Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Qupperneq 18
> 34 Tilvera FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I>V v Durst skammar aðdáendur sína Rokkarinn Fred Durst hefur harð- lega gagnrýnt aðdáendur sina fyrir að gagnrýna samband hans við poppdív- una Britney Spears. Margir aðdáend- anna eru lítt hrifnir af stúlkunni og telja það mikla smán að jafn mikill „rokkari" og Durst skuli vera í sam- bandi við einhverja eins og Britney. „Það virðist sem allir séu að skipta sér af því aö ég sé með Britney. Eina manneskjan sem ætti ekki að standa á sama er Britney sjálf. Þið þurfið öll að slappa verulega af,“ segir Durst í dagbókarfærslu á heimasíðu sinni. Durst er 10 árum eldri en Britney sem nýlega hætti með öðrum popp- ara, Justin Timberlake. Gwyneth hjálpfús á Nýja-Sjálandi Leikkonan Gwyneth Paltrow þótti gera mikið góðverk þegar hún var stödd á Nýja-Sjálandi fyrir skömmu þar sem hún var að taka upp kvik- mynd. Það var á leiðinni á tökustað þegar Gwyneth og ferðafélagar henn- ar stilltu inn á útvarpsstöð sem bauð áhorfendum upp á peningaverðlaun fyrir aðgang að henni. Þeir buðu 30 pund fyrir mynd af henni, 300 pund fyrir nærfatnað frá hótelherbergi hennar og 2 þúsund pund fyrir viðtal í beinni útsendingu. í staðinn fyrir að bregðast ókvæða við af ótta við ofsókn áhugasamra ákvað hún að spila með og lét yngsta - og verst launaða starfsmann mynd- arinnar, hringja inn á útvarpsstöðina og láta sig svo aftur frá símann. „Okkur fannst að Nathan ætti að fá að hringja þar sem hann vinnur mik- ið, 18 tíma á dag, og fær minnst borg- að,“ sagði Gwyneth í viðtalinu. Frasier að kveðja? Það gæti vel komið til þess að nú- verandi samningur um framleiðslu hina vinsælu þátta um Frasier verði ekki endumýjaður. Núverandi samn- ingur rennur út eftir að 11. þáttaröð- inni lýkur, vorið 2004. Ástæður þessa mun vera aukinn framleiðslukostnaður þáttarins og minnkað áhorf aö undanfómu. Þáttur- inn hefur þó átt mikilli velgengni að fagna og sópað að sér verðlaunum í gegnum tíðina, þeirra á meðal 21 Emmy-verðlaunum. Framleiðslukostnaður mun vera um 3,2 milljónir dala fyrir hvem þátt en aðalleikaramir, Kelsey Grammer og David Hyde Pierce, taka stærsta hluta þeirrar tölu til sín sem laun. Persónan Frasier kom upphaflega fram í Staupasteini árið 1984. Þegar framleiðslu þeirra þátta laúk var Frasi- er hleypt af stokkunum þar sem fylgst var með sáifræðingnum vinsæla i starfl og leik. í París -»■ mr • • 1 Hilmar Minningar hermanns bb Tískan Bert bak Tískuhönnuð- urínn Ungaro á heiðurínn af þessum glæsi- lega kvöldkjól. Blóm Valentino olli aðdáendum ekki vonbrígðum með sýningu sinni í París. Tískuvikan í París stendur nú sem hæst og keppast hönnuðir við að sýna konum heimsins hvernig þær eiga að klæðast næsta sumar. Svart í sumar ítalski hönnuðurínn Ungaro frumleg- ur að vanda. Hattar afýmsu tagi eru ráðandi í sumarlínunni. Kabarettkjóll Emmanuel Ungaro þótti slá á nýja strengi með vor- og sumarlínu sinni. Skærir litir eru áberandi hjá hönnuðinum. Sumarkjoll Karl Lagerfeld vakti sem endranær mikla athygli í París. Lagerfeld starfar fyrir Chanel- tískuhúsið í París. Silki og satín Tískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier ■ á