Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Qupperneq 12
12
Útlönd
FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003
DV
Sorg í Alsír
Ung kona bregst viö fregnum af flug-
slysinu í sunnanveröu Alsír í gær.
Rúmlega eitt hundraö
(órust í Sahara í gær
Alsírsk farþegaþota fórst
skömmu eftir flugtak nærri bæn-
um Tamanrasset, langt inni í Sa-
haraeyðimörkinni, í gær og með
henni 103 menn, farþegar og
áhöfn. Einn farþega komst lifs af
en hann er alvarlega slasaður.
Noureddine Zerhouni, innan-
ríkisráðherra Alsírs, sagði að eld-
ur hefði komið upp í einum
hreyfli þotunnar í flugtaki.
Flugslysið í gær er hið versta í
Alsír frá því að landið hlaut sjáif-
stæöi frá Frökkum 1962. Flugvél-
in, sem var af gerðinni Boeing
737, var á leiö til Algeirsborgar.
Bretar eru mesta
nammiþjóð Evrópu
Bretland er stærsti markaður-
inn fyrir sælgæti í Evrópu og átu
Bretar nammi fyrir um 260 millj-
arða króna í fyrra, að því er fram
kemur í viðamikilli könnun.
Danir eru þó duglegri við sæl-
gætisátið, miðað við hina frægu
höfðatölu, og borðaði hver og einn
nammi fyrir 4000-kall árið 2001.
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum veröur háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Básbryggja 33,0101, Reykjavík, þingl.
eig. Auður Róberta Gunnarsdóttir og
Jón Sveinsson, gerðarbeiðendur
Greiðslumiðlun hf., Landsbanki ís-
lands hf., aðalstöðvar, og Sparisjóður
Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 11. mars
2003 kl. 10.00.________________
Naustabryggja 38, 010101, Reykjavík,
þingl. eig. Þb. Byggðaverks ehf., b.t.
Ragnars H. Hall hrl., gerðarbeiðendur
Björn H. Jóhannesson, Sparisjóður
Hafnarfjarðar og Tækniþjónusta Sig-
urðar Þorleifssonar ehf., þriðjudaginn
11. mars 2003 kl. 11.30._______
Orrahólar 7, 010102, Reykjavík, þingl.
eig. Hildur Guðbjörnsdóttir, gerðar-
beiðendur Hólabrekkuskóli, íbúða-
lánasjóður, íslandsbanki hf., útibú
526, Orrahólar 7, húsfélag, Tal hf. og
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 11.
mars 2003 kl. 15.00.
Seljabraut 22, 0401, Reykjavík, þingl.
eig. Ármann Gestsson, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 11.
mars 2003 kl. 14.00.
Stíflusel 6, 050302, Reykjavík, þingl.
eig. Anna Rósa Þorfinnsdóttir, gerðar-
beiðandi Leikskólar Reykjavíkur,
þriðjudaginn 11. mars 2003 kl. 13.30.
Stórhöfði 15, 0001, Reykjavík, þingl.
eig. Fataefni ehf., gerðarbeiðendur
Eimskipafélag íslands hf., Penninn
hf., STEF, samb. tónskálda/eig. flutnr.
og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudag-
inn 11. mars 2003 kl. 10.30.
Tangarhöfði 2, 020101 og 020201,
Reykjavík, þingl. eig. Bflabúð Rabba
ehf., gerðarbeiðendur íslandsbanki
hf., útibú 526, íslandsbanki hf., ís-
landssími hf. og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 11. mars 2003 kl. 11.00.
Unufell 31, 0401, Reykjavík, þingl.
eig. Einar Viðar Gunnlaugsson og Sig-
ríður Þóra Magnúsdóttir, gerðarbeið-
andi Unufell 25-35, húsfélag, þriðju-
daginn 11. mars 2003 kl. 15.30.
Æsufell 6, 030306, Reykjavík, þingl.
eig. Örn Eyfjörð Arnarson, gerðar-
beiðandi Landsbanki fslands hf., aðal-
stöðvar, þriðjudaginn 11. mars 2003 kl.
16.00.__________________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK,
Munum fara fram á atkvæða-
greiðslu í Öryggisráðinu
- sagöi Bush Bandaríkjaforseti á blaöamannafundi í gærkvöld
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði í gær að Bandaríkjamenn
myndu fara fram á atkvæðagreiðslu
um nýja ályktun í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna um íraks-málið burt
séð frá því hvort stuðningur væri við
tillöguna eða ekki.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
sem Bush boðaði til í Washington í
gærkvöld og sagði hann tíma til kom-
inn að fulltrúar í Öryggisráðinu legðu
spUin á borðið og opinberuðu afstöðu
sína tU íraks-málsins.
Blaðamannafundurinn var sá fyrsti
almennUegi sem Bush boðar tU síðan
í nóvember í fyrra og ástæðan eflaust
sú að blása tU sóknar fyrir fund Ör-
yggisráðsins í dag þar sem Hans Blix,
yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, mun
flytja nýja skýrslu um stöðu vopnaeft-
irlitsins í írak.
Bush sakaði íraka um áframhald-
andi blekkingaleik varðandi vopnaeft-
irlitið og sagði það óásættanlega
áhættu að neita því að beita hervaldi.
Bush Bandaríkjaforseti.
Hann nefndi þó engar nýjar ástæður
sem réttlættu nýja ályktun í Öryggis-
ráðinu sem heimUaði hemaðaraðger-
ir og því ólíklegt að ræða hans breyti
miklu um afstöðu þeirra sem mælt
hafa gegn henni.
Bush sagði fráleitt að vopnaeftirlit-
ið þyrfti meiri tíma eða meiri mann-
afla við vopnaleitina, aUt sem þeir
þyrftu væri skUyrðislaus samvinna
íraka.
