Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 DV Útlönd Naumur sigur kristilegra demókrata í Hollandi - flokkur Pim Fortuyn endurheimti einungis 8 þingsæti af 26 Þaö létti mikið yfir Verkamanna- flokknum í Hollandi eftir að úrslit kosninganna voru ljós í gær en honum tókst að endurheimta fylgi sitt að mestu frá því í kosningunum 1998. Flokkurinn beið afhroð í fyrra, fékk einungis 23 sæti en er nú orð- inn næststærsti flokkur landsins, með 42 þingsæti. Það voru þó kristi- legir demókratar sem hlutu mest brautargengi, með 44 þingsæti unn- in. Listi Pim Fortyun fékk einungis 8 þingsæti, sem verður að teljast gífurlegt fylgistap, en flokkurinn náði inn 26 mönnum í fyrra. Það má þó sennilega best útskýra með þvi að skömmu fyrir kosningamar í fyrra var Fortyun, leiðtogi flokks- ins, myrtur og hlaut því listi hans mikia athygli. Fortyun þótti mjög hægrisinnaður og vildi til að mynda takmarka innflutning erlendra rík- isborgara til landsins. Þrátt fyrir að kjósendur hafl í REUTERS Sigurrelfur forsætisráöherra Jan Peter Balkenende, leiötogi kristilegra demókrata, var sigurreifur í gær, ásamt konu sinni. Líklegt er aö hann haldi forsætisráðherraembættinu. mestum mæli kosið þá tvo flokka sem þykja hafa verið styrkustu stoðir lýð- ræðisins í Hollandi er alls óvíst hvernig næsti meirihluti lítur út. Sig- ur kristilegra demókrata gæti tryggt Jan Peter Balkenende áframhaldandi veru í forsætisráðuneytinu en hann leiddi nú siðast skammlífustu ríkis- stjórn Hollands síðan í síðari heims- styrjöld, en hún entist aðeins í 87 daga. Meb-ihlutinn var myndaður af kristilegum demókrötum, lista Pim Fortuyn (LPF) og frjálshyggjuflokkn- um VVD en samstarfinu var slitið þegar ósætti kom upp meðal ráðherra LPF. Balkenende hefur verið lýst sem lit- lausum en „200% áreiðanlegum" og verður að teljast líklegt að hann muni einnig leiða næstu ríkisstjórn. Vissu- lega hélt meirihlutinn sinni stöðu í kosningunum en ekki hefur verið úti- lokað að endurlífga samstarf kristilegra demókrata og Verka- mannaflokksins. Tesco býður í Safeway Tesco kom öllum á óvart i gær- morgun þegar fyrirtækið tilkynnti að það hygðist bætast í hóp þeirra sem gera tilboð í Safeway. Fram kom í máli forstjóra Tesco, Terrys Leahy, að alvara lægi að baki tilboð- inu en það væri ekki gert til að spilla fyrir í söluferlinu. Félagið myndi halda eftir um 75% af búðum Safeway og koma þannig í veg fyrir að samkeppnislög yrðu brotin. Leahy sagði jafnframt að hann teldi ekki líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja að fjórar af stærstu verslunarkeðjum Bretlands yrðu að þremur með tilboði Wal- Mart og Sainsbury. Ef sala á Safeway yrði hins vegar leyfð með þeim skilyrðum að fyrirtækið yrði brotið upp hefði Tesco áhuga á að spila með. Með tilboði Tesco eru vonbiðlar Safeway orðnir sex talsins en þeir eru Philip Green, Asda, sem er í eigu Wal-Mart, Sainsbury og banda- ríska fjárfestingafyrirtækið Kohl- berg Kravis Roberts. Matvörukeðj- an William Morrisson kom átökun- um af stað fyrir um tveimur vikum, er tilboð hennar í Safeway var kunngert. Markaðurinn lítur á þetta sem síðasta tækifæri Sainsbury til að stækka á matvörumarkaði en telur tilboð Greens sigurstranglegast þar sem það byggist á reiðufé. Þá hefur Green sérhæft sig í verslun með fatnað og ættu samkeppnisyfirvöld ekki að sjá því neitt til fyrirstöðu að hann kaupi matvörukeðju. -vb Bjó með líki aldr- aðrar frænku Þýska lögreglan upplýsti nýlega að 54 ára kona hefði leynt dauða 89 ára gamallar frænku sinnar, síðan smurt líkið og búið með því í heila átján mánuði. Þær frænkumar munu hafa búið saman í áraraðir og rekið