Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Síða 24
> 40 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson ■."MEMMm 85 ára_________________________ Jónína Sigurbergsdóttir, •' Hrafnistu, Kleppsvegi, Reykjavík. 80 ára_________________________ Egill Jóhannesson, Ásabraut 8, Keflavík. Unnur Sveinsdóttir, Dalalandi 14, Reykjavík. Vlastimil P. Neubauer, Norðurbrún 1, Reykjavík. 70 ára_________________________ Karl Hallbertsson, Hjarðarholti 2, Akranesi. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Mánatúni 6, Reykjavík. Stefán Kristjánsson, Ásgarði 73, Reykjavík. 60 ____________________________ Jóhanna Jóakimsdóttir, Sæbólsbraut 38, Kópavogi. 50 ára_________________________ Atli Alexandersson, Engihlíö 4, Ólafsvík. Auóur Lóa Magnúsdóttir, Sandbakka 7, Höfn. Gunnar Magnússon, Sléttahrauni 22, Hafnarfirði. Helgi Þorgils Friöjónsson, Rekagranda 8, Reykjavík. Magnús Helgi Guömundsson, Garðbraut 23, Garöi. _ Soffia Stefanía Egilsdóttir, Hverafold 146, Reykjavík. Valbjörn 0. Þorsteinsson, Teigi, Eyjafjarðarsveit. 40 ára_________________________ Einar Ágúst Gíslason, Eskihlíð 7, Sauðárkróki. Einar Blrgir Hauksson, Smárarima 24, Reykjavík. Ester Davíösdóttir, Suöurhvammi 17, Hafnarfirði. Kristbjörn Hjalti Tómasson, Miðstræti 16, Vestmannaeyjum. 7 Kristín Guöný Ottósdóttir, Hábergi 36, Reykjavík. Stefanía Ægisdóttir, Þrúövangi 2, Hafnarfirði. Thonglek Utsa, Brúnavegi 1, Reykjavík. Guörún Egilsdóttir, Hæðargarði 35, Reykjavík, andaöist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, þriðjud. 4.3. Sveinbjörn Þór Kristmundsson, Krummahólum 2, Reykjavík, lést mánud. 3.3. Þórdis Smith (Wlium), fædd á Vopnafirði (Fagradal), lést I London miðvikud. 19.2. Útför hennar fór fram fimmtud. 6.3. Siguröur Friðrik Slgurösson varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gautaborg mánud. 3.3. sl. Minningarathöfn fer fram í Skárskirkju í Gautaborg mánud. 10.3. kl. 18.00. Jarðarförin veröur auglýst síöar. .mrnmrmm Jaröarför Halldórs Guömundssonar pípulagningameistara, Þangbakka 8 (áður Akurgerði 8), Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju föstud. 7.3. kl. 13.30. Jóhanna Friðrlksdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavtk, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstud. 7.3. kl. 14.00. Elin Elíasdóttir frá Melstaö, Höföagrund 11, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstud. 7.3. kl. 10.30. Guðrún Ágústsdóttir frá Baldurshaga, Vestmannaeyjum, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstud. 7.3. kl. 13.30. Ragnar Guðmundsson, Dalbraut 21, áöur Bogahlíð 10, veröurjarðsunginn frá Háteigskirkju föstud. 7.3. kl. 13.30. Kristján Sigurðsson, Háholti 18, Akranesi, veröur jarðsunginn frá Akraneskirkju föstud. 7.3. kl. 14.00. Elisabet Þórhallsdóttir veröur jarðsungin frá Útskálakirkju, Garöi, föstud. 7.3. kl. 14.00. Logl Ásgeirsson verður jarösunginn frá Fossvogskapejlu föstud. 7.3. kl. 13.30. Margrét Elín Ólafsdóttlr, Túngötu 51, Eyrarbakka, veröur jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugard. 8.3. kl. 14.00. Guöfinna T. Guönadóttir frá Brautartungu, Lundarreykjadal, hjúkrunarheimilinu Ási, Hverageröi, veröur jarðsungin frá Lundarkirkju, Lundarreykjadal, laugard. 