Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 x>v Fréttir 9 ; I um nánast aldrei á Egilsstaöi nema eiga erindi. Það er full- langt að fara til að skreppa og fá sér kaffisopa eða bjór- kollu," segir Guð- mundur. Ætla aö rulla IAV- mönnum upp! En greinilegt er að andinn er góður og enginn lætur sér leið- ast, Fyrir utan búðir þeirra Arnarfells- manna standa nokkr- ir vélsleðar sem bíða þess að eigendumir gefi sér tíma til að þeysa á þeim upp um fjöll og firnindi - auk þess sem bæta mætti í snjóinn. í öðmm búðum em vistarverur íslenskra aðalverktaka. Þrátt fyrir nálægðina er ekki mikill samgang- ur milli þessara tveggja hópa. Án efa tímaleysi sem ræður því. En strákamir hjá Amarfelli ætla þó að skora á hina við tækifæri í snjókrosskeppni og þykjast ansi vel settir þar sem nýr maður, sjálfur íslandsmeistarinn I snjókrossi frá því í fyrra, Ámi Þór Bjarnason frá Egilsstöðum, bætt- ist nýlega í hópinn. Islandsmeistarinn Árni Þór, íslandsmeistari í snjókrossi, situr hér meö hönd undir kinn, efiaust að hugsa um væntanlega keppni í vélsleöaakstri viö liö íslenskra aöalverktaka. Og það vantar ekki að strákarn- ir séu ánægðir nieð það aö fá hann í keppnisliðið, enda vantar þá ekki sjálfstraustið og þeir stefna að því að „rúlla þeim IAV mönn- um upp,“ en sjálfur íslandsmeist- arinn brosir út í annað og er hóg- værðin uppmáluð þegar félagamir kotrosknu mæla þessi orð. -HEB Sprengingin undirbúin Dagieg störf viö Kárahnjúka. Hér er veriö aö undirbúa sprengingu; dínamít og kjarni sett ofan í hoiurnar. Landsvirkjun: Mikill ahugi á að kvikmynda Kárahnjúkaverkefnið í byrjun þessa árs auglýsti Landsvirkjun eftir aðilum til að gera kvikmynd um Kárahnjúka- verkefhið. Álls bámst 32 umsókn- ir. Fjölmargar voru afar vandaðar og valið erfitt. Því miður reyndist nauðsynlegt að hafna mörgum hæfum umsækjendum. Nefhd skipuð Þorsteini Hilmarssyni upp- lýsingafulltrúa, Áma Benedikts- syni verkfræðingi og Ásgeiri Egg- ertssyni fjölmiðlafræðingi hefur á undanfómum tveimur vikum far- ið yfir umsóknimar. Nefndin valdi sjö aðila til að gera nánari grein fyrir hugmyndum sinum. Þeir vom Samver - Athygli; Seyl- an - Kandela; Spark; Vatnaskil, en að því standa Köggull, Orðspor, Gagarín, Smit og Mjölnir - Loft- myndir; Plús-film; Pegasus og Saga film. -GG ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR Próf sem mjög oft er notað til að ákvarða þyngd einstaklinga mælir svokallað líkamsþyngdar- gildi (LÞG). Með því að taka þetta próf geta flestir séð hvort þeir teljast vera í eðlilegri þyngd eða ekki (sjá töflu). Hafa verður í huga að hér er um tölfræðilegt próf að ræða og því geta komið upp frávik af ýmsum toga. 1. frávikadæmi: Vaxtarræktarjötuninn Styrmir er 1,80 m og vegur 100 kg. Samkvæmt líkamsþyngdargildi (LÞG) mælist hann vera á mörkum ofþyngdar og offitu (LÞG = 30,9 - sjá töflu). Augljóslega þjáist Styrmir ekki af offitu enda fituhlutfall vaxtarræktarmanna mjög lágt. 2. frávikadæmi: Sveinn telst samkvæmt LÞG-mælingu vera í kjörþyngd en samt sem áður er hann kominn með „myndarlega" ístru. Hafa ber í huga að menn geta verið mjög vöðvarýrir og beinasmáir og þó að fitumagn í líkama mælist hátt kann heildarþyngdin að vera það lág að þeir mælist (samkvæmt líkamsþyngdargildi) vera