það var lygi-
legt hversu margir komust í þá litlu
íbúð, enda var vist alveg pakkað."
Aukln umferö
Jón og Anna María, hóteleigendur í Freys-
nesi, segja umferö hafa aukist til muna.
Umferö eykst
vegna Kárahnjúka-
framkvæmda
„Við erum farin að verða vör áhrifa
vegna virkjunarframkvæmdanna á
Austurlandi," segja þau Jón Bene-
diktsson og Anna María Ragnarsdótt-
ir, hóteleigendur í Freysnesi í Öræf-
um. „Umferð flutningabOa hefur auk-
ist og hingað koma 15-20 flutningabíl-
ar á dag og eins hefur almenn umferð
aukist," segja þau Jón og Anna María.
Verið er að stækka matsal hótelsins
og bætist þar við rými fyrir um 60
manns. Sú viðbót á að verða tilbúin í
lok janúar þannig að í matsal á neðri
hæð verður pláss fyrir 120 matargesti.
Ferðamönnum sem komu í Hótel
Freysnes fjölgaði á síðasta ári og seg-
ir Jón að nýting hafi verið miklu betri
en áður og ferðaþjónustutíminn lengst
í báða enda. Vel lítur út með ferða-
þjónustu fyrir þetta ár og mikiö hefur
verið bókað frá byrjun febrúar sem er
mun fyrr en áður hefur verið. -JI
Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík:
Ellert fram yfir Eirík
Ellert B.
Schram, sem
var þingmaður
fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í ein
fimmtán ár,
verður í 6. sæti
á lista Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavíkur-
kjördæmi-norð-
ur. Hann segist
ekki hafa skráð
sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég
er sjálfstæðismaður, maður ein-
staklings- og athafnafrelsis, og
vonandi get ég stutt Sjálfstæðis-
flokkinn aftur seinna. Mér flnnst
bara flokkurinn hafa verið á
skjön við grundvallarsjónarmið
sín,“ segir Ellert og bætir við að
næstu kosningar séu líklega sið-
asta tækifærið til að ná fram
breytingum á fiskveiðistjómar-
kerfrnu.
Ellert segist ekki hafa velt fyrir
sér hvort hann skrái sig í Sam-
fylkinguna. „Svoleiðis formsatriði
eru aukaatriði í minum augum.
Ég er frjáls að því að hafa skoðan-
ir og læt samvisku mína ráða.“
Ellert segist telja mjög langt í
Ellert B. Schram.
að 6. sætið nái á þing: „Hjá mér er
þetta miklu frekar yflrlýsing um
mína pólitísku afstöðu og lið-
veislu."
Hann hafði áður boðist til að
vera í 5. sæti í suðurkjördæminu
en uppstillingamefnd hafði boðið
það Einari Karli Haraldssyni. „Ég
taldi einsýnt að
menn yrðu að
standa við þau
orð, orð skulu
standa,“ segir
Ellert.
Uppstillingar-
nefnd hafði
raunar áður
rætt 6. sætið við
Eirík Bergmann
Einarsson að
sögn Páls formanns. Eiríkur seg-
ist hafa þegið tilboð nefndarinnar
um að taka þetta sæti fyrir rúm-
um mánuði. „Ég sóttist ekki eftir
því, en þáði það og hef ekki verið
beðinn um að víkja. Ég get því
ekki litið öðruvísi á en að ég sé í
þessu sæti,“ sagði Eiríkur um
kvöldmatarleytið í gærkvöld.
Uppstillingamefnd fundaði síðar
um kvöldið og varð niöurstaðan
sú að standa við tilboðið til Ell-
erts en bjóða Eiríki 7. sætið.
Páll Halldórsson segir að upp-
stillingamefnd lofi engum sæti á
lista og rætt hafi verið við ýmsa
um ýmislegt. Kjördæmisráð kýs
um tillögu uppstillingamefndar í
næstu viku. -ÓTG
Páll Halldórsson.
ga-
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun 10.32
Síödegisflóð 22.21
Árdegisflóð á morgun 10.42
jpJjyurjSJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
16.45 16.12
10.33
14.23
02.54
Hlýnandi
Austlæg átt, 15-23 m/s og
snjókoma eða slydda, en heldur
hægari norðan og austan til.
Suöaustan 10-15 og slydda eða
rigning sunnan til síðdegis. Hiti víða
0 til 5 stig í kvöld en áfram vægt
frost í innsveitum norðan til.
Él fyrir noröan
\loröaustan 8-13 og él norövestan til
jn annars fremur hæg vestlæg eöa
Dreytileg átt og úrkomulítið. Hiti víða
3-5 stig.
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
‘óSió
Hiti 4«
Hiti 2°
Hiti 0°
tíl 1° til 9“ til 5°
Víndur: 15-18«»/» Vindur: 10-15 "V* Vindur: 8-13™/»
* 7» 'bl
Hœg breytileg átt, en suöaustan 13- 18 og slydda oöa rigning sunnan- og vestanlands undir kvöld. Hiti frá 4 stigum nlöur í frost. Suövestan 10- 15 m/s og skúrir, en luegari vindur og víöa léttskýjaö noröaustarv og austanlands. Hiti á bilinu 2 tii 9 stlg. Norövestan og vestan 8-13 m/s og él oöa skúrir, en léttskýjaö austanlands. Kólnandl veöur.
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stlnnlngsgola
Kaldi
Stlnningskaldl
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10,8-13,8
Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárvlöri 13,9-17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7
emsu'
AKUREYRI snjókoma -12
BERGSSTAÐIR alskýjað -9
BOLUNGARVÍK skýjað -3
EGILSSTAÐIR úrkoma -11
KEFLAVÍK snjókoma -1
KIRKJUBÆJARKL. snjókoma -3
RAUFARHÖFN hálfskýjað -7
REYKJAVÍK snjóél -2
STÓRHÖFÐI snjókoma -1
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI snjókoma -1
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 1
ÓSLÓ þokumóða 1
STOKKHÓLMUR 1
ÞÓRSHÖFN snjókoma -0
ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -5
ALGARVE heiöskírt 7
AMSTERDAM alskýjað 7
BARCELONA léttskýjaö 8
BERLÍN skýjað 3
CHICAGO heiðskírt -16
DUBLIN léttskýjaö -1
HAUFAX snjóél -14
HAMBORG rigning 5
FRANKFURT skýjað 5
JAN MAYEN snjóél -15
LONDON skýjaö 6
LÚXEMBORG skýjað 4
MALLORCA skýjað 10
MONTREAL skýjað -21
NARSSARSSUAQ skýjaö -2
NEW YORK heiöskírty -12
ORLANDO hálfskýjaö 16
PARÍS rigning 7
VÍN frostrigning -0
WASHINGTON alskýjaö-8heiöskírt
WINNIPEG -33
T & l.pmýlSGL V FK4 VLPLRýTQR.'
ISESSaK