8.3. kl. 14.00. FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 I>V Sextugur Jakob Líndal Kristinsson dósent í eiturefnafræði við læknadeild HÍ Jakob Líndal Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Læknadeild HÍ, Hjarðarhaga 24, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jakob fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Laugarneshverfmu. Auk þess var hann í sveit á Lækjaraóti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu öll sumur til 15 ára aldurs hjá móður- bróður sinum, Sigurði J. Líndal og fjölskyldu hans. Jakob lauk stúdentsprófi frá MR 1963, stundaði nám i lyfjafræði við HÍ og Danmarks farmaceutiske Hojskole 1964-69, lauk kandídats- prófi i lyfjafræði frá Danmarks far- maceutiske Hojskole 1969, öðlaðist starfsleyfi sem lyfjafræðingur á ís- landi sama ár og hlaut sérfræðivið- urkenningu í eiturefnafræði 1982. Jakob dvaldi skamma hríð við nám á Farmakologisk Institut í Kaupmannahöfn 1973, á Retsmedi- cinsk Institut í Árósum 1977, á Bispebjerg Hospital í Kaupmanna- höfn 1977, Huddinge Universitets Sjukhus, Instit. för Klin. Kemi & Klin 1988, sótti námskeið í forritun á vegum Tölvuskólans í Reykjavík 1981, námskeið um gagnagrunna á vegum Reiknistofnunar HÍ 1983, tölvunámskeið á vegum Endur- menntunarstofunar HÍ 1986 og í kennslutækni 1994, um klinískar og faraldsfræðilegar rannsóknir 1998, námskeið á vegum NorFa: Tox- icokinetics 1995, á vegum Giftin- formationssentralen í Ósló í klínískri eiturfræði 1996, auk þess sem hann hefur sótt námskeið á vegum Lytjafræðingafélags íslands. Jakob var lyfjafræðingur í Holts Apóteki í Reykjavík 1969-72, var ráðinn í tvær hlutastöður í Rann- sóknastofu í lyfjafræði og lyíjafræði lyfsala við Hí frá ársbyrjun 1972-76, hefur unnið í fullu starfi í Rann- sóknastofu í lyfjafræði frá 1976, er deildarstjóri réttarefnafræðideildar Rannsóknastofunnar frá 1974, átti sæti í Eiturefnanefnd frá ársbyrjun 1989 þar til hún var lögð niður 1992 og er ráðgjafl Eitrunarmiðstöðvar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi frá 1995. Jakob var stundakennari í verk- legri lyfjagerðarfræði við HÍ 1970-75, í efnagreiningartækni 1972-77 og eiturefnafræði 1976, að- júnkt í eiturefnafræði frá ársbyrjun 1977-85, settur lektor í eiturefna- fræði 1985, skipaður lektor 1986, skipaður dósent í eiturefnafræði 1989 og í ársbyrjun 1992, dósent í eit- urefnafræði í fullu starfi frá árs- byrjun 2000 og hefur jöfnum hönd- um stundað kennslu í eiturefna- fræði, lyfjafræði og lyfjagreiningar- tækni. Jakob átti þátt í námskeiðum I eiturefnafræði og réttarlæknisfræði á vegum Endurmenntunamefndar HÍ 1991 og 1997, átti þátt í námskeiði í eiturefnafræði fyrir nemendur í raunvísindadeild HÍ 1991, hefur kennt eiturefnafræði á fjölmörgum námskeiðum fyrir garðyrkjumenn og meindýraeyða sem haldin hafa verið á vegum Hollustuvemdar rík- isins og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og kennt lyfjafræði við Tækniskóla íslands frá 2000. Jakob átti sæti í kennslunefnd læknadeildar 1980-82, sem fuUtrúi kennara á 3. ári, og átti sæti í dóm- nefnd til þess að meta hæfni um- sækjenda um prófessorsembætti í lyfjagerðarfræði 1985. Jakob sat I fræðslunefnd Lyfja- fræðingafélgas íslands 1970-71, í stjórn félagsins 1971-73, í ritstjóm Tímarits um lyfjafræði 1974-76 og ritstjóri þess 1976-80 og 1986-88, var fulltrúi LFÍ á þingum BHM 1973-86, og á norrænum fundum lyfja- fræðinga (Nor- disk Farmaceut Union) 1972, 1977, 1978, 1979, 1982, 1986 og 1987, sat i stjórn Lyfjafræðafélags íslands 1987-98 og situr í stjóm Líftölfræðifélags- ins (Icelandic Biometric Soci- ety) frá 1988. Raxmsóknir Jakobs hafa einkum verið á sviði eiturefnafræði (réttarefhafræöi). Niðurstöður þeirra hafa birst í fagtímaritum, ís- lenskum og erlendum, eða verið kynntar með erindum á ýmsum ráð- stefnum. Fjölskylda Jakob kvæntist 10.10. 