Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 Skoðun :ov Ertu búin að fara á útsölurnar? Ingvar Barkarson nemi: Já, ég keypti mér skó á fínu veröi, var mjög heppinn. Inda Hrónn Björnsdóttlr nemi: Já, ég keypti mér skó og buxur. Inglbjörg Hjartardóttlr nemi: Nei, ég verslaöi svo mikiö á Spáni um jólin. Benedikt Þorgeirsson neml: Já, hjá Hjátpræöishernum. Ég verst- aöi fyrir dágóða summu. Ágúst Bent nemi: Já, ég fór meö Benna í Hjálpræöis- herinn og fékk þennan fína rykfrakka og eyrnaskjói á 300 kr. Alver í næsta nágrennl Prátt fyrir þaö er Hafnarfjaröarbær nú eitt skuldugasta sveitarfélag á ísiandi. Land til niðurrifs Ámundi Loftsson skrifar: Á sjöunda áratug síðustu aldar bundu íslenskir stjómmálamenn miklar vonir við virkjun fallvatna og stóriðju á íslandi. þeir fóm mikinn í ræðu og riti og lásu Einar Ben. Ráð- ist var í virkjun Þjórsár og byggingu álversins í Straumsvík. - Nú, 35 ámm síðar, em skuldir Landsvirkj- unar orðnar níutíu þúsund milljónir króna. Sé þessari fjárhæð deilt í starfstíma fyrirtækjanna eru þetta tvö þúsund og fimm hundrað milljón- ir á ári, eða sem svarar til sjö millj- óna á dag. Það eru tvö hundruð og níutíu þúsund á tímann, allan sólar- hringinn - í 35 ár. Hafnfirðingar þóttust hafa hreppt mikið happ. Álverið var byggt i þeirra sveitarfélagi. Þar horfðu menn til bjartrar framtíðar með margvís- legar tekjur af starfseminni. Þrátt fyrir það er Hafnarfjarðarbær nú eitt „Ráðamenn reyna að verj- ast andófi, þeir úthýsa fram komnum staðreynd- um og fjölmiðlar eru eins og mýs undir fjalaketti. Þeir stunda líka sjónhverf- ingar gagnvart þjóðinni. “ skuldugasta sveitarfélag á íslandi. Þar er útsvar svo hátt sem lög leyfa. Var þetta sú sýn sem stjórnmála- menn fyrri tíma höfðu um árangur þessarar starfsemi? Einhver kann að efast. - Álver eru heilsuspillandi vinnustaðir. Þar er tíðni krabbameins hærri en í öðrum starfsgreinum. Sérhver krabbameins- sjúklingur kostar þjóðfélagið mörg störf. - Sjá menn aukinn hagvöxt í þessum störfum? í fyrirhuguðu virkjanabrambolti á Austurlandi er eyðilegging á landi meiri en nokkum mann getur órað fyrir. í einhverju dýrmætasta landi í Norðurálfu. Ráðamenn reyna að verjast andófi, þeir úthýsa fram komnum staðreyndum, og fjölmiðlar era eins og mýs undir fjalaketti. Þeir stunda líka sjónhverfingar gagnvart þjóðinni. öll er þessi þráhyggja og heimska er svo tröllsleg að enginn getur haft þar fulla yfirsýn. - Og ef til stendur að þjóðin taki hundrað þúsund millj- ónir króna að láni tO atvinnuupp- byggingar hlýtur sú krafa að vera uppi að fjárfestingin sé arðbær. Á það virðist skorta hér. Hér er því ekki um landsölu að ræða í þeim skilningi, heldur öllu heldur fritt afsal á orku- lindum þjóðarinnar og landi til niður- rifs þar sem ekkert fæst fyrir, nema éndalaus skuldsetning, fjárhagstjón og óbætanleg tortíming ómetanlegra náttúmverðmæta. Forystuhlutverk Reykjavíkur glatað ión Árnson skrifar:_____________________________ Mér leið hálfundarlega þegar ég las Morgunblaðið fyrir síðustu helgi. Þar rakst ég á frétt um að íbú- um í Reykjavík fjölgaði óeðlilega lít- ið miðað