Aðspurður um tímasetningu fyrir-
hugaðra hemaðaraðgerða sagði Bush
að enn hefði engin ákvörðun verið
tekin um það. „Við erum enn þá með
hugann viö diplómatísku leiðina og
munum fyrst láta reyna á hana,“
sagði Bush.
Fyrir fundinn hafði Bush símasam-
band við Pútín Rússlandsforseta og
sagði talsmaður Pútins að þeir hefðu
rætt hugsanlegar leiðir tU að ná sátt-
um í málinu og ákveðið að halda við-
ræðum áfram.
Á meðan spennan eykst vinna Bret-
ar enn þá að því að ná sáttum með
breyttu orðalagi nýrrar ályktunar tU
að koma tU móts við andstæðinga
hennar og sagði Jack Straw utanríkis-
ráöherra það vel ásættanlegt að gefa
írökum lokafrest. „Það yrðu þó aðeins
dagar en ekki mánuöir," sagði Straw.
REUTERSMYND
Hundatískusýnlng í Moskvu
Tíkin Lúdmíia sýnir hér nýjustu hundatískuna á hundatískusýningu sem haldin var í einu spilavíti Moskvu-borgar í gær.
Khalid Sheikh Mohammed borubrattur viö handtökuna:
Spáði að ráðist yrði á
bandaríska hermenn við Persaflóann
Hryðjuverkamaðurinn Khalid
Sheikh Mohammed spáði því þeg-
ar hann var handtekinn í Pakist-
an um síðustu helgi að liðsmenn
al-Qaeda myndu innan tíðar ráð-
ast til atlögu gegn bandarískum
hermönnum sem komnir eru til
Persaflóaríkjanna vegna fyrirhug-
aðs stríðs gegn írak.
Mohammed, sem talinn er vera
einn helsti skipuleggjandi árás-
anna á New York og Washington
11. september 2001, sagði þeim
sem tóku hann í bólinu á laugar-
dagsmorgun að „aðeins banda-
rískir heiðingjar myndu fagna
þessu“, að því er fram kemur í
bandaríska dagblaðinu Was-
hington Post i dag.
Bandarísk stjórnvöld hafa kall-
Osama bin Laden
Bandaríkjamenn hafa hert mjög leit-
ina aö hryöjuverkaforingjanum sem
talinn er vera í Pakistan.
að handtöku Mohammeds mikil-
vægan áfanga í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum.
Gögn sem fundust við handtök-
una benda til að Osama bin
Laden, leiðtogi al-Qaeda, sé enn á
lífi og að þeir Mohammed hafi ný-
lega verið í sambandi.
Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, sagði í morgun að svo
virtist sem bin Laden væri á lífi
en þó ekki í Pakistan.
Bandarískar og pakistanskar
hersveitir hafa hert mjög leitina
að bin Laden sem gekk Banda-
ríkjamönnum úr greipum árið
2001. Hann er talinn fara huldu
höfði í fjallahéruðunum í norð-
vestanverðu Pakistan, nálægt
landamærunum að Afganistan.
BK
KaHsberg skrilar ívanov
Anfinn Kalls-
berg, lögmaður
Færeyja, hefur
skrifað ígor
ívanov, utanríkis-
ráðherra Rúss-
lands, bréf þar
sem hann óskar
eftir því að Rúss-
ar veiti Færeying-
um aðgang að skjalasöfnum sín-
um. Sagnfræðingurinn Bent Jen-
sen rannsakar þýðingu Færeyja
fyrir Varsjárbandalagið í kalda
stríðinu.
Utivinnandi mæður í Bretlandi
eyða allt að tveimur þriðju hlut-
um launa sinna í barnagæslu, að
því er fram kemur í rannsókn
sem var gerð opinber í morgvrn.
Carla kvartar sáran
Carla Del Ponte, aðalsaksókn-
ari stríðsglæpadómstóls SÞ, sak-
aði yfirvöld í Serbíu og Svart-
fjallalandi í gær um skort á póli-
tískum viija til að framselja grun-
aða menn til dómstólsins í Haag.
Vilja breytta byggðastefnu
Bresk stjómvöld hvöttu í gær
til endurskoðunar á byggðastefhu
ESB þar sem Bretar vilja draga
sem mest úr útgjöldum vegna
stækkunar sambandsins og til að
tryggja að fátæk héruð heima fari
ekki halloka.
Kratar sækja í sig veðríð
Danskir jafhað-
armenn, undir
forystu Mogens
Lykketofts, hafa
aukið fylgi sitt
meðal kjósenda,
eftir flóttann frá
þeim vegna inn-
anbúðarátaka í
fyrra. Samkvæmt
nýrri skoðanakönnun fengju krat-
ar 29 prósent atkvæöa ef kosið
væri nú.
Gengið í skrokk á tabbana
Ráðist var á bandaríska talí-
banann John Walker Lindh þegar
hann var að búa sig undir kvöld-
bænir í fangelsi í Kalifomíu þar
sem hann afplánar tuttugu ára
vist fyrir að hafa gengið í lið með
talíbönum í Afganistan.
Castro heíur í hótunum
Fidel Castro
Kúbuleiðtogi hót-
aði í gær að loka
skrifstofu banda-
ríska sendifull-
trúans í höfuð-
borginni Havana
þar sem hún
væri gróðrarstía
fyrir andstæðinga
stjómvalda. Castro réðst á banda-
riska erindreka fyrir að styðja
andófsmenn.
Jemenar vilja grunaða
Jemensk stjórnvöld hafa farið
fram á það við Sádi-Araba að
þeir framselji þrjá menn sem
grunaðir eru um aðild að
sprengjutilræði við franska olíu-
skipið Limburg undan ströndum
Jemens í fyrrahaust.