Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 15
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 15 Menning DV Góð hönnun er gagnleg - en best er ef hlutirnir eru líka fyrir augað, segir sýningarstjórinn Roy Manttári Sýningin Young Nordic Design - Generation X - sem fyrst var sett upp í Scandinavia House í New York í nóv- ember 2000 og hefur síöan farið víöa um heim, meóal annars til Wash- ington, Mexíkóborgar, Berlínar, Montréal, Vancouver, Ottawa, Helsinki og Glasgow, veröur opnuö í kvöld kl. 20 í Norrœna húsinu. Stefán Snœbjörnsson, innanhússarkitekt og heiöursfélagi Form ísland, mun opna sýninguna. Sýningarstjóri er Anne Stenros, fram- kvæmdastjóri Design Forum Finland, en sýn- ingarhönnuður er finnski arkitektinn Roy Mánttári sem nú setur hana upp í tíunda sinn. Sýningarsalimir hafa verið ótrúlega ólíkir, seg- ir hann, en bara einn virkilega góður, sá i Montréal í Kanada. Þar var sýningin sett upp í látlausum sal með góðri lofthæð og stórum gluggum sem mátti byrgja ef vildi. Það er held- ur lágt til lofts í kjallarasölum Norræna húss- ins, en Roy er hjartanlega glaður að fá að vinna í húsi landa síns Alvars Aaltos, sem honum finnst vera mestur byggingameistari okkar tima. Fegurð og notagildi Young Nordic Design er sýning á verkum ís- lenskra, norskra, danskra, sænskra og fmnskra hönnuða sem eru á mismunandi stigi þróunar- ferlisins. „Sumir hlutirnir eru stök sköpunar- verk höfunda sinna, sumir eru frumgerðir sem eru á leiðinni í fjöldaframleiðslu og sumir eru fjöldaframleidd eintök. Það er mismunandi eft- ir löndum hve margir hlutir eru af hverri teg- und,“ segir Roy Mánttári, „en mér flnnst sýningin samt virka vel sem heild.“ Hvað fmnst honum góð hönn- un? „Ég er hrifnastur af gripum sem sameina fegurð og nota- gildi,“ segir hann. „Fyrir mér er einfaldur leikur að formi of létt- vægur til að kallast hönnun. Vel hannaður er gripur fyrst og fremst vegna þess að hann nýt- ist til þess sem hann er ætlaður, og svo er stór plús ef hann er líka fyrir augað. Auðvitað verð- ur hönnuðurinn að leika sér að formum meðan hann er að bíða eftir hugljómun og leita að réttri lögun fyrir hlutinn sinn, ekki vil ég banna fólki að láta hugann reika. En ég vil endi- lega að niðurstaðan verði hlut- ur sem er fagur á að líta og gagnast okkur í hvunndeginum. Þetta fmnst mér að hafi verið reglan upp úr miðri síðustu öld en er það ekki lengur." - Höfum við þá valið fegurð- ina umfram nytsemina? Roy Mánttári hlær við. „Eig- um við ekki að segja að við höf- um valið hugmynd hvers og eins um fegurð. Til að ná raun- verulegri fegurð verður að vera vilji og til að hafa vilja verður að vera þörf. Þeir sem hafa enga þörf fyrir fegurð geta heldur ekki skapað hana. í þessu kem- ur til kasta skólanna. Það á að kenna öllum börnum fagur- fræði.“ Bergþóra Gubnadóttir: Buxur og peysa. Ásmundur Hrafn Sturiuson: Sky-Light (lampi). Fátæklegri veröld íslensku hönnuðirnir eru Ásmundur Hrafn Sturluson, Bergþóra Guðnadóttir, Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir, Kar- olína Einarsdóttir, Linda Björg Ámadóttir, OZ, Sesselja H. Guðmundsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir, og það er gam- an fyrir okkur hér á DV að tvær í hópnum, Guðbjörg og Linda Björg, hafa nýlega hlot- ið menningarverðlaun blaðs- ins í listhönnun, og sú þriðja, Sesselja, hannaði verðlauna- gripina árið 2001. í umsögn New York Times um sýninguna 3. nóv. 2000 seg- ir meðal annars: „Ef sýningar á nýrri hönnun eiga að kynna fyrir okkur ný form sem spara tíma, pláss, vinnu eða jafnvel mannslíf, form sem eru fögur og óumdeilanlega nútímaleg og láta okkur sjá líkama okkar, samfélag eða heiminn í nýju ljósi, þá gegnir þessi sýning hlutverkinu og meira til. Stundum gerir einn og sami hluturinn þetta allt saman.“ Þetta er mikið lof og við spyrjum Roy á hvaða leið ung norræn hönnun sé, að hans mati. „Hún verður sífellt alþjóðlegri," segir Roy Mánttari, „það verður æ erfiðara að þekkja hana frá hönnun annars staðar að. Hnattvæð- ingin er staðreynd, því miður, vegna þess að hún gerir veröldina fátæklegri. Það er svo óum- ræðilega leiðinlegt að sjá sömu hlutina hvert sem maður kemur og sama byggingarstílinn. Líflð verður fábreyttara, jafnvel þó að hlutirn- ir séu elegant og húsin flott og kúl. Einstakling- urinn verður á einhvem hátt smærri, og það er verulega sorglegt. En ég er viss um að þetta á eftir að breytast aftur. Ekkert er óumbreytan- legt, ekkert stendur í stað, og við eigum eftir að sjá þjóðareinkenni blómstra að nýju.