1964 Krist- ínu Gísladóttur, f. 21.5. 1944, versl- unarmanni í Reykjavík. Foreldrar hennar: Gísli Tómas Guðmundsson, f. 22.3.1915, d. 30.11.1991, póstmaður í Reykjavík, og k.h., Kristín Sigþóra Bjömsdóttir, f. 1.3. 1919, kennari í Reykjavík. Böm Jakobs og Kristínar eru Kristín Mjöll Jakobsdóttir, f. 30.8. 1965, fagottleikari, búsett í Reykja- vík og á hún eina dóttur; Snorri Jakobsson, f. 30.9. 1976, hagfræðing- ur í Reykjavík, en unnusta hans er Sigríður Björk Ævarsdóttir, f. 13.8. 1977, og eiga þau eina dóttur; Mar- grét Rún Jakobsdóttir, f. 15.9. 1984, nemi í MR. Systkini Jakobs eru Halldóra Kristinsdóttir, f. 18.10.1946, kennari i Mosfellsbæ; Gísli Kristinsson, f. 26.11.1950, arkitekt á Akureyri; Jón- ína Vala Kristinsdóttir, f. 12.8. 1952, kennari við KHI. Foreldrar Jakobs eru Kristinn Finnbjöm Gíslason, f. 19.6. 1917, kennari í Reykjavík og k.h. Margrét Jakobsdóttir Líndal, f. 29.5. 1920, kennari i Reykjavik. Ætt Föðursystkini: Hjálmar Gíslason, f. 22.12. 1918, fulltrúi í Reykjavík, og Sigurós Gísladóttir, f. 29.10.1929, bú- sett í Kópavogi. Kristinn Finnbjöm er sonur Gísla Rósinbergs Bjamasonar, kennara á Hesteyri við ísafjarðardjúp, og Sigfúsínu Halldóru Benediktsdóttur. Móðurbræður: Sigurður J. Lín- dal, f. 29.11. 1915, d. 1991, bóndi og hreppstjóri á Lækjamóti í Víðidal, V-Hún., og Baldur Líndal, f. 17.8. 1918, d. 17.6. 1997, efnaverkfræðing- ur, bús. í Kópavogi. Margrét er dóttir Jakobs Hanssonar Líndal, b. að Lækjamóti í Víðidal, og Jónínu Sigurðardóttur Lindal húsmæðrakennara. Jakob og Kristín taka á móti vin- um og vandamönnum á afmælisdag- inn að Skipholti 70, 2. hæð, kl. 20.00-23.00. Fimmtug Anna Kristme Magnusdóttir dagskrárgeröarmaöur í Reykjavík Anna Kristine Magnúsdóttir, skírð Mikulcáková, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður, Ránar- götu 29, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Anna Kristine fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp við Smáragöt- una auk þess sem hún dvaldist við Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Hún var í ísaksskóla, Æfmgadeild Kennaraskóla íslands og Haga- skóla, stundaði nám við VÍ og lauk þaðan verslunarprófi 1971. Anna Kristine starfaði hjá Eim- skipafélagi íslands 1969-73, fyrst við farþegadeild en síðan við bók- hald. Hún stundaði blaðamennsku frá 1977, var blaðamaður við Vik- una, hjá Frjálsu framtaki, við helgarblað DV, Helgarpóstinn og Pressuna. Hún ritstýrði tímarit- unum Búið betur ogGróður og Garðar, sá um útgáfu Fréttablaðs Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar í nokkur ár, sér nú um tímaritið Umhyggju og hefur skrifað greinar og viðtöl í flest tímarit landsins. Þá var hún læknaritari á Landa- kotsspítala í hálfu starfi á árunum 1981-86 og síðar nokkuð við afleys- ingar. Anna Kristine hefur starfað við Ijósvakamiðla