heiðurínn afþessarí dragt. ■' 'T ■ Spariklæðnaður Franska tiskuhúsið Scherrer leggur mikla áherslu á íburðar- * mikinn höfuðfatnað. Múslimsk áhrif Höfuðfötin frá franska tísku- húsinu Scherrer voru mörg í þess- um stíl. Galoup Liðþjáifí sem þolir ekki að einn liðsmanna standi honum framar. Þegar við kynnumst hermanninum Galoup (Denis Lavant) í Beau Travail er hann í Marseille, fullur iðrunar á gerðum sínum sakar sig um þröng- sýni og afbrýðisemi. Upp úr þessum vangaveltum fer hann að rifja upp veru sína í útlendingahersveitinni í Afrfku. Hann hefur lengi verið fremstur meðal jafningja, er orðinn þjálfari nýrra hermanna og tekur þeim yfirleitt fram í atgervi þó hann sé mun eldri en nýliðamir. Á þessu verður breyting þegar nýliðinn Senta- in (Grégoire Colin) kemur til liðs við flokkinn. Galoup tekur strax eftir að hann er öðruvísi en aðrir. Hann stend- ur honum jafnfætis í líkamlegu atgervi, er vinsæll meðal félaga sinna og verð- ur fljótt sjálfskipaður foringi þeirra vegna þess að hann er ávallt tÚ í að hjálpa öðrum, öfúgt við Galoup, sem beitir mikilli hörku. Galoup fmnur fyr- ir afbrýðisemi gagnvart Sentain sem magnast og verður að þráhyggju og ákveður hann loks að nýta sér hjálp- semi Sentains til að losna við hann. Sú ákvörðun er örlagarík fyrir þá báða ... Irm á milli fáum við innsýn f líf Galoups eftir að hann hefur verið rekinn úr útlendingahersveitinni. Þetta er líf án tilgangs og segja má að með brottrekstri hafi kjölfestan í lífi hans verið rifin burt. Leikstjórinn Claire Denis fer ró- lega af stað og gerir mikið úr þjálfun hermannanna, fullmikið að mínu mati, en flott kvikmyndun gerir það að verkum að atriðin eru eins og draumsýn. Hún gerir einnig mikið úr sálar- kreppu Galoups, án þess þó að kryfja hann mikið. Það sem vantar er að fá inn- sýn í Senta- in. Hans til- finningar eru ekki bomar á borð. Það eina sem við vitum um hann er að hann á enga foreldra, fannst í reifum og síðan ekki söguna meir. Þama vantar tilfinnanlega hvað berst innra með honum. Hann hlýtur að fmna fyrir þeirri andúð sem Galoup hefur á honum en engin svörun við henni er í kvikmyndinni. Þetta er sjálfsagt gert með vilja þar sem við erum að sjá úttekt Galoups á eigin minningum. Eftir rólegan fyrrihluta tekur Beau Raivail við sér og spennan eykst. Þegar svo spennan virðist vera að ná hámarki er myndin búin. Denis er ekkert aö ljúka því sem sjá má fyrir, allavega hjá annarri aðalpersónunni, heldur læt- ur áhorfandann um að klára sög- una. Það má virða Claire Denis fyr- ir það hvernig hún tekur á sögunni - lætur alla atburðarás gerast í huga Galoups. Þetta er bæði styrkur og veikleiki myndarinnar. Endirinn klippir snöggt á spennuna, meðal annars vegna þess að myndin er frekar stutt. Denis skilur að vísu ekki við áhorfendur án þess að koma einhverjum boðskap á fram- færi undir kynningartexta myndar- innar í lokin. Sjálfsagt geta ein- hverjir skýrt atriðiö út sem inngrip í sögunni, án þess að ég sé viss um hver skýringin á því er. Leikstjóri: Claire Denis. Handrit: Claire Denis, Jean-Paul Fargeau. Kvikmynda- taka: Agnes Godard. Tónlist: Erin Zur. Aðalleikarar: Denis Levant, Michel Subor og Grégoire Colin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.