“ Sýningin stendur til 2. mars og í tengslum við hana verður haldin alþjóðleg ráðstefna, Hönnun - Máttur og möguleikar, í Norræna húsinu í lok febrúar. Þar verður fjallað um ým- is mál er brenna á hönnuðum bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Til dýrðar guði Mikið var ánægjulegt i*p~- að sitja í fullri Háteigs- kirkju á laugardaginn var, hlýja tæmar eftir stöðuna niðri á Lækjar- torgi gegn stríðsáformum Bandaríkjamanna og hlýða á einhverja unaðs- legustu músík sem fyrir- finnst, madrigala frá 16. og 17. öld: „Tónlistina sem bregður birtu í hugskotin," eins og Þorgerður Ingólfsdóttir sagði sem stýrði sínu föngulega liði í Hamrahlíðarkórnum af innlifun, fjöri og næmi eins og henni er lagið. Bróðir hennar, Árni Heimir, flutti skil- merkilegt spjall um madrígala í byrjun tónleikanna og tókst á furðu stuttri stund að setja áheyrendur inn í þessa tónlist þannig að nautnin varð enn þá meiri að hlusta á hana á eftir. Madrígalar reynast vera upprunnir á ftalíu um 1520 og sprottn- ir beint upp úr ljóðagerð sem stóð í slíkum blóma þar i landi þá að tónskáldin gátu ekki á sér setið að semja lög við ljóðin. Fyr- ir hlé voru svo sungnir madrígalar frá ítal- íu, Þýskalandi og Frakklandi, hver öðrum skemmtilegri og sumir ótrúlega nútímaleg- Eftir hlé voru eingöngu sungnir ma- drígalar frá Englandi enda úr nógu að velja. Enskir madrígalar eru svo þekktir að manni flnnst að hefðin hafi lifað þar öldum saman, en í rauninni var blóma- skeið þeirra aðeins tiu ár. Þá sömdu menn í óða önn samkvæmt þessari aðlaðandi tísku. Þetta minnir helst á einhverja tísku- stefnuna á okkar tímum sem sprettur upp, springur út og visnar á örfáum árum (eða mánuðum), en svona hratt gátu hlutirnir lika gerst í tónlistinni strax og farið var að prenta nótur, eftir það dreifðust þær æ hraðar um tónlistarheiminn. Söngur ungmennanna var unaðslegur. Alveg er ég viss um að stríðsherrarnir græfu aximar djúpt i jörð ef þeir leyfðu slíkum söng að bregða birtu í hugskot sitt. Hin nýja alvara Á jólabókafundi Félags íslenskra fræða í vikunni sem leið talaði Jón Yngvi Jóhannsson meðal annars um áhrif fjölmiðla á bók- menntaumræðu. Nú orðið skipti mestu máli, að hans mati, að bækur heföu fréttagildi sem kæmi þeim í spjallþætti og fréttatíma. Engin skáldsaga hafði fréttagildi á síðustu vertíð, eins og Höfundur íslands hafði árið áður. Viðtalsbækur virtust sæta mestum tíðindum, enda er gert út á skúbb- in í þeim. Jón Yngvi harmaði hve fáar ljóðabækur komu út i fyrra en fagnaði aukinni breidd i barnabókmenntum þar sem víða má finna uppsprettu róttækra hugmynda og afhjúpun á heimi hinna fullorðnu. Þar er- um við orðin samstiga þróun sem viða má sjá í öðrum löndum. Skáldsögur handa fullorðnum túlka flestar nýliðna sögu, að sögn Jóns Yngva. Meðan grannþjóðirnar tala um „gennembrud" er „uppgjör" lausnarorðið í íslenskum bókmenntum - við bökkum inn í framtíðina, eins og hann orðaði það, og horfum sifellt til fortíðar. Hann vakti athygli á hve alvarlegar nýj- ar (og ungar) íslenskar bókmenntir eru, höfundar þeirra eiga í djúpum samræðum við samtíma sinn - samanber nýjar bækur Mikaels Torfasonar, Guðrúnar Evu, Stein- ars Braga, Stefáns Mána, Sigurbjargar Þrastardóttur og Andra Snæs - sem er póli- tískastur af þeim öllum þótt á yfirborðinu sé hann fyndinn og uppátektarsamur. Að mati Jóns Yngva lifum við tíma hinn- ar fáguðu einlægni og hinnar nýju alvöru. Þessi tilhneiging í bókmenntunum á sér svo samsvörun í öðrum listgreinum, t.d. í tónlist Sigur Rósar og múm. Meista raná mskeið Hinn víðkunni franski orgelleikari, Daniel Roth, verður með meistaranám- skeið í orgelleik í Hall- grímskirkju á morgun kl. 9-12 og 15-17 og á laugar- dag kl. 9-12 fyrir nemend- ur í Tónskóla þjóðkirkj- unnar og starfandi org- anista. Roth verður einnig með tónleika fyrir allan almenning í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.