saman matvöruverslun í bæn- um Ostfildem-Ruit í nágrenni Stutt- gart, en þegar verslunin hafði ekki verið opnuð í nokkra mánuði og ekkert sést til kvennanna, létu áhyggjufullir nágrannar lögregluna vita. Eftir að hafa brotist inn í íbúð þeirra fann lögreglan lík gömlu kon- unnar i uppbúnu rúmi hennar og haföi yngri konan haglega smurt það og haldið áfram að búa með því í kyrrþey. Talið er að konan hafi dáið eðli- legum dauðdaga í júní árið 2001. REUTERS Heimilið rústir einar íbúar í borgarinni Colima sitja á rústum heimilis síns eftir jaröskjálftann sem skók Mexíkó í gær. Tuttugu og sjö hafa fundist látnir en skjálftinn mældist 7,6 á Richter. Um 10 þúsund heimili eru skemmd eftir skjálftann og 800 nánast jöfnuö við jöröu. Fox Mexíkóforseti feröaöist um skjálftasvæöiö í gær og hét íbúum aö endurbygging myndi hefjast hiö fyrsta. „Mannlegir skildir" halda ótrauðir til starfa í írak Fimmtiu manna alþjóðlegur hópur friðarsinna úr samtökunum „Human Shields", eða Mannlegir skildir, halda á laugardaginn til Iraks þar sem þeir munu koma sér fyrir á nokkrum fjöl- fömum stöðum tÚ þess að hindra og mótmæla fyrirhuguðum hemaðarað- gerðum Bandaríkjamanna og Breta. Fulltrúar samtakanna bönkuðu upp á hjá Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, að Neðrastræti 10 í Lundúnum í gær og afhentu lista með nöfnum þeirra sem þátt taka í þessu ævintýralega verkefhi og einnig lista yfir þá staði þar sem fólkið mun koma sér fyrir. Að sögn talsmanns samtakanna er það gert til þess að árásarherim- ir hafi fulla vissu um það hvar og hvenær þeir muni eiga það á hættu að verða liðsmönnum samtakanna að bana, mönnum sem jafnvel eru Blair fékk þátttökuiista Fulltrúar samtakanna „Human Shi- elds“ bönkuöu upp á hjá Blair og af- hentu lista yfír þá sem halda til Iraks. þeirra eigin landar. Hópurinn, sem er að þriðjungi skipaður Bretum, mun ferðast til íraks í tveimur tveggja hæða rauð- um rútum og er búist við að ferðin taki rúmar tvær vikur. Ken O’Keefe,, fyrrum sjóliði í bandaríska hernum og einn stofn- enda „Human Shields“, sagði að liðsmenn myndu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum, eins og á sjúkra- húsum, skólum, vatnsbólum og mik- ilvægum stöðum í nágrenni fjölbýl- is. „Þetta er aðeins byrjunin, en það er markmið okkar aö halda áfram að safna liði, jafnvel nokkrum hundruðum," sagði O’Keefe og bætti við að það væri ætlunin að taka upp fleiri liðsmenn á leiðinni um Evrópu til íraks, en áætlaður komutími til Bagdad væri þann 8. febrúar. Myjiar' www.evro.is tdÆYMJt Sp.Touring soo sdi árgerö 2003 1.460.000 YDÆYMJt Ranger Mountain árgerð 2003 1.390.000 tiÆYMJt Rave 800 árgerö 2002 1.345.000 tilboð 1.245.000 f&ÆYMIT ENDURO 700 RER árgerö 2002 1.245.000 tilboð 1.145.000 C ÆYMJT SAFARI 400 árgerð 2002 890.000 tilboð 790.000 Notaðir vélsleðar hjá EVRÓ Skeifunni Lynx Rave 2001 ek: uookm Listaverð: 980þús, tilboð 880þús Lynx Touring 1998 ek: 3600km Listaverð: 550þús, tilboð 450þús S.Doo 1998 Mach Z ek: 5600km Listaverð: 580þús, tilboð 510þús S.Doo 1997 Mach Z ek: 3600km Listaverð: 490þús, tilboð 410þús S.Doo 1994 Summit ek: 5000km Listaverð: 310þús, tilboð 250þús S.Doo 1995 MachZ ek: 5000km Listaverð: 350þús, tilboð 300þús Lynx Racing 2001 ek: isookm Listaverð: 895þús, tilboð 795þús Lynx Racing 2000 ek: isookm Listaverð: 730þús, tilboð 660þús Lynx Touring 2001 ek: lOOOkm Listaverð: 910þús, tilboð 840þús Tökum tjaldvagna/fellihýsi uppí vélsleða á lager I mikið úrval Sleðafatnaður Vélsleðahjálmar Hanskar Vélsleðaskór Rekstrarvara og margt fleira. EVRÓ www.evro.is Skeifunni- S. 533-1414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.