við landið í heild. Vissu- lega hefur maður séð svona tölur áöur en þessi frétt var mjög sláandi í ljósi þess að á sömu blaðsíðu var frétt af mikilli uppbyggingu sem fram undan er í nýju hverfi í Garða- bæ. Á síðasta kjörtímabili fluttu Reykvíkingar nær eingöngu í Kópa- voginn en nú viröist Garðabær ætla að taka við, þar sem ekkert spenn- andi er í gangi í uppbyggingu í Reykjavík. „Á síðasta kjörtímabili fluttu Reykvíkingar nœr eingöngu í Kópavoginn en nú virðist Garðabœr ætla að taka við þar sem ekkert spennandi er í gangi í upp- byggingu íReykjavík.“ Ég hef stutt R-listann í tveimur síðustu kosningum en nú er mér al- veg hætt að lítast á blikuna. Ingi- björg Sólrún, fyrrverandi samein- ingartákn vinstrimanna, er búin að svíkja öll þau loforð sem hún gaf kjósendum,. Nýr borgarstjóri er að taka við. Hann hefur engin pólitísk yfirráð í R-listanum og R-listinn er auk þess klofinn í öllum stórum málum. Samstarfið í R-listanum virðist nú vera í molum og ótrúlegt er að sjá hvemig Stefán Jón Hafstein ræðst á borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins út af Kárahnjúkavirkjun, en framsóknarmennirnir eiga að vera samherjar hans i borgarstjóm. Allt bendir til þess að sú niður- sveifla sem ég hélt að væri tíma- bundin í Reykjavík sé langvarandi í meira lagi. Sorglegt er að sjá-höfuð- borgina missa forystuhlutverk sitt vegna úrræðaleysis R-listans. Garri Alger steypa á Skipaskaga Þaö má rökræða sig til hvaða niðurstöðu sem vera skal. Til þess þarf aðeins heita sannfæringu og trú. Þess vegna er hægt að halda því fram að hvítt sé svart og öfugt. Nýjasta dæmið um þetta er úrskurður áfrýjunamefndar samkeppnismála um Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Sú ágæta verksmiðja hefur staðið þar áratugum saman og verið eins konar einkennistákn bæjarins. Strompur verksmiðjunnar sést meira að segja frá Reykjavík, ekki síður en reykurinn sem lið- ast upp úr því mikla mannvirki. Náttúrulögmál íslendingar hafa notað sementið frá Akranesi og búa flestir í húsum sem steypt eru úr sementi af Skaganum. Litið hefur veriö á þetta sem eins konar náttúrulögmál, líkt og sjálfsagt þykir að drekka mjólk og rjóma og borða ost og skyr frá þeim frænkum Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Hvað sementið varðar hafa menn að vísu ver- ið að burðast við að flytja það inn frá Danmörku og náð nokkrum árangri en ekkert sem snertir verulega Sementsverksmiðjuna gamalgrónu á Skaganum. Hún er með 80 prósent markaðshlut- deild, hvorki meira né minna. Slík markaðshlut- deild er nánast óþekkt í hinum vestræna heimi. Aðstandendur danska sementsins töldu markaðs- risann á Skaganum haga sér samkvæmt yfir- burðastöðunni og vildu ekki sætta sig við það. Þeir kærðu því til samkeppnisráðs sem frægt er fyrir rassíur gegn markaðsráðandi fyrirtækjum, hvort heldur eru grænmetis- eða olíusalar. Dönsku sementsagentamir bjuggust því við hag- stæðri niðurstöðu en það var öðru nær. Sérstakar aðstæður Samkeppnisráðið taldi ekki tilefni til aðgerða vegna viðskiptaháttanna. Agentamir vísuðu úr- skurðinum því til áfrýjunamefndar samkeppnis- mála, en