í kjörþyngd. Ef einhver er ekki sáttur við þá útkomu sem fengist hefur með því að taka líkamsþyngdargildisprófið er möguleiki að gangast undir önnur próf, eins og “fellingarpóf“ en slíkt próf er auðvelt í framkvæmd og gefur góðar vísbendingar um heildarfitumagn og segir einnig þokkalega til um dreifingu fitu í líkama. Að lokum má geta þess að fitumagn í líkama karlmanna sem teljast í kjörþyngd er yfirleitt á bilinu 10 til 25% en kvenmanna 18 til 32%. Að sjálfsögðu eru frávik þarna á og svo tekið sé dæmi um íþróttafólk þá er algengt að eðlilegt fituhlutfall karla sé 5 til 10% en kvenna 15 til 20%. Tafla Likamsþyngdargildi (LÞG) er fundið með því að margfalda likamshæð í metrum með sjálfri sér og deila útkomunni í likamsþyngd = Þyngd (kg). Sjá eftirfarandi dæmi: hæð (m)2 1. dæmi: Pétur er 1,80 m og 80 kg: 80 kg/ (1,80 m X 1,80 m) = 80 kg/ 3,24 m = 24,7 (kjörþyngd) 2. dæmi: Halia er 1,70 m og 110 kg: 110 kg/(1,70 m X 1,70 m) = 110 kg/ 2,89 m = 38,1 (offjta) 3. dæmi: Kristín er 1,70 m og 53 kg: 53 kg/ (1,70 m X 1,70 m) = 53 kg/ 2,89 m = 17,3 (undir kjörþyngd) 4. dæmi: Þorkell er 1,80 m og 150 kg: 150 kg/ (1,80 m X 1,80 m) = 150 kg/ 3,24 m = 46,3 (offita) 5. dæmi: Hæð mín er___m og þyngd mín er _ -kg: _kg/ (_____m X m) ■ kg/ MATSEÐILL DAGSINS Dagur 23 Morgunverður: AB-mjólk Banani 3 dl 1 stk Hádegisverður: Kornstöng m/eggjum 1 stk. MiðdegisverðurrTebolla 1 stk. Kvöldverður: Fiskur, bakaður Hrísgrjón, soðin Ostur, 26% feitur Sojasósa Salat, blandað Ostasósa Kvöldhressing: Appelsína 150 g 2 dl 15 g 1/2 tsk. 100 g + 1 msk. 1 stk. Ljóst er að hlutfall þeirra sem ná að viðhalda þyngdartapi til lengri tíma er lágt. Það er því mikilvægt að þeir sem þurfa að losa sig við aukakíló geri sér vel grein fyrir öllum staðreyndum þannig að ekki verði farið af stað með óraunhæf markmið. Markmiðssetningu þarf í reynd að laga að hverjum og einum því augljóslega eru menn misjafnlega í stakk búnir til að takast á við offituvandann. Dæmi: Dóri, sem er um 15 kg of þungur og á auðvelt með hreyfingu, á mun auðveldara með að losa sig við öll aukakílóin en Gaui sem telst vera um 50 kg of þungur og á orðið erfitt með að hreyfa sig og þarf kannski þar að auki að berjast gegn fleiri fitufrumum. í stað þess að sjá einhverja þyngdartölu í blámóðu-hillingum ætti viðkomandi að setja sér hófleg markmið, eins og það að losa sig við um 5%~15% heildarþyngdar sinnar og vinna síðan í að verja þyngdartapið. Dæmi: Pétur er 100 kg (hæð hans er 1,70 m) og hann setur sér það markmið að komast niður í 85 kg og þegar þangað er komið einsetur hann sér að viðhalda þyngdartapinu með „góðu" mataræði og reglubundinni hreyfingu. Ef Pétur aftur á móti finnur að hann á nokkuð auðvelt með að létta sig enn frekar getur hann sett sér annað markmið og svo koll af kolli. En það að verja þyngdartapið á að vera og verður að vera þungamiðja hverrar markmiðssetningar. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnc frítt * 3 daga HReyfínG Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar til að prófa bjóðum við þér að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða. Hringdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Gildir tu 1. apríi 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.