frá 1991. Hún starf- aði við Dægurmálaútvarp Rásar 2 1991-96, hefúr verið með eigin út- varpsþátt, Milli mjalta og messu, frá 1996, fyrst á Rás 2 en á Bylgj- unni frá 1999, og var umsjónar- maður föstudagsviðtals í íslandi í dag um 7 mánaða skeið 1999. Anna Kristine hefur verið farar- stjóri til Prag nokkrum sinnum frá 1995. Hún stóð fyrir góðgerðar- tónleikunum Neyðarhjálp úr norðri, 1997 og 2002, til aðstoðar fórnarlömbum flóða í Tékklandi og annast nú fyrirlestrahald um Tékkland hjá Mími - símenntun. Anna Kristine sendi frá sér við- talsbækumar Litróf lífsins, 2001 og 2002. Fjölskylda Dóttir Önnu Kristine er Elísabet Elín Úlfsdóttir, f. 13.3.1975, starfs- maöur hjá Norðurljósum, en faðir hennar er Ulf H. Bergmann, f. 27.8. 1953, þjónustustjóri hjá SÍF. Alsystur Önnu Kristine eru Ing- unn, f. 23.9. 1955, verslunarstjóri í Tékk-Kristal í Kringlunni; Elísa- bet, f. 28.12.1958, snyrti- og fótaað- gerðafræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Önnu Kristine, samfeðra, eru Björg, f. 1.8. 1966; Magnús Jaroslav, f. 21.4.1969; Dag- mar, f. 25.5. 1970. Foreldrar Önnu Kristine: Miroslav R. Mikulkák (Magnús Rafn Magnússon) f. 10.9. 1927, d. 23.2. 1998, íslenskur ríkisborgari frá 1958, framkvæmdastjóri, og El- ín Kristjánsdóttir, f. 30.12. 1931, fyrrv. deildarritari við Landakots- spítala. Ætt Föðurætt önnu Kristine er frá Mæri í Tékkóslóvakíu. Miroslav var sonur Josef Miklucák og önnu Mikulcáková. Elín er systir Árna aðalræðis- manns, foður Hans Kristjáns framkvæmda- stjóra. Elín er dóttir Kristjáns, framkvæmda- stjóra hjá SÍF, Einarssonar, b. i Stakkadal, Sig- freðssonar. Móð- ir Kristjáns var Elín Ólafsdóttir. Móðir Elínar var Ingunn, syst- ir Önnu, móður Árna Pálssonar sóknarprests, föður Þórólfs borgarstjóra. Önnur systir Ingunnar var Kristín, amma Hjálmars Árna- sonar alþm. og Hjálmars W. Hannessonar sendi- herra. Bróðir Ingunnar er Guð- mundur, faðir myndlistarmann- anna Sigurðar og Kristjáns. Ing- unn var dóttir Áma, prófasts á Stóra-Hrauni, hvers ævisögu Þór- bergur Þórðarson skráði, Þórarins- sonar, á Eyrarbakka, bróður Guð- mundar dúllara. Þórarinn var son- ur Áma, b. á Klasbarða, Jónssonar og Jómnnar, systur Tómasar Fjöln- ismanns, afa Tómasar, afa Ragn- hildar Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Jórunn var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindarholti, Ögmundssonar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, afa Þuríð- ar, langömmu Vigdísar Finnboga- dóttur og Önnu, móður Matthíasar Johannessens skálds, fóður Haralds ríkislögreglustjóra. Ögmundur var sonur Presta-Högna Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Salvör Sig- urðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Áma prófasts var Ingunn, systir Helga, afa Ásmundar Guðmundssonar biskups. Ingunn var dóttir Magnúsar, alþm. i Syðra- Langholti, Andréssonar og Katrínar Eiríksdóttur, ættfóður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Önnu Ámadótt- ur var Anna Elísabet Sigurðardótt- ir, hreppstjóra í Syðra-Skógamesi, Kristjánssonar og Guðríðar Magn- úsdóttur. Anna Kristine biður þá sem hafa hugsað sér að gleðja hana með kveðjum í formi símskeyta að láta UMHYGGJU - felag til stuðnings langveikum bömum, Laugavegi 7, njóta þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.