viti menn. Sú nefnd komst að sömu nið- urstöðu með þeim rökstuðningi að miðaö við sérstakar aðstæður á sementsmarkaði hér á landi verði ekki talið að Sementsverksmiðjan sé markaösráðandi. Hverjar eru svo hinar sérstöku aðstæður á sementsmarkaði á íslandi? Jú, Sementsverk- smiðjan er með 80 prósent af markaönum - hærra hlutfall en þekkist á nokkru öðru byggðu bóli. Markaðsráðin geta því vart orðið meiri. En það má svo sem fá hvaða niðurstöðu sem er vilji menn það við hafa og noti til þess hæfilegan skammt af sannfæringarkrafti í bland við annað eins af hundalógík. Málið er sem sagt alger steypa. (\xrri Dýr vara, ráöleggingar vel þegnar Stærri skammtar, betra verö. Ódýrari ly fj askammtar J6n Helgason hringdi: Við sem þurfum að nota lyf til langframa, eins og blóðþrýstingslyf og jafnvel við alvarlegum kvillum, eram ekki sátt við þá yfirlýsingu Lyfjastofnunar að lyfjaverslanir séu að ráðleggja viðskiptavinum að óþörfu að kaupa stærri skammta til aö lækka verðið. Auövitaö er það rétt að margir lyfjafræðingar hafa bent viöskiptavinum sínum á þetta hagræði og allt í góðu lagi meö það - finnst mér. Lyfin eru orðin æði dýr nauðsynjavara fyrir marga sem ekki vaða í peningum. Það á engin opinber stofnun með það að gagn- rýna ráðleggingar lyfsala til við- skiptavina þeim til hagræðis og spamaðar. Ég tel afskipti Lyfia- stofnunar ekki verjandi. Lyfsalar þekkja, margir hverjir, til sinna kúnna og vita að þeir eru ekki að fara fram á annað en hagstæðari viðskipti. Undantekningar geta líka bitnað illa á hinum heiðarlegu. Viljum Snorra Welding aftur íbúar í Hátúni 10 sendu þennan pistil: Hér á Hátúnssvæðinu í húsum Öryrkjabandalagsins var maður nokkur, Snorri Welding, að gera mjög góða hluti. Það má segja að hann hafi verið að gera kraftaverk, það er að fá fólk til að koma út og hreyfa sig og margt annað í þá átt; fólk sem ekki hafði sést utan dyra. Fyrir áramót skildist okkur að grænt ljós væri komið á að hann héldi áfram störfum en einhver aft- urkippur hefur komið í þau mál. Það er von okkar, sem hér búum, að Snorri Welding komi hér sem fyrst aftur til starfa. Skrifum þessum beinum við til Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Fínt framtak hjá Helga Magnús Gunnarsson skrifar: Það virðist gróska í ferða- þjónustunni sem snýr að ferðum íslendinga til út- landa. Ekki nema von þvi fólk tekur fegins hendi við hverju nýju tilboði sem leiðir til lækk- unar á fargjöld- um og ferða- kostnaði á þessum vettvangi. Hann hefur til skamms tíma verið óverj- andi. Nú er enn kominn fram nýr aðili, Helgi Jóhannsson og félagar hans, sem býður ferðir til Alicante á Spáni í sumar, ódýrari en þær sem maður sér auglýstar nú. Þetta er fint framtak hjá Helga og félögum hans. En þetta má samt ekki verða til þess að einungis hópar njóti góðs af. Það eru margir einstaklingar og hjón með krakka sem vilja gjama fljúga til Alicante og sjá svo sjálf um útvegun húsnæðis þar syðra. Það er því horft með bjartsýni á nýjasta framtakið. DVJ Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Helgl Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.