Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 29
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 45 v'7 K.>i Þóröur til IA Markvörðurinn Þórður Þórðarson Þórður, sem lék með KA síðasta sum- hefur skrifað undir samning við Skaga- ar, er uppalinn á Akranesi og lék 86 menn og mun leika með þeim í Síma- leiki með liðinu í efstu deild á árunum deildinni í sumar. 1994-1998. -ósk a hindrunin irvarðarson um leikinn við Portúgal í kvöld „Þetta er fyrsta stóra hindrunin sem við verðum að yfirstíga í þessu móti og það við lið sem leikur á heimavelli. Það er dagsformið sem skiptir máli í þessum leik og hvern- ig menn leggja leikinn upp og hverj- ir standast pressuna. Eitt er víst, að þetta verður örugg- lega erfiður leikur,“ sagði Einar Þor- varðarson aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar DV spurði hann út í viður- eignina gegn Portúgal á heimsmeist- aramótinu í kvöld. Er undirbúningurinn ööruvísi fyr- ir þennan leik en leikina tvo sem eru að baki? „Við vitum meira um Portúgal- ana en mótherjana tvo á undan og þar af leiðandi höfum við meiri möguleika til að setja upp allan und- irbúning. Portúgalska liðið er líka mörgum klössum betra en Gænlend- ingar og Ástralar en ég held að við mætum vel undirbúnir til leiks í kvöld. Ég held að það sé engin spurning um það að þessi leikur skiptir máli þegar litið er til fram- haldsins í riðlinum. Það er mikil- vægt að fara með stig áfram í milli- riðil keppninnar." Hvaóa tilfinningu hefur þú fyrir leiknum í kvöld? „Ég hef þokkalega góða tilfinn- ingu fyrir honum og fmnst að við höfum ágætis möguleika. Þeir felast í því að við höldum rétt á okkar spO- um og við fáum góðan leik frá flest- um okkar leikmönnum. Það er grundvallaratriði en öðruvísi næst ekki árangur í þessu. Það er ekki jafn mikið álag og í Evrópukeppn- inni í fyrra og er því ekkert að van- búnaði. Hugafarslegt ástand skiptir miklu máli og hvernig menn ná að höndla spennuna," sagði Einar Þor- varðarson. -JKS % V Samstilltur hóp frábært andrúm - segir Aron Kristjánsson sem er á leiöinni til Danmerku Aron Kristjánsson, landsliðsmað- ur úr Haukum, hefur ákveðið að leika næstu þrjú árin í Danmörkú með Tvis Holstebro sem leikur í 1. deildinni þar í landi. Segja má að Aron sé að halda á fornar slóðir en hann lék í þrjú ár með Skjem á Jótlandi en Holstebro, sem Aron hefur gert þriggja ára samning við, er skammt þar frá en bæðin liðin eru á Jótlandi. Forráðamenn Holstebro vissu því nákvæmlega að hverju þeir gengu og nokkuð er síðan þeir lýstu yfir áhuga að fá Aron í sínar raðir. Ar- on sagði í samtali við DV í Viseu i Portúgal að samningurinn sem hon- um hefði verið boðinn væri mjög spennandi. Að honum loknum er alveg inni í myndinni að hann fari að þjálfa en tíminn muni leiða það allt saman I ljós. Aron lýkur tímabilinu með Haukum og heldur til Danmerkur í sumar. Ekki hægt aö hafna tilboðinu „Mér og fjölskyldunni líst mjög vel á það að fara aftur til Danmerk- ur. Við höfðum það mjög gott í Dan- mörku á sínum tíma og langaði í aðra röndina að fara aftur. Við þekkjum vel til staðarins sem við förum til og tilboðið sem ég fékk var það gott að ekki var hægt að hafna því. Endanlegt tilboð fékk ég síðan skömmu fyrir jólin og skrifaði ég síðan undir samninginn þegar ég var á keppnisferðalagi með landslið- inu fyrir heimsmeistaramótiö. Mig langaði aftur utan, og það var engin ástæða til að bíða eftir einhverju öðru tilboði, t.d. frá Spáni eða Þýskalandi," sagði Aron Krist- jánsson. Aron lék með Skjern tímabilið 1998-2001 og segir að vegið hefði þungt í ákvörðunartökunni að fara aftur að gott sé að vera með fjöl- skyldu í Danmörku. Aron og eigin- kona hans eiga tvo syni, sá eldri er þriggja ára og sá yngri átta mánaða. Það verður auðvelt fyrir þá að kom- ast inn í samfélagið hvað dag- mömmu og leikskóla snertir. Vantar stemningu hér heima „Ég verö 31 árs í sumar svo mað- ur verður að fara huga að framtíð- inni. Forsvarsmenn Holstebro hafa nefht það við mig að ég fari inn í þjálfun hjá þeim eftir 2-3 ár og það kynti undir að ég ákvað að slá til á ný.“ Stefndi hugurinn alltaf til að fara utan aftur eftir veruna í Danmörku í fyrra skiptið? „Nei, það gerði hann nú ekki. Þegar við komun heim vorið 2001 var það með fullum huga. Við af- skrifuðum það samt ekki að búa er- lendis aftur en eftir Evrópumótið i Svíþjóð í fyrra fékk ég tilboð frá spænska liðinu Valencia og um sumarið var ég í viðræðum við ann- að spænskt félag. Þegar þessi tilboð komu ýtti það undir að prófa það aftur að leika erlendis. Mér finnst staðan heima ekki nægilega spenn- andi og oft er verið að leika frammi fyrir fáum áhorfendum. Það vantar finnst mér alla stemninguna en ástandið í þeim éfnum er samt gott hjá Haukunum og stór kjami kem- ur alltaf á heimaleikina. Það er gott starf unnið innan Haukaliðsins og þar er gott að vera.“ Lifir þú góðu líft á þeim samningi sem þér var boöinn hjá Holstebro? „Það er stór munur á launum í handbolta og knattspymunni en ég mun hafa það mjög gott samt. Fram- tíðarsýn danska liðsins er að ég komi inn í þjálfun á seinni stigum en ég gerði í upphafi þriggja ára samning sem leikmaður og síðan sér maður til. Það getur vel verið að maður vilji þá fara heim aftur og það er allt of snemmt aö spá í þessa hluti.“ Meiri möguleikar á menntun Hvað ert þú menntaður og við hvað hefur þú starfað heima? „Ég er kennari að mennt og fyrir vikið gefast mér möguleikar að mennta mig enn frekar í Dan- mörku. Konan mín er líka kennari og henni gefst tækifæri einnig til að fara í framhaldsnám, t.d i námsráð- gjöf eða hverju sem er. Ég get hugsað mér að mennta mig meira og fyrir vikið verður maður sterkari á svellinu þegar heim er komið. Ég er kennari núna við Set- bergsskóla í Hafnarfirði." Ef við snúum okkur að heims- meistarakeppninni í handbolta. Hvernig líst þér á keppnina ogfram- haldið hjá liðinu? „Mér líst vel á hana og hópurinn er samstilltur og andrúmsloftið í kringum hann er frábært. Það er til- hlökkun að takast á við verkefnin sem fram undan eru. Það er ein- stakt tækifæri að fá að vera í þess- um hópi sem er búinn að vera lengi saman,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við DV-Sport. -JKS Aron Kristjánsson slappar af á hóteli íslenska landsliðsins í Portúgal eftir leikinn gegn Grænlendingum á þriöjudaginn. DV-mynd Hilmar Þór < ALLT UM HMyí HANDBOLTA Við V Tiandbolta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.